Dagsbrún - 18.09.1915, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 18.09.1915, Blaðsíða 4
44 DAGSBRÚN Jafnaðarmennl Fyrst ennþá er sá tími að þið verðið að skifta við kaupmenn að meiru eða minnu leiti. Þá athugið það, að láta þann kaup- mann eða þá verzlun, sitja fyrir viðskiftum yðar, sem selur yður bezta vöru fyrir sann- gjarnast verð. Munið að varan er oft mismunandi að gæðum þó verðið sé hið sama. En fást þá þessar góðu vörur fyrir sanngjarnt verð? Já! Pað hefir reynslan sýnt og sannað að það er verzlunin nLiverpooh', sem selur einungis góðar vörur og það fyrir sama verð ogjafnvel lægra, en margar aðrar verzlanir selja misjafna vöru. Matvara, sem er slæm, svikin eða sóða- lega meðfarin, er ógeðsleg, óholl eðajafnvel skaðleg og er ekki kaupandi fyrir neitt. Sá, sem minstu hefir úr að spila, hefir mesta þörf fyrir að varast slíka vöru. Lesendum »I)agsbrúnar« er því bent á, að sjálfs sín vegna ættu þeir að kaupa ailar sínar matvörur í »L.iverpool«, því þá er fuil trygging fyrir að þær séu góðar. Frá því í dag seljum vér alla olíu eftÍP vikt. Tunnurnar reiknum vér sérstaklega á 6 kP> Allar þær tunnur, er vér afhendum eftirleiðis kaupum vér aftur á 6 JkP. hingað komnar oas að kostnaðarlausu. 1 íHa steiHlDtafelao. Silfurhjörðin (Frh.) ---- Indíánska stúlkan kom nú og sagði þeim að maturinn væri á borð borinn. Fylgdi hún þeim eftir iöngum göngum inn í húsið er stóð á bak við það er þeir komu fyrst inn í. Komu þeir þá inn í smekklega borðstofu. Stóð þar á miðju gólfi stórt fágað mahogni- borð, og speglaði sig í því fagur borðbúnaður, sem stóð á örsmáum broderuðum dúkum á borðinu. Pað lá við að ferðmennirnir yrðu utan við sig yfir öllum þessum fínheitum. Þegar Emerson kom inn í þessa smekklegu stofu, fann hann til þess hve óþeginn hann var, eftir þriggja vikna ferðalagið. „Það á nú ekki vel við að bjóða okkur inn í svona fína stofu" sagði hann. „Jú, Jú;“ sagði stúlkan, „mér þykir svo fjarska vænt um að fá einhvern til þess að spjalla við. Hér líður mánuður eftir mánuð, án þess að neitt beri við, né neinn beri að garði“. „Þetta er svei mér laglegur kofi“ sagði Fraser og horfði í kring um sig með aðdáun á andliti. „Hvaðan fenguð þér alt þetta?“ „Ég hafði það með mér frá Nome“ „Frá Nome?“ spurði Emerson. »Já". „Nú, ég hef verið í Nome frá þvi gullið fanst þar, og borgin var reist. Það var skrítið að við skildum aldrei hittust þar*. „Ég var þar ekki lengi. Ég fór aftur til Dawson“. Hún bað þá nú setjast við borðið, og sagði vinnukonunni eitthvað fyrir verkum. Þetta var sú einkennilegasta máltíð sem Boyd Emerson hafði étið, því her í afkima í óþektu landi, borðaði hann í bjálkahúsi, viðhafnarmikinn miðdegisverð, og við borðendan sat forkunnarfögur, skrautbúin kona, og talaði skynsamlega og skemtandi um mörg málefni. Hann varð hugsi. Hver var hún? Hvað hafði hún fyrir stafni á þessum stað — og því var hún hér ein? Hann hætti þó fljótlega að hugsa um þetta og fór að hugsa um sína eigin hagi, og hann ræddi því minna, eftir því sem tíminn leið og hin ríkmann- legu húsgögn minntu hann betur og betur á gamla daga. Fraser lét aftur á móti munninn ganga og sagði viðundrasögur af sjálfum sér, sem voru jafn ótrúlegar eins og mikið var í þeim af sjálfshólinu. Loks tók Emerson til máls: „Þér sögðuð að varðmönnunum væri bannáð að hýsa fórðamenn! Hvernig víkur því við?