Dagsbrún - 24.07.1915, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 24.07.1915, Blaðsíða 4
12 DAGSBRÚN eplaplöntuna, sem komin er frá Suður-Ameríku, og getum lengt það miklu meira, með því að ná í þær plöntur, nytsamar, víðsvegar að, sem þola íslenzkt loftslag, en þó einlcum meö því að framleiða nýjar plöntutegundir. 3. Saga frá Ameríku. Loftslagið í Kína er að mörgu leyti líkt loftslagi Bandaríkjanna, og þar eð Kínverjar í þúsundir ára hafa verið garðyrkjumenn. miklir, þá þótti líklegt, að þeir hefðu margar tegundir ræktjurta, sem vel væru fallnar til ræktunar í Bandaríkjunum. Bandarikja- stjórnin gerði því út mann, Frank N. Meyer að nafni, til þess að rannsaka ræktjurtir í Kína. Meyer ferðaðist í þrjú ár um Kínaveldi og Kóreu, og hafði alls úr ferða- lagi þessu fræ, eða græðlinga af um 2000 tegundum, og er búist við, að. að mörgum þeirra muni verða stór-gagn í Bandaríkjunum, og fleiri löndum með líku loftslagi. (Frh.) Tvær till. til þingsályktanar. Skúli Thor. fiytur svohljóðandi tillögu: Neðri deild Alþingis á- lyktar, að skora á ráðherra íslands: 1. Að útvega sem allra gleggstar upplýsingar um verkmanna-löggjöf- ina í þeim löndum, þar sem hún er fullkomnust, svo sem um slysa- ábyrgð verkmanna, um sjúkra-, atvinnuleysis- og elli-styrk verk- manna, um gjörðardóma í ágrein- ingsmálum verkamanna og vinnu- veitanda, um vinnu barna og kvenna í verksmiðjum, og ella, o.fl., o. fl. — og leggja skýrslurnar síðan fyrir næsta Alþingi. 2. Að semja, og leggja fyrir næsta Alþingi, lagafrumvörp, er lúta að hinu ýmsa, er í fyrsta tölulið greinir. Sami þingmaður flytur aðra til- lögu um að skora á ráðherra, að rannsaka sem bezt húsmanna- málið, og leggja frumvörp þar að lútandi fyrir næsta þing. Dýrtíð. Neðri deild Alþingis liefir skipað 5 manna nefnd til þess að íhuga og gera tillögur til Aiþingis um það, hverjar ráðstafanir gera megi til að draga úr afleiðingunum af fyrirsjáanlegri dýrtíð, sérstaklega á matvælum og eldivið, á komandi hausti, og meðan helst ástand það, sem nú er í Norðurálfu. Bíðn næsta blaðs. Sökum efnismergðar verða ýmsar greinar, sem áttu að koma i þessu blaði, að bíða næsta blaðs, þar á meðal grein um lögin sem þurfa að koma um takmörkun 7innutíma á botnvörpung- um, grein um muninn á hlutafélagi og samvinnufélagi, grein um peninga-mál- ið, grein um að lækka þurfi talsíma- gjaldið o. fl. Það komst líka minna af sögunni, en til var ætlast. Skírnir, 3. hefti 1915. Jón Sigurðsson (Yztafelli): Veturinn. Stephan G. Stephansson: Vopnahlé. G. Björnson: Um íslenzka tímatalið. Ei- rikur Briem: Athugasemd. B. Þ. Grön- dal: Rousseau. Einar E. Sæmundsen: Alþýðukveðskapur. Serbar gera áhlaup (I. Ein. þýddi). Ritfregnir (Páll Eggert Ólason og G. Björnson) Reykjavík. Búðunum hér í Reykjavík er víða ekki lokað fyr en kl. 9—10 á kvöldin, eða stundum jafnvel seinna. Þetta er megn ósiður, því verzlunar- mönnum liggur eigi síður á því ' en öðrum mönnum að geta lyft dálítið upp á kvöldin. Það væri alveg óhætt (að minsta kosti á vetrin) að loka búðunum kl. 7, það yrði verzlað alveg eins mikið fyrir því (undantekin gætu verið kvöld fyrir helga daga). En að reyna að koma þessu á með sam- komulagi við kaupmeen, er þýð- ingarlaust fyrir vorzlunarmenn að reyna, því þó meirihluti kaup- manna sjálfsagt yrði með því, þá mundu altaf einhverjir þeirra skerast úr ieik. Hér þarf því