Dagsbrún - 04.09.1915, Side 3

Dagsbrún - 04.09.1915, Side 3
DAGSBRÚN 35 Þegar hefir verið sýnt fram á, þá bafa hvorki þeir né Þjóðverjar hag af því að Danír lendi í stríðinu. II. Sumir hafa haldið að Englend- iogar mundu vilja halda flota sín- gegnum Stórabelti nn í Eystra- salt, til þess að sækja að Þjóð- verjum þeim megin, en vafalaust er ekkert fjær huga þeirra. Ætluðu Þeir að halda með flota sinn í Eystrasalt, yrði hann að vera svo etór að hann gæti mætt ollum flota Þjóðverja þar, og þó yrði að vera svo stór floti eftir í Norður- sjónum að líka hann gæti mætt öllum flota Þjóðverja, og varnað því að þeir geti sett herlið á land í Englandi. En svo mikinn flota hafa Englendingar ekki. Um Kiel- skurðinn, þvert yfir Jótlandsskaga, geta Þjóðverjar flutt herskip sín eftir vild, og ýmist haft þau í Norðursjó eða Eystrasalti. Færu Englendingar inn í Eystra- salt, ættu þeir líka á hættu, að f’jóðverjar settu tappa i gatið, svo þeir kæmust ekki út aftur. En það er, að Þjóðverjar gætu farið með kaupför og sökt þeim í Stóra- belti, svo eigi yrði siglt um það, en Eyrarsund er (suður af Málmey) of grunt til þess að orrustuskip geti þar farið um það. Ofan af og undan, úr stríðinu. Þjóðverjar áttu þegar stríðið byrjaði 4 nýlendur í Afríku, 6 við Kyrrahaf og 1 í Asíu, en nú er farið að saxast á þær svo sem von er. Bretar unnu þegar í Ágúst Samoaeyjur (í Kyrrahafl,-33 þús. ibúar) og Togoland (í Afríku, íbúar 1 milljón). Hersveitir frá Ástralíu unnu í September Nyja Guinea og Biskmarkseyjar (íbúar á báðum stöðum 300 þús.). Japan- ar unnu í Október Karolinueyj- ar, Salomonseyjar, og Marshall- eyjar (íbúar samtals 100 þús.) Bretar og Japanar í sameiningu unnu í November Kiaochau, ný- lendu Þjóðverja 1 Asíu (60 þús. íbúar) og nú fyrir skömmu vann Botha hershöfðingi með breskum hersveitum og Búaliði, nýlendu Þjóðverja í suðvestur Afríku (íbúar 200 þús.). Þjóðverjar eiga því nú ekki annað eftir af nýlendum en Kamerun (í vestur Afríku) og og nýlenduna í Austur-Afríku, en báðar þessar nýlendur eru að sögn Ameríska tímaritsins „Outlook0 að hálfu gengin úr höndum þeim. Aftur hafa Þjóðverjar unnið mestan hluta Póllands, nær alla Belgíu, og sjötta eða sjöunda hluta Frakklands, og sitja sem fastast í þessum löndum. *f pér líkar blaðið, þá verður þú að gerast áskrif- andi, og borga fyrsta hálfa ár- ganginn fyrirfram með 1 kr. 25 aurum. Bréf. Kæra Dagsbrún! Þú boðar dag. En dagarnir eru okkur mönnuuum svo gleðilitlir, gleðisnauðir, myrkir, kaldir, ein- stæðingslegir og ógreiðfærir. Beit þú nú þínu sanna jafnaðarafli, svo að framtíðardagar okkar verði gleðiríkari, bjartari, hlýrri, sam- úðarfyllri og greiðfærari. En haf það jafnan hugfast, að í hvaða stétt sem er, er allstaðar skamm- sýni, óréttlæti og þekkingarskortur á því sanna og góða. En vertu glöbust og djörfust í því að boða réttarvöntun minnimáttarins gegn sterku öflunum í landinu, því það sorglega er, að flest okkar öfl stækka af því að rýra þau smærri í kringum sig.