Dagsbrún - 09.10.1915, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 09.10.1915, Blaðsíða 2
54 DAGSBRÚN Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu sætsaít. Verðhækkun kaupmanna i Ágúst 1914 eftir Jónas Jómson frá Hriflu. Tekið úr „Timar. kaupfél.“ með Ieyfi höfundarins. (Frh.) ----- Þriðja sönnunin eru athuganir Benedikts Jónssonar frá Auðnum, um verzlun á Húsavík árið 1905. (Sbr. Tímarit kaupfélaganna, 1907, bls. 180—57.) Pað skal tekið fram, undir eins, að verzlun á Húsavik er yfirleitt fremur góð. Þar hefir starfað ágætt kaupfjelag í meir en í aldarfjórðung, og hefir það vitanlega átt mestan þáttinn í að bæta verzlunina. En þó það sé látið ótalið, þá hafa helztu kaupmennirnir á Húsavík þótt mildari og betri viðskiftis heldur en gerist um stétt þeirra yfirleitt. En því furðanlegri eru úrslitin, samkvæmt skýrslu B. J., sem ekki hefir verið véfengd. Árið 1905 voru aðfluttar vörur til Húsavíkur fyrir 300,000 kr. Þriðjung þessa, að verðmagni átti kaupfélag Þingeyinga, en hinir 2/s skiftist milli 8 kaupmanna. B. J. hafði fyrir sér framtalsskýrslur allra þessara verzlana um útsölu- verð á varningnum og vörumagn- ið. Enn fremur vissi hann ná- kvæmlega um innkaupsverð á öll- um vörum kaupíélagsins. Með þessum heimildum tókst honum að sanna, að ef kaupmennirnir á Húsavík hafa fengið varninginn erlendis með svipuðum kjörum og kaupfélagið, þá hafa þeir selt það vörumagn, sem kaupfélagið hefði getað útvegað fyrir 154 þús. kr. á 202 J>Ú8. kr. Á þessu eina ári höfðu því lændurnir í hálfri sýslu, og það þeirri sýslu, sem einna lengst er komið í verzlunarsam- vinnu gefið 8 kaupmönnum 48 þús. kr. í hreinan ágóða, fyrir utan skaplegt milliliðsgjald, eins og kaupfélagið tók. Fyrst svona er ástatt, þar sem eitt hið vold- ugasta kaupfélag keppir við tiltölu- lega sanngjarna kaupmenn, hvað mun þá vera þar, sem harðdræg- ari kaupmenn eru einváldir? Fjórðu sönnunina er að finna í verzlunarskýrslu hagstofunnar, fyrir árið 1912. Á bls. 8—9 gera hag- fræðingarnir, er skýrsluna sömdu, ráð fyrir að álagning kaupmann- anna muni vera 20*/o að frá töld- um tollum og ílutnlngskostnaði til landsins. Álagning þessi er því, að áliti hagstofunnar, hið sann- gjarna kaup er kaupmönnum ber, fyrir unnið starf, varsjóður þeirra og gróði. Nú er eiginlegur útsölu- ko3tnaður kaupfjelaganna um 6°/o af verði erlendu vörunnar. Er þar í talinn uppskipunarkostnaður, húsakostnaður, fyrning og öll starfsmannalaun. Og sé nú enn fremur reiknað 4°/o í ýmiskonar óviss útgjöld og til tryggingar gegn óhöppum, þá eru samt eftir 10°/o og það er kaupmannsgróð- inn. Þannig ber alt að sama brunni. Hversu varlega sem farið er í sakirnar, þá er ómögulegt að áætia kaupmannsgróðann á að- fluttu vörunni minna en l1/2 »*ii. kr. árlega. Og fyrir utan þetta er þó allur nauðsynlegur starfrækslu- og tryggingarkostnaður, á þann hátt, sem kaupfélögin fara að. Enn fremur er hér ótalinn allur kaupmannagróðinn af útfluttu vör- unni, en út í það mál verður ekki farið í þetta sinn. Þá hefir tekist með þessum