Dagsbrún - 18.09.1915, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 18.09.1915, Blaðsíða 1
FREMJIÐ EKKI RANCINDI DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA ÞOHÐ EKKI RANGINDI DTGEFANDI: NOKKUR IBNAÖAR- OG VERKMANNAFELÖG RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 1 1. tbl. Reykjavík, Laugardaginn 18. September 1915. I. árg. Besta árið verður versta árið Við jafnaðarmenn segjum að það akipulag, sem nú er á þjóðfélaginu, s. s. að einstakir menn eigifram- leiðslutækin, sé bæði óréttlátt og vitlaust. Óréttlátt af því, að með þessu fyrirkomulag lifa sumir við svo mikla fátækt, að sultur er og seyra, en aðrir við svo mikið ríki- dæmi, að þeir hafa alt í sukki og svalli. Og vitlaust er fyrirkomu- lagið af því, að þegar einstakir menn eiga framleiðslutækin, þáer ekki framleitt það, sem mest er þörfin fyrir, heldur það, sem fram- leiðandinn heldur að borgi sig bezt fyrir hann, án tillits til þess, hvað alnienningi er fyrir beztu. Og aldrei hefir það sýnt sig grein- legar, en á þessu ári, að við jafn- aðarmenn höfum rétt fyrir okkur. Árið í ár er bezta árið, sem yfir ísland hefir liðið frá upphafi bygðar þess, og þó ætlar það að veröa versta árið á þeim mannsaldri sem' nú er að líða, fyrir fjöldann af landsins börnum. Gróðinn af afurðum landsins mun í ár nema mörgum miljónum fram yfir það sem vanalegt er. Mun þessi aukagróði nema af saltfisk og lýsi 4—5 mill., af síld 2—3 mill., af kjöti */* mill.,afull lx/2 milljón og af öðrum landbúnaðarafurðum 3/i milljón. Samtals nemur þessi aukagróði minst 10 milljónum króna. Hvað verður nú af þessum milljónagróða ? Hann rennur til einstakra manna (sem eiga fram- leiðslutækin), en alþýðan er að mestu leyti snauðari en hún var áður. Væru framleiðslutækin (eða þau af þeim sem mikilvægust eru) eign sjálfrar þjóðarinnar (opinber eign, þ. e. eign samvinnufélaga, landssjóðseign og eign sveitafélaga), þá hefði það líka verið sjálf þjóðin, sem græddi á því að afurðir lands- ins stigu í verði, í stað þess að nú er það skaði fyrir almenning. Er hægt að hugsa sór vitlausara fyrirkomulag á þjóðfélaginu en það, að þegar vel árar hvað verði við- víkur á íslenzkum afurðum, þáer það til baga fyrir mikinn hluta þjóðarinnar. ísland er því ekki nú fyrir fs- lands börn, heldur fyrir einstaka öienn. En svona er það, og svona verður t>að, þar til jafnaðarstefnan er °rðin ofan á. Þu faðir, sem kemur þreyttur heim frá vinnu, og klappar koll drengsins þíns, og þú móöir, sem vegna fátæktar oft átt erfitt með Ný matarverzlun. Laugardaginn 18. sept. opnum við undirritaðir matarverzlun í Aðalstræti 16 (þar sem áður var úrsmiðja Þ. Jónssonar) og verða þar seld margs konar matvæli, svo sem: Kjöt, Pylsur, Flesk. Ostar. Smjör og Smjör- líki; ennfremur niðursoðin matvæli o.fl. o.fl. Við munum gera okkur far um, að selja eingöngu fyrsta flokks vörur, með svo vægu verði, sem unt er, og væntum við að heiðraður almenningur láti okkur njóta þess í viðskiftum. Fljót og góð afgreiðsla og gætt hins mesta hreinlætis í hvívetna. Virðingarfylst Loftur Guðmundsson. Pétur M. Hoffmann. að láta matinn vera nógan handa bömunum, sjáið þið ekki rangind- in sem þíð eruð beitt? Þolið ekki rangindin! Þolið þau ekki vegna barnanna, þó ekki væri af öðrum ástæðum, svo þau megi lifa við betri kjör en þið búið. ísland er, þó kalt sé nafn þess, svo ríkt og gott land, að hér á landi gætu allir haft nóg og gott að borða, klæðst hlýjum og smekk- legum fötum, búið í heilnæmum og fögrum híbýlum, og verið svo efnum búnir, að þeir gætu veitt börnum sínum þá mentun, sem þarf tii þess að þroska og full- komna alla góða og fagra meðfædda hæfileika þeirra. Alt þetta gæti orðið, ef þjóðin ætti sjálf framleiðslutækin/og auðs- Uppsprettur landsins væru látnar renna eins ríkulega og hægt er. Og þó þyrfti enginn maður að vera nema hæfilega lúinn að kvöldi. En það þyrftu allir að vinna, og fyrirkomulagið yrði ekki eins og þáð er nú, að þeir f& yfirleitt mest, sem minst vinna. Þeir sam ætla sér að greiða fyrir blaðinu með því að borga fjóra fyrstu árganga þess með tíu krónum, geta komið þessum peningum til ritstjórans, og sakar ekki þó það sé gert sem fyrst. Raflýsingr og rafhitun Akureyrarkaupstaðar og annara kaup- túna og bœja. Svo heitir bæklingur eftir Fr. B. Arngrimsson. Er