*) Þessari réttar- vöntun eiga allir sannir menn og mannréttindavinir að bæta úr, en sigursældin er jafnan í því fólgin, að vinna alt sem við vinnum af ást til réttlætisins. Því miður erum við komnir svo langt út i þyrniskóga sjálf- birgingsskapar og sannleiksvönt- unar, að við sjáum svo óljóst sanna vegi. Kjarr efnishyggjunnar er vaxið svo yflr höfuð okkur, að við sjáum ei lengur með réttum augum sól réttlætisins. En hvað eru svo þessir þyrni- runnar? Þeir eru okkar mannlega lög- gjöf, og kjarr efnishyggjunnar eru lagasmiðirnir, og hjá þeim þrífast þyrnarnir svo mæta vel. Kséra Dagsbrún! í þínum morg- unroða stendur þetta hlýja og fagra orð: jöfnuður. Það eitt gefur mér ást og virðing á tilveru þinni, því það er sú fegursta stefna í heim- inum, jafnaðarstefnan, bara ef samhliða henni er mannást og löngun til réttlætisframþróunar. Það er skylda allra ungra manna, í hvert skifti sem þeir líta orðið jöfnuður í sínum mannlega morgunroða, að lesa það og íhuga af alhug, því það veitir þeim leið- sögn til farsældar og friðar. Davíð Kristjánsson. Hvað á barníð að heita? Helst einhverju fallegu nafni, og mörg ei’u þau nú til. Hér eru nokkur nefnd, og er talan aítan við þau tala þeirra er hétu þeim þegar manntalið var tekið hér á landi, árið 1910. Ang- antýr (11) Ari (81) Baldur (17) Bogi (35) Erlingur (19) Finnbogi (118) Garðar (46) Hallfreður (9) Hörður (8) Ingjaldur (23) Kjartan (182) Ragnar (191) Sighvatur (23) Sverrir (33) Þeng- ill (2) Aðalheiður (137) Bergþóra (61) Dagný (16) Droplaug (2) Gunnvör (16) Hjördís (6) Hróðný (8) Kolfinna (12) Nanna (32) Oddrún (23) Signý (65) Sólrún (40) Svafa (115) Una (103) Þórný (18). Það virðist ekki bráðnauðsynlegt að láta drenginn heita í höfuðið á honum afa sínum, ef hann heitir Jón, Jónas eða Jónatan, eða láta telpuna heita eftir ömmu sinni, ef hún heitir Elísa- bet, Kristjana eða Jóhanna, þó ekkert af þessum nöfnum geti kallast ljótt. *) Seinna mun ég sýna myndir af því hvernig sterkari öflin rýra þau minni. Það eina sem Yantar. í Rvík er óvenjumikil náttúru- fegurð svo að ferðalangar telja út- sýni í íslenzka höfuðstaðnum lík- ast útsýninu í Rómaborg. Og þó vantar eitt sem mjög mundi prýða en það er að holtin kring um bæinn væru græn og a. m. k. vaxin skógarkjarri; nú eru þau svo dauðans ber og óyndisleg. Ég á við að bærinn léti girða allvel hæðstu kollana í bæjarlandinu, melana og stórgrýttu urðina, en utan girðinga væri láglendið alt og það land er ræktanlegt mætti teljast. Túnin mundu þá teygja sig í allar áttir frá bænum, land- megin, milli skógi vaxinna hæða. Frá Rvík mundu hæðirnar skógi vöxnu bera saman og kjarrið sýnast næstum samfeld .breiða. Langan tíma mundi þurfa til að koma þessu í horí, sennilega eina öld, þó að mennirnir hjálpuðu dá- lítið til. En samt er girðingin að- alatriðið og frumskilyrðið. Þegar verkamenn koma í bæjarstjórn og læra að halda saman, þá er þetta eitt af þeim ódýru góðverkufn sem bíða þeirra, — eitt af því sem kaupmenn og embættismenn hafa gleymt að gera meðan þeir höfðu ráðin. Skógavinur. Reykjavík. Borgarstjórinn. Einn af lesendum þessa blaðs hefir beðið það að benda borgar- stjóra á það, að ráðstöfun hans i fyrra, að halda kindum í girðingu í hálfan mánuð eftir að þær komu af fjalli, svo þær skemdu ekki kálgarða, hafi verið mjög góð, og að þörf væri á því sama í ár. Loftvogin er mjög stöðug þessa daga, og stendur vel, það eru því líkindi til þess að sama blíðan haldist, sem er nú (2/s). Ingólfsstræti. Nú mun eiga að fara að gera sáðgarðinn að borgarstræti. Það er verið að aka möl ofan í