Dagsbrún


Dagsbrún - 26.02.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 26.02.1916, Blaðsíða 1
FREMJIÐ EKKI RANQINDI 3DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN UT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA ITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 9. tbl. Reykjavik, Laugardaginn 26. Febrúar. 1916. Hugvekja. Hinar ýmsu þjóðir jarðar- innar trúa á margskonar guði; sumar á einn, aðrar á marga. Sumar trúa á sólina, stjörn- urnar, hafið, klettana, ýmsar dýrategundir eða jafnvel á smáhluti, er bera má með sér, svo sem litgljáandi skeljabrot, eða jafnvel ýsubein. Við ís- lendingar erum sagðir Lúthers- trúar, en í rauninni er það algerlega rangt — því alt fram á þennan dag trúir þorri mauna á »heldri mennina«, og keyrir einkum úr hófi dýrkun al- mennings á sýslumönnunum, sem meira réttnefni væri að kalla »sýsluguðina«. Það er ekkí langt síðan að það þótti guðlast hér á landi (og mun víða þykja það enn- þá) að segja, að iðnaðarmenn, Verkamenn og sjómenn, hefðu eins gott vit, og betra, en heldri menn, á því að vera i bæjar- stjórn. Og þá þólti það ekki minna guðleysi að hugsa til þess að verkamaður eða sjó- maður ætti sæti á alþingi. En nú er þessi skriðkvik- indis-hugsunarháttur að hverfa víðsvegar um landið. Alþýðan er farin að sja það, sem auð- sætt er, að þeir sem sízt þekkja kjör hennar, eru einnig sizt hæflr til að bæta þau. í yfir 40 ár er ísland nú búið að hafa sjálfstjórn, en »heldri mennirnir« sem hingað til hafa stjórnað landinu, hafa gert það svo slælega að tugir þúsunda af góðum drengjum, framtaksömum mönnum og konum, hafa orðið að flýja landið og fara til Vesturheims. Og þeir hafa stjórnað því þannig, að árið 1915 sem er bezta árið sem yfir landið hef- ir liðið, frá upphafi Ingólfs- bygðar, fyrir allan þorra al- tnúgans er versta árið sem ttienn muna. Hingað til hefir munurinn á ríkum og fátækum verið lítill hér á landi, en þetta er óð- fluga að breytast. Hér í Reykja- vík eru nú að minsta kosti tveir íslenzkir menn orðnir QiiUjónar-eigendur, og væri ekkert út á það að setja, ef ekki myndaðist ávalt öreiga- 'ýður jafnframt miljónaeigend- unum. Og öreigalýður er þeg- ar myndaður, því fátæktin er öú engu minni hér i Reykja- vik, en i borgum erlendis — °g það stórborgum. Opinn kjaftur auðvaldsins gín yú yfir íslenzku þjóðinni, og takií alþýðan ekki nú þegar mál sin í sinar eigin hendur, þá gleypir auðvaldið okkur. Ovinir íslenzku þjóðarinnar eru ekki Danir né nokkur önnur þjóð, heldur auðvaldið, hvoii heldur það bhiist okkur með íslenzka sauðargæru fyrir úlfs- kjafti sínum, eða ekki. Þess- vegna verða sjómenn og verka- menn kringum alt ísland nú að gera félagsskap með sér. Verkamenn, sjómenn og iðn- aðarmenn eru nú að stofna »Alþvðusan\band íslands« og herópið »ísland fyrir alþýðuna« mun brátt gjalla um landið þvert og endilangt, frá Horn- ströndum til Hornafjarðar, frá Langanesi, til Reykjaness. Og í hverju þorpi, og í hverri bygð, við hvern fjörð, við hverja vík, á okkar vogskorna landi, verða stofnuð verklýðsfélög. Upp ungi og upp aldraði Is- lendingur! hvort þú ert heldur karl eða kona, hvort heldur þú lest þessar línur undir súð, í þungu lofti íslenzkrar baðstofu, í óhollustu kaupstaðanna, eða undir beru lofti í fegurð is- lenzkrar viðáttu, eða hvort þú ert einn af þeim sem framtaks- semi og deyfðarhatur hefir knú- ið til þess að flýja til framandi lands. Alþýðan er að vakna, komdu og legðu þinn hluta til starfsins, sem nú er verið að vinna fyrir þessa, og allar kom- andi k}rnslóðir íslendinga. Sannleikur sem einhver verður sár-reiður. Togarar hafa að sögn stigið 40—80%(?) í verði. En ef það borgar sig fyrir einstaka menn að kaupa eða láta smíða tog- ara nú, þrátt fyrir verðhækk- unina, þá