Dagsbrún


Dagsbrún - 19.06.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 19.06.1916, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 79 Leiðbeining'ar við landskosning’arnar 5. ágúst í sumar. Þegar kjósandi er kominn inn í herbergi kjörstjórnarinnar og gengið heíir verið úr skugga um kjörrétt hans, alhendir kjörstjórnin honum kjörseðil, er lítur svipað út og fyrirmynd sú, er sýnd er hér að neðan, nema að sá reglulegi kjörseðill er talsvert stæri og með nöfnum frambjóðenda allra listanna, en hér er að eins nöfn C-listans, sem er listi Alþýðuflokksins; K.jörseöill við hlutbundnar kosningar til alþingis 5. ágúst 1916. A-listí B-lIsti t-listi D-listi E-listi F-listi (Hér eru 12 nöfn á kjörseðlinum). (Hér eru 12 nöfn á kjörseðlinum). Erlingur Friðjónsson, trésmiður, Akureyri. Ottó N. Þorláksson, verkamaður, Rvik. Porv. Porvarðsson, prentsm.stjóri, Rvík. Eggert Brandsson, sjómaður, Rvík. Guðm. Davíðsson, kennari, Rvík. (Hér eru 12 nöfn á kjörseðlinum). (Hér eru 5 nöfn á kjörseðlinum). (Hér eru 6 nöfn á kjörseðlinum). Þegar kjósandi hefir fengið kjörseðilinn í he,ndur, fer hann inn í kjörklefann (sem venjulegast er aftjaldað horn i kjör- stjórnarherberginu). Þar er borð og ritblý, er kjörstjórn leggur til, og gerir kjósandi þar kross, annaðhvort réttan kross -f- eða skákross X (eins og sýndur er á listanum), við bókstaf þess lista er hann kýs, og lítur kjörseðillinn þá þannig út (hjá þeim er kjósa lista Alþýðuflokksins, C-listann) : Kjfirseöill við hlutbundnar komingar til alþingis 5. ágúst 1916. A-listi B-listi x c-listi D-listi E-lísti F-listi (Hér eru 12 nöfn á kjörseðlinum). (Hér eru 12 nöfn á kjörseðlinum). Erlingur Friðjónsson, trésmiður, Akureyri, (Hér eru 12 nöfn á kjörseðlinum). (Hér eru 5 nófn á kjörseðlinum). (Hér eru 6 nöfn á kjörseðlinum). Otto N. Porláksson, verkamaður, Rvík. Rorv. Rorvarðsson, prentsm.stjóri, Rvík. Eggert Brandsson, sjómaður, Rvík. Guðm. Davíðsson, kennari, Rvík. Þegar kjósandi hefir gert krossinn við bókstaf þess lista er hann kýs, leggur hann seðilinn aftur í sömu brot og hann tók við honum, gengur síðan fram í kjörstjórnarherbergið og lætur seðilinn i atkvæðakassann. Kjósandi má breyta röð mannanna á lista þeim, sem krossað er við (ekki á öðrum listum), líka má strika nafn út af listanum; en það er ekki æskilegt að þetta sé gert, því seðillinn getur hæglega ónýtst við það. Skyld er kjörstjórn til að veita allar upplýsingar og aðstoða kjósanda við kosninguna, ef hann æskir þess. Áður en þér gerið krossinn á kjörseðilinn skuluð þér aðgæta hvort ritblýið er oddbrotið, og er kjörstjórn skyld að bæta úr þvi. Varist samt að reyna ritblýið á kjörseðlinum, því þá er hann ógildur. Ónýtist seðill hjá kjósanda, annaðhvort af því að hann hefir sett krossinn við annan lista en hann ætlaði að kjósa, eða af einhverjum öðrum ástæðum, skal hann skýra kjörstjórninni frá þvi, og fær hann þá seðil aftur. Kjósendur sem eru fjarri héraði sínu á kjördegi, geta kosið á næsta kjörstað, en verða þá að hafa afsalað sér rétti til að kjósa þar sem þeir standa á kjörskrá, en vottorð verða þeir að hafa