Dagsbrún


Dagsbrún - 22.08.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 22.08.1916, Blaðsíða 2
100 DAGSBRÚN hvað). Ég segi þetta öðrum óvönum hjólreiðarmönnum til viðvörunar. Ég gat ekki fylgst með samferðarmönnum mín- um, og þó skynsemin segði mér að halda ekki hraðar á- fram en ég gæti með góðu móti, þar eð langferð var fyrir höndum, þá var það árang- urslaust. Því ógæfan vildi, að ég var tiltölulega ókunnugur ferðafélögum mínum, sem því hlutu að álíta ódugnað minn stafa af ómensku. Karlmenn þola flest, ekki þó það að þeir séu grunaðir um ómensku — frekar alt annað. Skynsemin fékk því engu ráðið hér; ég knúði hjólið áfram með stærri hluta úr hestafli, en mínir ó- æfðu lærvöðvar gátu með góðu móti framleitt, með þá einu hugsun í kollinum að láta bil- ið milli mín og félaganna vera sem allra minst. Síðasta fjórða hluta leiðarinnar var ég orðinn svo lúinn, að hver smáhalli upp á við gersneyddi mig allri orku, svo ég fyrst á eftir gat ekki komið hjólinu%áfram þó slétt væri, og varð þá sem snöggvast að fara af baki. Upp allar brekkur gekk ég, en hví- líkt göngulag! Ég var svo stirð- ur að APAMAÐURINN UPP- RÉTTI (javanski), hefði getað boðið mér út í fegurðargöngu, og THE MISSING LINK, mundi hafa hlegið að mér (hann er nú reyndar ekki lengur missing eftir að leyfar mannverunnar, sem lilotið heíir nafnið Evan- thropus Dawsonii — heilamagn 1070 teningssentimetrar, — fyr- ir nokkrum árum fanst í Pilt- down í Kent í Englandi.) Sem dæmi upp á viturleik þeirra sem Islandi stjórna, má nefna, að þar sem vegir eru hœttulegastir, eru þeir (af sparn- aðarástæðum) hafðir mjórri en annarstaðar! Á einum stað, þar sem vegurinn var 2—3 álna hár (yfir lægð í hrauninu) var ég rétt lentur beint á höfuðið fram aí honum! Nú hafa sum- ir kunningjar mínir sagt að það væri harður á mér haus- inn (hvort þeir hafa sagt það af því að þeir héldu að lítið gleddi vesælann, skal látið ó- sagt) og að þetta brunna grjót er stökkt, vita allir. En samt — ég er mjög í vafa um hvort það hefði verið hraunið sem undan hefði látið, ef árekstur hefði orðið! Á heimleiðinni kom ég því af að skella á hjól- inu — á hættulausum stað, sem betur fór. Ég fékk afskap- legann höfuðverk, en klifraði þó strax upp á hjólið aftur. Hálfri klukkustund síðar, eða svo, var verkurinn farinn. Yfir- leitt var heimleiðin leikur hjá útleiðinni, sumpart af því að ég var farinn að venjast við hjólreiðina, en mest þó af því að nú stóð útsynningurinn (framb. ússi-ningurinn) beint á bakið á mér. Frá Hvassahrauni héldum við gangandi nálega beint i suður, ogstefndumá hnjúk, er fjarlægðin, sem gerir fjöllin blá, og hinn eðlilegi litur hans, sem var rauðleitur, lét okkur sýn- ast fjólubláan. Hnjúkurinn sést á heríoringjaráðskortinu, og konan á Hvassahrauni sagði okkur að hann héti Snókafell. Viðstaðan á Hvassahrauni var nógu löng til þess að taka stirðleikann úr fótunum á mér; ég var hinn brattasti er við lögðum af stað og allan fysta klukkutímann, en þá fór að draga úr mér, og skömmu seinna komum við að því sem heimilisfólkið á Hvassahrauni í viðtali við okkur hafði nefnt »brunann«. Það var nýrra hraun er lá ofan á hinu, og var