Dagsbrún - 30.07.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 30.07.1915, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 15 til skýringar sett hér litið dæmi: Þrír menn mynda með sér verzl- unarfélag og leggja þúsund krón- ur í það hver. Ef nú félagið er hlutafélag, þá fá þeir allir jafnan hlut í gróðanum, á tillits til hve mikla verzlun hver þeirra um sig hefir gert. Sé félagið þar á móti samvmnufélag, Þá er gróðanum skift niður á milli þeirra, eftir því hve mikið hver þéirra hefir verzl- að við félagið. (Það er gert ráð íyrir því hér, að félagið verzli að eins við meðlimina.) Hvor gróðaskiftingin er nú rétt- látari? Athugum af hverju gróð- inn kom. Hann kom af verzlun- mUh Sem haíði verzlað mest, a 1 Því stuðlað mest að gróðan- Um’ atti því að réttu lagi mestan hlut í honum. Samvinnufélögin skifta því gróð- anum réttlátar en hlutafélögin. ai munurinn skýrður betur í annari grein. AU*ýðnstéttir landsins mega ekki láta embættis- og kaup- mannavaldið siga sér hver á móti ann- ari. Sveitamenn og kaupstaðabúar mega e i láta sér verða að ágreiningsefni verðlag á landbúnaðarafurðum. Yerðið hlýtur að ákvarðast af erlenda mark- aðinum: ódýrar geta kaupstaðarbúar ekki með sanngirni heimtað vöruna, og c jrari mega sveitamenn ekki undir nokkrum kringumstæðum selja hana. Níðst á íslenzkri náttúru. Hvað haldið þið, piltar góðir, að dýrtíðarnefndin hafi fundið upp »til þess að létta undir fyrir mönnum að afla sér matvæla í haust og vetur“. Hún ráðleggur mönnum að drepa niður íslenzku fuglana, og kemur fram með laga- frumvarp í þessu skyni, og leggur Það fyrir neðri deild Alþingis. Nefndinni þykir óviðkunnanlegt, meðan á heimsstyrjöldinni stendur, að Islendingar taki sér ekki vopn i hönd, að dæmi stórþjóðanna, 0g feggur því til að þeir manni sig uú upp, til þess að hafa ofan í sig, og herji duglega á saklausu fuglana okkar. Aðallega eru það rjúpur, álftir °g endur, ýmiskonar hræfuglar og i'ánfuglar, sem á að segja stríð á hendur, og fremja níðingsverkið á. Ekki er það svo að skilja, að fátæklingarnir, eða þeir sem bág- ast eiga með að hafa ofan í sig, seðji sig á rjúpunni þó hún væri drepin. Það er eitthvað annað. Rjúpan er í háu verði, 30—40 aura stykkið, og hækkar enn þá meira, — þótt ekki yrðu þær sendar utan sem verzlunarvara, — eftir því sem þær verða sjaldgæf- ari- Fátæklingarnir hafa því ekki eíni á að kaupa þær sér til mat- ar> — rjúpur verða því alt of dýr fæða handa þeim. Það lítur því út fyrir að dýrtíðarnefndin hafi stungíð upp á þessu til þess að bjarga efnamönnunum frá horfelli, því að þeir einir hafa efni á að lifa á rjúpukjöti. Enda eru þeir í nefndinni sumir, sem trúandi væri til þess að taka að sér hlutverk valsins gagnvart rjúpunni. Rjúpan á minsta kosti að njóta þeirrar friðunar, sem lögin frá 1913 heimila, að svifta hana lof- orði þingsins þá eru svik og níð- ingsverk — þó að rjúpan eigi í hlut. — Og hinu sama er að gegna með svanina og aðra þá fugla, sem stungið er upp á að svifta friðun. En hvers eiga hræ- og rán- fuglarnir að gjalda? Þarf endilega að skipa svo fyrir með lögum að erni, vali og hrafna skuli drepa, til þess, eins og komist er að orði, „að létta undir mönnum að afla sér matvæla". Dettur nokkr- um manni í hug að leggja sér þessa fugla til munns, þó að þeir ættu kost á því? Kannske nefndin ætlist til að fátæklingarnir eigi að lifa á