Dagsbrún


Dagsbrún - 05.02.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 05.02.1916, Blaðsíða 4
18 DAGSBRUN Úr eigin herbúðum. (Hlíf) Hafnaríirði. í stjórn verkamannafélagsins Hlíf i Hafnarfirði eru þessir menn: Sveinn Auðunsson, formaður Davíð Kristjánsson, varafor- maður. Árni Þorsteinsson, rit- ari. Sigurður Kristjánsson, vara-ritari. Ólafur Jónsson fé- hirðir. Gísli Jónsson vara-fé- hirðir. Guðl. Guðlögsson fjár- málaritari. Ketill Greipsson, dróttseti. Almenni fanðnrinn, sem auglýstur var i siðasta blaði, var ennþá betri, en hin- ir fyrri fundir. Engínn vafi er á því, að slíkir fundir efla mjög samhygð meðal verka- manna. Verkakv.fél. »Framsókn« hélt kvöldskemtun síðastl. Sunnudagskvöld og tókst hún sérlega vel. Hefir verið nefnt við félagið að endurtaka skemtunina. Hásetafélag Rvíkur fundur á morgun á venju- legum stað og tíma. Verkamf. Dagsbrnn fundur á Fimtudaginn kem- ur í G.-T.-húsinu. ,Þessi Finsen'. Kosningadaginn flutthMorgun- blaðið langa ritstjórnargrein, sem hét »Dagsbrún, verkamenn og kosningin«, og er hún gott dæmi upp á hvernig andlegir »undir- málsfiskar« skrifa þegar þeir reiðast — eða látast reiðast — með öðrum orðum, þegar þeir ætla að höggva stórt. Þessi Finsen, sem nú upp á síðkastið hefir verið skammaður eins og hundur á víxl í blöðunum .Vísi' og ,Landinu', hefir vafalaust hugsað sér að vinna nú einu sinni fyrir mat sínum, og skrifa nú frá sinum innra manni, með allri sinni sál.*) Og að þessum Finsen tekst ágætlega að sýna sinn innri mann, ber vandræða- ritháttur greinarinnar og klúr- yrði ljóslega vott um. Sem dæmi upp á rithátt þessa Finsens skulu hér nefnd nokkur af þeim nöfnum er hann í vandræðum sínum velur mér: Skitkastsberserkur. Flækingur (aJræmdur). Landeyða (sömuleiðis). Þessi Finsen heldur auðsjáan- lega, að þau orð, sem honum hefir sviðið sárast, þegar kunn- ugir menn hafa sagtf honum *) Eg bið lesarann að fyrirgefa að eg viðhef orðið »sák, en leyfi mér að benda á að það orð er al- ment notað um meðvitund manna og dýra, t. d. er talað um sál hjá hænsnum (þau finna líka oft ýmis- legt ætilegt, og það með lítilli fyrirhöfn). sannleikann, hrifi einnig á aðra, þó það eigi ekki við þá. En það er langt frá því að það sé ein- kennilegt hvað þessi hugsunar- háttur hans líkist því, hvernig Molbúarnir hugsuðu, sem ætluðu að drekkja álnum! Þessi Finsen segir um undir- ritaðan : »En vitið er ekki meira en guð gaf«, og gefur þar með í skyn, að vitið í bans eigin kolli sé úr »verri« staðnum, enda benda gæði þessi ekki á »gúðan« stað. Þessi Finsen segir ennfremur að eg muni »augsýnilega« treysta því »að alþýðan hér sé skríll, sem æsa megi og spana til allrar ósvinnu«. — Þessi »ósvinna«, sem Hr. Finsen á við, er auð- sjáanlega sú, að verkamenn skuli vilja kjósa sína eigin menn í bæjarstjórn. Já, það er ljóta ósvinnan að allir skuli ekki vera falir fyrir borgun eða góðar gjafir, og elta i blindni þá, sem þessi Finsen trúir á. Ég mun alls eigi setja mig á móti því, að þessi Finsen haldi áfram að viðhafa svívirðileg orð um mig eða aðra sér skynsam- ari og betri menn, af því þetta er nú hans atvinna, eins og það er atvinna hundanna að gelta; en benda mætti þessum Finsen á það, að ekki verður hann sjálfur hreinni, þó hann helli úr kopp sinum yfir aðra. Ó. F. íslendingar tH Færeyja. Færeyingar vilja nú ólmir fá islenzka háseta á skip sín. Hefir Hásetafélagi Reykjavikur borist nokkur símskeyti um það. Málið kemur fyrir fund- inn á morgun. Bréf frá gömlum kunningja til Finsens! Ó! þú göfugleikans mikil- menni, þú sannkallaða fyrir- mynd alls sem gott er og göfugt, heill sé þér háttprúða hetja, sem með þínum mikilvægu gefnu og keyptu vitsmunum, á einum Sunnudegi gerbreytir þeim auð- virðilegasta auglýsingasnepli í hlífiskjöld lítilmagnans. En segðu mér, hæstvirti mikli mannsins sonur, ætlar þú að halda þessu göfuga verki þínu áfram — já, eg veit þú gerir það, og sannar- lega ert þú á heppilegum tíma byrjaður á að vera þinn eigin húsbóndi