Dagsbrún - 04.09.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 04.09.1915, Blaðsíða 2
34 DAGSBRÚN Verðhækkun kaupmanna í Ágúst 1914 eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Tekið úr „Timar. kaupfél.“ með leyfi höfundarins. (Frh.) ---- Árið 1912 voru flutt til lands- ins matvæli, munaðarvörur og kol fyrir 7 milj. kr. Mánaðarforði handa landinu öllu kostar þá um 600,000 kr. Og ef reiknað er að lagður hafi verið á þennan mán- aðarforða 25 °/t herskattur, þá nemur þetta 150,000 kr. Það mundi áreiðanlega hafa þótt saga til næsta bæjar, ef landsstjórnin hefði lagt jafnháan beinan skatt á þjóðina, eingöngu til að verða við óskum einnar fámennrar stéttar. Það þarf vonandi ekki að eyða neinum getum að því, að þessi verðhækkunaráætlun hhjtur að vexa of lág, bæði þegar litið er á þau dæmi, sem hér eru tilfærð á undan, og það sem hverjum meðal minnugum manni má vera kunn- ugt um úr sínu kauptúni. Það getur meira að segja vei verið, að þessi eina stórverzlun, sem var birg til árs, hafi grætt meira á verðhækkuninni en 150,000 kr. Þegar minst var á þessa gífur- legu verðhækkun við kaupmenn, og þeir beðnir að skýra frá, af hverju hún stafaði, þá varð mörg- um ógreitt um svarið. Þeir vissu vel, að ekki var til neins að halda fram þeirri kenningu, að að þeim hefðu orðið fyrirliggjandi vörur svona mikið dýrari en venja var tii. Sumir reyndu að sannfæra menn um, að þeir þyrftu með þessu að safna í vara- eða trygg- ingarsjóð móti komandi óhöþpum. Þeir viðurkendu þá fúslega, að með verðhækkuninni legðu þeir óvæntan skatt á þjóðina. En af- sökunin var þá fólgin í því, að þessi skattur væri bæði réttlátur og nauðsynlegur. Aðrir verzlunar- menn voru hreinskilnari. Þeir sögðu, blátt áfram, að þeir bæðu engan að kaupa. Ef verðið væri ósanngjarnt, þá vissu þó allir að hverju þeir gengju. Þetta er, með öðrum orðum, að lifa samkvæmt þeirri kenningu: að máttur sé réttur. Það sem einhver maður geti hriísað og haldið, verði jafn- skjótt hans heilög og réttmæt eign. Nú er að líta á þessar tvær afsakanir og sjá, hversu haldgóðar þær reynast. Varasjóðskenningin byggist á því, að á styrjaldartímum sé verð á öllum varningi talsvert breyti- legt. Einn kaupmaður fái í dag mjög ódýrar vörur, en svo breyt- ist eitthvert atriði viðvíkjandi sigl- ingum, t. d. að útflutningsbanni sé létt af þeirri vöru í einhverju nálægu landi, og að svo geti farið að keppinautur áðurnefnds kaup- manns nái þessum varningi með miklu minna verði og geti siðan selt hann drjúgum ódýrari. Þetta neyði þann, sem á eldri og dýrari vöruna, til að seija hana undir sannvirði. Að vísu skal því ekki neitað, að slík atvik geti komið fyrir, og mun jafnvel eitthvað sviplíkt hafa átt sér stað, síðastliðið haust. En að það réttlæti herskattinn, frá siðferðislegu sjónarmíði, verður ekki séð. Menn verða að gæta þess, að hver einasti gætinn viðskifta- maður reynir að mynda sér tryggingarsjóð, smátt og smátt, með því að spara örlítið brot af ársarðinum, eins og hann gerist venjulega, og safna þannig forða í einhverri mynd. Þessi varasjóður er ekki og á ekki að vera fenginn með einu heljartaki, sízt ofan í vasa náungans. Einmitt þegar sem bezt gengur og árgæzka er mest, er fylst