þeim, en ríkismennirnir á rjúpum og álftum? Tillaga um að drepa niður ís- lenzka fugla, og útrýma þeim, ef verkast vill, til þess að afstýra matarskorti meðan á styrjöldinni stendur, er svo einkennilega ís- lenzk, að hún gæti hvergi komið fram nema á íslenzku löggjafar- þingi. Kári. Sumarauki. (Frh.) ---- Annars er vert að veita því eftirtekt, hvernig ræktjurtir hafa breiðst út um löndin, og oft náð mestri útbreiðslu lengst frá heim- kynnum sínum. T. d. kemur lang- mestur hluti af öllu kaffi frá Brasilíu — meðal annars nálega alt það kaffi er íslendingar hressa sig á — og er þó kaffitréð ný- býlingur í Ameríku*). Sykurreyr- inn er sömuleiðis nýbýlingur þar; hann er kominn frá Indlandi. Aftur á móti er kakaótréð og gúmmítréð, sem bæði eru nú ræktuð í flestum löndum hita- beltisins, komin frá Ameríku. Þaðan er og komin tóbaksjurtin, sem ræktuð er hér um bil um allan heim — meðal annars tölu- vert, svo norðarlega, sem í Dan- mörku — og kartöflujurtin, sem tyr var getið. L Önnur saga ft’á Ameríku. Fyrir eitthvað 20 árum varð maður að nafni Niels Ebbesön Hansen (víst danskrar ættar) pró- fessor í jurtafræði við landbúnað- arháskólann í South-Dakota. Hann gerði margvíslegar tilraunir til Þess að bæta ræktjurtir, og þóttist hann verða þess vísari, að ekki væri hægt að venja plöntur við kaldara loftslag, en þær ættu að venjast, eða að minsta kosti ekki svo, að miklu munaði. Aftur mætti fá tegundir, sem þyldu kulda, með því að framleiða kyn- blendinga af harðgerðum villijurt- um og ræktjurtum. Þannig fram- leiddi hann af skógarjarðberjateg- und einni, nyrzt úr Norður-Ame- ríku og viðkvæmari rækttegund- um, nýja tegund, sem var eins *) Sjá 2. tbl. „Dagsbrúnar11. harðger og villijurtin, en bar ber sem bezta rækttegund”). Ýms önnur aldini endurbætti Hansen, og varð það til þess, að gerbreyta á fáum árum aldinarækt í norður- hluta Bandaríkjanna. (Frh.) Frá Alþingi. Þingsályktunartillagan nra rerkmannamálið. Neðri deild samþykti fyrri hluta hennar (að skora á stjórnina að útvega sem gleggstar upplýsingar um verk- mannalöggjöf erlendis o. s. frv.) en feldi síðari hluta hennar (að skora á stjórnina að semja verk- mannalöggjafarfrumvörp og leggja fyrir næsta þing). Það er dálítið einkennilegt hvernig þetta mál fór. Það var felt, af því, að þingmönnum þótti tíminn of stuttur fyrir stjóraina til þess að geta undirbúið málið; það er með öðrum orðum, þeim þótti málið svo lítilsvert, að þeir sáu ekki ástæðu til þess að vera að gera stjórninni ónæði með því. Dýrtíðarnefndin, er getið var um í síðasta blaði, hefir lagt fyrir þingið svohljóðandi Fruravarp til laga um heim- ildir fyrir landsstjórnina til ýms^a r áðstaf ana út af Norðurálf uóf riðnum. 1. gr. Sameinað Alþingi kýs, jafnskjótt sem verða má, 5 manna nefnd, til þess að vera landsstjórn- inni til ráðuneytis um ráðstafanir til að tryggja landið gegn afleið- irtgum af Norðurálfuófriðnum. 2. gr. í þessum tilgangi heim- ilast stjórninni, ef þörf gerist: 1. Að kaupa frá útlöndum fyrir landssjóðshönd hæfilegar birgð- ir af nauðsyDjavöru, svo sem korni, kolum, salti, steinolíu, vélaolíu, veiðarfærum, læknis- lyfjum o. s. frv. 2. Að verja til slíkra kaupa handbæru fé landssjóðs, er hann má missa frá öðrum lögmæltum útgjöldum. 3. Að taka ennfremur alt að 1 miljón króna lán til slíkra kaupa. 