hann. Farfuglarnir. i. Nú er kominn sá tími að ýmsir fljúgandi sumargestir vorir fara að kveðja landið. Steindepillinn, sem vanalega kemur í miðjum Maí, mun að mestu leyti farinn, því hann er vanur að fara í Ágúst- byrjun. Slæðingur verður þó jafnan eftir af þessum fuglum, jafnvel þar til í miðjum September. Óðins- hanarnir, sem koma í Maí, eru vanir að fara í Ágúst, en oft þó ekki fyr en í September. Krían fer oft í Ágústlok, en þó vanalega ekki fyr en í September. í ár mun hún fara seint, ef það viðrar eins vel, og útlit er fyrir, því hún hefir að nokkru leyti verpt tvisvar í ár, og seinni börnin hennar eru varla fleyg ennþá. Krían kemur í Maí; á Austfjörðum hefir mér virst hún koma 14. Maí, en á Akureyri þann 16. Hér í Reykjavík sá ég hana nú í vor þann 16. Maí, en vel má vera að hún hafl verið komin fyr. Lóan er fyrir lðngu farin að fljúga í flokkum, hún er vön að byrja á því fyrri hluta Ágúst, og fer þá að halda úr innsveitunum niður að Bjó. Hún fer þó sjaldan alfarin fyr en síðast í September, eða fyrstu vikuna í Október. Annars leggja flestir farfuglar af stað i September til hlýrri landa, t. d. þúfutitlingurinn, sem kom í Maí; maríuerlan, sem kom í Apríl, og óvinur þessara smáfugla: smyrillinn, sem einnig kom í Apríl; ritan (skeglan) sem var komin í Marz, og hennar óvinur: kjóinn, sem þó ekki fór að erta hana fyr en í Apríl, þvi fyr kom hann ekki. Af kjóanum (almennu tegundinni, stercorarius crepidatus) eru tvö afbrigði, er annað Ijóst, hitt dökkt, og hvorttveggja viðlíka almenn. Ljósir og dökkir kjóar para sig, að því er virðist engu síður en samlitir. Auk þessarar tegundar sjást tvær aðrar kjóategundir hér við land; verpir önnur þeirra eink- um við Grænland, en hin auk þess í Norður-Noregi og á Spitzbergen. Hér hefir að eins verið minst á fáa farfugla vora, en fjölda slept, t. d. öllum andategundunum. Einn þarf ég þó að nefna enn, en það er skógarþrösturinn. Hann kemur í Aprílbyrjun, eða jafnvel í Marz, og fer ekki fyr en komið er fram í Október. Hann er beztur söngvari af fuglum vorum, og segja suinir, t. d. enski fuglafræðingurinn Slater, er ritað heflr bók um íslenzka fugla, að hann syngi eins og söng- þrösturinn (á dönsku: Sangdrossel). Hér í Reykjavík heyrði ég til hans daglega á þessu vori, og síðast (að ráði) undir Júlílok. Hefir hann vafalaust ungað út tvisvar í ár hér sunnanlands, og hefir sjálfsagt eitthvað fleira af smáfuglum vor- um gert það. II. Það sem að framan er sagt um komu og brottför farfuglanna, er sagt eftir því sem menn bezt vita um ferðalög þeirra, og háttalag, hér á landi; en það er nú ekki mikið, sem menn vita um það. Því ennþá sem komið er, hafa það verið furðu fáir, sem hafa geflð sig að því að veita náttúrunni eftirtekt, og hefir marga útlendinga furðað á því, að menn, sem þeir höfðu reynt að skynsemi, vissu nauðalítið t. d. um algengustu fuglana í kring um þá. Drógu þeir af þessu þá ályktun, að íslendinga vantaði náttúru-gáfuna (sem er að hafa opin augun, þegar maður er úti á víðavangi). En það er langt frá, að útlendingar þessir hafi haft rétt fyrir sér (þeir héldu. líka eitt sinn að íslendinga vant- aði söngeyra og sönghæfileika, eftir því sem hr. H. Hamar segir frá) heldur stafar þetta eftirtektar-

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.