Dagsbrún


Dagsbrún - 22.08.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 22.08.1916, Blaðsíða 4
102 DAGSBRUN svo varla var við góðu að bú- ast«. »Voru engir lögregluþjónar í bænum?« »Jú, en þeir höfðu þann sið að vera æfinlega lokaðir inni, þegar skip voru á ferðinni, svo þeir yrðu ekki fyrir því að hitta drukkinn ,höfðingja‘ á götunni«. »Það var mikið að bannið skyldi ekki verð^ afnumið«. »0-nei! Þó mennirnir, sem voru að svíkja vín í land, klöpp- uðu á treyjuna, þar sem flask- an og hjartað var fyrir, þá var öll alþýða í rauninni með banninu. Jafn vel gamlir drykkjumenn, t. d. langafi hans Nonna. Hann átti konu og sex börn, hvert öðru yngra, og hafði ekkert til að lifa af nema vinnu sína. Þjóðin átti ekki fram- leiðslutækin þá, og kaupið var oft lágt. Hann sagði oft, að ekkert gerði sér eins mikla bölvun og vínið, og hann varð mjög feginn þegar bannið komst á. En vínlöngunin var arfur frá föður hans, og hún var óstöðv- andi, pabbi barðist á móti henni — árangurslaust. Eg var átta ára og elst af börnunum sex, og eg man eftir kvöldinu, þegar hann pabbi druknaði, eins og það hefði skeð i gær! Hann var að lesa fyrir mig söguna um tindátana í æfin- týrum Andersens. Eg var háttuð og átti að fara að sofa, en mig langaði til að heyra fleiri sög- ur, og var einmitt að biðja pabha um að lesa eina enn. Þá var harið, og pabbi lauk upp. Það var búðarmaður hjá A. kaupmanni og sagði hann að húsbóndi sinn og presturinn vildu finna pabba fljótt. Pabbi færðist undan, sagðist ætla að fara að hátta, en búðarmaður kvað erindið áríðandi, svo pabbi lét tilleiðast. Pabbi laut niður að mér og kyssti mig, eg finn enn þegar eg hugsa um það, hvernig skeggið á honum kitlaði mig. Hann sagðist ekki ætla að verða lengi, svo eg hugsaði mér að vaka þangað til hann kæmi heim aftur. Mamma var frammi í eld- húsi að þvo, og eg var ein vakandi inni. Það leið nokkur stund, mig fór að syfja, og sett- ist upp í rúminu til að sofna ekki. En augnalokin lögðust aftur við og við og loks valt eg útaf steinsofandi. Morguninn eftir vaknaði eg við að móðir mín var að tala við einhvern fram i ganginum. »Já, það var sorglegt, menn- irnir áttu allir konur og börn«, heyrði eg karlmannsrödd segja, »þetta var rétt framan við hryggjuna og svo grunt að líkin sáust í botninum með fjöru«. »En hvernig vildi það til?« »Þeir komu framan úr skipi og voru ekki algáðir, og kænan kaupmannsins er völt. Hvar eigum við að láta hann?« »Börnin sofa öll, svo það er best að fara hérna í gegn, fram í eldhúsið, eg hefi engan annan stað, fyr en búið er að útvega herbergi hjá einhverjum ná- granna mínum«, heyrði eg mömmu segja og gráturinn braust í röddinni. Eg lá í rúminu og gat hvorki hrært legg né lið, og eg heyrði vel, hvernig hjartað í mér barðist. Hvað var þetta? Dyrnar opnuðust hægt, og inn komu tveir menn með menn með börur á milli sín, og pabbi lá á börunum. Bör- urnar voru of stuttar, svo fæt- urnir hengu aftur af þeim, 'og rann bleytan niður á gólfið. Það hvíldi ró sjódruknaðs manns yfir þreytulega andlit- inu, og dökkjarpa hárið, sem orðið var hæruskotið afáhyggj- um og erfiði verltamannsíns, sem liefir lág laun og stóran hóp af ungbörnum, lá renn- vott fram yfir ennið. Eg reyni ekki að lýsa sorg- inni sáru sem gagntók mig. Mamma átti ákaflega bágt, eins og má geta nærri. Hún barðist af öllum lífs og sálar kröftum við að fara ekki á sveitina. Bróðir hennar, sem var bóndi fram í Dal, tók tvö börnin, og eitt barnið tók systir mömmu, er var gift verkamanni þar í bænum«. »En kaupmaðurinn og prest- urinn?« »Þeir gengust fyrir samskot- um og gáfu sínar tíu krónurnar hver. Samskotin hrukku fyrir útförinni. En mömmu veittist erfitt að lifa samt, hún hafði þrjú börn eflir til að sjá fyrir, mig á niunda ári, og tvíbura á fyrsta ári. En mamma var heilsuhraust og dugleg kona. Með afarmiklu erfiði tókst henni að koma okkur á legg, án þess að þyggja af sveit. En hún dó líka fimtán árum eftir að pabbi druknaði, farin að heilsu fyrir þrældóm- inn«. Amma gamla þagnaði um stund og þerraði tárin úr augum sér. »Yínið prestsins og kaup- mannsins varð mér dýrkeypt, en dýrkeyptara varð það þó börnum hinna tveggja mann- anna, sem druknuðu, þau fóru flest á sveitina, og lentu á mis- jöfnum stöðum, og veslings Þórður gamli, faðir annars mannsins fór á sveitina Iíka, karl á níræðis aldri. Lánsöin ert þú, góða mín, að vínið er burt úr landinu. Þú þarft ekki að óttast að hann glókollur þinn fái sömu forlög og