lög. Kjallaraíbúðir. Þorfinnur Kristjánsson prentari, sem ritað hefir nokkuð um heil- brygðismál þessa bæjar, sendi bæjarstjórn erindi um kjallaraíbúðir o. fl. þann 28. f. mán. Kom er- indið fram á fundi bæjarstjórnar fyrra fimtudag og var afgreitt þar á þessa leið: Með því heilbrygðisnefnd hefir þegar gert ráðstafanir til þess að rannsaka þær íbúðir sem varhuga- verðar eru, vísar bæjarstjórnin erindi Þorfinns Kristjánssonar til heilbrygðisnefndar með tilmælum um að hún haldi áfram rannsókn- um sínum á íbúðum fátæklinga og gefi bæjarstjórninni skýaslu þar að lútandi. Rangindi. Sumir þeirra manna, er ráðið hafa kvenfólk í síldarvinnu á Norð- uriandi, hafa sett þau skilyrði í samningana, að þær eigi að gjalda 20 kr. í skaðabætur, ef þær bregð- ist, en ekkert ákvæði sett um það, hvað kvenfólkið eigi heimting á í skaðabætur, ef vinnukaupendurnir bregðist. Þetta eru ranp'ndi.Ai Það vantar atvinnuskri fvlofct, rekna af opinberu fé, hér í Rvík. Silfurhjörðin. --- (Frh.) Þeir voru langlúnir, ferðamenn- irnir. Fraaer, kallaður hinrföngur- vana, gekk á undan til þess að finua sleðaslóðina, og Boyd Emer- son, sem ók, fanst hinn eigi ó- svipaður dansandi brúðu er héngi í ósýniiegum þráðum. Grá þoka lá yfir héraðinu og huldi ferðamönnunum alt útsýni. Fraser stansaði snögglega, án þess að gera viðvart, og hundarnir settust þegar niður og fóru að sleikja hina sáru iiþófa sína, nema þeir sem næstir voru sleð- anum, þeir voru þreyttari en svo að þeir nentu að gera þetta; Emer- son reyndi því að losa þá við klakann sem var á milli tánna á þeim, en Fraser settist þreytu- lega á sleðann. „Svei því öllu“, sagði Fraser, „ég verð vitlaus komi ég ekki fljótlega auga á tré, eða eitthvað sem stingur í stúf við litleysi þokunnar og snjósins". „Við verðum nú snjóblindir, verði dagurinn á morgun eins og þessi"', svaraði Emerson, sem stóð boginn við það sem hann var að gera, „en það getur nú varla verið langt til fljótsins". „Snjórinn hefir falið slóðina svo að ég verð beinlínis að þreyfa eftir henni með fótunum, og fari ég út af henni, til annararhvorrar hliðar, sekk ég í mjöðm. Mér finst eins og ég gangi í niðaþoku á trjástofni, er sé svona mílu- fjórðung uppi í loftinu, og þakinn fetþykku fiðurlagi" tók nú Fraser aftur til máls; og andartaki seinna bætti hann við: „En annars, úr því ég nefndi fiður, hvernig þætti þér að fá steiktan hænuunga núna?“ „Æ, haltu þér saman“, svaraði Emerson gramur. „Nú, ég held það sö óhætt að nefna hænuunga", sagði Fraser góðlátlega. Hann dró nú upp hjá sér reykjarpípu og blés í hana. „Fari hún bölvuð, hún er frosin. Það er svo að sjá sem ómögúlegt sé að leggja stund á nokkurn löst í þessu andskotans landi. Vænt þykir mér um að ég er að kveðja það“. „Það þykir mér líka", sagði yngri maðurinn. Fraser tók nú aftur til máls: „Hvað kom þér annars til, að þú skyldir hjálpa mér undan hinum bláklæddu þjónum réttvísinnar. Þú segir að þú hafir gert það til þess að geta haft mig til þess að spjalla við, en við tölumst nú álíka mikið við og værum við málleysingjar. Því bjálpaðir þú mér Boyd?“ „Þú talar held ég nóg fyrir okkur báða“. „Það getur nú verið, en varla hefir þér fundist þú svo einmana, að þú mín vegna færir að hætta á að lenda í skærum við „breið- kjaftana“.