Dagsbrún - 10.07.1915, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 10.07.1915, Blaðsíða 4
4 DAGSBRÚN það því heldur sem þið með því vottið hluttekningu ykkar hinu kúgaða og fótumtroðna ættlandi mínu“. Þegar hann tíu árum seinna kom aftur til Englands, var hann hinn heimsfrægi sigur- vegari sem unnið hafði Sikiley og Neapel með 1000 sjálfboðaliðum, þó 40 þús. æfðir hermenn væru til varnar. Þá voru nú fleiri en verkamenn sem tóku honum vel, því honum var fagnað meir en nokkrum útlending hefir verið í Englandi, fyr eða síðar. Það er munur á Jóni og séra Jóni. í fyrra skiftið var hann að eins ó- brotinn skipstjóri. Oftast kemur viðurkenningin þegar sá sem til hennar hefir unnið er dauður. Svo var þó ekki um Garibaldi. Það er að segja, lýðurinn tók honum jafnan (síð- ustu árin) með fagnaðarópum, en „lærðum" herforingjum þótti lítið til hans koma, og höfðingjarnir höfðu llestir skömm á honum, vegna frjálslindis hans. Antía hét kona Garibaldis, og var brasilíönsk. Hún giftist honum eftir tveggja daga viðkinningu ■— strauk að heiman, því faðir hennar vildi láta hana eiga annan. Hjónabandið var farsælt, var Antía hinn mesti kvennskörungur og fylgdi manni sínum í allar svaðilfarirnar; en hún dó eftir tíu ára sambúð þeirra. Garibaldi var með fríðustu mönuum er verið hafa, og jafn- framt göfugustu. Akureyri. I. Verkmannafélag Akureyrar er vafalaust eitt af þróttmestu verk- lýðsfélögum þessa lands, enda má heita að hver einasti verkamaður só meðlimur; undantekningar að eins fáir menn, sem reynst hafa svo góðir félagar að þurft hefir að strika þá út af félagaskránni vegna skulda (ársgjaldið er þó bara tvær krónur!) og ennfremur nokkr- ir aðrir, sem eru „fastir" menn hjá kaupmönnum, þó þeir vinni fyrir tímakaupi. Eru flestir þeirra þannig gerðir, að þeim finst það óhæfa að þeir spyrji hvaða kaup sé boðið þegar vinna byrjar, þeir taka við því kaupi sem kaupmann- inum af náð sinni þóknast að borga þeim og taka út á það vör- ur, sömuleiðis með því verði er kaupmaðurinn einn ákveður. Og þurfi einn þessara manna að halda á krónu í peningum, þá biður hann kaupmanninn um „að gera svo vel og hjálpa sér um hana“ þó lögin segi skýrt, að aila vinnu eigi að borga í peningum. Um þessa menn — sem auðvitað eru um alt land, eigi síður en á Ak- ureyri — hefir verið sagt, að þeir mundu vera beinir afkomendur af afar fornum þrælakynstofnum, er landnámsmenn hefðu haft með sér til íslands. (Þeir eru þá af gömlum ættum, það þykír nú heldra fólkinu fínt, einkum í út- Jöndum.) II. Það er ekki nema eitthvað níu ár síðan tímakaupið fyrir fullorðna karlmenn fór niður í 18 aura á hverjum vetri á Akureyri. Verka- mannafélagið hefir verið að smá- færa kaupið upp, svo það var komið upp í 30 aura minst (lág- mark) veturinn sem leið. Þó kaupið sé hátt á sumrin á Norð- urlandi (vegna fólkseklunnar), þá hefir það engin áhrif á vetrar- kaupið, og engum manni, sem þekkir málavöxtu, getur dulist, að það er einungis að þakka verka- mannafélaginu hvað kaupið hefir hækkað, og er þetta dæmi eitt nóg til þess að sýna hve nauð- synleg verkamannafélög eru. Þeir kaupa ýmsa nauðsynjavöru í félagsskap í Verkmannaféiagi Akureyrar, og félagið á sérstakan sjúkrasjóð og frá því á þessu vori verkfallssjóð. í Aprílbyrjun, nú i vor, sam- þykti Verkam.fél. Ak. að hækka lágmark tímakaups úr 30 