Dagsbrún - 18.09.1915, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 18.09.1915, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 43 * éCJ. CimsRipafélag <3slanós. Stjórn h.f. Eimskipafélags íslands hefir ákveðið að stofna til nýrrar hlutafjársöfnunar í þeim tilgangi að félagið geti svo fljótt, sem kringumstæður lejda, útvegað sér vöruílutningaskip, er sé um 1500 smálestir að stærð. Heíir félagsstjórnin því sam- þykt að auka hlutafjeð um alt að 300 þús. kr., er skiftist i hluti samkvæmt félagslögunum (25 kr., 50 kr., 100 kr., 500 kr., 1000 kr. og 10,000 kr.). Ástæðan til þessa er aðallega sú, að siðan félagið tók til starfa, hefir það hvergi nærri getað fullnægt öskum manna um vöruflutninga og haft beint og óbeint tjón af þvi á ýmsan hátt. Ennfremur hafa félagsstjórninni borist áskor- 9nir víðsvegar af landinu um það að hefjast nú þegar handa í þá átt, að útvega félaginu vöruflutningaskip og sú reynsla, sem þegar er orðin um rekstur félagsins, þó stutt sé, og kringumstæðurnar sérstaklega óhagstæðar vegna Norðurálfuófriðarins, bendir ótvirætt í þá átt að nauðsynlegt og gróðavænlegt sé fyrir félagið að eignast slíkt vöruflutningaskip sem hér er um að ræða, enda hefir sú hugmynd frá öndverðu vakað fyrir stjórn félagsins. Samkvæmt 4. gr. félagslaganna nær hlutaútboð þetta eingöngu til manna búsettra á íslandi, enda væntir félagsstjórnin þess fastlega, að fyrir áramótin verði nægilegt hlutafé fengið innanlands. Eftir 1. Janúar 1916 geta menn, búsettir i öðrum lönd- »m, einnig skrifað sig fyrir hlutum samkvæmt hlutaútboði þessu. Ætlast er til að hlutaféð verði borgað við áskrift, en með þvi að svo mikil óvissa er um það, vegna ófriðarins, hvenær Oiögulegt verður að útvega skip fyrir hæfilegt verð, þá verður aukningarhlutafénu haldið sérstöku fyrst um sinn og verða öiönnum greiddir af því venjulegir sparisjóðsvextir, frá þvi að féð er innborgað til skrifstofu félagsins í Reykjavík og þar til byggingarsamningur um skipið verður undirritaður, en frá því að lokið er smiði skipsins fá hinir nýju hluthafar hlutdeild í ársarði félagsins samkvæmt félagslögunum. Félagsstjórnin hefir nú eins og þegar fyrst voru boðnir út hlutir í félaginu, snúið sér til málsmetandi manna i öllum þygðarlögum landsins, með tilmælum um að gangast fyrir hlutasöfnuninni og telur sig mega treysta þvi, að þeir menn verða við þeim tilmælum. Skorar félagsstjórnin á landsmenn að styðja með riflegum hlutakaupum að þvi að þessi nauðsynlega og eðlilega aukning á starfskröftum félagsins geti komist í framkvæmd. Reykjavik, 4. september 1915. éíveinn cfijörnsson. (Blqfur %3oRnson. tJCallóór Hbanielsson. clón <Sunnarsson. @Í£. c&riégoirsson. Cggert Qíaessen. éíarðar <Síslason. gerla kunnugt um, hvað bréfdúfur kosta, nema hvað hann veit, að þær eru ekki svo dýrar, að ókleyft sé að kaupa þær. Skinfaxi, 8. tölublaðið er komið út. í'yrsta greinin heitir „Samgöngur“ og ®r verð að henni sé vel gaumur gefin. ■®laðið alt vel ritað að vanda. Bærinn útYegi kol. Svo sem símfrétt sagði frá í síð- asta blaði, hefir verkmannafjelagið á Akureyri pantað sér kolafarm, °g kosta kolin komin á bryggju 40 smálestin (kaupm. þar selja kol ahnent á 55 kr.). Væru pöntuð k«l á sama hátt hér, mundu þau ekki þurfa að vera dýrari en þetta, kví þó uppskipunin sé erviðari hér 611 þar, þá þyrfti það ekki að muna hiiklu á verðinu. Félögunum hér er ekki svo vel fVlkt, að þau geti hæglega pantað k°l, en bærinn getur það. Bærinn |®ða réttara sagt þeir sem ráða hér 1 bæjarstjórn) létu undir höfuð 'eggjast að sjá bænum fyrir ódýru ^dsneyti, með því að láta taka mó. En úr þessu má bæta a°kkuð með því að bærinn pant- kol frá Englandi