“ „Ef til vill hjálpaði ég þér af því að ég hafði gaman að þér; ég var orðinn leiður á sjálfum mér, og auk þess hef ég enga sérstaka ástæðu til þess að elska lögin“. „Þetta grunaði mig“, sagði Fraser og kinkaði ákaft kolli, „að þú mundir hafa gert einhvern skollann fyrir þér. Hvað var það? Þér er óhætt að segja mér það. Svona í trúnaði milli tveggja þorp- ara. Ég þegi yfir því“. „Nei, bíddu nú hægur! Eg er enginn þorpari. Ég er ekki nógu ráðagóður til að stunda hina sömu heiðarlegu atvinnugrein og þú“. „Já, ég held nú að mín at- vinnugrein sé eins heiðarleg eins og hver önnur. Ég hef reynt þær flestar og þær eru allar eins“. Fraser þagnaði og fór að binda fastar á sig þrúgurnar. Um leið og hann stóð upp og leit framan í hið kaldranalega andlit sam- ferðamanns síns, fann hann til sömu forvitninnar sem hafði kvalið hann nú öðru hvoru í 3 vikur. „Jæja þá“, sagði hann, „sértu ekki einn af oss, þá ættirðu að vera það. Ég hefi aldrei séð betra spilamannsandlit en er á þér. Það verður ekki lesið meira þar, en á óskrifuðu blaði. Fari það, sem ég hef séð svipbrigði á því síðan þú drógst mig af jakanum á Norðursundi". Fraser gekk fram fyrir hundana, sem risu þreytu- lega á fætur, og var nú lagt af stað aftur. (Frh.) Himin og jörð. Minsta hr.vgrgdyrstegnndiii sem þekkist, er fiskitegund ein, sem er í Bushi-vatninu á Luzon (sem er ein af Filipseyjum). Fulloi-ðnir fiskar af þessari tegund eru ekki nema 12—13 millimetrar á lengd (um háifan þum- lung). Þó smáir séu, eru þeir samt hafðir til matar. Þeim er þjappað niður í körf- ur eins og þeir koma upp úr vatninu, og étnir með pipar og kryddjurtum. Álarnir. Varla fer hjá því, að sá, sem um sumarkvöld gengur meðfram Tjörninni í Rvík (og hefir augun hjá sér) sjái einn eða fleiri áia skjótast af grynn- ingunum út i djúpið. Álarnir oru næt- urdýr, og láta því sjaldan sjá sig á daginn. Állinn lirygnir að eins í sjónum, og að eins á feikr.adýpi. Gengur megnið af ungviðinu upp í ár, læki og stöðu- vötn og elur þar aldur sinn, En er álarnir eru fullþroska, lialda þeir á ný út í hafdjúpið, til þess að hrygna, en hvað síðan verður af þeim, vita menn ekki, en haldið er, að þeir lifi skamt þaðan af, (áreiðanlegt er, að til lands aftur halda þeir ekki). Állinn þykir ágætis matur orlendis. Veiða Danir mjög mikið af honum, því um dönsku sundin fara ósköpin öll af ál, sem kemur úr löndunm víð Eystrasalt, og er á leið til hrigningar- stöðvana í Atlandshafi (fyrir vestan írland). Sjálfskeiðing fyrir koinpás. „Svo er nú það“, sagði Jón gamli ,,það má hafa sjálfskeiðing fyrir komp- ás“. „Vitleysa!11 sögðu hinir í búðinni. „Ónei“, svaraði Jón og tók upp i sig (þetta var ekki á Suðurlandi), „það má vel, það þarf ekki annað en að opna hnífinn, og svo gá vel að, að halda oddinum altaf beint í norður, þá þarf engan kompás". Menn af öðru landshorni sem borga blaðið þar, sem þeir eru við sumarvinnu, svo sem Sunn- lendingar á Austfjörðum eða á Norðurlandi, geta fengið blaðið sent heim til sín, þegar þeir fara heim í haust, geri þeir dtsölu- manni, som þeir hafa borgað blað- ið aðvart. Dagsbrún, blað jafnaðarmanna, kemur út vikulega. Kostar frá Júlí til árs- loka 1 kr. 50 aura. Gjaiddagi fyrir 1. Sept. Borgaður íyrirfram kostar þessi hálfi árgangur 1 kr. 25 aura. Blaðið vill fá útsölumenn í hverri einustu sveit. Sölulaun J/5. Öll bréf til blaðsins sendist ritstjóranum. Dagshrún fæst í Bókabúðinni, Laugaveg 22. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.