og láta af þínum fyrri lifnaði, það er að beita ekki þínum margvíslegu vitsmunum til stuðnings þeim voluðu vesa- lings ........mönnum ! Þú . . máttugi mannvinur! hvernig stendur á því að þú færð ekki að nota þína andlegu og líkam- legu hæflleika, sem allir þekkja nú orðið af blaðsins hugsjóna- ríku hugvekjum, þvílíkt mál- skrúð! Fyrir mann eins og þig, Gamlar og- nýjar sögu- og* fræðibækur, innlendar og erlendar, fást með 10°/o—75°/" afslætti í pkabúSSinni á íaugaveg 22. Þeir sem þurfa að spara vegna dýrtíðarinnar, græða á þvi að verzla við Bókabúðina. Fataefni, saum og til fata hvergi ódýrara. Biá fataefni nýkomin. — 10—20. kr. sparn- aður á hverjum klæðnaði hjá Gruðm. Sigurðssyni, Laugaveg 10. kæri Finsen minn ! er þó til nóg annað að starfa en spreita þig á að skrifa auglýsingar fyrir ráð- vanda kaupmenn, eða þá að úttauga þér á að smala eldgöml- um fréttapistlum, sem geta verið miður sannir. Þetta og þvílíkt getur þú ekki þolað til lengdar, kæri Finsen! — Meðal annara orða, hjartans þakklæti fyrir þína drengilegu hjálp við kosn- ingarnar; auðvitað áttir þú þinn þátt í þeim glæsilega sigri, sem við verkamenn unnum, en þú hefir lengi verið klókur, gamli minn, að vera þeim megin sem sigurinn er. En sleppum nú öllu gamni. Þú verður að fara að koma þér eitthvað hærra upp. Vor kæra fósturjörð, sem á slíkan son, hún má sannarlega ekki við því að hann dragi sig í hlé, það veiztu þó, Villi minn! Upp í þingið með þig, og svo í . . . herrasætið! Spjaraðu þig nú, því nú er tækifærið. Þú hefir þegar mikið fylgi, sem fer dag- vaxandi, ef blaðið þitt verður svona spennandi. En varaðu þig á að láta ekki snúa þér; undir því er mikið komið (þó nokkrar krónur væru í boði). Bara hertu þig upp, því eg held að þig hafi nú altaf hálflangað að láta eitt- hvað bera á þér, meira en þetta, kæri Fínsen minn! Sem ekki er að undra, slíkur dugnaðarmaður sem þú getur verið, bara ef svo- lítið er ýtt undir þig. — Eg vona að þú reiðist mér ekki, þó eg bendi þér á þetta í hjartans ein- lægni; eg vil ekki láta hæfileika eins og þína liggja ónotaða. Með vinsemd og virðingu, þinn þénustubúinn Njáll. Myrkriö í Rvik. Þó það verði að spara gasið, er ófært að hafa ekki ljós á götunum á kvöldin, þegar snjó- laust er og hálka, eins og var í gærkvöldi. Það er heilsu- hætta að láta vera mvrkur. Listvinafélag var stofnað hér i Rvik nú í vik- unni. Form. var kosinn Ríkarð- ur Jónsson myndhöggv., gjald- keri Þór. B. Þorláksson málari og ritari Matthías Þórðarson fornmenjavörður. Félagsmenn eru þegar um 30. Himinn og jörð. Tunfflmyrkyi verður á pann hátt að jörðin skyggir á tunglið; tunglmyrkvi getur því að eins orðið pegar tunglið ér gegnt sólu (fult). Sólmyrkvar orsak- ast aftur af því að tunglið skyggir á jörðina, og getur því að eins orðið pegar »nýtt« tungl er. Tunglið snýst um jörðina á 291/? sólarhring (eða nákvæmlega 29,s.i sólarhr.). Þegar tunglið er búið að fara 223 sinnum kringum jörðida, eða eftir 6585'/2 sólarhring (=1-8 ár og 10—11 daga) er tunglið aftur komið í næstum sömu afstöðu við jörðina og sólina. Tunglmyrkvar endúrtaka sig þvi nákvæmlega í sömu röð, eftir petta tímabíl: sama er að segja um sólmyrkvana, sem pó ekki er hægt að reiða sig á að sjáist á sama stað aftur, af þvi skuggi tunglsins þekur í einu svo tiltölulega lítinn hluta jarðhnattarins. Lifandi myndir. S í m a s 1 i t hafa verið tíð um þessar mundir, og hafa vond veður valdið. Eimskipafélagið hefir nú tekið það skynsamlega ráð að gefa út nýja ferðaáætlun. Hin fyrri var að ílestra dómi samin i vitleysu — auðséð áður en hún varð opinber að ekki var hægt að fylgja henni. Skemdir á ski.pum. Um helgina er var, rak þil- skipið Niels Vagn upp að grandagarðinum og skemdist eitthvað, og togarinn Jón For- seti, sem ekkert komst vegna vélbilunar, var nær rekinn upp að Örfiriseyjargarðinum. Guð- leifur Hjörleifsson er einn af hásetunum á Forsetanum. Prentsmiðjan Gutenberg. ¦{\

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.