Dagsbrún - 04.09.1915, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 04.09.1915, Blaðsíða 4
36 DAGSBRÚN leysi af því, að við höfum ekki átt neina náttúrufræðinga fyr en á þessum síðasta mannsaldri, og svo að segja alveg vantað náttúru- fræðisbækur. Hugur gáfumanna meðal alþýðunnar hefir því eink- um hneigst að fornum fræðum, ættartölu-grúski eða að því að safna þjóðsögum og klámvísum; en líkindi eru til þess að þetta fari að breytast. Alveg rétt vitneskja um ferðalög farfuglanna hér á landi fæst fyrst þegar menn almeut fara að gefa þeim meiri gaum en verið hefir. Þeir sem gaman hafa af fuglun- um ættu að skrifa hjá sér daglega (í vasabók eða skrifbók) hvað þeir sjá af fuglum frá því þeir lesa þetta tölubl. og fram á vetur. En það verður að skrifa samdægurs í bókina, og séð var; hitt gerir minna þó dagur og dagur falli úr. Jón Athugull. Á klakann. Hér á dögunum flutti jVísir11 grein, sem hét „Kornvörukaup‘‘, og var þar margt í viturlega sagt, en auk þess þetta: „Það getur verið margt, sem mælir með því, að landstjórnin taki að sér alla verzlun. — En á meðan sú stefna er ekki tekin upp í alvöru, þá má ekki taka verzl- unina af kaupmönnum um tíma, og láta þá sitja atvinnulausa meðan liarðast er.“ Já, einmitt, ekki láta þá sitja atvinnulausa meðan harðast er! Ennfremur stóð þetta í sömu grein: „Svona rétt í bili getur landið ekki tekið hana [verzluninaj af kaupmönnum og sett þá út á klakann á meðan." Sjálfsagt heflr „Vísir“ alveg á réttu að standa, á öðrum stað i þessari grein, þar sem hann segir, að hann gangi út frá því sem gefnu, að sér verði núið því um nasir, að hann sé kaupmannablað. Það er ansi hætt við því. Himinn og jörð. Froskarnir. Blaðinu er sagt að Schierbeck land- læknir hafi flutt þá til landsins. Þess er getið til að þeir muni dauðir nú, einkum a'f því farvegi læksins hefir verið breytt, og mikið rótað i honum. Líklegast gætu einhverjar skandina- viskar froskategundir lifað hvar sem er hér á landi (t. d. Rana temporaria), en ef ekki, þá gætu að minsta kosti tegundir, sem eiga heima í Ölpunum, lifað hér. Danski náttúrnfræðingnrinn Fr. Weis, segir að hestar verði 35 ára (5 ár að vaxa), kýr 30 ára (4 ár að vaxa), hundar 11 ára (2 ár) kettir 9’/» (1V2 ár), manneskjan 80 ára (20 ár), fílar 100—120 ára (20—24). Alt þetta miðað við meðaltal. Norðurijós sáust hér í fyrsta sinn, á þessu sumri hallandi, seint um kvöldið Laug- ardaginnn ,8/«. Þau voru mjög fögur, þrátt fyrír glaða-tunglsljós. Hvítir hrafnar eru sjaldgæfir, segir málshátturinn, en til eru þeir. Færeyingar kalla þá „Kvítravnur11, en það er einkum á eyjum þessara frænda vorra að þeir eru tiðir, hvítu hrafnarnir. Þeir eru ekki nein sárstök tegund, heldur bara afbrigði af svarta hrafninum (krumma). Það er nú nokkuð geist farið að kalla þá hvíthrafna, því hvitir eru þeir ekki, heldur er að eins nokkuð af fjöðrunum og fiðrinu á þeim hvítt. Þeir eru til hér á landi, en mjög sjaldgæfir. Einn var þó skotin í Mývatnssveit hér um árið. Silfurhjörðin. (Frh.) ---- „Einu sinni vil ég reyna enn- þá“, sagði Emerson, frá sér af reiði, „en verði mér úthýst, þá fer ég inn þar með valdi. Ég er ekki að ráfa hér á milli húsanna alla nóttina,“ „Geitin vísar okkur á heyið“, sagði Fraser. „Hver?