Dagfari - 14.05.1906, Blaðsíða 4

Dagfari - 14.05.1906, Blaðsíða 4
Seglskipið ÉViarkúr korn hingað 9 þ. m. með við til verzlunar Túliniusar. Lagði upp frá Halmstað í Svíþjóð og var 14 daga á leiðinni, Hólar komu að norðan þann 8. Far- þegjar: Vernharður Þorsteinsson stud. art., Jón Blöndal vesturfaraagent, Ounnl. Jónsson kaupm. og Bjarni Ouðmundsson, verziunarm. í Hornafirði, og Pjetur Biering verzltinarm. Leiðrjetting. Seinast í ritgjörðinni 1895-1905, í 8. tbl. Dagfara, eiga þessi orð að hverfa burt: «Þótt maður sá sje mjög vel gefinn að mörgu, þá». Kolbeinn ungi. Gullkistan brot úr æflsögu Austfirðings kem- ur f næsta blaðí. Auglýsing. Verzlun Fr. Hallgrímssonar hefur nú fengið mjög miklar birgðir af | allskonar vörum. Þar á meðal feikna mikið af skófatnaði handa konum og körlum. Leir- og glervörur af mörgum teg. Klukkur. Úr og margt j af fásjeðum munum, sem of langt yrði hjer upp að telja. Ennfremur skipsfarm af trjávið, svo sem: Jufertur, gólfborð, klæð- ning uppst. og niðurl., panel, óheft borð fleiri teg, hálfplánka, ára-planka, lopt- og gólflista o. fl. o. fl. Sökum rúmleysis verður trjáviðurinn seldur óheyrt lágu verði. Virðingarfyllst. Fr. Hallgrímsson. Canadian Pacific Pailway Co. — Til Vesturfara. — Empresses (drottningar) nefnast skip C. P. R. öll þau sem ganga um Miklahafið miili Canada, Japan og Sínverjalands. Það eru vönduðustu og hraðskreiðustu skip og skrautlegustu, sem ganga á því hafi. Samnefndum og jafngóðum skipastól ætlar C. P. R.-Iínan að koma sjer upp á Atlantshafi og hefir þegar byrjað á því með því að auka fiota sinn þar 2 slíkum skipum, sem sje Empress of Britain og Empress of Ireland. Skip þessi eru 550 fet á lengd, 55 fet á breidd og 40 fet upp að þilfari, með 8 þilförum alls og bera 1500 tons. Þau eru hraðskreið- ust skip milli Bretlands og Canada, fara milli Liverpool og Onebey á 6 V* degi. Um 3 farrými þeirra, segir blaðið »the Canadian Gazette« 9. nóv. síðasl. að ýkjalaust megi segja, að það hafi enda meiri þægindi að bjóða en 1. farrými á skipum byggðum fyrir fám árum. Peir, sem vestur fara til Canada, verða allir að flytjast með C. P. R., og er þeim bezt að snúa sjer til mín til að fá sjer far, enda tekur C. P. R. ábyrgð á farangri þeirra, sem það gera. Peir, sem tækju sjer far frá Norðurlandi og Austfjörðum í júní með Kong Inge, ættu að geta náð í „Empress af Ireland”. C. P. R.-línan flytur ekki aðrar þjóðir en Breta, Dani, Norðmenn, Svía, Islendinga, og flytur fyrir lægsta fargjald. Aöalumboðsmaður C. P. R. fyrir ísland. Páll Bjarnarson. SUxyioU&xv „Stanáavd ortúW4, motova, ct od^vust ^\i GrEATO HÖTEL NILSOhI Rekommenderer sina 60 vœl tnöblerade resande rutn tned elektriskt Ijus och alla bekvœmligheter. Holbergsgude 14, Köpenhamn. (*r—ti) 2 minuter frán Öresundsbátarna. 2 minuter frán Kongens Nytorv. Fuldstœndig restauration lsta klass kök. Moderata priser. Vördsammast C. Aug. Hemberg. Chokolade & Cacao dvö\ v 5St\x$exi jra Cfvofcolaáe-'JafemMien SI RI US <yr\ka\>rvetv, ^Cö%etvkaoxv. PRENTSMIÐJA DAOFARA. 