upp í 35 aura frá 10. Apríl. Var kaup- mönnum og öðrum vinnukaup- endum tilkynt þetta, og gerðu vinnukaupendur verkamannafélag- inu ýms tilboð, en tóku þau jafn- harðan aftur, en að síðustu buð- ust þeir til þess að játa að lág- markið væri 35 aurar frá 14. Maí. Samþykti þá verkamannafélagið að draga kauphækkunina til þess tíma, ef vinnukaupendur vildu 1. láta meðlimi félagsins sitja fyrir vinnu, 2. borga skilyrðislaust alla vinnu í peningum. Hvortveggja kröfurnar virðast sanngjarnar og sjálísagðar, þegar verkamenn slóu af kröfum sínum, en ekki fanst vinnukaupendum það. Það er að segja, sumum þeirra fanst fyrri krafan sann- gjörn, en sú seinni ófær, en öðr- um aftur þvert á móti; gengu þeir því eigi að þessu. Sátu þá hvorir við sitt, verkamenn og vinnukaupendur. Það var mjög lítið um vinnu um þessar mundir. Á einum stað var verið að grafa fram brekku; þangað kom sá, sem verkið lét gera, og sagði að kaupið væri 30 aurar um tímann. Lögðu verkamenn þá óðar frá sér verk- færi og áhöid og gengu frá vinnu. Á öðrum stað var unnin vega- vinna fyrir bæinn. Hafði sjórinn um veturinn brotið veginn á löngu svæði, og hefði átt að vera búið að gera við hann fyrir löngu, ef eigi hefði verið fyrir trassaskap bæjarstjórnar. Nú eru í bæjarstjórn á Akureyri, hér um bil undan- tekningarlaust, eintómir kaupmenn eða menn sem hugsa eins og kaupmenn. Formaður veganefnd- arinnar sendi því verkstjórann til þeirra sem að vegagerðinni unnu, en það var fjöldi manns, og lét hann skila til þeirra að kaupið væri 30 aurar. Hættu þá allir samstundis að vinna, nema einir tveir menn. Þeir voru ekki alveg búnir, þá í bili, að átta sig á því, að þeir, með því að halda áfram vinnunni, vógu aftan að félögum sínum. En um kvöldið sáu þeir hvað þeir voru að gera, og hættu vinnunni. Hafði veganefndin þá ekki annað eftir en verkstjórann, og hafði hann þá náðuga daga; ekki aðra að segja fyrir verkum en sér sjálfum. Var engu líkara en veganefndin ætlaði sér að láta verkið bíða þar til fólksekla ylli því að kaupið færi upp í 40 aur., enda varð þess skamt að bíða. III. Af allri vinnu, sem unnin er á Akureyri, er það sem bærinn læt- ur gera svo tiltölulega lítill hundr- aðshluti að það leikur ekki vafi á, að það borgaði sig fjárhagslega bezt fyrir bæjarféiagið að stuðla að því að kaupið hækkaði. Það eru margir fátækir barnamenn, sem eru að berjast við að hafa ofan í og á sig og sína, en sem við borð liggur að þurfi að þyggja af sveit, en losna við það, ef kaupið hækkar lítilsháttar, þó fá- tæktin sé römm að draga reipi við. En þeir vísu feður á Akur- eyri líta nú öðruvísi á málið. Þeir litu ekki á það frá almennu sjón- armiði, heldur með sínum kaup- mannsaugum. Þeir eru §em sé orðnir svo vanir að ráða öllu í bæjarstjórn, að þeir skoða bæinn sem sína eign, og nota hann* því til að reyna að koma fram sinu máli, þó það væri gagnstætt hag bæjarins. Eg þarf nú að fara nokkra daga aftur í tímann áður en eg segi frekar af kauphækkunarmálinu. Á fundi verkamannafélagsins, sem haldinn var skömmu á eftir, var samþykt að bjóða að gefa bænum til vegagerðar eitt dagsverk fyrir hvern meðlim fólagsins, ef hlutast yrði til um, að verkfærir menn í bænum gerðu alment hið sama; gæfu sitt dagsverkið hver. Enn- fremur voru þau skilyrði, að dags- verkin væru ekki notuð til við- gerðar nó lengingar vegi, sem