Dagsbrún


Dagsbrún - 26.03.1916, Qupperneq 1

Dagsbrún - 26.03.1916, Qupperneq 1
ÍEMJID EKKI^j I A ^ I T ¥ rÞOLI® BK' ranq,npi J i 1 J\ Vjí O D n U IN L "AwQlwD, BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 13. tbi. Reykjavik, Sunnudaginn 26. Marz. 1916. ísland, þitt nafn skal vera fögnuður! Smáþjóðirnar eiga kægar með að koma á hjá sér j'msum um- bótum, en þær stærri, af því það þarf styttri tíma til þess að gera almenningi hjá smá- þjóð skiljanlega nytsemi þarfa fyrirtækja, heldur en þarf til þess að fræða almenning stór- þjóðar um hið sama. Og þegar málefnið er eitthvað er eykur rétt alþj'ðunnar, en skerðir pyngju auðmannaiina, þá er mótstaðan því meiri, því fleiri sem auðmennirnir eru. Við ís- lendingar stöndum því sérlega '~vel að vígi, til þess að koma á hjá okkur umbótum — veru- legum og varanlegum. Og þegar það er athugað hvað auðvaldið •«r ennþá ungt hjá okkur, þó það sé nú sem óðast að færast í aukana, þá er auðséð, að við fslendingar erum betur settir til þess að koma á hjá okkur þjóðfélagslegu réttlæti, en flestar aðrar þjóðir. Og þegar það ennfremur er athugað, að öll islenzk alþýða er læs, og — eftir því sem flestum kemur saman um — fljótari á sér að verða hrifin af göfugum hug- sjónum en alþýða annara þjóða, þá er augljóst að engin þjóð á öilum hnettinum á hægar með að útrýma fátæktinni, og koma á þjóðfélagslegu réttlæti, en ís- ienzka þjóðin. En er það þá ekki skylda ailra góðr^ íslendinga, karla og kvenna, að vinna af alefli að því að íslenzka þjóðin grípi nú það tækifæri, sem hún, framar öllum öðrum þjóðum, hefir til þess nú á komandi ártug að útrýma fátæktinni, og koma í framkvæmd jafnaðarstefnunni? í öllum löndum sem siðaðar þjóðir byggja, er jafnaðarstefnan boðuð; en í sumum löndum t. d. Rússlandi, er mikill hluti al- Þýðunnar svo þjakaður af margra alda kúgun höfðingjanna, að kún trúir því ekki, að hún e>gi viðreisnar von, af því enn- þá er ekki hægt að benda á eitt einasta land í heimi, að ekki þekkist þar fátækt. Gerði íslenzka kynslóðin, sem nú lifir, skyldu sína, útrýmdi fátaektinni, og kæmi á jafnaðar- stefnunni hér á landi, þá ynni hún eigi aðeins sér, og öllum ^omandi kynslóðum íslendinga 0lnetanlegt gagn, heldur einnig °ku mannkyninu. Pví það er tnikið auðveldara að koma á nrnbótum, þegar búið er að koma þeim á annarstaðar. Og gætu þeir, sem eru að boða jafnaðarstefnuna þjáðri og vona- sneiddri alþjTðu í stóru löndun- um, bent á ísland og sagt; Á þessu eylandi úti í Atlanlshafi býr þjóð, sem hefir haft vit og þor til þess að hrinda af sér öllu auðvaldsoki, og koma á hjá sér réttlátri þjóðfélags- skipun, þá mundi nafnið ísland, alstaðar í heiminum lífga vonir og kveikja ljós í náttmj'rkri kúgunarinnar, og vera orð, sem veitti fögnuð öllum fyrir jöfnuði og réttlæti striðarfdi verklýði framandi þjóða, sem nú liafa aldrei heyrt ísland nefnt. ísland! fsland! Þitt nafn skal vera fögnuður! Rafmagnið. Rafmagnið fyrst, segir »Morg- unblaðið«, því af því verða mestar tekjur. — Hver hefir fært ritstjóranum sannanir fyrir því að svo mundi fara, þó raf- magni yrði dembt á — að það gæfi bænum nokkrar tekjur, þegar tekið er tillit til þess, að gasstöðin verður líka að bera sig. Nú gerir hún ékki betur en bera sig, með því þó að hafa gasverðið hátt, og ef tekið væri frá henni alt ljós í hús, þá hlyti þó að verða tekjuhalli, og halli gasstöðvar mundi þá éta upp tekjuafgang rafmagns- ins. Það er aftur á móti alveg rétt, sem Jón Þorláksson hélt fram á bæjarstj.fundi, að þótt bærinn reki bæði gasstöð og rafstöð, þá má láta hvorutveggja bera sig. En hvað gæti það komið til að kosta borgara bæjarins. — Það er hægt fyrir þann sem hefir einkasölu á ein- hverjum vörutegundum að græða á þeim, því hann getur altaf sett verðið nógu hátt. — Það sem vér þurfum umfram alt eru hús. Það borgar sig bezt ekki kannske beinlínis, en það borgar sig óbeinlínis. Hver getur reiknað út þann skaða sem bæjar- og þjóðfélagið líður við ibúðir þær, ef íbúðir skyldi kalla, sem fjöldi fátæklinga verður að búa við — þarna er fjöldi barna og unglinga, sem tærast upp. Hvað