50 Það var smán, sem ekki var burtu skafin. Þær báru kinnroða þess- vegna fyrir kunningjum sínum. Faðir minn hafði annríki mikið, og var því nær aldrei heima. En mamma mín var góð við mig. Mæðurnar skilja og fyrirgefa. Móðirin er öllum fremri. Svo setti smátt og smátt að mjer gremju. Nú reið á því fyrir mig, að segja að fullu skilið við liðna tímann, og jeg átti ekkert til, til að setja í stað hans. Jeg hlaut að skapa nýjan hugmynda-heim hið innra með sjálfum mjer, gráan þokuheim, og þangað komst eng- inn sólar-geisli, til þess að ylja og lýsa hann. Og þessi heimur átti að vera viðunandi fyrir miðlungs-mann, sem enga rækt hafði lagt við sjálfan sig áður. Sje það satt, að maðurinn þurfi níu ár til þess að húð hans endurnýist, hversu langan tíma mun það þá taka, að sálin endurnýist? Það var langur tími, hvað mig snertir. Full 18 ár Þegar 18 ár voru liðin, var allt umbreytt orðið, hugmyndalíf mitt og umheimurinn Faðir minn var dáinn. Systur mínar höfðu gifzt og önnur þeirra var dáin. Hin lifir enn þá og á heimili langt í burtu hjeðan. Hún sendir sjaldan skeyti. Jæja, það er ekki svo undarlegt.. Við höfum ekki sjest í mörg ár og hefur aldrei þótt sjerlega vænt hvoru um annað, og þarf það því ekki að undra neinn. Þótt jeg dæi í dag, mundi það liggja henni í Ijettu rúmi. Og jeg ætla að kannast hreinskilnislega við það, að ef hún dæi í dag, þá — — —» Hann varð allt í einu nokkuð athugull, meðan við hjeldum leiðar okkar, þreifaði fyrir sjer og spurði svo, hvort við værum komnir fram hjá sjúkrahúsinu. 51 «Nei, það er rjett fram undan okkur», sagði jeg. «Já, það er rjett, þarna eru stóru turnarnir, hornturnarnir. Jeg var nokkuð utan við mig» sagði hann. og svo hjelt henn sögunni áfram. í fyrstunni var jeg ekki eins greiður til gangs og jeg er nú. Mjer fannst alltaf eitthvað koma á móti mjer. Alveg eins og þeim finnst, er fulla sjón hefur, þegar hann fer um koldinnnt herbergi. Jeg fálmaði allt af höndunum fram undan mjer og hugsaði: nú rekur þú þig á, nú slæst eitthvað í andlit þjer. Augnanna gætti jeg stöðugt. Svo vandist jeg smátt og smátt á, að halda höndunum niður með hliðunum, og reka mig úr skugga um, með smáhreyfingum, hvar jeg var staddur. Og jeg lærði að ganga, eins og þjer sjáið. Hinn sjónheiii getur ekki gengið; jeg á við það, að hann geti ekki notið gangsins eins og hinn blindi. Allt af varð spaklátara umhverfis mig. Nú hafði jeg engan hjá mjer daglega, nema móður mína. Við áttum heimili saman framvegis. Ættingjar okkar komu til okkar stöku sinnum og töluðu við móður mína, eða mig stundum. Það var ekki opt. Jeg var ekki mjög að- laðandi heldur. Hafði ekki getað til fullnustu unnið bug á gremju minni, og fjell því erfitt að vera viðmótsþýður. Jeg var alltaf í þungu skapi. Það ólgaði og sauð í mjer óánægjan. Allur heimurinn var mjer til ama, einkanlega jeg sjálfur. Okkur leið ekki sjerlega vel heldur. Faðir minn hafði ekki verið svo framsýnn, að safna fje, meðan hann var borgarstjóri. Hafði heldur ekki haft lag á að notfæra sjer viðkynningu annara. Hann hatði aðeins unnið verk sitt. Við fengum aðeins lítil eftirlaun og

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/172

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.