Dagsbrún - 30.07.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 30.07.1915, Blaðsíða 2
14 DAGSBRÚN Hvað Yilja Yerkamenn? Fyrst og fremst gott Jcaup, hœfi- legan vinnutíma og peningaborgun. Geta verkamannafélögin hjálpað verkalýðnum til þess að fá þetta? Já, það geta þau. Verkamenn er- lendis, sem hafa félagsskap með sér, hafa oft þriðjungi til helmings hærra kaup en verkamenn í öðr- um atvinnugreinum, sem ekki hafa félagsskap. Hvers vegna fæst hærra kaup með verklýðsfélögum? Af því fé- lögin heimta það. Reynslan er búin að sýna, að það er til lítils fyrir einn og einn verkamann, eða fáa saman, að fara fram á kaup- hækkun, vinnukaupandinn svarar þeim vanalega því, að hann standi sig ekki við að borga hærra kaup, og vilji þeir ekki vinna fyrir það, megi þeir fara, hann geti fengið nóga aðra. Reyndin verður því sú, að menn þora sjaldnast að fara fram á hærra kaup, eða annað þó að það sé sanngjarnt, af ótta fyrir að missa vinnuna. Öðruvísi horíir málinu við þegar verkamenn hafa félagsskap með sér, þá krefst félagið í heild sinni hærra kaups fyrir meðlimi sína. Það er ekki að eins í útlöndum, heldur einnig hér á landi, að verkamannafélögum hefir orðið á- gengt. Fyrir fáum árum fór vinnukaupið á vetrin á Akureyri niður í 18 aura um tímann fyrir fullurðna karlmenn. Veturinn sem leið (1914—15) var lágmarkið 30 aurar, og er það eingöngu að þakka Verkmannafélagi Akur- eyrar. Verkmannafélög erlendis hafa verkfallssjóð til þess að grípa til ef í hart slær, og mörg þeirra hjálpa félögum sínum þegar þeir eru atvinnulausir, og hafa sér- stakan sjúkrasjóð. Verkmannafélag Akureyrar hefir nú bæði sji'ikra- sjóð og verkfállssjóð. Rvíkurbréf. Reykjavík, 22. Júlí 1915. Kæri vin! Ég ætlaði fyrir lifandi löngu að vera búinn að skrílá þér fréttir úr höfuðstaðnum, en ég hef verið svo lúinn á kvöldin, að mér hefir verið það hér um bil ómögulegt, og sunnudagana hef ég flesta sofið. Ég er sem sé alveg nýbúinn að fá þessa íöstu vinnu, sem mér var lofuð (þú veist við hvað það er) og hef því í þessa tvo mánuði, sem ég hef verið her í Reykjavík, orðið að vinna við það, sem ég hef getað fengið, en pað hefir mest verið við uppskipun (svo- kölluð „eyrarvinna"). Það er Ijóta vinnan, að bera kol á bakinu allan daginn, upp skáhalla bryggju, en verra er þó saltið. Annars má merkilegt heita, að þessar kolaverzlanir, sem altaf eru að láta flytja kol í land hér, skuli ekki í öll þessi ár, sem liðin eru, hafa komið sér upp tækjum til þess að koma kolun- um upp á þurt land, án þess að þrælka út verkamennina við að bera þau á bakinu. Reyndar er ég nú ekkert hissa á þvi, nú orðið, þó þeim sé sama nm verka- mennina, því ég er búinn að sjá svo margt, en ætla mætti að þeim væri ekki sama um það, að kolin verða mikið dýrari með þessu móti. En það er nú einmitt það, sem þeim er, því samkepni á sér ekki stað milli þeirra, þeir koma sér saman um verðið, og svo verða íbúar þessa bæjar að borga kolin mikið dýrari vegna þessarar sleifarlags-uppskipunar. En það voru nú Alþingis-fréttir, sem ég eiginlega ætlaði að skrifa þér, en bréfið er nú orðið svo langt, að ég að eins í þetta sinn minnist lítillega á fjárlagaáætlun- ina fyrir næsta