“ „Hver! Geitin auðvitað — himnatíkin — presturinn, ef þú skilur það betur". Er þeir voru komnir milufjórð- ung komu þeir að stóru hvítu húsi, og sáu grilla í kross á mænirnum. En hvergi var Ijós að sjá, eða annað er benti á að hér ætti nokkur heima, og enginn svaraði barsmíð þeirra. „Nei, auðvitað, hann er farinn — og maðurinn vissi það!“ Fraser heyrði á því hvernig hinn sveiflaði svipuólinni, hve gramur hann var. Ferðamennirnir voru svo þreyttir, eftir þriggja vikna ferðalag og vosbúð, að þeir voru ekki að tefja sig á því að tala, er þeir í fjórða sinn sáu ljós, heldur hröðuðu sér þangað. Hunda- greyin stönzuðu sjálflr, er þeir komu að húsinu. „Leystu hundana", sagði Emer- son, og fór að leysa af sleðanum. Síðan tóku þeir svefnpoka sína, og gengu að húsdyrunum. Þeir sáu þegar, að þetta var ekki niður- suðuverksmiðja, það líktist því að vera vörubúð, eða veitingahús. Það var lágt bjálkahús og var annað hús á bak við það, áfast við það. Emerson hratt upp hurðinni og gekk inn, og Fraser á eftir, og slengdu þeir byrgðunum frá sér á gólfið, þegar þeir voru komnir inn. Indíánastúlka var þar inni, og varð henni svo bilt við komu þeirra, að hún misti það er hún hélt á, en starði síðan mállaus á þá. „Nú höfum við hitt á réttan stað“, sagði Emerson og horfði í kring um sig, „þetta er vörubúð". En við indiönsku stúlkuna sagði hann stuttlega: „Yið viljum fá að éta, og rúm". Það voru hillur meðfram veggj- unum í herbergi þessu, og voru þær fullar af allskonar varningi, og borð voru þar full af fatnaði. „Svei mér sem mér finst þetta ekki vera fínasta hótel", sagði Fraser og fór að fara úr loðkáp- unni. Sú indíánska fékk nú málið. „Hvað þú vilja?“ sagði hún, og gekk í áttina til þeirra. Emerson, sem líka var farinn að fara úr loðkápunni, sá að stúlk- an var varla meira en barn að aldri; vafalaust var hún indíönsk, en hún var bjartari á hörund en við var að búast, og hún var smekklega klædd. „Mat og svefn“, svaraði hann spurningu hennar. „Þið ekki geta verið hér“, sagði stúlkan í ákveðnum róm. „Jú, það getum við“, sagði Emerson, „hér er nóg húsrúm og ekki vantar matinn“. Hann benti á hillur fullar af niðursoðnum mat. Stúlkan hreyfði sig hvergi en kallaði hárri röddu: „Konstan- tín, Konstantín!“ . Dyr opnuðust hljóðlega, og í þeim birtist stór og þrekinn maður. „Nú!“ varð Fraser að orði, „þetta er hann kunningi okkar frá vökinni. Góða kvöldið Kon- stantín! “ Það var kynblendingurinn, sem hafði hjálpað þeim upp úr vök- inni, en þó hann auðsjáanlega þekti þá aftur, þá var síður en svo, að hann tæki þeim vel. Stúlkan sagði heilmikið á svip- stundu á máli, sem hvítu menn- irnir skildu ekki. „Þið ekki geta verið hér“, sagði Konstantín, gekk að útihurðinn, og opnaði hana, og benti út í náttmyrkrið. „Við erum komnir langt að, og erum þreyttir“, sagði Emerson, „og við skulum borga vel fyrir okkur“. „Nei“, sagði Konstantín í á- kveðnum róm. Emerson, sem sneri bakinu að ofninum, en andlitinu að Kon- stantín, sagði nú: „Við erum þreyttir og við ætlum að gista hérna, skilurðu það! Segðu stúlk- unni að bera fyrir okkur kvöld- mat, og það fljótt!