Dagsbrún


Dagsbrún - 19.06.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 19.06.1916, Blaðsíða 1
1 FREMJiÐ EKKI RANQINDI 3 DAGSBRÚN POLIÐ BKKI RANQINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN UT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYUGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 24. tbl. Reykjavik, Mánudaginn 19. Júni. 1916. £anðkosningarnar. Stjórn Alþýðuflokksins hefir nú komið landskjörslista alþýð- unnar á framfæri með réttum gögnum og hann verið viður- kendur sem löglegur. Þá kem- ur röðin að kjósendum, að fylkja sér undir merki flokks- ins. Sigur alþýðunnar við bæjar- stjórnarkosningar í vetur og fyrra, gefur bestu vonir um, að fátæklingarnir víðsvegar um land, muni nú nota tækifærið og kjósa sér fulltrúa, einn eða fleiri, til að gæta hagsmuna þeirra í þinginu. Þaðsem mest liggur á i þessu efni, er að var- ast yfirborðs-gyllingar gömlu flokkanna, »sem eru skrýddir sínum »broddum« gömlu og n5Tju ráðherrunum« eins og segja mætti á Isafoldarmáli. Það er ætlast til, að kjósendur ginnist af ljóma ráðherranafns- ins til aðfylgja gömlu leiðtog- unum, eins og að undanförnu. En þetta væri mesta glap- ræði. Allir eru þessir menn í raun og veru siéttarfulltrúar, ekki sjómanna eða verkamanna heldur kaupmanna og embœtt- ismanna. Og það er ekki rétt að lasta þá fyrir það, þó að peir vilji hlgnna að sínum lík- um. En hitt er ámælisvert af kjósendum, að láta blekkjast a fagurgala þeirra, og trúa þeim. þrátt fyrir það, að orð þeirra og gerðir árum -saman sanni, að þeir láta sig engu skifta kjör Játœklingarina. Að líkindum langar þá ekki beinlínis til að alþýðu líði illa. En þar sem hagsmunir efnuðu og fátæku stéttanna rekast' á, fylgja þeir ætíð skilyrðislaust sinni eigin stétt. Breytingin sem á að verða er sú, að fulltrúar alþýðu vinni á mótiþessum áhrifum. í mjög mörgum málum verða þeir bornir ofurliði fyrst um sinn. En það er reynsla úr bæjar- stjórnunum, að kaupmenn og þeirra fylgifiskar fara hægara, þora ekki að vaða alveg eins uppi, þegar alþýðan á trggga fulltrúa, sem geta mótmælt og flett ofan af verstu verkum auðvaldsforkólfanna. Ef alþýðuflokkurinn fengi als 4—5 fulltrúa kosna í þing- ið í sumar og haust, mundi það hafa stór mikil áhrif á næstu þingum, meira en menn geta nú ímyndað' sér. Flokk- arnir eru margir og meiri hluta verður erfitt að mynda, nema með því að taka tillit til litlu flokkanna. Og auðvaldið hefir áj fáum síðustu mánuðunum fært sig svo upp á skaftið, að hver einasti þingmaður, sem hefir í sér ærlega taug, hlýtur að rísa gegn því. Steinolíu- hringur, Kolahringur, Salthring- ur eru nú myndaðir og mis- beita valdi sínu hræðilega. Móti þeim dugar ekkert nema landsverzlun, úrræði Alþýðu- flokksins. Ef landið tæki að sér að útvega þessar vöruteg- undir og léti síðan kaupfélög (og í einstöku tilfellum sveita- félög) hafa smásöluna á hendi, þá mundi árlegur hagnaður fyrir margar verkamannafjöl- skyldur sjálfsagt nema 200 kr. borið saman við að hlíta ok- urverði »hringanna«. Hvort halda nú verkamenn og sjó- menn, að fremur sé að treysta fulltrúum alþýðu til að berjast fyrir þessu, eða mönnum sem sumpart eru máske hluthafar i einokunarhringunum eða nán- ustu vinir þeirra, sem mestan hafa hagnaðinn af ráni þeirra? Að minsta kosti verður ekki séð á neinu, að forkólfar gömlu flokkanna hafi óbeit á andstygð- arathœfi »Hins íslenska stein- olíufélags». Og muna mætti Hannesi Hafstein (sem er í augum margra alþ}Tðumanna yfirdýrðlingurinn í ráðherra- hópnum) hve vel hann barðist fyrir því hér á árunum, að landstjórnin gerði ekkert til að bjarga fólkinu úr klóm Stein- nliufélagsins. Og um sama leyti hafði hann geð til að selja í- búðarhús sitt fyrir »hérstöðv- ar« handa þessum illræmdasta einokunarhring, sem hér hefir starfað. í marga áratugi. Bar- átta liggur fyrir dyrum, barátta fátæklinganna við auðvaldið. Og í þeirri orustu munu engir tryggir alþýðunni, nema þeir sem hún kýs úr sínum eiginn flokki. Hvert atkvæði sem ráð- herralistarnir fá, er gefið auð- valdinu. Hvert atkvæði sem Alþýðulistinn fær, er hnífstunga í okurbrynju einokunarklík- unnar. A. I Landseinkaverzlun. Alþ5Tðuflokkurinn vill láta afnema tolla'á aðfluttum vör- um, af því að þeir hvila aðal- lega og tilfinnanlegast á þeim, sem