Dagsbrún


Dagsbrún - 22.08.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 22.08.1916, Blaðsíða 1
FREMJID EKKI RANQINDI ]DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN DT MEÐ STYRK N0KKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 31. tbl. Reykjavlk, þriðjudaginn 22. ágúst. 1916. Alþýðufiokkurinn og bandalag. Um daginn stóð i blaði, að vanhugsað hefði verið af verka- mönnum (Alþýðuflokknum), að bjóða sjálfir fram lista til lands- kjörsins, og að miklu betra hefði verið fyrir flokkinn að vera í bandalagi við einhvern eldri flokkinn. Og hér í Reykja- vik hefir sú saga gengið, að Alþýðuflokkurinn ætlaði hér á staðnum að vera í bandalagi við annan Sjálfstæðisflokkinn, við þingkosningarnar i haust. Þessu hvorttveggja er að svara þannig, að hið fyrsta tak- mark Alþýðuflokksins er að reyna að koma á eðlilegri flokkaskiftingu í landinu, en fyrsta skilyrðið, til þess að koma henni á, er sprenging gömlu flokkanna. Það sem Alþýðu- flokkurinn gerir sízt af öllu, er því bað, að gera kosningabanda- lagsvið hina flokkana. En hvað landskjörinu viðvíkur, þá er betur farið en heima setið, jafnvel þó flokkurinn í þetta sinn kæmi engum að. tafél ara. í dag, 15. ágúst, er HIÐ ÍS- LENZKA BÓKMENTAEÉLAG 100 ára. — Það er sögð saga af Araba nokkrum, sem var á ferð í eyði- mörku. Aðfram kominn af hungri fann hann skjóðu, er ferðamenn höfðu týnt, og varð glaðari, en frá megi segja, því hann hugði hana geyma eitt- hvað matarkyns. Hann opnaði skjóðuna en hrópaði í angist: »Perlur! Perlur!« því skjóðan var full at perlum og demönt- um. Skyldi ekki fara eins fyrir mentunarþyrstum íslenzkum alþýðumanni, sem opnar bögg- ulinh frá Bókmentafélaginu í þeirri von, að hér fái hann nú bækur, sem hann geti notað til þess að seðja með fróðleiks- Uungur sitt. Ætli hann hrópi ekki: perlur! perlur! þegar Uaim kemur auga á Fornbréfa- safnið, Sýslumannaæfir og aðrar "aekur viðlíka óþarfar þjóðinni, sem Bókmenlafélagið, eyðandi ul einskis pappir og prentun, hefir varið til stórfé. Nýlega sá eg, sem grein þessa skrifa, í bók, er ætluð var til kenslu i barnaskólum, eitthvað standa á þá leið, að islenzka Þjóðinværi námfús ogfróðleiks- gjörn. Þó eg álíti rangt að kenna börnum slíkt, þar eð það hæg- lega getur orðið til þess að auka þjóðernis vindbelging þann, sem margir ágætir menn ís- lenzkir þjást af, þá eru ummæli þessi um þjóðina sönn. En alt fram á síðustu árin hefir hana algerlega vantað bækur (og vantar enn) um alt sem ekki snertir tungu eða sögu þjóðar- innar. Hugur margra — miklu fleiri Islendinga en eðlilegt er — heflr þvi beinst að allskonar — oft óþörfu — grúski, við- víkjandi liðnum tíma og tímum. Bn þeir sem af eðlisfari hafa verið gefnir fyrir myndlist, heimsspeki, eða einhverja hinna mörgu fræðigreina, er kalla má með einu nafni náttúruvísindi, hafa minna en ekkert haft á islenzku um þessi efni. Og sama er að mestu að segja um skáldlistina, að svo miklu leyti er til útlendra skálda kemur. Algeng meðal fræðimanna alstaðar í heiminum er sú þröngsýni, að álíta þá einu »fræði« er þeir stunda, vera hin einu vísindi, er að gagni komi þjóðinni. Það er þvi ofur skiljanlegt, að við íslendingar, sem fram á siðustu áratugina enga vísindamenn höfum átt, nema þá, sem voru með allan hugann á fornöldinni, höfum glápt og gónað eins og við höf- um gert á hinn svokallaða fornaldarljóma — Ijóma, sem að mestu er hugarburður. Norskur stjórnmálamaður sagði eitt sinn, að menn kæmust áfram, þó þeir gengu aftur á bak, en hægt gengi það! Og satt er það, einkum þó þetta: hægt gengur það. Við íslend- ingar höfum komist áfram, þó við höfum stöðugt horft aftur, í stað fram í tímann, en hægt hefir það líka gengið. Það er ekki svo ýkja mikill munur á mentun almennings nú, og fyr- ir fimtíu árum, því það, að kunna að lesa og skrifa, er í sjálfu sér litil mentun. Einstaka raddir eru farnar að heyrast um það, að framtíð Islendinga eigi að skapast við það, að horfa fram í tímann, en ekki afur. Ef íslenzka þjóðin á að verða sú menningarþjóð, sem allir góðir íslendingar óska, verðum við að vita gerla um allar fram- farir, víðsvegar í