“ Andlit þess, er til var talað, varð blóðrautt af reiði. Án þess að loka hurðinni gekk hann beint að Emerson, og var auðséð hvað hann ætlaði sér, en áður en hann kom (áformi sínu í framkvæmd, var kallað „Konstantín“ með mjúkri röddu, úr dyrunum, er hann hafði komið inn um. Ferða- mennirnir litu snögglega þangað, er kallað var, og var þar komin Ijóshærða konan, er þeir höfðu séð í sleðanum, áður um daginn. Hún gekk nú fram í herbergið, og brosti vingjarnlega til ferða- mannanna, en hafði auðsjáanlega gaman af hve hissa þeir voru. „Hvað er um að vera?“ spurði hún Konstantín. „Þessir menn ekki geta verið hér!“ hrópaði Konstantín æstur. „Þú segja að ég fá þá til að fara“. „Fyrirgefið", tók nú Emerson til mál3, „við ætlum ekki að taka neitt hér með valdi; en við erum úrvinda af sult og þreytu, og allir hér hafa neitað að hýsa okkur, við vorum 1 standandi vandræð- ræðum — —“. „Reynduð þið á niðursuðuverk- smiðjunum". „Já“. „Og ykkur var vísað á prest- inn“. „Já“. Hún hló lágt. „Það er meir en mánuður síð- an presturinn fór, og hann hefði úthýst ykkur þó hann hefði verið hér“. (Frh.) Þetta og hitt. Minsti rnfmagnsmótor sem til er, er sagt að sé að eins 6/i* þuml. hár og °/s þ. langur. Gengur hann fyrir 1 ‘/a volts straum. Sumir hlutir hans eru svo litlir að þeir eru ekki meir en rétt sýnilegir (eftir „Elek- tron“, blaði ísl. símamanna). Afli Nordmannn 1914 var samtals 8D/3 millj. fiska. Arið áður var hann 73 mill. en árið þar áður 99 milljónir. Stríðið og lieilagt hjónaband. Frá ýmsum löndum, sem í ófriði eiga hefir frést um óvanalega margar gift- ingar; hermennirnir sem hafa verið að fara í striðið hafa gifst í snatri unn- ustum sínum, því ekki var víst að þeir kæmu aftur. Sumir kannske líka hugsað ■að óvíst væri hvernig þeim yrði tekið, kæmu þeir heim úr stríðinu, handa- lausir, eða á öðrum fætinum, Einn norrænn fréttaritari segir frá einkeúni- legum giftingum er eigi sér stað í Frakklandi. Einn góðan veðurdag (eða illan) kallar hermaðui' sem ætlar að giftast, saman nokkra vini sina (oft í skptgröfum í kúlnahríð), dregur gift- ingarhring á hönd sér, og segir hátið- lega að nú sé hann giftur þessari og þessari stúlku; hefir hann skjal sama efnis við hendina, sem hann skrifar undir, en félagarnir rita þar á nöfn sín, sem vitni. Á sama tíma og þetta fer frara, fer unnustan eins að ráði, þar sem hún er heima í foreldrahúsum eða annarsstaðar, og eru þau þá rétt hjón. Líður þá vanalega að eins skammur tími þar til franska hernum bætist hermaður á fyrsta ári, eða Frakkland eignast dóttir. Tviburar þekkjast líka. Gamla lagið. Maður nokkur fór af landi burt. Það síðasta sem hann heyrði er hann kvaddi landið var þetta: nógur, nógur afli, en enga beitu að fá, en íshús þó víða. Hann var í burtu í átta ár, kom aftur í fyrrahaust. Það fyrsta sem hann heyrði, þegar hann kom atfur til átt- haganna var: nógur afli, en enginn fengur, alveg beitulaust! Þetta er gamla lagið. Hvað dettur þeim nú í hug, sem eru að liafa á móti jafnaðarstefnunni, en há-lofa það sem á hinum Norðurlandamálunum er kallað privat initiativ, eða á íslenzku frum- kvæði einstaklingsins. ? Dagsbvún, blað jafnaðarmanna, kemur út vikulega. Kostar frá Júlí til áis- loka 1 kr. 50 aura. Gjalddagi fyrir 1. Sept. Borgaður fyrirfram kostar þessi hálfi árgangur 1 kr. 25 aura. Blaðið vill fá útsálumenn í hverri einustu sveit. Sölulaun x/5. Öll bréf til blaðsins sendist ritstjóranum. Dagsbrún fæst í Bókabúðinni, Laugaveg 22. Rit8tjórinn býr á Hverfis- götu 93. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.