Dagsbrún - 24.07.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 24.07.1915, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 11 Skraf og ráðagerð. V m íslenzlia tím at ali ð heitir grein, sem G. Björnson hefir ritað í 3ja hefti Skírnis. Betra held ég hefði verið, að grein þessi hefði verið tvær greinar, þ. e. sér- stök grein um fingrarímið. Ég er sem sé búinn að sjá tvo „mentamenn" (hvorn af öðrum) fælast er þeir sáu hinar mörgu tölur í greininni, og þar með fara á mis við þá skemtun sem það er að lesa hana (skemtun er alt sem gaman er að, sem gerir tím- ann skemri). Og ég get hugsað hiér að það fari íyrir íleirum eins °g þessum tveimur, því ekki voru þeir hugsana-latari en „lærðir“ menn eru alment hér á landi. („Ástkæra ilhýra málið“, hvenær ætli að við hættum að misþyrma þér með því að kalla þá, sem farið hafa gegnum Mentaskólann, „lærða“ ?) G. B. sýnir fram á það með rökum, að það sem hingað til hefir verið álitið fornt islenzkt tímatal, sem sé 12 þrítugnátta mánuðir, með 4 aukanóttum, aldrei hefir verið notað af alþýðu (og því að eins verið kerfi, búið til af rímspekingum) heldur hafi verið reiknað eftir misserum, eftir sumar- og veturvikum. Og þetta ©r vafalaust rétt, því enn þá fer mest tímatal í sveit eftir þeim. Þannig sagði mér unglingspiltur nýiega að afmælið sitt væii sunnudaginn í 11• viku sumars. Ég hef furðað mig á því, af hvexju Þorsteinn surtur stakk upp á því, að bæta við lagningar-vik- unni hvert sjöunda ár, því lang- auðveldast virðist hafa verið að bæta bara einni aukanótt við ár- lega, svo þær væru 5 í stað 4. En við lestur greinar G. B. skilst hvers vegna betra var að bæta 7 dögum (viku) við í einu, sjöunda hvert ár, heldur en að bæta ein- um degi við árlega. Jón Skýri. Nokkur alþingis- frumvörp. Lög um rafveitur (stjórnar- fi'Umvarp). Lagafrv. þetta á að koma í stað laganna nr. 28 frá 20. Okt. 1913 sem íalla úr gildi !• Jan. 1916, og virðist það að ýmsu leyti betra en lögin frá 20. Okt. Þó er eitt ákvæði í þessum nýju lögum, sem, ef það fær að standa, gerir lögin í heild sinni verri en hin gömlu. Það er á- kvæðið í 6. gr. um að sveitafélags- stjórnin geti veitt einstökum mönn- um eða félögum einkarétt þann er þær hafa til þess að leggja rafveitu. Rafveitur þær, sem hér er um að ræða, eru til þess að veita um rafmagni til almennings nota, því einstakir menn, eða fáir sam- an, hafa, skv. 5. gr., rétt til þess að leggja rafveitur heim í eigin hús. Þetta ákvæði er því til ein- skis gagns, því getur nokkrum dottið í hug að betra sé, að ein- stakir menn, eða félög, eigi raf- veitur til ljóss eða hita íyrir al- menning, heldur en að þær séu eign sveitafélagsins? Og ákvæðið er beint til skaða, getur aldrei orðið til annars, því einstakir menn eða félög, ráðast ekki í slík fyrirtæki, í fyrsta lagi: ekki nema bersýnilegt sé, að þau beri sig (og því skyldi þá ekki sveitafélögin sjálf ráðast í þau), í öðru lagi: ef nokkuit tvísýni er á, að þau munu bera sig, ekki nema a ábyrgð sveitafélaganna. Ní miður evu þesskonar samningar ekki óþektir hér á laudi, að sveita- félagið eigi að borga skaðann, ef fyrirtækið ber sig ekki, en ein- stákramanna-félagið að liafa á- góðann. Lög um sparisjóði (stj.frv.). Eigi hefir, sá sem þetta ritar kynt sér nákvæmlega einstök atriði þessa