sist mega við því að gjalda í landssjóð. í stað toll- anna — óbeinu skattanna — vill ilokkurinn *láta koma beina skatta, að svo miklu leyti sem arður af framleiðsru og verzlun, sem rekin sé^fyrir landsins fé, ekki hrekkur til gjaldanna. Að sinni skal aðeins talað um landseinkaverzlunina. Hver er nú tilgangur hennar? Sá, að tryggja landsmönnum nœga og ósvikna vöru, fyrir sama verð, eða lægra, en kaup- menn selja hana, og um leið afla landssjóði tekna, með því að láta það, sem áður rann að óþörfu í vasa kaupmannanna, ganga í landssjóð. Bíkis- (eða lands)- einka- sala á einstökum vörutegund- um, er algeng erlendis, og þykir gefa drjúgan i lands- sjóðinn. Má til nefna að fjórði partur af öllum ríkistekjum Japans, fæst af einkaverzlun ríkisins með salt, tóbak og kamfúru. Sú vara, sem einna flest ríkin hafa einkasölu á, er tó- bak, en það hafa m. a. Frakk- land, Austurriki, Ungverja- land, ítalía, Spánn, Portúgal, Búmenía, Serbía, Peru og Svíþjóð. Vanalega er samfara tóbakseinkaverzlun, einkaleyfi til að búa til vindla, vindlinga, munn-, nef- og reyktóbak. Eru þá stórar verksmiðjur reknar fyrir fé ríkisins, og er síður en svo, að það beri á því, að slík fyrirtæki gangi ver en þau, sem eru eign einstakra manna eða hlutafélaga. Slík rikisverzlun (eða lands- verzlun), er ýmist rekin sem stórsöluverzlun eingöngu, eða hvorttvegja, stórsölu og smá- sölu. Til dæmis eru í Frakk- landi 47,500 búðir (ein búð fyrir hverja 820 ibúa) sem ríkið selur í tóbak, og eld- spítur (sem einnig er einka- verzlun á þar). Alþýðuflokkurinn ætlast til þess, að landið taki fyrst og fremst að sér einkasölu á stein- oliu, kolum, salti og tóbaki. Um steiolíuna er það að segja, að það er komín á hana nú algerð einokun, og verðið á henni er skrúfað upp úr allri sanngirni, og mundi það gera vélbátaútgerð óarðsama, væri eigi hið afarháa verð á saltfiski. Tæki landið að sér steinolíu- verzlunina yrði það því til þess, að steinolía yrði fáanleg sanngjörnu verði, og að gróð- inn af verzluninni rynni i landssjóð, i stað þess að lenda hjá útlendu okunélagi (Hið ís- lenzka steinolíufélag) og nokkr- um innlendum leppum þess. Um kolin (og að nokkru leyti um saltið) . er svipuðu máli að gegna og um steinolíuna. Verzlun með þessar vöru- tegundir er að komast í hend- ur einstakra manna, eða félaga. Kolaverzlunin í Beykjavík er t. d. komin algerlega í hendurnar á einu félagi. Á Akureyri er kolaverzlunin í höndum tveggja manna, sem þó — hvað verðinu viðvíkur — eru sem einn maður. Það rekur því nauðsyn til þess, að landið taki að sér þessa verzlun, eigi síður til þess, að almenningur geti fengið þessar vörutegundir fyrir hæfilegt verð, en til þess að afla landssjóði með því tekna. Með landseinkaverzlun fæst í landssjóð fé, sem nú rennur til einstakra manna. Það má því búast við, að það verði í fyrstu hávær mótstaða gegn henni, og að reynt verði að telja almenningi trú um, að hér sé um einokun að ræða, líkt einokuninni gömlu, al- ræmdu. En það mun ekki takast. Stofmí verklýðsfélög! I. Vegna fósturjarðarinnar. 2. Vegna barnanna og kvennanna. 3. Vegna meðbræðra ykkar og sjálfra ykkar. Fyrir ísland. í öllum löndum álfunnar og víðar, löndum, sem eru miklu auðugri en ísland, er fjöldi fólks sem ekkert skýli hefir yfir höfuðið, og líður sárar kvalir af hungri og illri aðbúð. Öreigalýður þessi mynd- aðist jafnhliða stóriðnaðinum. Fólkið gat ekki verið í sveitun- um af því örfáir menn áttu alt landið og Jþeir létu það liggja óræktað, svo þeir gætu farið á dýraveiðar nokkurn tíma úr árinu, og svona er það enn í »mentalöndunum«; fólkið sveltur i hundruðum þúsunda, já, miljónatali, þó nóg skilyrði séu til þess að öllum geti liðið vel, ef landið væri ræktað. En þrátt fyrir þá örbyrgð sem er nú myndi ástandið vera mörgum sinnum verra, ef verkbýðsfélögin væru ekki til að hamla á móti. Áður en þau komu til sögunn- ar var eftirspurnin látin ráða kaupinu og varð þá sú raunin á að verkafólkið lifði við lang- an vinnutíma og lág laun. Hér á íslandi er sem stendur mikil eftirspurn eftir verkafólki vissa tima úr árinu, og veldur sú eftirspurn háu kaupi i bráð, en svo lækkar kaupið* á milli, og ef eftirspurnin minkar eitt- hvert árið, vegna aflaleysis eða

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.