fjárhagstímabil. Skattar og tollar eru þar áætlaðir alls liðlega 38/4 miljón kr. Þar af nema þessir fjórir tollar: tóbaks- tollur, kaffitollur, sykurtollur og vörutollur 2 milj. og 170 þús., eða töluvert meir en helmingi. Nú koma óbeinir skattar jafnt niður á fátæklingum og ríkismönnum, og eru því, eins og þér er kunnugt um, afar óréttlátir. En hefir þér nokkurntíma dottið í hug hvað óréttlátir þeir eru? Með því að skifta þessum liðlega 2 miljónum króna jafnt niður á alla íbúa þessa lands, koma 12 kr. 5 au. á hvern á ári. Þú þekkir hann Grím úr Tungu, frænda minn. Hann er eins og þú veist prentari, og hefir um 12 hundruð kr. á ári. í heimili hjá honum er fernt, fyrir utan hann og konuna: faðir hans 73 ára, og 3 börn, á 11., 12. og 14. árinu, og þarf hann því að borga í óbeinum sköttum í land- sjóð yfir 70 kr. á ári, eða alveg sama og kaupmaðurinn, sem ég vann hjá um daginn (hann á börn á sama aldri og Grímur og hefir tengdaföður sinn gamlan hjá sér), en kaupmaðurinn græðir liklegast um 12 þús. á ari, eða 10 sinnum meira en Grímur. Nú borgar Grímur tollinn án þess að mögla, já, meira að segja án þess að detta í hug að hann verði fyrir óréttlæti (og er hann þó vel les- inn, eins og margir prentarar), af því að hann borgar tollinn daglega, um leið og hann kaupir vörur hjá kaupmönnunum. En hvað heldur þú að hann Grímur segði, ef þetta væri beinn skattur, sem hann ætti að borga einu sinni á mánuði með 6 krónum, eða þó hann fengi umlíðan um hann til ársloka, en yrði þá að punga út með milli 70 og 80 kr. Já, hvað heldur þú að hann segði, þegar hann heyrði, að hann ætti að borga eins mikið og kaupmað- urinn? Hann mundi segja að það væru óþolandi rangindi, og þó þolir bæði hann, og við állir, þessi rangindi nú, án þess að mógla. En við skulum fara til þess. Vertu blessaður, þinn Jón Ge8tur. Bráðum drepið barn. Bifreiðarnar hér í Rvík fara alt of hratt um göturnar, enda mikið hraðara en í Kaupmannahöfn, því þó fullorðnum sé vorkunarlaust að hafa sig undan þeim, þá er öðru máli að gegna með börnin, og eg er sannfærður um, að verði ekki farið að fara gætilegar, verður bráðum drepið bsrn hér á Rvíkur- götum; en það verður ekki heldri manns barn, því heldri menn hafa efni á að láta einhvern vera með sínum börnum. Eg sá um daginD bifreið koma þjótandi eftir götu, sem full var af börnum, sá börnin þeytast til hliðanna, nema einn hjólfættan hnokka með hor ofan í munn, honum bjargaði með naumindum 6—8 ára telpa. Eg segi það satt, að eg var svo reiður, að hefði barnið orðið undir bifreiðinni, þá hefði það kostað tvö líf, því eg hefði í bræði minni drepið bif- reiðarstjórann, nema þá fyrir það, að mig hefði vantað eitthvað til þess að gera það með (og þó gerði hann þetta auðvitað ekki af ill- vilja, heldur bara af hugsunarleysi). Því þó barnunginn væri hjólfættur og með hor ofan í munn, mun hann þó ekki samt hafa verið augasteinn móður, sem borið hafði hann með angist, og fætt hann með þjáningum? Og eflaust var hann í hennar augum, sem óefnt loforð um eitthvað mikið eða stórt. Farið því hægar, bifreiðarmenn, svo þið drepið ekki unga lífið undir vögnum yðar I Jón Forsjáll. Jafnaðarmannafélag. Herra ritstjóri! Er ekki komið