frumvarps, svo hann geti lagt dóm á þau, skal eigi heldur lagður dómur á, hvort nauðsyn- legt sé að stofna sérstakt embætti með 1200 króna launum (um- sjónarmann með sparisjóðum). En hvort sem það er nauðsynlegt eða ekki, þá er víst að það er bráð- nau’ðsynJegt að trygt eftirlit sé af hálfu hins opinbera með span- sjóðum. Lög um ullarmat (stj.frv.). Frumvarp þetta er samið af Bún- aðarfélaginu, og án vafa mjög þarft. Ekki er efamál að ullarmat mun bæta ullarmeðferðina, eins og fiskimatið hefir bætt meðferð- ina á saltfiski. Lög um forkaupsrétt lands- sjóðs á jörðum. Flutt af Sig. Sig. og Sig. Gunn. Frumvarp þetta gengur út á að veita landssjóði forkaupsrétt að öllum jörðum, sem ganga kaupum og sölum, þegar leiguliði eða sveitarfélagið ekki óskar, að nota forkaupsrétt sinn. Lög um frestun og fram- kvæmd laga um sölu þjóðjarða, og sölu kirkjujarða. Flutn.m.: Sv. Bj., Sk. Thor., Pj. J. og Sig. Sig. Frumvarpið hljóðar þannig: „Framkvæmd laga nr. 50, 20. okt. 1905, um sölu þjóðjarða og laga nr. 31, 16. nóv. 1907, um sölu kirkjujarða, skal frestað um 5 ára bil frá 1. nóv. 1915 að telja.“ Lögin um sölu þjóð- og kirkju- jarða, áttu að verða til þess, að auka sjálfsábúðina í landinu, en hafa alls eigi náð tilgangi sínum. Fjöldi af jörðunum er fyrir löngu kominn úr sjálfsábúð, og að nokkru leyti í eign kaupbrallara í kaup- stöðum. Það, sem einkum mæl- ir á móti þjóðjarða- og kirkju- jarðasölunni er þó það, að þær eru seldar of lágu verði, þegar tekið er tillit til þess, hvað jarðir munu stíga í verði á komandi ánim þó vera megi að borgunin sé nóg fyrh' þær Lög n™ að neraa úr gildi forðagæzlnlögin- Flutn.m.: Egg. Pálss., Sig. Gunn., Þorl. Jónss. og Ein. Jónss. Forðagæzlulögin eru ekki enn fullra tveggja ára gömul og því auðvitað ekki íengin nem vissa fyrir því, hvernig þau mum reynast, enda skoðanir um þau mjög skiftar. Að einhver slík lög sé bráðnauðsynlegt að hafa, virð- ist auðsætt. Félagsandinn er ekki enn þá kominn á svo hátt stig á íslandi, að búast megi við, að bændur geri alment samþyktir um heyásetning og forðabúr, án til- hlutunar af hendi hins opinbera. Lög um liavðindatrygging búfjáv. Flutn.: B. J. frá Vogi. Frumvarp þetta er samið af Torfa heitnum í Ólafsdal, og er ætlast til, að það komi í staðinn fyrir forðagæzlulögin frá 1913. Aðal- ákvæði þess er samþyktir innan hvers hrepps um heyásetning o. fl., er síðan gildi sem lög fyrir þann hrepp. _____ ___ Fæðingardagur. Á Þriðjudaginn kemur, (þann 27.JÚ1Í), verður mesta leikritaskáld Breta (og jafnframt mesti skáld- skapardómari þeirra) Oeorge Bern- ard Shaiv 59 ára gamall. Shaw er eindreginn jafnaðar- maður, og einn af beztu og skarp vitrustu talsmönnum stefnunnar, og hefir ritað um hana fjölda af bæklingum, er allir bera merki þess að vera skrifaðir af andlegu ofurmenni; verður eitthvað af þeim vonandi fljótlega þýtt á ís- lenzku. Tiu krónurnar, öllum þeim vinum blaðsins, sem orðið hafa við tilmælum okkar, að borga fyrirfram 4 árganga blaðs- ins með 10 krónum, þökkum við kærlega, og vonum að fleiri verði til þess. Blaðnefndin. Sveitamaður um verkmannafélögin. í nýkomnum „Skýrni" er grein eftir Jón Sigurðsson, Yztafelli, sem heitir „Veturinn". Er þar á margt drepið, en sérstaklega á hve nauð- synlegt sé, að eitthvað arðsamt sé haft fyrir