Dagblaðið - 28.10.1913, Side 3
DAGBLAÐIÐ
3
og hef nærri því fitnað; ekki
vantar gestrisnina. Eg heyrði
þá tala um, að farga öllum sín-
um hestum í sumar, líklega til
Ameríku, því Guðmundur B.
segir, að nú séu harðindi í nánd
og svo eigi að smella á akbraut-
um eða járnbrautnm, og flytja
alt á þeim.
Gróa: Mikið segirðu, Siggi
minn! Þeir ætla þó ekki, Dala-
menn, að verða langt á eftir
Borgfirðingum með framfarirn-
ar, eftir þessu. Eða hefirðu les-
ið Lögréttu?
Siggi: Lesið Lögréttu! Hvað
er það?
Gróa: Nú jæja, drengur minn.
Þú ert kannske ekki farinn að
læra að stauta enn þá, en þú
ættir þá að fara til þess úr þessu,
því ekki liflr þú lengi á labb-
inu eintómu. Nú á tímum verða
menn að vita og fylgjast með.
Siggi: Fylgjast með: Eg skal
sýna þeim það, hvort eg ekki
fylgist með. Varla verða þeir
fljótari en hann Rauður sálugi
hans Rórðar á Leirá, og tók eg
hann með glans, þarna á eyr-
unum fyrir neðan stóra húsið.
Sjáðu!
Gróa: Eg var að tala um að
fylgjast með í framfaramálum
þjóðarinnar, og ekki síst hér í
Borgarfirði, þar sem þú ert upp
alinn, drengur minn. Sjáðu nú
í kringum þig!
Siggi: Horfðu í austur kerl-
ing!
Gróa: Gerðu það þá líka,
Siggi. Þá hyrjum við að skoða
Skorradalinn. Þar eru falleg tún,
hús og hlöður, enda er bóndinn,
Bjarni, hinn mesti dugnaðar-
maður. Vatnið er stórt og mik-
ið; skógur í kringum það, og
við suðurenda þess býr hinn
fjölfróði á Fitjum. Þá kemur
Svínadalurinn; hann er fallegur.
Þar býr Pétur og Bjarni odd-
viti, sem ver hreppinn sinn eins
Gróa: Þegiðu Siggi! á meðan
eg er að upplýsa þig, þú veist
ekki of mikið, þó þú takir eftir
því sem eg segi þér, dálitla
stund. Við komum nú bráðum
að aðalefninu.
Lundareykjadalur er þarna á
bak við hálsinn. Hann er grasi
vafinn og falleg sveit, og marg-
ir eru þar góðir búhöldar. Hérna
fyrir neðan blasir við Andakíll-
inn. Þar er mest mentun á
landinu. Þar er Ólafur á Völl-
um. Þar er Hvanneyri sem
kostar peninga, og þaðan streyma
búfræðingar, búskussar, eins og
hrossaflugur út um landið. Hér
fyrir neðan er Skeljabrekka.
Siggi: Já, Skeljabrekka! Eg
sæti hér ekki undir þessu rausi
úr þér, Gróa, ef eg hefði ekki
verið þar í nótt, því satt að segja
Gróa min, er mér hálf bumbult.
Þú segir ekki frá því. Eg kom
þangað svangur í gærkvöldi, og
húsmóðirin sparaði ekki í mig
matinn, blessuð konan! Eg
man ekki hvað hún heitir. Eg
ætlaði að rjúka af stað í morg-
un, en þá rak eg mig á liús-
bóndann ogsagði: »Vertu sæll!
Þakka þér fyrir matinn«. »Þú
hefir þá fengið að borða«, segir
hann. »Jú, í gærkvöldi«. Þá
segir hann: »Ertu vitlaus, Siggi?
að rjúka á heiðina svangur.
Farðu inn til konunnar, og fáðu
að borða«. Svo eg gerði það.
Ja, maturinn, Gróa! sá var nú
ekkert tris. Og veistu hvað?