ástæða til að draga saman forða til hörðu áranna og til að standast óvænt og ófyrirsjáanleg óhöpp á komandi tímum. Þetta atriði er mönnum svo ijóst af starfi kaupfélaganna, að óþarfi er að fara um það mörgum orðum. Einungis má benda á, að þar sem kaupmenn leggja á, að minsta kosti, eins hátt milliliðsgjald og kaupfélög, þá ætti þeim einmitt að vera sérlega hægt um vik með þvílíkan útbúnað móti óhöppum. Venjuleg álagning ætti að vera nægileg trygging, hvað sem að höndum ber. Og þetta hafa kaup- félögin sannað ótvíræðlega. Vara- sjóður þeirra hefir reynst nægi- legur til að standast samkepni við kaupmenn, þrátt fyrir verð- breytingar á markaðinum, án þess að grípa til sérstakra harðæris- skatta, eins og nefna má þessa verðhækkun. (Framh.) Steinolía fyrir innkaupsverð. Fiskifélag íslands hefir með að- stoð landsstjórnarinnar pantað 3500 föt af steinolíu, og er búist við að norska seglskipið „Aquila“, sem á að flytja olíuna, muni koma hingað til landsins síðast í þessum mánuði. Þeir, sem vilja fá af þessari olíu, verða að panta hana fyrir 15. September, á skrif- stofu Fiksifélagsins í Lækjargötu, sem er opin virka daga frá 11—3. Steinolían er af sömu tegund og sú er kom með Hermóð i fyrra (Prima White, frá Texas). Steinolían kostar 34 krónur fatið, og á að borgast á skrifstofu Fiski- félagsins þegar skipið er komið. Þeir sem ekki geta keypt heilt fat, ættu að siá sér saman um það. Hver sem vill getur fengið af þessari olíu. Kornvörukaup, Sem betur fer eru þingmenn okkar Rvíkinga, sem báðir eiga sæti í velferðarnefndinni, búuir að skifta algerlega um stefnu hvað kornkaupunum viðvíkur. Það er óíiið að áJcveða að Jcaiqm lcorn- vörur frá Ameríku, en ákveðið er að géyma þær, hver veit hvað lengi. En þetta er ekkert vit, það á að selja þær hérf (eins og Her- móðsvörurnar) og kaupa svo meira korn og aðrar nauðsynja- vörur. — Landið á 600 þús. kr. í banka í Ameríku, á 2 °/o rentu, það er sjálfsagt að kaupa fyrir alla þá peninga og velta þeim oft. Rökkurdraumar hugsjóna minna. Eftir jafnaðarmann. (Frh.) ---- Þriðji draumurinn er fyrir mig bar, skeði í biðstofu hjá lækni. Þar var staddur fjöldi manns; flestir báru þeir á andlitum sér vott um sorg og sjúkdóma. Læknirinn, sem ekkert var annað en mentun, þekking og kærleikur, var ekki lengi að sjá hvað að sjúklingunum gekk, hann þurfti ekki annað en að spyrja: Hvað er að þér? Skrifa reseptið og segja: Það kostar 2 krónur. — — Út með þig!--------Svo — hver er sá næsti? Þetta verður að ganga, svo að allir fái eitthvað. Nú var viðtalstíminn útrunninn og sjúklingarnir farnir. Ég varð svo undrandi af skarp- skygni læknisins, að ég spurði hann hvort hann virkilega héldi að öllum batnaði af þessum með- ulum er hann útvegaði sjúkling- unum. Læknirinn rak upp stór augu og spurði: Hverjar heldurðu að framtíðartekjurnar mínar yrðu, ef svo væri? Nei góði, við læknarnir verðum fyrst að gæta okkar eigin hagsmuna áður en við getum nokkuð ábyrgst um heilsu sjúk- linganna. Yið sláum auðvitað nokkuð slöku við þegar efnin eru þrotin. Hvernig er nú þessi hugsun þegar um heilsu og líf manna er að ræða ? (Frh.) D. K. Vinnuvísindi. Reynslan hefir sýnt erlendis, að verkakaup hefir stigið mjög mikið í þeim