heiminum, til að geta valið úr þvi það, sem okkur er nothæft, og til þess að það geti frjóvgað vorn eigin íslenzka hugsana-akur. Þess vegna þurfum við að gefa út góðar bækur um þessi efni. En þar eð það er að nokkru takmarkað, hve mikilli bóka- útgáfu við, fjárhagsins vegna, getum orkað árlega, þá verðum við að láta bækur, sem að öllu verða að álítast ónauðsynlegar framförum íslenzku þjóðarinn- ar, svo sem t. d. Fornbréfa- safnið og Sýslumannaæfir*) víkja fyrir þarfari bókum. Um bæði þessi rit má segja, að þau hafa á sínum tíma gert nokkuð gagn — menn voru oft hér fyr á árum i vandræðum með um- búðapappír. En gaanið sem þau gera nú, virðist sáralitið. Það er komið í vana fyrir flestum, að álita sjálfsagt, að meirihluti af þvi, sem Bók- mentafélagið gefur út, eigi að vera ólesandi ómeti, sem varla nokkur maður hafi svo mikið við, að hann skeri upp úr — hvað þá lesi. Þetta er svo kallað »vísindi«; útgáfan helguð með því nafni. Auðvitað má kalla Fornbréfasafnið visindi, en það má þá líka segja, að kútmagar og þorskhausar séu það. Lítil var hún þátttakan í landskosningunum. 1 Rvik kusu að eins á niunda hundrað af hátt á fjórða þúsund kjósendum, og víðast hvar var þáttakan minni en þetta. Hefðu allir þeir, sem Alþýðuflokkn- um fylgja hér í Rvík, notað atkvæðisréttinn, hefði flokkur- inn átt þrjá menn visa. Hvern- ig kosningin hefir farið, er með öllu ómögulegt að gera sér í hugarlund, og ekki verða úr- slitin kunn fýr en um miðjan næsta mánuð, er yfirkjörstjórn- in telur saman atkvæðin. Hneykslissaga. Sú saga gengur nú staflaust um bæinn, af flestir af einu alþekfh félagi, sem um daginn fór i útreiðatúr hafi verið meira og minna ölvaðir þegar þeir komu niður í bæinn aftur, og að einn æðsti embættismaður landsins hafi verið einna verst til reika. Sé þessi saga sönn, þá verða þeir, sem þetta hafa séð, tafar- laust að kæra mennina. Þeir verða að svara fyrir það, hvar þeir hafi fengið áfengi. Það stendur sjálfsagt ekki í stefnu- skrá þessa félags, að meðlim- irnir eigi að brjóta landslög —• og væri slikí satt um þeunau fyrnefnda mann af æðri stöð- *) Þær eru nú vfst komnar allar. um, þá er það svo mikil svi- virða og landshneyksli, að slíkt má ekki líðast. Eða hvað mun þessi fámenna þjóð eiga langan feril framundan, ef allir, háir og lágir, fótumtorða landslög og rétt? En sé nú svo, að mennirnir séu saklausir af þessu, þá er jafnrétt að hreyfa þessu opin- berlega, svo að þeir geti þvegið hendur sínar. — Slíkar sögur eiga ekki að fá að læðast um í þokumollu kæruleysisins og vega aftan að saklausum mönn- um. — Sem sagt, fram með sannleikann. Engar lognar slúð- ursögur — enn lika, allir fafnir fyrir lögttnum. Hvar eru nú Goodtemplarar? Eru þeir sofnaðir, týndir — eða hvað? Bannvinur. Ferðasaga. Höskuldarvellir. Keilir sést úr Reykjavík. Fjöll- in næst fyrir austan hann eru Trölladyngja, en fyrir austan hana taka við Sveifluhálsar. Bak við þá liggur Kleifarvatn, — stórt vatn. Það er svo djúpt, að Grindvíkingar þora að bölva sér upp á að það sé botnlaust, og silungur þar ekki sagður, nema þá loðsilungur og öfuguggi. Höskuldarvellir eru milli Keilis og Trölladyngju. Þeir eru um 3 km. á lengd og 1 km. á breidd. Þangað var ferðinni heitið þegar við lögð- um af stað úr Reykjavík einn sunnudagsmorgun kl. 7, þrír saman, hjólriðandi. Við hjól- uðum suður að Hvassahrauni, það er um 22 km. (3 mílur) (á þeirri leið er tæplega hálfn- að i Hafnarfirði). Frá Hvassa- hrauni fórum við gangandi til Höskuldarvalla, það mun vera tveggja tima gangur. Þaðan gengum við aftur að Hvassa- hrauni, settumst upp á hjólin er við höfðum skilið þar eftir og ultum á þeim heim. Kom- um til Rvíkur kl. 9 um kvöld- ið — eftir fjórtán stunda ferð. Af þeim fjórtán gekk þó nokk- uð i bið meðan gert var við hjólhestana, sem biluðu tvisvar, bið eftir kaffi í Hafnarfirði og blöndu á Hvassahrauni, alt á útleið, og kaffi á heimleið i síðastnefndum stað. Ég hef varla komið upp á hjól siðustu 8—10 árin. Og verri æfi en ég átti á leiðinni suður að Hvassahrauni, hef ég aldrei átt (ég hef þó reynt sitt

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.