“ Brúkaðar sögubækur, erlendar og innlendar, lceii@sl«l>»ekiir fyrir barnaskóla og æðri skóla, og allskonar fr-saeöi- bækur, fást með niðursettu vcrði í Kókabúðiimi á Laugayeg 22. Verð á steinolíu þeirri sem Fiskifélagið á von í lok þessa mán- aðar er ákveðið 33 kr. tunnan, þó að eins með því móti að tunnurnar séu teknar um leið og þær koma í land. Stjórn €&isfiifdlagsins. „Það er hagur niðursuðufélags- ins. Það er hrætt um að einhver kunni að finna gull hór í grend- inni“. „Einmitt það“. „Fljótið hér er sem sé mesta laxafljót í heimi. Mergð laxins er aíveg ótrúlega mikil og virðist óþrjótandi. Félagið vill þess vegna vera eitt um hituna“. „Ég skil ekki vel?“ „Jú lítið þér á. Kalvik er á svo afviknum stað, og veiðitíminn svo stuttur, að félagið verður að koma með allan mannafla sinn frá Bandaríkjunum og svo flytja hann heim aftur samsumars. Findist nú gull hér í nándinni mundu allir starfsmenn félagsins fara frá því, og fara að grafa gull, en það mundi eyðileggja veiðina það árið, fyrir félaginu, og vera mörg hundruð þúsund dollara tap fyrir það, því veiðitíminn er of stuttur til þess að hægt sé að ná í nýjan mannafla. Þorpið hérna yrði á stuttum tíma að stórri borg, og hér yrði alt fult af gullnemum, svo ilt yrði að tjónka við menn til þess að fá þá til þess að vinna á niðursuðuverksmiðjum; og ofan á þetta bættist, að við alt þetta mundi athygli veraldarinnar bein- ast að þessu þorpi, og einhverjir þá verða til þess að setja hér upp nýjar niðursuðuverksmiðjur og keppa við þær sem fyrir eru. Getur af því leitt að minna verð fáist fyrir vöruna; hugsanlegt væri einnig að laxinn minkaði í Kalvík-fljótinu. Þér sjáið því að það eru margar ástæður til þess að námumönnunum er vörnuð veran hér“. „Já, nú fer ég að skilja“. Þetta og hitt. Skip úr steinsteypn er nú farið að byggja. Eru það einkum stórir flatbotnaðir prammar, notaðir til vöruflutninga á fljótum og stórám, sem búnir eru til úr þessu efni. Færri { Danmörku. Giftingum hefir fækkað í Danmörku, vegna ófriðarins þvert á móti því sem er í ófriðarlöndum. Fleiri dýr á íalandi. Framhald af þeirri grein verður að bíða næsta blaðs. Himinn og jörð. Stóra flskiönd (gulönd, mergus merganser) er stærsta (26 þuml.) andartegundin hér við land °g iafnframt einhver hin fegursta. Hún er hér allan ársins hring, á sumrin á ám og vötnum, en á vetrin við sjó. Samt er ekki hægt að telja hana neinn íslenzkan fugl, því hún er bæði í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu og hagar sér þar likt og hér. Hún er sögð mjög skaðleg á veiðiám og vötnum. Erlendis verpir hún helzt i holum trjám (hér oft í hellisskútum) og eru víða erlendis búnir til hreiður- kassar handa þessari andategund að verpa í, og látnir á þá staði, er hún heldur sig á, auðvitað til þess að ræna frá henni eggjunum. Hringanórar eru smávaxnasta selakynið hér við land. Þeir eru í Ladoga- og Onega- vatninu í Rússlandi, svo og í Sajmen- vatninu á Finnlandi og í Kyrjálabotni. Eitt sinn gekk haf-armur úr Hvíta-haf- inu inn í Eystrasalt. En þegar landið hækkaði, svo sambandinu sleit milli hafanna, þá urðu hringanóarnir eftir í Eystrasalti, svo og í vötnunum er nefnd voru. Falleg nöfn. Talan sýnir hve margir hétu þeim hér á landi árið 1910. Þorkatla (27) Yrsa (1) Sæunn (62) Steingerður (1) Randríður (3) Ósk (70) Katla (1) Jórunn (196) Jarþrúður (32) Birna. (13). Örn (7) Þórólfur (25) Vagn (14) Uni (3) Sturla (23) Starkarður (1) Rafnkell (3) Óttar (1) Kári (40) Herj- ólfur (3). Til útsölumanna. Af 4. til 10. tbl. má gefa 2—3 eint. hverjum þeim, sem líklegur er til þess að gerast kaupandi, 1—3 tbl. eru útsölumenn beðnir að endursenda það af, sem þeir búast ekki við að geta komið út. Þegap fjárhagur blaðsins leyfir, verður áskrifendum bætt upp rúmið, sem auglýsingarnar taka með aukablöðum. Dagsbrún fæst i Bókabúðinni, Laugaveg 22. Bitstjórinn býr á Hverfls- götn 93. Víll tala við þá sem hafa áhuga á jafnaðarstefnunni. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.