borgar það sig líka fgrir Regkjavikurbœ. Leiðinleg villa. Eitt stórblaðið í borginni var nýlega að spá í eyðurnar um það, hversu margir mundu verða landslistarnir við kosn- ingarnar í sumar. Var þar að- allega búist við fimm listum: þrem frá broddborgurum, með tóma ráðherra i fararbroddi, og svo tveir bændalistar. jLik- lega hafa blaðiuu ekki verið bornar þær fréttir, sem þó munu vera sannar, að verka- menn ætla að setja upp sinn eiginn lista, og eru hvergi Arshátíð verkamannafél. I>ag:sl>ríÍ¥i er í kvöld og annað livöld Fyrir hönd nefndarinnar Ottó N. Þorlákssora. smeikir, þó eigi verði gömlum ráðherrum á að skipa. Sá listi mun koma á sínum tíma, og má vera að á kjördegi, þyki hinum þunnskipaða hóp, sem stendur að nefndu blaði, sem eigi standi minstur uggur af samtökum verkamanna. Búast broddborgarar við því að þeir þykist muna sína dagana tvenna, þegar sjómenn og verkamenn fara að þakka fyrir síðast, í tolla og líftryggingar- málinu. Gamall verkfallsmaðar. Svarað fyrirspurn. Hr. ritstjóri »Dagsbrúnar«! Fyrirspurn þeirri, er »Gamall Goodtemplar« beinir til min, í heiðruðu blaði yðar 8. tbl. laugardaginn 19. þ. m. svara ég afdráttarlaust neitandi. Virðingarfylst Guðm. Guðmundsson. Stórtemplar. Félagsskapur togaraeigenda. Nokkrir togaraútgerðarmenn hafa myndað með sér félags- skap er þeir nefna hinu langa nafni »Félag íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda«. I stjorn félagsins eru: Aug. Flygenring. Thor Jensen. Magnús Einarsson (dýral.). Th. Thorsteinsson. Jes Ziemsen. Fyrsta grein félagslaganna hljóðar þannig: Nafn félagsins er: Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda. Tilgangur félagsins er að efla á allan hátt isl. útgerð botnvörpu- veiðaskipa, og gæta hagsmuna hennar, meðal annars með þvi, að efla góða samvinnu meðal útgerð- manna skipanna, og stuðla til þess að þeir fylgi sömu reglum um ráðningarkjör allra skipverja, svo og að gangast fyrir að vátrygginga- kjör verði sem bezt. Að félagið er stofnað aðallega (eða máske eingöngu) til þess að þröngva kjörum háseta, má sjá á því, að í lögunum er ekkert ákvæði er viðvikur vá- tryggingakjörum, en mörg er lúta að þvi að halda niðri kaupi háseta, meðal annars ákvæði um verksviftingu (lock- out) og afarhá sektarákvæði*) fyrir þann útgerðarmann sem ræður menn á skip sín fyrir hærra kaup en það, er félagið ákveður. Ákvæðið um verksviftinguna er f 17. gr. er hljóðar þannig: Félagið getur gert verksvifting (Lockout) ef það er samþykt fyrir hönd allra skipa, sem i félaginu eru. Til þess að reyna að hræða sem flesla háseta frá því að beita sér fyrir málefnum stétt- arinnar, er ákvæði í lögunum þannig, að hægt er að »boy- kolta« þá háseta sem verða fyrir ónáð útgerðarherranna. Ákvæði þetla er í 15. gr., en sú grein hljóðar þannig: Félagsfundur getur með s/t greiddra atkv. á fundi, sett reglur um að útiloka einstaka menn frá því að vera ráðnir á skip þau, sem eru í fétaginu, enda hafi þess verið sérstaklega getið í fundarboði, að slikar reglur yrðu til umræðu. Regl- unum má breyta á sama hátt. í slik- um reglum má ákveða sektir fyrir brot á þeim. Á fundi sem sóttur er af út- gerðarm. 3/4 skipa þeirra, sem í félaginu eru, má með s/i af greiddum atkvæðum ákveða »með hvaða kjörum skuli ráða aðra menn en skipstjóra«. Félagsgjaldið er tvö hundruð krónur fyrir hvert skip, oghef- ir útgerðarmaður jafn mörg at- kvæði og skipin eru, sem hann á í félaginu (fyrir skip undir 60 smálestum á hann þó að- eins lfi atkvæði). Svo sem kunnugt er græddu togaraútgerðarmenn svo mikið í sumar, að þá hafði einu sinni ekki dregmt um að þeir fengju slíkan gróða. Pó var fyrsta hugsun þeirra *) Sektin er 500 kr., og tvöfaldast hún við hvert brot. V*

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.