er betri undirstaða fyrir velferð þjóð- félagsins, en góð meðferð á börnuin og unglingum, og það er skylda bæjarfél. að gæta að því betur framvegis, en gert hefir verið hingað til. O. N. P. Brotið jafnrétti. Allir sem fara um Banka- stræti geta séð hvað algengu fólki eins og Helga Magnússyni leyfist að byggja langt fram í götuna, og hvað Jóni Þorláks- syni bæjarfulltrúa er leyft. Hús þeirra munu á komandi tímum vera minnisvarði um þann hugsunarhátt að heldri menn séu engum lögum háðir á ís- landi nema eigin geðþótta. Olafur Björnsson vill nú apa eftir Jóni ranglælið. Hann hefir tvisvar eða þrisvar beðið um að mega byggja steinhús fram í Austurstræti, þvert ofan í ákvæði um að breikka götuna, þegar núverandi hús verða endurbygð. Nú sækir hann enn, og er búinn að efla ílokk mik- inn sem ætlar á næsta bæjar- stjórnarfundi að reisa annan minnisvarða úr steini um það að lögin í Reykjavík eru ekki nema fyrir smælingjana. Heldri menn eru hafnir yfir þau. Bœjarbúi. Fyrírspurn. Var það hálfviti, eða sjuk- lingur at Kleppi, sem sagði að það þyrfti sporbraut til Hafn- arfjarðar, eða upp í Mosfells- sveit til þess að útvega Reykja- vik nægilegt byggingaefni? Svar: Hvorugt. Það var hr. Jón Þorláksson Jandsverkfræðingur sem sagði það (sbr. Lögr.). Ritsíj. Lððamálíð í Reykjavík. Höfuðstaðarbuar hafa ekki verið þreyttir með umræðum nm lóðamálið, fyr en ef það er síðan þetta blað kom til sögunnar. Áður var húsgrunna- pólitík Reykvíkinga mj<R; ein- föld, ekki innifalin i öoru en þvi, að gefa land bæjarins, hverjum sem var svo lítillátur að vilja byggja sér húskofa í bænum, eða í nánd við hann. Síðar hafa þó allmörg hús- stæði verið seld, fyrir bæjar- ins hönd, en yfirleitt var bygg- ingaröldinliðin, þegargjöfunum linti. Þá var land látið á erfða- festu til ræktunar rétt við bæ- inn. Hafa verið bygð hús á allmörgum af þeim blettum, og erfðafestubafarnir rakað saman offjár á þeirri lóðasölu. Seinast rankaði þó bæjarstjórn- in við sér, og tókst með hörð- um brögðum (og jafnvel af tilviljun, því að heimskulega hafði verið farið með hennar mál), að fá í bæjarsjóð dálít- inn hundraðshlut af þeim gróða, sem fæst, þegar bygð eru hús á erfðafestulöndum. Annar óþægilegur dilkur, sem þessi landpólitík hafði í för með sér, var það, að þegar löndin voru gefin í upphafi var viða ekkert hugsað um, hvar götur skyldu liggja. En er að því kom, að húseigendur vildu fá götur um lóðir sínar, varð bærinn að kaupa aftur landið undir göturnar og borga fyrir það of fjár. Þetta er gott sýnishorn þess, hvernig bænum var stjórnað og er stjórnað og mun verðá stjórnað þangað til alþýðuflokkur kemur til sög- unnar. Er því síst að furða þótt bærinn hafi æ sokkið dýpra og dýpra í skuldafenið. Alþýðuflokkurinn hefir 1 þessu máli tvær nýjungar á stefnuskrá sinni, að því er bæinn snertir. Hann vill ekki láta selja framar einn einasta ferhyrningsþumlung af því landi, sem bœrinn nú á, miklu fremur auka við það, með því að kaupa jarðir sem liggja að bæjarlandinu. Með þessu mótti verður bæjarfélagið mik- ill og ríkur landeigandi, þ\á ríkari, sem bærinn stækkar meira og eflist að framförum. Þegar maður vill byggja á landi bæjarins, fœr hann hús- stœðið á leigu með óuppsegjan- legri erfðafestu, og greiðir til bœjarins árlegt afgjald. Nú verða allar jarðeignir í landinu metnar á 10 ára fresti, og fer J*á afgjaldið til bæjarsjóðs jafnan eftir þvi mati um 10 ára skeið. Maður byggir hús á lóð, sem eftir gangverði í bæn- um er 2000 kr. virði og greiðir i leigu af þeirri upphæð 4°/o eða 80 kr. Þetta er mikill hagnaður fyrir bæði húseig- anda og bæinn. Ef hann kaupir lóðina eins og menn verða nú að gera, og fær til þess lán i bankanum á 6%, þá eykur það að mun ábyrgð- arumsvif hans við húsbygging- una, og þar að auki verður hann að greiða i vexti af sömu upphæðinni þriðjungi meira eða 120 kr. Ef lóðin stigur ekki i verði, þá er þessi gróði húseigandans fundið fé, árum saman, og bærinn þó skaðlaus, því að ef hann legði féð á vöxtu, fengi hann ekki (Framhald á 4. síðu.)

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.