og seldi hér fyrh innkaupsverð (að viðbættum kostnaði). Áhættan fyrir bæinn að 8era þetta er engin; hins vegar g®ti marga munað um það að fá ^olaskippundið fyrir 6 kr. 40 aura. ^að er ekki til neins að bara að skarnma bæjarstjórnina, en láta hana ekkert vita hvað við viljum. Þess vegna væri bezt að sem flest verkmannafélög hér í bænum skor- uðu á bæjarstjórnina að kaupa kol. Bærinn þarf að útvega kol! Fisksala bæjarins. Bærinn hefir nú gert samning við togara um kaup á fiski, sem bærinn svo selur aftur í smásölu bæjarmönnum. Hefir þetta mælst mjög vel fyrir (blaðinu er þó ókunn- ugt um hvort fisksölumönnunum likar það). í fyrsta lagi af,því, að hér eftir mun hægt að fá nógan fisk í soðið, í öðru lagi af því, að þetta tiltæki stjórnar bæjarins hefir haft þau áhrif, að fiskur nú er kominn niður í skaplegt verð (smá- ýsa 6 aufá pundið, hefir áður verið seld á 8 til 12 aura). En nú þarf bærinn sjálfur að eignast togara, og hefir blaðinu verið bent á, að hann þyrfti ekki að vera nema lítill (þar eð ekki mundi nauðsynlegt, að hann gæti togað á djúpu vatni) og mundi því ekki þurfa að kosta nema svona 70 þús. kr. Bærinn mundi því ekki, skv. því, sem áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, þurfa að hafa handbærar nema einar 35 þús. kr., þar eð bankarnir eru vanir að lána stanzlaust helminginn af því fé, sem þarf til þess að kaupa togara fyrir, leggi kaupendurnir fram hinn helminginn. Bendir á hvað? Þegar bærinn tók að sér að út- vega fisk handa bæjarmönnum, féll fiskur á fám dögum niður í skap- legt verð. Hvað bendir þetta á ? Það bendir á, að sanngjarnara verð myndi komast á mjólkina, ef bærinn kæmi á mjólkursölu, og að húsaleigan mundi lækka ef bærinn færi að byggja. Það fæst aldrei neitt gert fyrir alþýðuna, nema að hún heimti það. Þið verðið því að heimta það, að þeir, sem ráða hér i bæ, sýni eins mikia rögg af sér við mjólkur- málið og /iúswœðis-málið, eins og við fisksölumálið. Hækkar mjóik í verði? Það hefir borist til eyrna rit- stjórans að í ráði væri að hækka verðið á mjólk hér í Rvík. Fregnin er ótrúleg, en reynist hún sönn — og hvort sem er — þarf eitt- hvað að gera til þess að koma skaplegu verði á mjólkina, svo og til þess að sjá um, að hægt sé að fá nóga mjólk. Ef til vill þarf að halda fundi um málið. Mun ineira um þetta í næsta blaði. Ef þér líbar blaðið, þá verður þú að gerast áskrif- andi, og borga fyrsta hálfa ár- ganginn fyrirfram með 1 kr. 25 aurum. Eimskip. Sameinaða gufuskipafélagið hefir verið lofað mjög fyrir það, að það hefir á . þessum stríðstímum látið byggja stórt, fagurt og vandað fiutnings- og farþegaskip og bætt því svo ofan á alla velvildina til okkar að kalla skipið „ísland". En margir gleyma að þetta er sama félagið, sem hér um árið sendi Alpingi íslendinga líklegast það ósvífnasta símskeyti, sem nokkurn tíma hefir verið sent löggefandi þingi. Það var ekki af velvild, að Sameinaða bygði „ísland"; það var af því að það neyddist til þess vegna samkepninnar, sem stafaði af „Eimskipafélagi íslands". Svo sem sjá má á öðrum stað hér í blaðinu, býður „Eimskipafé- lag íslands" nú út hluti fyrir 300 þús. kr. Að mæla með því að menn taki 5 og 10 krónuruppúr handraðanum, eða annarstaðar, þar sem þeir nú liggja arðlausir og leggja þá í arðberandi fyrirtæki með því að kaupa 25 eða 50 kr. hlut í Eimskipafélaginu, virðist óþarft. Því það er bara sjálfsagt að gera það. Þeií kaupmenn, og aðrir auglýsendur, sem kæra sig um viðskifti við alþýðuna, auglýsi í „Dagsbrún". Verðið er hið sama þar og annarstaðar. Auglýsingum má koma í Bókabúðina á Lauga- veg 22, eða til ritstjórans.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.