í höndum frá sýslumanni (eða bæjarfógeta) i héraði sinu um að þeir standi á kjörskrá. Um sjómenn gilda þó sérstök lög. Þetta hvorttveggja er nánar skýrt á öðrum stöðum í blaðinu. (íeymið þetta blað og athugið það vel fyrir kosningarnar. Gott kaup. »Hákarlaskipin eru nú sem óðast að koma inn með góð- an afla; eitt hafði 540 kr. hlut eftir rúman mánaðartíma« er blaðinu skrifað af Akureyri 20. mai. Það er margt — þegar að er gáð — sem er betri vinna en að vera á togurum, jafnvel nú, þó hásetum hafi tekist að skrúfa lifrina upp í 60 kr. En það er eins og það sé orðinn vani hjá mörgu blessuðu fólk- inu, að sjá ofsjónum yfir þvi, sem togara-karlarnir græða, og það þó engir verði fyrir eins djöfullegri þrælkun og þeir. • C-listinn við landskosningarnar þ. 5 ágúst er listi Alpýðuflokksins. Pann lista ætla alpýðumenn og konur að kjósa, pó enginn sé á honum embættis- maðurinn. Hugleiðingar um landsrétt og skatta. Eftir Glúm Geirason. ----(Frh.). Verkið, sem nú liggur fyrir, er að endurskoða tollalöggjöf- ina. Og þá ber að gæta þess, að leiðir þær sem farnar eru til að fá tekjur í landssjóð, séu sem greiðastar. Innheimta gjaldanna þarf að vera auð- veld, og þurfa að vaxa með vaxandi framförum þjóðarinn- ar án þess að fjölgað sé tekju- stofnun og það þarf að varast, sem mest að hefta framleiðsl- una með tollum og að skerða eignarrétt einstaklinga. Landsskattur hefur þessa kosti, innheimta hans er auð- veld, tekjur af honum vaxa jafnört og þjóðin vex — því við vöxt og framfarir þjóðar- innar hækkar landið i verði — og þá eykst skatturinn, og hann eykur framleiðsluna, með því að losa land úr höndum þeirra, sem ekki nota það, svo þeir, sem vanta land til að rækta og lifa, geta fengið það með skaplegu móti — þá eykst ræktun landsins og framleiðsl- an einnig. Og verkefnið er meira: Við þurfum að fá sanngjarnari og réttlátari lög um leiguliða á- búð, þeir þurfa að fá tryggan og óskoraðan eignarétt á öll- um endurbótum, sem þeir gera jörðinni — húsum og jarða- bótum, og erfmgjaábúð ætti að vera sjálfsögð — lið fram af lið — þá yrði betur setnar leigujarðir en nú. Og síðast: Lánsstofnanir þarf að stofna, þar sem bændur gætu fengið ódýr og lán og til langs tíma, til umbóta á jörðum sínum. Þetta eru framtíðarmál, og þetta eru innanlandsmál, sem nú ætti að fara að vinna að, en lofa millilandaþjarkinu að hvila sig. Innanlandsmálin hafa, að þessu, verið á hakan- um, það má ekki lengur. Ef oss auðnast að vinna í sam- einingu að innanlandsmálun- um og beina þeim á réttar leiðir, þá rætast þessi fögru orð skáldanna: Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn pegar aldir renna. og ennfremur: Brauð veilir sonum móður moldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Ættarnöfnin. Peim fjölgar jafnt og pétt, sem láta skrá sér ættarnöfn til pess að komast út úr samnefna-glundroð- anum. Magnús Tómasson verzlunarstjóri og bræður hans, Eypór og Ingvar hafa látið lögskrá sér'ættarnafnið Kjaran. Ari Jónsson sýslumaður í Húna- vatnssýslu hefur tekið sér ættar- nafnið Arnalds. i

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.