Dagsbrún - 04.09.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 04.09.1915, Blaðsíða 1
FREMJID EKKI RANGINDI ] DAGSBRUN EHi BLAD JAFNAÐARMANNA ÚTGEFANDI: NOKKUR IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGBARMAÖUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 9. tbl. Reykjavík, Laugardaginn 4. September 1915. I. árg. Lækkun á tollum. G. Björnson flytur í efri deild frumvarp um að lækka um helm- áng kaffi og sykurtollinn (kaffi- og kaffibætistollurinn eru nú 30 au. á kg., og sykurtollurinn 15 au. á kg.). Ennfremur flytur sami þingm. frv. um að afnema kornvörutollinn. Frumvörp þessi fara í rétta átt, ¦en eru þó eigi nógu róttæk. Væri kaffi- og sykurtollurinn afnuminn ulveg, þá gæti orðið að því tölu- verður léttir fyrir þurrabúðarmenn. Eftir síðustu skýrslum er kaffi- neyslan hér á landi 12 pd. á mann, ©n sykurneyslan 50 pd. Eftir því nemur kaffi- og sykurtollurinn 33 kr. og 30 au. að meðaltali á hvert sex manna heimili á land- inu. En nú vita allir, að þurra- húðarmenn drekka tvo bolla af kaffi, fyrir hvern bolla, sem hinir drekka, og nemur tollur þessi eftir því liðl. 44 kr. á hvert 6 manna þurrabúðarheimili, og það þó gert ¦sé ráð fyrir, að fullur helmingur landsmanna lifi í þurrabúð, sem gþó sennilega er of hátt. Það hefir verið sagt að kaffi og sykur væri óþarfi, sem því væri rétt að tolla. En þetta er mis- skilningur. Að sönnu væri mj«g æskilegt að drukkið væri minna af kaffinu en gert er, en ráðið til þess að koma á þeirri venju, er ekki toilur. Eins og ástandið er >nú, þá er kaffið beinlínis nauð- syDjavara, sumpart af því að mat- reiðsla stendur yfirleitt á lágu stigi hér á íslandi, en þó einkum af því, að menn eru alment svo illa ¦efmim búnir, að menn eru neyddir til þess að drekka kaffi (og mola með). Kaffi- og sykurtollurinn er því að mestu leyti tollur á fátœkt landsmanna. Algengt er að heyra menn segja, að það þurfi að finna tekjur í skarðið, sem verði í landssjóð þegar tollar þessir verði afnumdir, áður en þetta sé gert. En þessu viljum við jafnaðarmenn harðlega neita. Pyrst verður að afnema ranglátu tollana, og svo að finna róttlátari tekjugrein fyrir landssjóð, •því meðan ranglátu tollarnir haldast, verður ekki gerð gangskör að því að afla landssjóði réttlátari tekna. Að afnema alla tolla og skatta, sem hvíla á alþýðunni, verður fyrsta verk okkar jafnaðar- manna á þingi. Við viljum verðhækkunarskatt, •og við viljum að landssjóður eigi sjálfur arðberandi fyrirtæki. Alþingi Þingmenn Rvíkur hafa borið í félagi fram frumvarp um ófriðar- skatt, en það var felt að lokinni fyrstu umræðu. Ennfremur bar hr. Sveinn Björnsson einn fram frumvarp um dýrtíðarhjálp úr landssjóði, handa heimilisframfær- endum, sem minna hefðu í tekjur en 2000 kr., en þingmaðurinn tók frv. þetta aftur, áður en það kom til umræðu, þess skal því eigi frekar getið hér. Um frumvarpið um ófriðarskattinn, sem felt var, er það að segja, að það kom nokkuð seint, ekki af því að ekki væri nægur tími til þess að sam- þykkja það á þessu þingi, heldur af því, að megnið af þeim vörum, er tolla átti, mundi hafa verið fluttar út, áður en frv. gat orðið að lögum. í öðru lagi var frum- varpið þannig úr garði gert, að bændur hlutu, eins og það var, að vera á móti því (þeir eru sem sé engu síður hræddir við sína kjósendur en þingmenn Rvíkur). Því vitanlega náði ekki nokkurri átt, að þessi skattur ætti að vera jafn mikill samtals af öllum land- búnaðarafurðum eins og af öllum sjávarafurðum, þegar gætt er að því, að sjávarafurðir eru fluttar út fyrir margfalt meiri upphæð en landsafurðir. (Þessu til skýringar þetta: Árið 1912 var fluttur út saltfiskur fyrir liðlega 9 milljónir og síld fyrir liðlega l3/* milljón, en kjöt og smjör samtals að eins fyrir 1 millj. 425 þús. og ull fyrir 1 millj. 