línum að færa allmiklar líkur fyrir því, hve dýr kaupmannastéttin er þjóðinni, og að óþarfur gróði þess- arar fámennu stéttar muni skifta miljónum króna á ári. Það er mikið fé. Ef því væri vel varið til almenningsheilla, inætti á ein- um mannsaldri gera ísland að fyrirmyndarlandi. En í höndum kaupmanna sjást lítil merki þessa fjár. Og samt er kaupmönnum ekki nógur þessi mikli gróði. Hvenær sem færi gefst, herða þeir ánauð- arhlekkina að hálsi fólksins. Yerð- hækkunin í sumar er augljós vottur þess. Hún var siðferðislega röng, og óþörf á fjármálavísu. Hún var ekki annað en ósvífin tilraun til að nota sér neyð fátækling- anna. Hún sýnir að þjóðin getur aldrei orðið óhult og örugg um framtíð sína meðan frjáls og drengileg samvinna í verzlunar- efnum hefir ekki sprengt kaup- mannafjöturinn af fólkinu. Sláturfélagið. Hr. ritstjóri! Viltu upplýsa lesendur „Dags- brúnar" um, hvað sláturhúsið borgar stúlkunum hátt kaup nú í sláturtíðinni? Sagan segir að þær hafi 18 au. um tíman, hvort þær vinni 10 tíma, eða 14 tíma, á dag. Út- gerðarmenn borga 20 aura á tím- ann (í 10 tíma) og 25 í eftirvinnu, sumir 25 aura og 30 í eftirvinnu. Spurull. Húsnœðisleysið. Sumir virðast líta þannig á húsnæðismálið að ef hægt sé að hola öllum þeim einhvernvegin niður, sem nauðugir eða viljugir eiga heima í höfuðstað landsins, þá sé þar með hvolft úr þeim koppnum, og ekki meira um það mál að segja. Ekkert er þó sæmra. Húsnæðisekla verður hér, meðan fjölskyldumar eru fleiri en íbúð- imar, en það eru þær svo að miklu munar, því íbúð geta ekki Btofur eða stofa kallast, ef ekki fylgir að minsta kosti eldhús. Og því síður geta kjallararnir margir, né köldu þakherbergin, kallast íbúðir, þó í þeim sé búið, eldað í þeim, dvalið í þeim daglangt (börnin öll inni ef vont er veður) og sofið í þeim. Er von að heil- brigðisástandið sé betra en það er hér á vetrin? Af hverju stafar húsnæðisleysið hér í Rvík? Það stafar beinlínis af því, að hér var um tíma (fyrir mörgum árum) bygt of mikið. Af því leiddi aftur að margir, sem bygt höfðu af litlum efnum, en með stórum bankalánum, fóru á höfuðið. Bankarnir eignuðust þá mörg hús (upp í skuldir), en við það varð það hagur bankanna að sem minst yrði bygt. Þetta er aðal-orsökin til húsnæðisleysisins. Bœrinn þarf að byggja, það er eina ráðið til þess að bœta úr þeirri heilsuspillandi húsnœðis- eklu sem fátækt fölk verður að þola hér í Rvík. Rökkurdraumar hugsjóna minna. Eftir jafnaðarmann. Eilífðardraumnrinn. (Frh.) Sálaraugu þeirra manna sem hér í þessu lífi höfðu varið öllum líkams og sálar kröftum í þarfir eigingirninnar, möttu alt eftir mælikvarða hennar, haturs og níðingsverka, og álitu mannúð, kærleika, fagrar félagsmyndanir og andlegar hugsjónir, eintómar kell- ingabækur og sjálfblekking. Þessar sálir virtust tuga og alda gamlar. Þar voru sálir þeirra manna, sem 17. og 18. aldarmenn endurvöktu til líkamlegra hryðju- verka hér á jörðu, sem áður var kallað að vekja upp draug til þess að fremja svivirðileg grimdarverk. Augun voru orðin eldleg af