3. gr. Landsstjórninni er og heimilt að leggja bann að einhverju leyti eða öllu við útflutningi eða sölu úr landi á aðfluttum vörum, ef slíkt skyldi reynast nauðsyn- legt. Þó er heimilt að birgja upp skip, er sigla frá íslandi til næstu erlendrar hafnar, sem það ætlar að koma á, svo og íslenzk fiski- skip meðan þau stunda flskiveiðar við ísland. Á sama hátt heimilasi lands- stjórninni að leggja bann við út- flutningi íslenzkra afurða, þar á meðal kjöts, fiskjar, fugla, lifandi hesta, lifandi sauðfjár, ullar o. s. frv. Landsstjórnin getur gefið undan- þágur undan slíkum útflutnings- *) Jarðberjategund bú, sem á íslandi vex (fragaria vesca), vex einnig í Norður-Ameríku, og má vel vera, að það hafi verið af henni að Hansen framleiddi hina nýju tegund. (Danir kalla f. vesca skógar-jarðber). bönnum og meðal annars bundið slíkar undanþágur skilyrðum, er hún telur nauðsynleg til þess að tryggja landsmönnum nægar birgðir af umræddum afurðum. Ennfremur má landsstjórnin, ef almenningsþörf í einhverju bygðar- lagi eða í landinu í heild sinni krefur, taka eignarnámi matvæli og eldsneyti hjá kaupmönnum, framleiðendum eða öðrum, gegn fullu endurgjaldi. Ennfremur heimilast landsstjórn- inni að leggja bann við tilbúningi verzlunarvöru, sem nauðsynleg matvæli eru notuð til, án þess að verzlunarvaran sjálf geti talist til nauðsynjavöru. 4. gr. Landsstjórnin ákveður, hvort gera skuli framangreindar ráðstafanir og hvenær, svo og á hvern hátt skuli ráðstafa birgðum þeim, sem keyptar kunna að verða samkvæmt lögum þessum eða teknar eignarnámi, og hvernig skuli seija þær. 5. gr. Landsstjórnin ákveður með reglugerð eða reglugerðum, ef þörf þykir, hvernig framkvæma skuli ráðstafanir þær, er hún gerir samkvæmt lögum þessum og má verja til þess fé úr landssjóði, ef með þarf. Refsingar fyrir brot gegn ráð- stöfunum þeim, er landsstjórnin gerir með heimild 3. gr. laganna, ákveður landsstjórnin á þann hátt, sem henni þykir við eiga um leið og hver ráðstöfun er gerð. Lands- stjórnin getur krafist þess, að við- lögðum sektum, að einstakir menn og féiög gefi henni þær skýrslur um birgðir af vörum og þörf á vissum vörutegundum, er henni þykir þurfa til að mynda sér álit um vöruþörfina á hverjum tíma. 6. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað og gilda til loka næsta þings, nema löggjáfarvaldið geri aðrar ráðstafanir. Ennfremur leggur nefndin fyrir þingið frumvarp um breytingu á fuglafriðunarlögunum, þannig að heimilt verður að drepa ýmsa fugla, sem friðaðir voru áður. Virðast þessi ófriððunarjög óþarfi, en kom- ist þau á, þá er sjálfsagt að banna um leið útflutning á þeim sömu fuglum, því annars er ófriðunin algerlega meiningarlaus. Lög uin nefnd er ákvedi verðlag á vörnra. Nefnd sú, er setið hefir frá því í Okt. í fyrra, til þess að ákveða verðlag á-vör- um, er í fljótu máli sagt bráðónýt og hefir ekkert gagn gert. Hún hefir ákveðið vöruhámarkið svo hátt, að það hefir oftast verið hœrra en það sem kaupmenn seldu vöruna. Einu sinni tók hún sig til og setti hámark á kolum á Akur- eyri 30 kr., en óðar en kolakaup- mennirnir þar reiddust henni, varð hún lafhrædd, og nam burt há- markið. Hvernig geta menn líka búizt við því að nefnd, sem að meiri hluta er skipuð kaupmönn- um, geti gætt hagsmuna almenn- ings gagnvart kaupmönnum ? Fyrsta skilyrði þess, að lög þessi komi að notum, er það, að það sé

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.