339 þús.) Tollinn átti að leggja þannig á, að allur auka- gröði (vegna stríðsins) á útfluttum íslenzkum afurðum væri tollaður hlutfallslega jafnt, eftir því hvað varan heíði stigið. Það er því tvent hér að að finna, við þingmenn Rvíkur; fyrst að þeir komu of seint með skatt- inn, í öðru lagi, að þeir bjuggu hann ekki þannig út, að bændur gætu strax gengið að honum. Þá þarf því ekki að íurða á því, sem sagt er um það, hvers vegna þeir hafi ílutt frumvarp þetta. En þetta, sem sagt var um þingmenn Rvíkur, er engin af- sökun fyrir þá, sem feldu frv. frá frekari umræðum. Því þó það kæmi of seint til þess að koma að full- um notum, þá kom það ekki of seint til þess að verða að lögum, og við umræðurnar hefði mátt breyta því í frumvarpinu, sem ó- réttlátt var, og óaðgengilegt fyrir bændurna. Það var að eins fyrir- sláttur, þar sem nokkrir af þing- mönnum sögðust vera á móti því, af því það kæmi of seint á þing- tímanum. Einn þingmaður gekk svo langt að hann sagði að það veitti jafnvel ekki af auJca- þingi til þess að ræða frv. En finst þeim háttv. þingmanni ekki sú aðferð lík þeirri, er Zakarías í Nesi viðhafði. Zakarías átti byssu, og skaut oft með henni fugla. Einn hríðar- dag þegar hann kom niður í nesið, hafði selur skriðið á land þar. Hvað gerði Zakarías? Fór hann heim og sótti byssuna? Nei, ónei; hann lagði af stað inn í kaupstað, og pantaði kanónu hjá faktornum. Kanónan kom vorið eftir, en selurinn — ja, af honum er sagan ekki lengri. Mór. Mótekja er svo mikil í Dan- mörku að árlega eru grafin upp svo þúsundum smálesta skiftir af þessum eldivið. Eru vélar hafðar til þess að elta móinn, til þess að gera hann fastari og jafnari og betri að brenna. Eru vélar þessar til af mörgum stærðum, og eru þær minstu reknar með hestafli (kosta 6 til 7 hundruð kr.) Ásgeir Torfason efnafræðingur ritaði hér 1 um árið ítarlega grein um mó- tekju, og móvélar, í „Eimreiðina", en ekki hefir fróttst að enn væri farið að nota vélar við mótekju nokkurnstaðar hór á landi, og er það eitt af mörgum dæmum upp á það hvernig framlcvæði einsták- lingsins, þó marglofað sé, ekki megnar að koma skipulagi á framleiðsluna, nó láta ekkert ó- notað. í vor skoraði landbúuaðarráð- herrann danski á móiðnaðareig- endur í Danmörku að auka mó- tekjuna eins og þeir gætu, og hefir það líka verið gert, ekki minst vegna þess að mór hefir stigið mikið í verði. Hefði bæjarstjórn Rvíkur haft nokkra fyrirhyggju hefði hún látið taka upp fleiri hundruð smálestir af mó, og það getað orðið stór- gróði fyrir bæjarfélagið í heild sinni, sökum hins afarháa verðs á kolum. Elektrou, blað islenskra simamanna, 3. tbl.: Ritsímatæki Wheatstone s, (eftir Frb. Aðalsteinsson). íalenskir loft- skeytamenn (ristj.). Útbreiðsla simanna og margt annað lesvert. Eiinreiðin. Pétur Zóphóníasson: Þrjátíu ára stríð I. 0. G. T. á íslandi. Jakob Gunnlögsson: Milliliðir. Ritsjá eftir Sigurð Guðm. magister og fl. ís- lensk hringsjá (Sig. Nordal o. fl.). Dagsbr. vantar 1. og 2. hefti Kaupfólög1. (Frh.) ------ Helztu vandkvæðin. Almenning hefir tiltakanlega vantað skilning á samvinnufélags- málum, og hefir það orðið félags- skap þessum til stórhnekkis. Eitt af því sem stendur kaup- félögunum mjög fyrir þrifum, er vöntun á reksturfé, en það stafar aftur að miklu leyti af rangri verzlunaraðferð. Fyrirkomulagið er sem sé víðast það, að félagsmeð- limir taka út vörur í skuld við félagið, en borga ekki upp nema einu sinni til tvisvar á ári (og oft ekki nema til málamynda). A.f þessu leiðir að félagið þarf marg- falt meira reksturfé en ella, og gerir það vörurnar dýrari. Aldrei fer það svo að ekki tapist eitthvað af því, sem út er lánað, og gerir einnig það vöruna dýrari. Þá leiðir og það af veltufé-vöntuninni, að kaupfélögin eru að staðaldri háð afardýrum milliliðum, og allra sizt verður það til þess að gera vör- urnar ódýrari. Peningaborgun. Til þess að kaupfélög geti komið að fullum notum þarf sölufyrir- komulag þeirra að vera þannig, að eigi sé lánað eyrisvirði, heldur sé alt peningaborgun. Með því móti einu getur kaupfélagsverzlun komið að fullum notum. Veltufé. Þegar öll verzlun félagsins er þannig, að hönd selji hendi, þarf því mikið minna veltufé, af því félagið þá getur velt sama pen- ingnum mikið oftar. Hvar á að fá veltuféð ? Ja, hvar skyldi eiga að fá það nema í bönk- unum. í Danmörku er það fé talið ágætlega trygt, sem lánað er sam- vinnufélögum, þar, sem hver með- limur ábyrgist fyrir alla. Kaupfélag í Rvík. Það mætti stofna kaupfélag hér með því að nokkrir menn kæmu málinu af stað, létu ganga lista um borgina, er menn gætu skrifað sig á fyrir fimm eða tíu króna hlutum. Líklegast yrðu þó undir- tektirnar betri ef alþýðufélög hér yrðu samtaka í því að hrinda máli þessu af stað. Væri þá rétt að hvert félag kysi einn eða tvo fulltrúa í íramkvæmdarnefnd fyrir félagsskap þennan. Verkamanna- fólagið eitt gæti líka vel komið þessu af stað, en betra væri þó fyrir kaupfélagsskapinn að hann þegar frá byrjun yrði sem almenn- astur. Mun meir um þetta bráðlega.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.