Dagsbrún - 18.09.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 18.09.1915, Blaðsíða 2
42 D AGSBRÚN En samt gæti verið ein ástæða til að réttlæta þessa varasemi kaupmanna, ef þeir nefnilega væru sú stótt í landinu sem ætti við bágust kjör að búa, og væri því bersýnilega stödd í hættu, hve nær sem eitthvað bjátaði á. Þá mætti ef til vill líta svo á, að um miskunarverk væri að ræða af hálfu almennings. Til að geta dæmt um þetta, verður að bera saman tekjur og lífskjör hinna ýmsu stétta í landinu, eftir því sem næst verður komizt. Skulu hér, til samanburðar, tekin fáein dæmi um tekjur manna af ýms- um stéttum: Vinnumenn í sveitum (fæði og kaup) .... 400— 500 kr. Verkamenn í kaup- túnum . . . 400— 700 — Handiðnamenn í bæjum . . . 600— 900 — Meðalbændur í sveitum . , . 1200—2000 — Prestar og læknar í sveitum . . 1300—3000 — Skriístofustjórar í stjórnarráðinu . 3600 — Það er vitanlega mikill munur á kaupgjaldi þessara manna, enda hafa sumir þeirra, svo sem verka- menn í bæjum, alt of lág laun. líklega má telja að laun skrifstofu- stjóranna séu álitin sómasamleg hér á landi. Störf þeirra eru á- byrgðarmikil og þarf vel til þeirra að vanda, meðal annars með 10 —12 ára sérstökum og vanda- sömum undirbúningi. Þó að menn yilji viðurkenea gildi og nytsemi kaupmannastéttarinnar, þá verður varla sagt að þjóðin geri, nú sem stendur, strangari kröfur til undir- búnings og yfirburða kaupmanna, en t. d. skrifstofustjóranna. Sé nú kaupmönnum gert 3,500 kr. árs- kaup, eða meira, ef ekki öllum, þá mjög mörgum, þá er ómögu- legt að segja, að sú stétt sé illa farin, sem þjóðin er svo rífleg við. Því miður eru ekki til neinar almennar viðurkendar skýrslur um árstekjur kaupmanna, alt í kring um land. En ég hefi við hendina lista yfir tekjur milli 40 og 50 kaupsýslumanna og verzlana í Reykjavík, árið 1913, og síðan hefir lítið breytzt. Tekjur þessara manna eru á listanum taldar, annaðhvort eftir þeirra eigin sögu- sögn, eða þá þeir hafa staðfest tölurnar með því að mótmæla ekki að greiða tekjuskatt sam- kvæmt þeim. Listinn lítur svona út: 2 kaupm. hafa í árstekjur 3,500 kr. 1 kaupm. hefir - — 3,800 — 3 kaupm. hafa - — 4,000 — 1 kaupm. hefir - — 4,500 — 3 kaupm. hafa - — 5,000 — 10 — — - — 6,000 — 3 — — - — 7,000 — 6 — — - — 8,000 — 4 — — - — 9,000 — 7 — — - — 10,000 — 4 — — - — 12,000 — 1 kaupm. hefir - — 25,000 — 1 — — - — 35,000 — 1 — — - — 40,000 — Engum blöðum er um það að fletta, að í landinu er ekki nema kaupmannastéttin ein, sem hefir svona ríflegar tekjur. Og svo mjög kveður að þessum mismun, að í einu bæjarfélagi rpá telja í tug- um kaupsýslumenn, sem hafa langt um meiri tekjur heldur en helztu trúnaðarmenn þjöðarinnar: skrifstofustjórarnir. Og sé litið á hag kaupmanna frá öðru sjónar- miði, þá verður hið sama upp á teningnum. Hvort sem litið er á húseignir, lausafó, eða íburðar- mikla lifnaðarhætti, þá ber alt að sama brunni: kawpmennirnir sitja yfir meira audi en nokkur önnur stétt í landinu. Og sé litið á þetta, verður manni erfitt að skilja, hvaða siðferðislegan rétt að auð- ugasta stéttin hafði til að leggja sérstakan harðærisskatt á þá, sem efnaminni voru, og síður færir um að bera óhöpp og aukin útgjöld. Ef einhver varð að bera hallann af harðærinu, var sízt