margfalt verra yfirferðar. Ég þjáðist afskaplega af þorsta og á einum stað, þar sem dögg var á nokkrum stráum, sem stóðu upp úr mosanum (hraun- ið var alt kaíloðið af mosa, þó óslétt væri) lagðist ég niður og lapti döggina — flýtisverk var það ekki. Nokkru seinna sá ég hvar dálítið af bláberjalyngi, alt glytrandi af dögg, stóð upp úr mosanum, en mér fanst það þá svo mikil fyrirhöfn að leggj- ast niður, til þess að súpa dögg- ina, að ég lét hana vera (og mun hún því ósopin enn — ■þetta þeim til leiðbeiningar er síðar fara um hraunið!) (Frh). G. Hvar á hún heima? Hinn 4. júní þ. á. var með símskeyti kært til verðlags- nefndar yfir kolaverði á Akur- eyri. V/2 mánuði siðar, eða um þ. 18. júlí fekk kolari einn kæruna til umsagnar. Þetta hefir tekið jafnlangan tíma og að senda bréf til K.hafnar og fá svar til baka. Skyldi verðlagsnefndin ekki vita að á íslandi er sími, — eða skyldi hún eiga heima suður í Kaupmannahöfn? Getur nokkur gefið upplýs- ingar? F. J. Nokkur orð um andatrú. Eg hefi heyrt það haft eftir Haraldi Níelssyni prófessor, að hann hafi sagt frá því í einu af erindum þeim, er hann flutti á Akureyri nú fyrir skemstu, að hann hafi setið til borðs og matast með anda framliðins manns. — Þykir sumum þetta harla ótrúlegt, af þeim ástæð- um að andar þurfi ekki fæðu svo sem holdlegar verur, og ganga nokkuð svo langt, að þeir vilja rengja enn meira af kenningum prófessorsins, fyrir bragðið. — Eg vil nú sem minst um þetta dæma, en að eins benda mönnum á að þetta er ekki eins ótrúlegt og í fljótu bragði virðist. Fyrst er þess að gæta, að andar geta holdgast, eða tekið á sig likamlegt gervi stöku sinnum, og þá er svo sem auðvitað að þeim verður matarþörf þegar í stað. Kann eg fleiri dæmi um að andar framliðinna hafi etið mat, holdgaðir eða holdlausir. Þeg- ar eg var í barnæsku, var á heimili með mér prófentukerl- ing á níræðisaldri. Hún var greind vel og minnug; kunni hún frá mörgu að segja. Við vorum tveir strákar á líkum aldri, og sóttum mikinn fróð- leik til kerlingar. Hún sagði okkur margt um anda,*) sem hún hafði komist í tæri við, einkum tvo þeirra, Írafells-Móra og Eirík Skagadraug. Hún sagði okkur, að þeim báðum hefði orðið að skamta á hverju kvöldi, ella hefði þeir riðið á skyrsám í búrinu og spilt mat- vælum, sem af tók. Einkum hefði Móri verið frelcur til matarins, og þurft mjög mikið að eta; lítur helzt út fyrir, að hann hafi verið holdgaður andi. Það yrði oflangt mál að segja frá öllu sem þessi kerl- ing sagði okkur fóstbræðrum um þessa tvo kumpána og fleira, en mér þótti rétt að segja frá þessu, þeim til athugunar, sem rengja vilja prófessorinn. Eg skal bæta því við, að þessi kerling var mjög heiðarleg kona og óljúgfróð. Enn ætla eg að geta eins, er sýnir að ekkert ilt þarf í bruggi að vera þó andar séu á sveimi, og að vel má samrýma kenn- ingar um þá guðfræði og guðs- ótta og góðum siðum yfirleitt, eins og prófessorinn gerir. Þessi kerling sagði okkur að hún hefði látið lesa húslestur á hverju kvöldi, og var ávalt sungið fyrir og eftir Iesturinn. Eiríkur hélt sig venjulega undir baðstofulofti — baðstofan var portbygð. Sagði hún að það hefði ekki brugðist, ef