Dagsbrún


Dagsbrún - 19.06.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 19.06.1916, Blaðsíða 2
78 DAGSBRUN verðlækkunar, þá stendur verk- lýðurinn með tvær hendur tómar og hefir ekkert til að lifa á, nema hann hafi öfhigan félagsskap til að halda kaupinu uppi. Verklýðsfélög eru þannig nauðsynleg þjóðfélaginu til að efla almenna velmegun, sem er frumatriði sannra þjóðþrifa. Vegna konu og barna. Reynsl- an hér á íslandi sýnir að þar, sem hvorki er verkakvenna- né verkmannafélag, fá bóndinnog konan til samans ekki hærri daglaun en karlmaðurinn ein- samall á þeim stöðum þar sem bæði er verkakvenna og verk- mannafélög, þegar lítil ereftir- spurn á báðum stöðunum. Af- leiðingin er sú að þar sem fé- lögin eru, þurfa konurnar ekki ’ að þræla í erfiðisvinnu úti við allan daginn, til að heimilið geti fengið eins miklar tekjur og á hinum staðnum þar sem félög eru ekki, heldur geta þær gefið sig að heimilinu og hirt um börnin, muninum þarf eg ekki að lýsa, hann þekkja allar mæður og allir feður. Vegna stéttarbrœðra ykkar og sjálfra ykkar. Verkamaður og kona! Þið sem bæði eruð ógift og barnlaus, reynið að setja ykkur í spor feðranna og mæðr- anna, sem eru að berjast við að koma upp barnahópnum sinum. Viljið þið taka á ykkur þá ábyrgð sem af því leiðir að börnin eyðileggjast fyrirörbyrgð og illa aðhlynningu ? Ef ekki, þá hjálpið þið til að stofna verklýðsfélög; og þú, gifti mað- ur, sem ímyndar þér, að þú gerir heimilinu gagn með því að útvega þér vinnu, þó þú bjóðir ef til vill niður kaup fyrir öðrum, sem líka er giftur, og takir brauðið frá börnunum hans. Minstu þess, að þá tekur þú lika brauðið frá þér og þín- um, þvi ef þið hefðuð talað ykkur saman, gátuð þið báðir fengið hærra kaupið. Farið þui allir, takist i hendur og stofnið verklýðsfélög. Einn af hjörðinni. Kolaverðið á Akureyri er tólf krónum hærra en hér í Rvík. Sím- skeyti er blaðinu barst segir að verð þetta hafi verið kært fyrir velferðar- verðlags- eða hvað hún nú heitir nefndin. Mór til gasframleiðslu. Rærinn Næstved í Danmörku hefur keypt sér rétt til mó- töku í grend við bæinn, og lætur nú gera tilraun til að nota móinn til gasframleiðslu. Reykjavikurbær á góða mó- tekju tiltölulega skamt frá gas- stöðinni. Væri þetta ekki reyn- andi einnig hér? Um hvað er deilt? ii. í næst síðasta blaði voru rakin tildrög deilunnar um lifrina. í fyrstu var lifrinni fleygt í sjó- inn, af því að útgerðarmönnum þótti ekki borga sig að hirða hana. En með því að peninga- kaup háseta var altof lágt, til að sjómenn fengjust á skipin fyrir það eitt, afréðu útgerðar- menn að bæta kaupið með því að láta hásetana fá þetta úi’kast (lifrina),sem þeirannarsfleygðu. Með því að láta hásetana fá hlut af aflanum, þótt sá hlutur væri lítils virði í augum skips- eigenda, mátti búast við að sjómenn bæru með meiri þolin- mæði vökurnar og þá óhæfilega hörðu vinnu, sem af þeim var krafist. Lifrin átti að láta þeim sýnast að þeir nytu að nokkru leyti ávaxtanna af strili sínu. Flestir menn, sem þekkja málavexti, finna, að það var rangt af útgerðarmönnum að skifta sér nokkuð af því, hvern- ig hásetar seldu hlut sinn, lifr- ina, úr því og meðan hann var talinn þeim. Og menn finna að öll deilan er því að kenna, að útgerðarmenn heimta að fá að verzla með hlut hásetanna og leggja á óhæfilegan kaupmanns- gróða. Og sá gróði er ekki smár. í vor, dagana sem verkfallið byrjaði, þóttist einn útgerðar- maður alls ekki geta borgað hásetum sínum 35 kr. fyrir tunnuna, og nefndi jafnvel mun lægra verð. En þann sama dag keypti hann af Færeyingum lifur á 86 kr. tunnuna og var mjög fíkinn i þau kaup. Af því má ráða, að jafnvel sú verzlun hafi verið honum arðsöm. En sérstaklega bregður þetta dæmi ljósi yfir það, hvernig útgerðar- menn verzla með hlut háset- anna. Með blekkingarsölulækka þeir árskaup básetanna um mörg hundruð króna. Og þeg- ar sjómeun bera sig upp um rangindin, þá eru þeir afþeim sem misréttið fremja, taldir óalandi og óferjandi. • Hvað mundu aðrar stéttir segja? Tökum embættismenn, sem yfirleitt munu fallast á réttlœti útgerðarmanna. Þeir hafa fast kaup frá þjóðinni. En segj- um að allur neyzluvarningur falli skyndilega, svo að verzl- unarmagn peninganna aukist um helming. Ef fylgt væri þá sömu reglu og við háseta, að þeir mættu aldrei verða fyrir happi, þá ætti landssjórnin að lækka kaup embættismanna, meðan svo stæðu sakir. En lík- lega kæmi þá eitthvert annað hljóð í strokkinn, og það raun- ar með réttu, því að hlutaðeig- endur