Súkkulaði á eftir. Eg gat ekki
stilt mig um að borða heldur
mikið.
Gróa: Og garmurinn, þú kant
þér ekki magamál. En af þess-
um hjónum þarftu ekki að segja
mér. Eg er öllu kunnugt. Þar
fylgist alt að: Gestrisnin og
góðvildin, vitið og dugnaðurinn.
Eg hefi nú sýnt þér öll ríki ver-
aldar og þeirra dýrð, upplýst
þig um marga merkismenn og
bæi. Hér er sjónauki, svo þú
sjáir betur breiðuna af húsa-
þökum og stórhýsum, hér upp
um héruðin. Taktu nú vel eft-
ir, svo þú munir hvernig hér-
aðið er.
Siggi horfir í sjónaukann og
segir:
Já satt er sem þú segir, Gróa!
Fallegt og auðsældarlegt er hér-
aðið. En manstu þegar við
stóðum á Esjunni, og þú sýnd-
ir mér alt suðurlandið og Reykja-
vík?
Gróa: Jú, man eg það, þá
voru þeir að stækka Skólavörð-
una?
Siggi: Ekki hugsaði eg þá,
að þú værir eins langséð, og
nú er komið á daginn. Þú sagð-
ir að vitlausraspítalinn kæmi til
að verða of lítill.
Gróa: Eg var þá komin til
ára minna, Siggi. »Og vís er
sá sem víða fer«. Eg hef fylgst
með um dagana, og þekki Vík-
verja, ekki síður en aðra, sér-
staklega höfðingjana. Þeir hafa
oft fengið hjá mér upplýsingar,
blessaðir. Gróa gamla lýgur
ekki, en margt hef eg ótrúlegt
sagt fyrir fram.
Ekki trúðu heimastjórnarmenn
mér 1908. þegar eg sagði þeim
að þeir innu að kosningunum
með ofmikilli samviskusemi.
Ekki trúðu heldur sjálfstjórar-
menn mér, þegar eg sagði þeim,
að bankrráðið yrði það skað-
legasta inál landsins sem fyrir
kæmi á þessari öld. Já, Siggi
minn. Vitleysan er mikil. Og
ætti að láta hana í eitt hús alla
saman, þá sægirðj kofa í lægi.
Þeir ætla nú að kæfa sjálfs-
sjórnarmálið í ár, blessaðir, og
sigla svo á sinum eigin skipum
með líkið til Hafnar, og jarð-
setja það þar mað mikilli við-
höfn. Já, margt gæti eg fleira
sagt þér, Siggi minn, af því sem
eg hef séð og heyrt á minni
löngu æfi, en bæði yrði það of-
langt mál, að sitja yfir því hér,
og svo myndir þú ekki skilja
helminginn af því, sem ekki er
heldur von, það eru ekki komn-
ar svo upp í þér vísdómstenn-
urnar enn þá, að þú skiljir
þessa stjórnarvisku, tetrið mitt.
En eg tek það fram aftur: Spit-
alinn er of lítill. því heimskan
er stór — æ. það er ekki til
nokkurs að segja þér þetta.
Siggi: Til nokkurs! Heldurðu
kannske að eg heyri ekki hvað
þú segir, og geti ekki sagt frá
því?
Gróa: Nei, Siggi, það er mér
ekki ant um, að þú segir frá
þessu. heldur að þú geymir þér
það, eins og gull.
Siggi: Eins og gull! Ertu vit-
laus? Hver heldurðu að geymi
gull nú?
Ekki etnusinni Landsbankinn.
Nei, svo vítt gengur það ekki
nú á tímum, að geyma gull.
Ertu þá svona vitlaus, Gróa?
Gróa: Það er ekki til neins
að tala við þig Siggi, um neitt,
sem vit er í, þú ert svo mikill
bjáni. En eg ætlaði að segja
þér, af því við stöndum hér svo
hátt, hvar þeir ætla að hafa
brautina Borgfirðinga. Hún á
að koma hér afan að. — Sjáðu
— og liggja svo suður Draga,