Eiríkur var þar til staðar á annað borð þegar lesið var á kvöldin, að hann tæki undir þegar, er byrj- aður var söngurinn, og syngi hástöfum undir pallinum með fólkinu, bæði fyrir og eftir. Lítur út fyrir, eftir þessu að dæma, að Eiríkur hafi verið góður og guðelskandi, að minsta kosti í aðra röndina. Þó hafði hann verið hrekkjóttur með köflum. Það er annars merkilegt hvað menn geta verið vantrú- aðir og vildi eg með þessari grein þó stutt sé, hafa stuðlað til þess, að menn »vendi sig af þeim vonda sið«. 26A 1916. Aguila. ★ * ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Grein sú er hér er á undan, stóð í blaðinu »Norðurland« 29. júlí í ár, án nokkurra at- athugasemda frá ritstjórans *) Þeir voru þá nefndir draugar, þykir mér og flestum það miklu Ijót- ara orð, og var fallega gert að velja þeim framliðnu, er hingað vitja aftur, betra heiti og virðulegra. hálfu. Dagsbrún flytur hana sem ágætt sýnishorn þess, á hve háu stigi hjátrúin er á íslandi á því herrans ári 1916. Grein- arhöf. mislíkar, hvað menn eru vantrúaðir, en hann er svo sem ekki í vandræðum! Hann sækir bara þá »holdguðu anda« íra- fellsmóra og Erík Skagadraug ^ og hleypir þeim á vantrúna! Sanna kristindóminn með þjóð- sögunum, það er alveg nýtt! Þvottahús Khafnarbæjar. Kaupmannahafnarbær ætlar að fara að koma sér upp þvotta- húsi, sem á að þvo fyrir spítala bæjarins. Þvottahúsið á að vera útbúið með allra nýjust þvotta- vélum og á að kosta 540 þús. kr. Gert er ráð fyrir að Khafnar- bær spari sér 100 þús. kr. á ári með því að ráðast í þetta fyrirtæki. Sjómannskonan. í 25. tbl. Dagsbrúnar f. á., stendur bréf frá stúlku, sem ritað er út af troflstjóradýrkun- argreininni margnefndu. Þegar ég leit yfir bréf þetta, datt mér fyrst af öllu í hug: »Skyldu allar stallsystur þeirrar »ólof- uðu« skrifa þegjandi undir álit hennar, og vera hugsunarhætti hennar samþykkar« ? Og reynsl- an virðist benda á, að svo sé. Að minsta kosti hefir engin kona hreyft mótmælum gegn bréíi þessu, þó furðulegt sé. í áminstu bréfi stendur svo- hljóðandi klausa: »Ég er búin að marg sjá það, að lif flestra þeirra kvenna, sem giftar eru mönnum, sem eru altaf heima, er að mestu ein samfeld þræl- dómskeðja, altaf þarf að vera að »stoppa« og »bæta« á þá, altaf þarf að vera að elda graut og annan mat ofan í þá, og altaf þarf eitthvað að vera að »uppvarta« þá«. Svo mörg eru þessi orð — en heilög eru þau ekki. Þau sýna manni ofan í þann af- grunn þjóðspillingar og öfug- streymis, að liklegt er, að flest- ir snúi sér þaðan, með viðbjóð og hryllingi. Þau sýna, að bréf- ritarinn, ungfrúin »ólofaða«, er stödd á hápunkti andlegrar spillingar. Hamingjan frelsi hvern heiðvirðan svein, frá að lenda i klóm þvílíkrar kven- sniftar. Ég efast ekki um það, að flestar konur telja það ákjós- anlegast, að mennirnir þeirra séu sem mest heima. Eða hvað er þá orðið af ást og umhyggju og fórnfýsi konunnar, þegar hún telur skylduslörfin á heim- ilinu »þrældómsstörf«. Skyldu ekki margar konur þakka hamingjunni fyrir þá sælu, að mega tilreiða og bera »mann- inum sínum« mat, dagana þá, þegar »stormarnir geysa og

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.