Breiðablik - 01.08.1913, Side 16
48
BREIÐABLIK
hve leiðir guðsóttans eru margar, eins og-
hin lifandi dæmi biblíunnar sýna, jafn-
breytileg og ólík hvert öðru og mannlífiö
sjálft.
Þess vegna er nú sú krafa hvarvetna í
kristninni að verða hávær, að biblíunni
sé skipað í heiðursess og öndvegi sem
dýrmætustu kenslubókinni í trúarreynslu
mannkynsins. Án þess að þekkja biblí-
una og þekkja hana vel og kunna um
leið að meta gildi hennar réttilega, getur
enginn verulega kristinn maður verið,
með mótmælendum. Biblían verður að
vera helzti fræðslumiðillinn í trúarefnum.
Allir sem láta sér ant um að hrinda krist-
indómsfræðslunni inn á nýjar brautir,ætti
að styðja það af alefli. Hún á að verða
eini fræðslumiðillinn, — biblían sjáif eða
úrvalskaflar úr henni með eigin orðum,
á að koma í stað kver-kenslu og biblíu-
sagna eins og áður hefir tíðkast.
Barnabiblía þessi hefir nú slíkt úrval
meðferðis, að því er gamla testamentið
snertir. Er óhætt að segja að það hafi
hepnast mæta-vel. Meira og minna er
tekið úr flestum bókum gamla testament-
isitis, bugðnæmustu og lærdómsríkustu
kaflarnir, hvorki gengið fram hjá spá-
mönnunum né apókrýfisku bókunum.
Sami unaðsblær yfir máli og frásögn eins
og á nýju og ágætu biblíuþýðingunni,
svo bókin togar menn til sín. Kaflarnir
stuttir og fyrirsagnir fvrir hverjum kafla,
sem eiga að laða hugann og eru fagrar
og vel til fundnar. Fyrirsögn sögunnar
um afdrif Absalóms er: Fagra hárið,
sögunnar um Rispu: Móðurhjartað, —
sögunnar um Júdas Makkabeus: Látum
skifta guð gittu, sögunnar um friðartíma-
bilið á árum Símonar æðsta prests: Skin
eftir skúr. En svo fagrar sem fyrirsagn-
ir þessar eru, hefir spurning vaknað í
huga mínum um, hvort ekki hefði verið
betra að glöggva sig á efni bókarinnar
fyrir unglinginn, ef fyrirsagnir hefði ver-
ið ljósari og beinni. íslenzkan á bókinni
er reglulegt fyrirmyndarmál, svo er hún
vönduð. Það er stórmikil! ávinningur
fyrir íslenzk ungmenni að fá þessar ynd-
islegu sögurí hendur á svo kjarngóðri og
gullfagurri íslenzku.
Ótal spurnitigar vakna við að blaða í
bókinni. Hvað á að kenna? Hvað á að
segja blessuðum börnunum? Það er
vandi með að fara. Á að segja þeim að
guð hafi skapað jörðina á sex dögum?
Að konan hafi verið sköpuð af rifi úr síðu
mannsins? Að guð hafi skipað Abraham
að slátra drengnum sínum, og að hann
hafi látið rigna hrút? Að Jefta hafi fórn-
að drotni dóttur sinni að brennifórn og
þkð itafi verið guðsþakkaverk? Að Sam-
son hafi rifið öskrandi Ijón sundur með
berum höndum eins og kiðling? Að hann
hafi drepið þúsund manns með asna-
kjálka? O. s. frv., o. s. frv.
Eitt er víst og það er, að aldrei ætti
að fara krókavegu kring um sannleikann
með börnin. Aidrei ætti að finna upp á
neinu til skýringar, sem hinir eldri vita
að er tómur tilbúningur. Bezt að láta
sögurnar grafa um sig í hugum barnanna,
unz þau fara sjálf að spyrja. Og þá að
segja þeim það sent maður veit réttast
og . sannast, en ekki koma þeim til að
skilja að þetta og þetta, sem þeim er
bannað og álitið stórsaknæmt nú, hafi
verið skipað af drotni sjálfum í biblíunni.
Aldrei vert að segja meir en þroskinn
leyfir barninu að skilja nokkurn veginn.
En um leið og þroski er til, þá að gefa
því eins sanna og rétta hugmynd og föng
eru til. Verður þá að fara eftir því sem
fullþroskuðu foreldri finst það fá út úr
sögunni, þegar það les hana nú, en ekki
eftir því sem kent var fyrir 20 til 30 ár-
um. Vandaðir foreldrar hafa ávalt hug-
fast, að kenna harninu ekkert í trúarefn-
um, nema það sem þeir álíta sjálfir satt
og rétt.
Barnablblíuna ætti hvert íslenzkt barn
hér vestra að eignast. Fegurri, skemti-
legri, dýrlegri sögubók er ekki unt að fá
börnum í hendur. Heimur trúarinnar
opiiast barninu þar frá fyrst til síðast og
eldur trúarinnar fellur í sálu þess við lest-
urinn, ef rétt er á baldið.
Préritsm iðja Ólafs S. Thorgeirssonar
678 Shcrbrooke St. Winnipeg