þar i ýmislegt sem öllum framfaramönnum íslenzkum er nauðsynlegt að vita. Ekki stendur neitt verð á bæklingi þessum, en telja má TÍst, að hann fáist, sé höfundurinn. sem er á Akureyri, beðinn um hann, Þeir sem eigi hafa efni, sendi 10 aura frímerki fyrir burðargjaldi, hinir 50 aura; þvi höfundurinn er ekki að sama skapi efnaður, sem hann' er áhugasamur. VerðMkun kaupmanna í Ágúst 1914 eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Tekið úr „Timar. kaupfél." með leyfi höfundarins. (Frh.) ------- Annað atriði má enn fremur taka til greina. Setjum svo, að kaupmaður nokkur eigi fyrirliggj- andi 1000 kr. virði í kornvöru á ófriðartíma og að keppinautur hans hafi fengið jafnmiklar birgðir 10 °/« ódýrari fyrir sérstaka breytingu, eins og í sumar, þegar útflutn- ingsbanni var að nokkru leyti létt af á Englandi, að því er snerti varníng til íslands, og kaupmenn hér fengu þar betri kaup en unt var þá að fá í Danmörku. Halda menn þá að nokkur hygginn kaupmaður hlaupi til og selji þessar vörutegundir næstu daga? Nei, alls ekki, nema hann sé mjög mikill heimskingi. Hann tekur sér bráðabirgðarlán í banka, ef hon- um bráðliggur á peningum, en geymir vöruna eina eða fáeinar vikur, þangað til verðið hækkar yfirleitt, og hann fær sitt full- komlega aítur. Ég vona að allir óhlutdragir menn verði mér sam- dóma um, að allan síðari hlutu ársins, 1914, hafi ekki verið nein veruleg hætta að eiga geymdar nauðsynjavörur hér á landi. Eftir- spurnin óx stöðugt og verðið fór hækkandi. Það er því ekki sýnilegt að enn séu komin þau óhöpp fyrir íslenzku verzlunarstéttina, að mikil þörf haft verið að taka á tryggingarsjóðunum. „En", segja kaupmenn, „þó við höfum enn ekki orðíð að selja varning okkar undir sannvirði, þá getur hæglega komið fyrir að við verðum að gera það síðar, einkum verður hættu- legur tími, þegar styrjöldinni lýkur og friður er saminn. Þá hríðfalla vörur í verði, og birgðir, sem þá verða í eigu kaupmanna, verða æ minna virði, unz markaðurinn hefir náð jafnvægi aítur". Þessar ástæður bera ekki vott um, að þeir, sem bera þær fram, séu mjög skarpskygnir á þá at- burði, sem nú eru að gerast í heiminum. Samkvæmt þessu ætti styrjöld, sem spennir dauðagreip- um sínum um meir en hálfan heiminn, og ekki lætur neitt land ósnortið, styrjöld, sem milli tíu og tuttugu þjóðir taka beinan þátt í, að hjaðna niður eins og vind- bóla, hverfa enn þá skyndilegar en hún byrjaði. Trúi því hver sem vill, að svo óðfluga greiðist úr ó- friðarskýjunum, að fyr en nokkum vari verði kominn heiður og fagur friðardagur. Ólíkt sennilegra er hitt, að . ófriðurinn standi lengi, smáréni, og loks komi að fyrir- sjáanlegum endalokum, þegar hinn máttarminni' málsaðili er gersam- lega þrotinn að afli og hnígur að velli, máttvana, svo að hann fær enga björg sér veitt. Þvílík sár eru djúp og lengi að gróa, jafnvel sár þeirra þjóða, sem að lokum bera hærra hlut frá borði. Það er því sannarl'ega lítil ástæða til að búast við skyndilegu verðfalli á útlendu vörunni, svo að einstakir kaupsýslumenn geti neytt þess og gert happakaup, keppinautunum til óþæginda. Þessi friðaráslæða er því gersamlega gagnslaus afsökun á herskattinum, nema . í augum þeirra, sem álíta kaupmenn svo fáfróða í almennum efnum, að ekki megi ætla þeim að ráða fram úr jafn einfaldri spumingu eins og þeirri, hvort stríðið muni hætta skyndilega og öllum óvart, eða með löngum og skiljanlegum að- draganda. Nú hefir verið sýnt og sannað, að alt það, sem kaupmenn hafa fært fram til að sanna siðfeirðis- legt réttmæti herskattsins er alt staðlausir stafir. Venjulegan verzl- unarvarasjóð á ekki að taka á þann hátt, hann á að vera og er tíl, hjá 'óllum gœtnum mönnum, þegar hættutíminn byrjar, svo að þá megi nota hann. Og ef kaup- menn hafa engan varaforða haft frá góðu árunum, þá sýnir það einungis fyrirhyggjuleysi þeirra og annað ekki. Ennfremur virðist alls ekki hafa árað illa fyrir kaup- mannastéttina (að minsta kosti ekki þann hluta hennar, sem verzl- ar með nauðsynjavörur, og um það eitt er hér að ræða) enn sem komið er, og ekki sjást heldur líkur til að viðskiftin verði frá- munaléga vandasöm á næsta kom- andi tima, nema fyrir þá, sem ekkert geta séð eða skilið, nema líðandi stundina.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.