hann langafi hans« — og hrukkótta andlitið á ömmu gömlu ljómaði eins og sólin eftir rigningu, við hugsunina um ljósbjörtu framtíðina hans glókolls litla. Kvæði það, er hér fer á eftir, hefir verið sent vélritað ýmsum mönnum hér í bæ. Hver sneið- ina á er auðskilið; eins má telja það víst, að höfundurinn sé H. Hafstein (þetta ný þerri- blaðsvísa). Vonandi stendur ekki á þeim, er sneiðina á, að gjalda líku líkt. Þjóðstefnan nýja. Brjálun máls í orði óðsins, æðsta listin írónskri drótt; skakkaföllin, skelmistökin, skrúfa, þjöl 1 kliði hljóðsins, alt er list, sem lengst er sótt, Jædd í úlfakreppu rökin. Hyrjar ónsins hitaleiðin? hvltan bræðir málminn þornsins. Bjargar lýð við eldsins eyðing ómur gylta þokuhornsins. Aldrei gól á háburst hjallsins hærra blakkur svanur gors, hár 1 eigin hæstri ímynd, höfuðskáldið eignarfallsins. Byltir höfði, belgur fors, brot á óð er smekksins frísynd. Trygging setur sala landsins sögurétti íslendingsins, það er stefna þjóðarstrandsins, þrumudraumur skáldrembingsins. Hornagyllir. Bókmentir. Nýlega er komið út: Skýrslur og tillögur milliþinganefndar þeirrar, er skipuð var með konungsúrskurði q. desember 1914. Er það mikil bók, nær 400 síður í stjórnartíðindaformi. Ennfremur eru nýútkomin: Skjöl viðvíkjandi Landsbankanum, einnig allstór bók. Kvað hún vera allskemti- leg, bókin sú. Hinn alþekti grallara- grúskari Jónas Jónsson þinghúsv. hefir leyft Dagsbrún að hafa það eftir sér, að hún sé sú mest spennandi bók er hann hafi lengi lesið, og að hann hafi lagt frá sér Dr. Nikola (sem sé þó svona all-sæmilegur reyfari) til þess að Iesa hana. Laust og fast. Drukuaðir. Olafur Olafsson, frá Brekkukoti hér í bænum, sem var í siglingum á ensku skipi, druknaði í f. m. Dugnaðarmað- ur um þrítugt. í Eyjafjarðará druknaði nýlega Brynjólfur Sveinsson bóndi á Sand- hólum 1 Saurbæjarhreppi, ungur maður. Hann var að slá við ána, en af því heitt var í veðri tók hann sér bað, en fekk þá krampa og var druknaður þegar fólk kom að. Heim frá Amoríkn er kominn eftir fimm ára dvöl þar vestra (meðal annars tveggja sumra í Alaska) Magnús Matthíasson, sonur skáldsins. Skaftfellingarnir þrír sem getið var um hér í blaðinu að væru á reiðtúr hringinn í kringum Island, komu til Akureyrar í Júlílok. Þeir heita Hjalti Jónsson (frá Hof- felli), Sigurður Jónsson (frá Stafafelli) og Þorbergur Þorleifsson (frá Hólum). Svínr mótmæla. í dönskum blöðum frá byrjun þessa mánaðar, er skýrt frá því, að sænska stjórnin hafi, bæði gagnvart dönsKU og ensku stjórninni, mótmælt því, að samkomulag það, sem Bretar gerðu við íslendinga (um að Bretar ættu forkaupsrétt að síldinni fyrir 45 aura tvípundið), nái-til sænskra veiðiskipa hér við land. Segir að öll sú slld hafi fyrirfram verið seld sænsku stjórninni. Af ísaflrði skrifar Guðleifur Hjörleifsson ió.ág.: „Flestir bátarnir hér liggja inni nú, því engin tunna er til yfir allan ísa- fjörð . . . Djúpið er nú alt fult af síld og vaða torfurnar hér alveg inn að landi, og sjást þær af götunum". Myndagátur. Hamingjan má vita hvað ráðning gátunnar í síðasta blaði er. Ritstj. gleymdi að fá að vita það hjá Ríkarði, sem þegar þetta er ritað, baðar sig í sólskini á Grímsstöðum á Fjöllum, þó þokan liggi kring um alt landið. Myndagátan sem hér kemur táknar nafn Ríkarðs og fjögra bræðra hans. Þetta og hitt. Selveiði við íslainl. Síðustu tíu árin hafa veiðst árlega 6 til 7 þús. selir hér við land. Lang- mestur hltjti af selum þessum eru kópar, árið 1914 t. d. ekki nema 475 fullorðnir, en 6000 kópar. Belgíukonungnr fær arf. Nýlega er látinn í Ameríku auð- maðurinn James J. Hill. Hann arf- leiddi Belgíukonung að 25 milj. sterl- ingspunda, þ. e. 450 miljónum króna, er verja skal, að stríðinu loknu, til endurreisnar Belgíu. Háskólakcnnari einn í Miinchen hefir reíknað út, að síðan stríðið byrjaði hafi komið á prent í Þýzkalandi meira en miljón strlðs- kvæði. Það er ekki að furða þó Þjóð- verjar séu hugaðir! Borgað 2 árganga fyrirfram: Þóroddur Guðnason Grettisgötu 36. THE BAKRIER eftir R. B. Sá sem hefir þá bók að láni er vinsamlegast beðinn að skila henni sem allra fyrst. ó. F. Xlæðaverzlun og saumastof a Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt íataeíni ekta litir. JF'ljót af- g-reiósla — Vönduð vinna. Ný íataeíni með hverju skipi, Sparið peninga. Bökabúðin á Caugav. 4 selur- gamlar bækur, íslenskar og útlendar, með miklum * afslætti. Prentsmiðjan Guténberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.