mál til þess að fara að stofna jaínaðarmannafélag hér í Reykjavík. Svo sem yður er betur kunnugt en mér, hafa jafn- aðarmenn á Akureyri stofnað félag, og þó það sé ekki fjölment enn- þá, þá hefir það bæði útvegað sér allmikið af útlendum bókum og samþykt stefnuskrá. Við jafnaðar- menn erum staðráðnir í því að koma fram sem stjórnmólafiokkur, og koma að mönnum sem okkar stefnu eru fylgjandi, bæði í sveita- og bæjarstjórnir og á Alþing. Það er enginn vafi á því að hér í Reykjavík er fjöldi manns, sem er jafnaðarstefnunni fylgjandi, og sem er orðinn dauðleiður á gamla flokksþrefinu og deilunni við Dani, en sem sór að framtíð okkar ís- lendinga er komin undir því að nú sé snúið sér með álvöru og áhuga að innanlandsmálunum. Beykvískur jafnaðarmaður. Sama útkoma. Það fór eins nú og fyr, að ýmsar greinar sem þyrft hefðu að koma nú, verða að bíða næsta blaðs. Til verkakvenna. Marga hefir furðað á því, af hverju það gæti stafað, að þeir, sem eiga fisk í verkun hér í Reykjavík, láta kvenfólkið nú vinna sunnudag eftir sunnudag, en láta ekki breiða fiskinn marga aðra daga, sem jafngóður þurkur er. Kunnugir segja að þeir geri þetta til þess að geta látið þvo því meiri fisk hina dagana, af því fólkið sé orðið svo fátt hér í bænum, vegna þess hve margt sé farið norður. Það er því ágætt tækifæri til þess nú, að fá fram- gengt alstaðar þeirri sanngjörnu kröfu okkar, að það séu borgaðir 35 aurar fyrir helgidagavinnu. Það er nú meir en mánuður síðan að karlmennirnir fengu viðurkenda sína kröfu um 50 aura um tím- ann á helgum dögum, svo það er komið mál til þess að við förum að koma okkar kröfu fram. Tækífærið til þess að fá 35 aurana viðurkenda er einmitt núna, og ef við ekki getum fengið því framgengt þá skulum við bara hætta að vinna á sunnudaga. Því skyldi okkur, sem erum að vinna sex daga vikunnar, ekki vera eins nauðsynlegt að hvíla okkur þann sjöunda, eins og þeim, sem ekkert gera nema skipa öðrum. Nú ættu þær konur, sem ekk eru gengnar í fjelagið, að fara að gera það, því það hljótið þið að sjá, konur, að meðan þið standið fyrir utan félagið, þá gengur ykkur ver að fá kröfum ykkar framgengt, því „sameinaðar stönd- um vér en sundraðar föll um vér “ J. Skylda hvers einstaks. Á þeim stöðum, sem verkalýðs- félög eru, stígur kaupið yfirleitt, og njóta þeir, sem eru utanfélags, góðs af, á kostnað þeirra, sem eru í féluginu. Það er því siðferðisleg skylda allra verkamanna og verka- kvenna að vera meðlimir, og sem betur fer eru það fáir meðal verkalýðsins sem hafa þann lúa- lega hugsunarhátt, að láta aðra borga fyrir sig. Hlutafélag eða samvinnufélag? Eins og þekking á jafnaðarstefn- unni yfirleitt er eitt af helztu skilyrðunum fyrir framgangi henn- ar, eins er þekkingin á einstökum atriðum hennar skilyrði hvers ein- staks af þeim. Samvinnufélagsskapurinn er einn af meginþáttur jafnaðarstefnunnar, og er því mjög nauðsynlegt að almenningi sé ljós munurinn á hlutafélagi og samvinnufélagi. En hann er aðallega þessi: í hluta- félaginu skiftist arðurinn eftir því hve mikið fé hver á í félaginu, í samvinnufélaginu skiftist hann þar á móti eftir þátttöku. Skal þessu

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.