atvinnugreinum er hafa fært þau sér í nyt, án þess að lengdur hafi verið vinnutíminn, eða vinnan gerð erfiðari. Yerka- menn, sem hafa unnið í þessum umgetnu atvinnugreinum, hafa því stórgrætt á þeim. Hitt er annað mál, að vinnukaupendur hafa grætt enn þá meira, en svo er um hverja einustu slíka framför, að það eru einstakir menn sem aðallega græða á þeim, en ekki almenningur. Og svoleiðis verður það nú þangað til jafnaðarstefnan kemst á, þá fyrst verður það al- menningur, þ. e. sjálft þjóðfélagið, sem græðir á framförunum, en ekki einstakir menn. í bráðina er aðalatriðið í þessu máli fyrir alþýðumanni þetta: Vinnuvísindin geta hjálpað okkur til þess að fá hœrra kaup, þess vegna, erum við með vinnuvís- indum, af því við erum með öliu sem getur bætt kjör okkar. Símamenn. Þegar síðasta tbl. var alsett kom fregn um það, að símamenn hótuðu að gera verkfall ef þeir fengju ekki 30 °/0 launahækkun^ Það varð því að eins þrengt inn t blaðið þeirri stuttu frétt, sem það flutti. Ekki varð þó neitt af verk- falli í þetta sinn, því samkomulag varð við ráðherra, að hann legði frumvarp um launahækkun fyrir þingið. Er trúlegt að frumvarp> þetta, sem nær til allra lágt laun- aðra starfsmanna landsins, gangr fram, enda gera símamenn verk- fall að öðrum kosti. Það hefir lengi verið svo hér á landi, að nær ómögulegt hefir verið fyrir lágt launaða starfsmenrr landsins að fá bætt kjör sín, ei* þeir, sem hafa verið hálaunaðir,. hafa haft það í hendi sér að fá. viðbót. Engum lifandi manni dettur x hug að símamenn, né aðrir lágt, launaðir starfsmenn landsins, hefðu fengið launauppbót nú, hefðu eigi símamenn hótað verkfalli. — Þeir eiga því þakkir skilið fyrir að hafa. sýnt verkamönnum að leiðin tii kauphækkunar heitir: góður félagsskapur og hart mót hörðu. Danir og stríðið. i. Eru likindi til þess að Danir lendi í stríðinu? — Nei, það erix engin líkindi til þess. Danir munu sjálfir gera hvað í þeirra valdi st^ndur til þess að leiða ófnðinn hjá sér, sem eðlilegt er. Þeir mundu því að eins lenda í hon- um, ef bandamenn eða Þjóðverjar neyddu þá til þess. En það mun hvorugum koma til hugar, af þeirrt einföldu ástæðu, að þeir hafa, hvor um sig, meiri hag af því að Dan- mörk sé hlutlaus. Þó Danir vildu: (það sem þeir aldrei gera) ganga í lið með Þjóðverjum, þá mundu Þjóðverjar afþakka það, og biðja, Dani sitja hjá og horfa á, af því þeir hafa meiri hag af því að Danir séu hlutlausir; svo mikinn hag hafa þeir af verzluninni um, og vifr Danmörku. Og nokkuð líkt er um Englendinga. Þeir eru á friðartím- um vanir að fá ógrynni af mat- vælum frá Danmörku, og fá það enn. En á því yrði auðvitað stanz., færu þeir að ófriðast við Dani, og líkt mundi verða um þennan matarflutning, ef Danir færu í stríðið með bandamönnum. Þjóð- verjar mundu þá sökkva matar- skipunum alstaðar, þar, sem þeir- kæmust að þeim, í dönsku sund- unum, í Kattegat og í Skagerak „ en nú gera þeir það varla nema við Englandsstrendur. Auk þess segjast Englendingar hafa lagt í ófrið þennan að miklu leyti af því, að gengið var á rétt smáríkisins Belgía, svo það er ótrúlegt að þeir fari að kássast nokkuð upp á Dani, nema þeir megi til. En eins og

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.