ill- ræmdur var orðinn (Tangavegur- inn) af því alment var álitið, að hann hefði verið gerður að eins í þágu tveggja steinolíukaupmanna. (Framh.) V erkat venfélagið hefir komið því til leiðar, að vinnutíminn hefir verið styttur um einn klukkutíma (úr 11 niður í 10 tíma). Ennfremur hjá flestum vinnukaupendum fengið tímakaupið hækkað úr 15—20 aurum, upp í 25 aura. Fyrir eftirvinnu 30 aura og sunnudagavinnu 35 aura. Nokkrir vinnukaupendur hafa gert öðruvísi samninga við félagið, borga t. d. 12 kr. á viku og soðfisk, og enn eru nokkrir, sem enga samn- inga vildu gera. En þeir hafa flestir orðið að hækka kaupið nú, þegar fólkinu fækkaði. Kaup kvenfólksins er altof lágt, borið saman við kaup karlmann- anna (sem þó sannarlega er ekki of hátt). Er nokkur sanngirni í því að kvenfólk, sem vinnur fullkomna karlmannsvinnu, t. d. ber fiskbörur móti karlmanni, fái næstum helm- ingi lægra kaup en hann? Verklýðsfélögin þurfa að styðja hvort annað. Þetta lága kaup kven- fólksins heldur niðri karlmanns- kaupinu. Bókbindarar. feir eru að gera samninga nú, við vinnustofnseigendur. Þetta eru aðalatriðin: Tímakaupið hækkar úr 33 aurum upp í 40 aura um tímann. Öll helgidagavinna verður borguð. 3 daga sumarfri (með fullu kaupi). Lærlingataka hept að miklu leyti í þrjú ár. Trésmiðir. Þeir samþyktu á almennum tré- smiðafundi, er haldinn var í fyrra mánuði, að krefjast 5 aura hækk- unar á tímakaupi, frá 1. Júlí. Skósmiðir og málarar. ViJja þeir ekki hærra kaup ? Misbrúkan, sem ekki á að þola, er það, þegar hásetar á togurunum eru látnir vaka í 50 tíma eða meira. Um það nánar í næsta blaði. Skrifið ritstjóranum um kaup víðsvegar af landinu. Saga byrjar í næsta blaði. Hún er eftir ameriskan höfund Rex Beach að nafni og gerðist að mestu i Alaska, og kann höfundurinn, sem þar er bor- inn og barnfæddur, afarvel að se^gja sögur þaðan. Eru þær tvent í einu, á- gætar frá gagnrínis-sjónarmiði og þð svo spennandi að lesarann langar stöð- ugt til að vita meira og meira, eftir því sem líður á söguna. Júlí dregur nafn af Júliusi Cæsar sem var fæddur í þessum mánuði. Heyannir kölluðu fornmenn mánuð þann, sem eftir þeirra tímatali, náði yfir seinni part Júli og fyrri hluta Ágúst, að okkar tímatali. í gömlum norskum almanökum er Júlí kallaður hey-mán- uður, en i gömlum dönskum, orma- mánuður. Vínbannlög gengu í gildi í Júlí i Alabama, sem er eitt af Bandarikjunum. Riki þetta er að fjórðungi stærra land en ísland, en margfalt þéttbýlla, því ibúatalan er hátt á aðra miljón. Alabama er ellefta ríkið af Bandaríkjunum, sem komið er á vín- bann i. En auk þess hafa fimm önnur riki samþykt slík lög, sem þó eigi enn- þá eru gengin i gildi. í einu þeirra ganga þau í gildi í þessum mánuði, það er í Arkansas (íbúar 1,400,000). Ennfremur eru bannlög á döfinni í 6 öðrum af rikjunum* Til vina blaðsing. Af því blaðið hefir ekki nóg rekstursfé, eru vinir þess beðnir að borga fyrirfram fyrstu 4 ár- ganga þess með tíu Jcrónum (er- lendis fyrir 3 árganga). Dagsbrún, blað jafnaðarmanna, kemur út vikulega. Kostar frá Júlí til árs- loka 1 kr. 50 aura. Gjalddagi fyrir 1. Sept. Borgaður fyrirfram kostar þessi hálfi árgangur 1 kr. 25 aura. Blaðið vill fá útsölumenn í hverri einustu sveit. Sölulaun V*. Öll bréf til blaðsins sendist ritstjóranum. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.