stafni á vetrin. Her eru tilfærðir kaflar úr grein þessari: „Ég hefi að framan getið þess, að á vetrin væri engu minni at- vinnuskortur í kauptúnum og kaupstöðum en í sveitunum. Þetta er alkunnugt vandræðamál. Margt hefir verið um það rætt, en engin föst niðurstaða íundist. Hét ei stærsta verkefni verkmannafélag- anna. Benda má á það, að félögin ættu að sameinast. Verkmanna- stéttin ætti að mynda landsfélag f ííking við Búnaðarfélagið og Fiskifélagið — landsfélög hinna meginstéttanna. Eðlilegast væri að verkmannafólögin berðust eigi að eins við vinnuveitendur um launa- kjörin, heldur reyndu að gera verkamennina, meir og meir, að sínum eigin vinnuveitendum. Félög þeirra eiga að byggja húsin í bæjunum, leggja göturnar o. s. frv. Þavreiga að stofna kaupfélög, og styðja þá stefnu sín á meðal, en eyða kaupmannaveldinu, sem ég hygg að hafi kjör verkamanna í °hendi sér víða í bæjunum. Og loks ættu verkmannafélögin að eiga iðnaðarfyrirtæki, sem starfi að eins á veturna. Menn munu nú segja að slík iðnaðartæki verði vandfundin. En hefir þeirra verið leitað? Hér þarf að finna sæmilega arðsaman iðnað, sem eigi hefir dýrari tæki en svo, að þau þoli að „standa uppi“ ónotuð yfir sumar- tímann.“ Seinna í greininni segir hann: „Og loks ættu verkmannafélögin að stofna sameignarfyrirtæki, til þess að bæta úr atvinnuskortinum í kanptúnum um vetrartímann. Sumarauki. Grein þá, er hér fer á eftir, reit ritstjóri þessa blaðs i fyrra í „Eim- reiðina'*. 1. Yeðráttan íslenzka. ísland er ekki nema 10 breidd- arstigum norðar en Danmörk; samt er munurinn á loftslagi svo mikill, að hrafninn, sem á íslandi verpir ekki fyr en um krossmessu, verpir í Danmörku þegar í byrjun Marzmánaðar, eða jafnvel í Febr.- lok. Auðvitað er háttalag hrafnsins enginn algildur mælikvarði, en þetta dæmi sýnir þó vel, hve miklu blíðari veðráttu Danir eiga við að búa en við íslendingar. Það er þó ekki svo, að vetrar- kuldinn sé svo óviðjafnanlega mikill á íslandi, heldur hitt, hve sumarið er stutt, og sumarveðrið stopult, sem mestan skaða gerir ■ okkur og mestum vanþrifum veld- ur á jurtagróðri landsins. Þarf varla að taka fram, hve næstum ómetanlega mikilsvert það væri fyrir landbúnaðinn — og um leið alt landið — ef sumarið væri lengra, þó eigi væri nema lítils- háttar, frá því, sem nú er. 2. Saga frá l)anmörku. Svo sem kunnugt er lifir silki- ormurinn á blöðum mórberjatrés- ins. Það á heima í Suður-Evrópu, og þrífst því illa í Danmörku, danska sumarið er of kalt og stutt fyrir það. Það hefir því ekki til skamms tíma verið útlit fyrir, að silkirækt mundi geta orðið arðsöm í Danmörku, þó loftslagið eigi vel við silkiormana (í Suður-Evrópu er helzt til heitt fyrir þá). En nú er þetta breytt, því nú er komin til Danmerkur harðger mórberja- tegund (vlst amerisk að uppruna), sem þolir ágætlega danska loíts- lagið. Með því er lagður traustur grundvöllur undir nýjan atvinnu- veg, silkirækt, sem nú er búist við að eigi mikla framtíð fyrir höndum í Danmörku. Hvað sýnir nú þessi saga? Að bæta má úr því, þó sumrin séu stutt. Danska sumarið var áður of stutt og kalt til silkirækt- unar, en nú er það nógu langt. Á sama hátt höfum vér íslend- ingar lítilsháttar lengt íslenzka sumarið, með því að rækta jarð-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.