ástæða til að láta hann lenda á þeim, sem máttarminnstir voru. Og enn ber að athuga eina hlið þessa máls. Kaupmenn sáu að harðæri og dýrtíð fór í hönd. Til að tryggja sig gegn afleiðingunum leggja þeir, að minsta kosti, tveggja króna herskatt á hvert nef á landinu. Látum svo vera, að það sé eðlilegt, að hver raki eld að sinni köku, og að það sé kaup- mönnum afsökun. En hvernig færi, ef allir menn i landinu heimtuðu að fá að leggja á 25 % herskatt, til að gera við ókomnum áföllum? Frh. Rökkurdraumar hugsjóna minna. Eftir jafnaðarmann. (Frh.) ---- Fimti draumurinn. Þessu næst var eg staddur í stórum samkomusal, þar sátu gömul hjón öndvegið. í andlitum þeirra mátti lesa, að þau höfðu ekki alist upp við jafnaðar- eða kærleikshlið lífsins. Þau höfðu unnið á þeim ökrum, þar sem einstaklingurinn gerði sig að eig- anda ávaxtanna. Pessi hjón voru búin að lifa saman í 50 ár og voru nú að halda gullbrúðkaup sitt. Hverjir voru nú boðsgestirnir ? Þeirri spurningu mundi margur svara þannig, að þau við þetta tækifæri mundu hafa boðið þeim til sín, sem í þessi 50 ár hefðu verið samverkamenn þeirra á lífs- brautinni, borið hita og þunga dagsins með þeim, hlegið og grátið með þeim. Nei, boðið sátu kaupsýslumenn, atvinnuprangarar og óréttlátir jarðeignamenn. Þetta voru kærustu gestirnir á lífs-aftni aumingja gömlu hjón- anna. Þessir menn voru líklegastir til að kveikja hið innra hjá þeim kvöldljósið hlýja og bjarta, og vonina eftir blíðum og bjartari komandi morgni. Er þetta ekki sönn mynd af leiguþýs-lundinni? (Aths.: Hér með er ekki sagt að það séu ekki til heiðarleg;r kaupsýslumenn, atvinnuveitendur eða jarðeignamenn.) D. K. Reykjavik. Frh. ---- Húsnæðis-eklan. í mörg ár hefir aiþýðan hór í Rvík átt að búa við húsnæðis- eklu og fjöldi fólks hefir orðið að gera sig ánægðan með að búa í svo lélegum híbýlum að ekki nær nokkurri átt að hafa slíkt fyrir manna-bústaði. Mjólkurfölsunin er stórhættuleg heilsu manna, en húsnœðis-eklan er tífalt verri. Allir sem eitthvað eru kunnugir heilbrigðismálum, vita hver háski stafar af því þegar fólk er neytt til þess að þrengja sér niður í lítil herbergi, svo sem á sér stað hér í Rvík’), en þeim, sem ekki eru heilbrigðismálum kunnir, má benda á þann mikla mun sem er á heilbrigði þjóðarinnar hér í Reykjavík á sumrin og á vetrin, en hann er mjög mikill, enda er það eðlilegt, eins og húsakyíini eru nú. Á sumrin er nú fyrst og fremst mikið færra fólk í bænum, og því rýmra um í híbýlum þeirra, sem heima sitja. í öðru lagi vinnur fjöldinn af fólkinu; bæði menn og konur, undir beru lofti. í þriðja lagi eru börnin úti í fríska loftinu frá morgni til kvölds. En þegar vetrar koma menn og konur heim, er verið hafa í sumarvinnu norður í landi, austan fjalls eða á Austfjörðum; vinnan minkar í bænum og menn halda sig meir heimavið. Veðrið spillist og börnin halda sig inni. Er þá auðséð hvernig loftið verður í þröngu ibúðunum og kjöllurum, og ekki að búast við að heilbrigð- isástandið sé betra á vetrin en það er. Húsnæðisleysissögurnar sem maður heyrir daglega, sýna bezt hve afskaplega mikil eru vand- ræði fólksins, og væri hægt að fylla blaðið af þeim vandræða- sögum. Hér skal aðeins sögð ein. Kvæntur maður sem á fjögur börn og mjög fljótlega mun