að stara á þá lifendur sem voru að hagnýta sér erfðaféð. öfund og heimshyggjan höfðu ekki enn gef- ið þeim tækifæri til að líta til baka til ljóssins inn á landinu fagra. Á bak við þennan flokk kom sorglegasta sjónin, sem fyrir mig bar. Hún var af óteljandi grúa hugsjónalausra sálna, sem settu sér ekki hærri takmörk hér í lífl en það, að hugsa að eins um sinn eigin munn og maga, með öðrum orðum sagt, höfðu ekki hærri skilning á lífl sínu en dýr- in í kringum oss, möttu alt á vog magans. Þessir menn sem höfðu nóga skynsemi, höfðu svo mikinn á- byrgðarþunga af því að endur- fæða sjálfan sig, mann fram af manni í þessari dýrslegu mynd, gegnsýrða af sjálfseisku, einangrun og efnishyggju. Þessi sjón var mér svo sorgleg vegna þess, að þessi flokkur var svo afskaplega stór, og annað það, að eg gat ekki gert mér fulla grein fyrir, hvort hér var um líf eða eilífan dauða að ræða. Mér finst eg bezt geta líkt á- standi þessara sálna við veikan Friðfinnur Guðjonsson hefir til sölu afmælis- Og fermingarkort með is- lenzkum erindum. Laugaveg 43 B. mann, sem er með 40 stiga hita, sem búinn er að missa bæði skynj- an og sjálfsvitund. Það sem gaf mér hugboð um að hér væri um líf að ræða eða áframhaid var það, að úr þessum flokki virtust mér þeir, sem svo marga dreymir hér á jörðu, að eru að koma til sín, og biðja þá að skila sér tönn, beini, hári eða biðja að hlúa að sér í gröf sinni, eða að þeim verði ekki raskað. Næst sá eg sálir þeirra manna, sem einangruðu sig frá mannlífinu hér, og gátu ekki samrýmst því í neinu, sálir þeirra manna, sem álitu sig geta lifað sjálfstæða og óviðkomandi öllum mönnum, og gátu engar andlegar leiðbeiningar þegið, álitu sig saurgast af að vera í samfélagslífinu; hér virtust þeir ráfa leiðsögu og áttavitalaust. Þá komu sálir þeirra manna, sem höfðu þá trú sem ekkert mætti hugsa um. Trú, sem hug- sjónirnar ekki mættu í neinu raska. Trú sem væri of heilög fyrir skynsemina að dæma um hvort gerði hann að betri eða verri manni. Frh. D. K. Staka um Ríkarð Jónsson. Þín ei listin leynist, því lifið kant’ að rýna, þú nærð bræði og blíðu i bljants-drætti þína. M. G. Árstekiur miljónakýfinganna. Rookefeller auðgast um 700 kr. á minútu. Efstur á blaði er John Rocke- 'eller steinolíu- og járnbrauta- Irottnarinn. Talið er að tekjur rans hafi síðastliðið ár verið 360 nilljónir króna. Aí tekjum þessum greiðir hann skatt 2 millj. krónur, en varla íður hann þó nauð vegna skatta, >ar eð hann hefir eftir hinar 358 miljónirnar til að nærast á. Árstekjur annara milljónakýf- nga Ameríku eru áætlaðar sem íiér segir: A.ndrew Camegie . William Rockefeller J. P. Morgan . . 54 millj. kr. 47 — — N. A. Clark. . i'rú Harrismann — Russel Sage — Hetty Green 27 15 13 12 11 Vikutekjur Johns Rockefeller eri* im 7 milljón krónur, þ. e. 1 nilljón á dag, eða 700 krónur & nínútu hverri alt árið. Rockefeller heflr allar klær úti- ?. d. gjöldum við íslendingaf íonum árlegan skatt, í gegnuiu ,Hið íslenzka steinolíuhlutafélag*-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.