væru ræntir, og beittir rangindum, eins og hásetarnir í lifrarmálinu. Verkamenn kannast vel við þau dæmi, að kaup sé ranglega haft af manni, þótt alt sé slétt á yfirborðinu. Sú venja er gömul hér á landi, að kaup- menn borguðu verkafólki í vör- um, i uppsprengdum rándýrum vörum, meira að segja. Það hefir jafnvel komið fyrir að maður sem átti að fá 1000 kr. árskaup fyrir vinnu hjá kaup- manni fékk ekki nema 500 ki\ virði, því að varan var tiljafn- aðar helmingi dýrari en hjá ^ kaupfélögum undir sömu kring- umstæðum. Þetta er nákvæm- lega sama aðferð og útgerðar- menn beita við hásetana í lifr- armálinu. Yfirborðið er slétt, en undir því rotnun og spilling. Sá er einn munurinn, að lög- gjafarnir hafa nú lögboðið, að alt verkkaup, sem virt er til peninga, skuli greitt í pening- um en ekki i vörum. Með því hefir þing þjóðarinnar kveðið upp þungan áfellisdóm yfir þeirri stétt, sem brotleg var um óráðvendni í greiðslu kaup- gjaldsins. Rændur hafa lika orðið fyrir þessum sama hugsunarhætti, að óhöppin ættu þeir, en ekki höppin. Þegar ísar og harðindi ganga áttu bændur að sjá um sig, en ef vara þeirra sté í verði, eins og kom fyrir i fyrra, þá átti að svifta þá gróðanum. Á bak við þann. yfírgang lá sama skoðun og sú, sem há- setar eiga nú við að striða: sá sem vinnur á aldrei að fá neitt happ. Pað sem er um fram venjulegan framfœrslueyri, skal af honum tekið. Rétt er að taka það fram að bændur vörðu rétt sinn og geta því ekki ámæl- islaust áfelt sjómenn þegar þeir eiga í samskonar baráttu um stríðsgróða, þann sem þeim ber. Smátt og smátt munu rétt- sýnir menn sjá og skilja, að í deilunni um litrina hafa háset- arnir með sér hinn siðferðislega rétt. Og þess vegna munu sið- ar koma þeir tímar, að það verður talið jafnsjálfsagt, að há- setar megi verzla með hlut sinn sjálfir, og fá fyrir hann sann- virði, eins og nú þykir að verka- menn fái kaup sitt greitti pen- ingum, en ekki í uppsprengd- um vörum. En það þurfa að líkindum nokkur ár til að koma þessum einfalda sannleika inn í höfuð þeirra, sem alt vilja til fjárins vinna. Þeir menn, sem vilja eiga hlut í Steinolíufélag- inu og vera í stjórn þess (og það eru sumt sömu menn og þeir, sem verst hafa leikið há- setana), eru ekki sérlega líldegir til að vera sérlega kræsnir um annan gróða. Brjánn. Frá hásetum. Hásetarnir á „Maí“ hafa skotið saman dálaglegri upphæð, sem þeir liafa gefið verk- fallssjóð hásetafélagsins. Sveinn Jónsson (Vegam. 3), hefur staðið fyrir samskotunum. Vonandi verður þessu dæmi fylgt á íleiri skipum. Landskosningarnar og sjómennirnir. Lög er samin voru 1914 heimila sjómönnum að greiða atkvæði á skipi því, sem þeir eru á. Sérhver skipstjóri á íslenzku skipi er skv. þeim skyldur að gæta þess, að til séu á skipinu nægar birgðir af eyðublöðum undir kosningaseðla, og fylgi- bréf með tilheyrandi umslög- um. í híbýlum skipshafnar- innar á skipinu skal vera upp- festur útdráttur af gildandi ákvæðum um atkvæðagreiðslu þessa, og á stjórnarráðið að semja þann útdrátt. Ennfremur er það skylda skipstjóranna að láta skipshöfnina vita um kosn- inguna, og að greiða fyrir at- kvæðagreiðslunni. Ivosningin fer þannig fram, að kjósandinn skrifar i einrúmi bókstaf þess lista sem hann vill kjósa á kosningaseðilinn (þeir sem ætla sér að kjósa lista Al- þýðuflokksins skrifi því aðeins eitt C á listann). Seðilinn má ekki undirskrifa þvi þá verður hann ógildur. Atliuga vel. Yið kosningu úti í skipi á að skriía bókstaf þess lista, er maður kýs, á atkvæðisseðilinn, en ekki setja neinn kross við hann, en við kosningu í landi 5. ágúst á ekki að skrifa bókstaf, heldur krossa við bókstafinn, svo sem sýnt er á öðrum stað i blaðinu. Kosningar á skipum mega fara fram nú þegar, og eiga að hafa farið fram svo tímanlega að atkvæðaseðlarnir séu komn- ir til undirkjörstjórnarinnar ekki seinna en kosningadaginn (5. ágúst). Landssjóðsjarðasalan* Hallgr. Hallgrimsson hrepp- stjóri á Rifkelsstöðum í Eyjaf. seldi í vetur ábýlisjörð sina fyrir 8200 kr. Árið 1907 keypti hann Rifkelsstaði af landssjóði fyrir 2000. Alþýðuflokkurinn vill láta hætta allri þjóð- og kirkju- jarðasölu. Hreppur stundar mótekju. Hreppsnefnd Skörping-hrepps á Jótlandi hefur heypt mótekju- land, milli 80 og 90 kektara stórt, og lætur vinna úr því mó. Er kolaverðið hér í Reykja- vik ekki orðið svo hátt, að bæjarstjórninni geti komið til hugar, sjálfri, að fara .aðláta vinna mó úr iandi bæjarins?

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.