eign- ast það fimta, hefir búið í tveimur herbergjum, en verður nú að flytja þaðan af því leigan hefir verið sprengd upp. Hann er nú í langan tíma búinn að ganga kvöld eftir kvöld og reyna að út- vega sér húsnæði, en hefir ekkert getað fengið, nema eina litla kompu. Hún er svo lítil, að það er ekkert viðlit til þess að hann geti búið þar, en hann þorir ekki að sleppa henni, til þess að kon- an þurfi þó ekki að ala bamið undir beru lofti. Hveraig getur farið hjá því, að þjóðin úrkynjist við að eiga að búa við slík kjör? Eða skyldu ekki þeir, sem alast upp í mestu fá- *) Líka á Akureyri (þó ekki séu þrengslin eins mikil þar, eins og hér) og sjálfsagt víðar. tæktinni hér í Rvík, þegar þeir verða fullorðnir, elska landið „sem ól þá og nærði“ afarheitt? Bærinn á að bvggja. Til þess að bæta úr húsnæðis- leysinu þarf bærinn að byggja, og það þarf að byrja á því nústrax í haust. Þó auðvitað sé betra að fást við steinsteypubyggingar á sumrin, þá er svo langt frá því, að það sé ekki vel hægt að byggja á vetrin, þó á flestum vetrum komi fyrir frostdagar, svo hætta verði að steypa. Bærinn á nógar lóðir, til þess að byggja á, og meira en það, og nóg er grjótið hér í holtunum, til þess að byggja úr, og nógar eru hendurnar, sem fegnar vilja, vinna að þessu verki. Erlendis er það algengt, að bæjar- félögin byggi hús fyrir verkamenn (og yfirleitt alla, sem vilja, eða þurfa að taka hús á leigu). Parísarborg hefir veitt um 140 mill. til verkamannabústaða (P. G. G.). París 4 mill. íbúar. Rvík 14 þús. ætti eftir sama hlutfalli að verja tæpri ’/a miljón til hins sama). Bréfdúfur. Bréfdúfur eru sérstakt kyn af dúfum, sem hafa þá einkennilegu lund, að þær flýta sér alt hvað af tekur heim í húsið sem þær eru fæddar og aldar upp í, séu þær fluttar eitthvað að heiman. Af þessu nota menn sér, og láta dúf- urnar bera bréf, binda þau vana- lega samanbögluð við eina stél- fjöðrina. Eigi er hægt að láta bréfdúfu fara nema eitt: heim til sín. Af því leiðir, að það er ekki hægt að senda skeyti með bréf- dúfu út á skip, sem eru á ferð, þó hægt sé að senda bréfdúfu- skeyti af skipum til lands. Því er þessi grein skrifuð, að mikið gagn má hafa af bréfdúfum hér á landi, sérstaklega þó til fréttaburðar milli þeirra staða, sem enginn sími er. Gæti víða orðið mikið gagn að bréfdúfum, bæði til þess að koma boðum til læknis og öðrum skilaboðum. Einkum er það þó til þess að bera boð milli bygðra eyja og lands, að gagn má verða að bréfdúfum hér. Á þetta einkum við um Grímsey. Eyjarskeggjar þar, eru á hverjum vetri marga mánuði (alt að því sex) án nokkurs sambands við land, og má nærri geta hvílík fjörgandi áhrif það hefði á þá um þennan einverutíma, að geta við og við fengið fregnir af umheiminum. Sömuleiðis gæti það verið mikilsvert fyrir þá að geta komið boðum til lands, t. d. um læknishjálp (er senda mætti þeim á vélbát) o. m. fl. Til þess að koma á bréfdúfu-sambandi milli Gríms- eyjar og lands, þyrfti að ala upp bréfdúfur i eynni og (segjum) á Húsavík. Grímseyjardúfurnar væru svo allar fluttar til Húsavíkur á haustin, en hinar út í eyna, og væri þeim svo slept smátt og smátt eftir því sem boðum þyrfti að korna. Eigi er þeim, sem þetta ritar,

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.