Dagsbrún


Dagsbrún - 29.06.1918, Side 2

Dagsbrún - 29.06.1918, Side 2
66 DAGSBRÚN ast á, og krefur nauÖsyn aö hald- ið sé vel áfram við vinnuna, enda er það líka gert. Það þarf að hafa á spöðunum til þess að koma af að búa til á einum degi 240,000 kjöt- eða fisk„bollur“ sundra 4000 hvít- kálshausum og sjóða; eða sjóða 160—200 J/2 tunnupoka af kart- öflum, en þetta fer í einn miðdeg- isverð. Maturinn sem eldaður er í þess- um tveimur eldhúsum, er sumpart sendur út um bæinn í barnaskól- ana og afhentur þar í ílát er menn sjálfir hafa með sér (alls afhentur á 17 stöðum í borginni), sumpart, étinn í átsölum er settir hafa verið upp í sambandi við almenn- ingseldhúsin, og éta 4000 og 5000 miðdegisverð að meðaltali í þeim stærstu, en 2000 í hvorum hinum þremur stærstu. Maturinn, sem jafnan eru tveir réttir, og ekki um aðra að velja þann dag, var uppnunalega seldur á 40 aura máltíðin á afhending- arstöðunum og 45 aura í átsölun- um. En sökum hinnar miklu hækk- unar á matvörum hefir orðið að hækka verðið upp í 45 sótt á afhendingarstað, en 50 étið í át- sal, en engin áhrif hefir sú hækk- un haft á aðsóknina. Átsalimir eru opnir frá 12 á hád. til 7 að kvöldi á virkum dög- um, en lokaðir á helgum dögum nema þar sem eldhús er áfast. Um leið og gengið er inn í mat- salinn er keyptur miði sem er skilað um leið og manni er af- hentur maturinn. Súpan eða graut- urinn (maður fær af því x/2 lítra) er ausinn upp í flata skál; ofan á hana er látinn grunnur diskur og á hann eftirmaturinn. Það er skamtað tiltekið mál af hverju, „sósu“, kartöflum, káli o. s. frv. og tekur ausan sem er í hverju fyrir sig hið tiltekna mál, t. d. sú sem er í súpunni y, lítra. Verða máltíðirnar við það nákvæmlega jafnstórar, og er að því auk þess flýtisauki við afhendinguna, enda gengur hún mjög greitt; einnkven- maður afhendir þannig að meðal- tali 200 máltíðir á kl.stund. Hnífa- pör og skeiðar liggja á borðinu sem afhent er við, og tekur mað- ur sér þar áhöld um leið og mað- ur tekur við matnum og ber hann út í salinn þangað sem autt sæti er, en oft er hart á því að ná í slíkt, um það leyti sem aðsóknin er mest. Annars losna sæti fljótt því að meðaltali eru menn ekki nema 10 til 15 mín. að borða. Á hverju borði í átsalnum er kryddhringur. Sömuleiðis blómst- urvasi með lifandi blómum. Vatn geta menn sjálfir sótt sér í vatns- krana sem er þar inni, standa þar hrein glös, og brauð til þess að éta með matnum geta menn keypt sér á öðrum stað í salnum. Á afhendingarstöðunum sem eru opnir á virkum dögum frá 5—7 e. h. (á helgum dögum frá 1U/2 —IYj) þurfa menn að panta mat- inn tveim dögum fyrirfram, en það gera menn með því að kaupa miða sem eru merktir með vikudögum. Er það engin fyrirhöfn fyrir þá sem sækja (eða láta sækja) þang- að mat að staðaldri, því hægt er að kaupa fyrir allla vikuna í einu. Sá sem sækir matinn hefir sjálfur með sér ílát. Mat er lika hægt að sækja í átsalina, og það án þess að hann sé fyrirfram pantaður, en hann kostar þá jafnt og hans væri neytt á staðnum (5 aurum meira en á afhendingarstaðnum). Framleiðslukostnaður matarins var í fyrstu 35—36 aura, síðar 41—42 aura, og eftir að matvæli hafa stigið enn á ný í byrjun júnímánaðar 47 til 48 aura. Auk þess nemur verkakaup, ljósmeti, eldiviður, viðhald, flutningur á matnum tii alhendingarstaðanna o. s. frv. alt að 10 aurum á mál- tíð. Sérstaklega gerði hr. Sarroe mikið úr kostnaðinum við að aka matnum á afhendingarstaðina, og sagði að reynslan væri búin að sýna að í Khöfn væru eldhús sem framleiddu 5—6 þús. máltíðar heppilegust, þau væru ekki stærri en það að helming framleiðslunn- ar mætti éta í tilheyrandi matsal, en hinn helminginn gæti umhverf- ið sótt á staðinn. Þó tap sé á rekstri eldhúsanna síðan að júníhækkunin kom til sögunnar, þá er ætlunin að láta þau bera sig, en heldur ekki meira en það. Fyrstu mánuðina var mik- ið tap á rekstrinum, olli því sum- part óhagstæð innkaup, en sum- part, að ekki var farið nógu vel með matinn, brúkað meira til hans en þurfti, af ýmsum dýrum efnum o. s. frv. En nú er látið nákvæm- lega í hvern pott það sem þarf, hvorki meira né minna (sá sem ritar þetta sá matreiðslubók sem stóð í hvað þurfti að láta í pott- ana sem tók handa 2000 manns). Almenningseldhúsin, sem nú er verið að setja upp um öll lönd, voru í upphafi stríðsráðstöfun, eru það ekki lengur, að minsta kosti ekki í Khöfn, heldur stofnanir til almenningsheilla sem verður haldið áfram að fjölga eins þó stríðið hætti nú þegar, eða svo var álit bæði Viggo Christensen borgarstjóra og hr. Sarroe, sem kunnugastir eru málinu. Hagræðið fyrir almenning er líka auðséð, eigi aðeins fyrir einhleypa, heldur yfirleitt fyrir allar húsmæður, og þá ekki sízt þær sem einhverja atvinnu stunda auk heimaverkanna. Ef gert er ráð fyrir því að sex séu að meðaltali í fjölskyldu (sem ef til vill er of hátt) þá er það sama sem að milli 4 og 5 þúsund konur störfuðu áð- ur að því að elda miðdegismatinn handa þessum 28 þúsundum sem nú éta úr almenningseldhúsunum sem nú starfa að aðeins eitthvað um 80 manns. (í alm.eldh. fram- leiðir hver maður að meðaltali sem svarar máltíðum handa 350 manns). Það sem þeim sem þetta ritar þótti msst um vart að fá að vita í þessu máli var það hvað al- menningseldhús gæti verið lítið, og þó alt rekið á sem hagkvæm- astan hátt s. s. með vélum eins og eru í eldhúsunum í Khöfn, og sem flýta svo afar mikið fyrir mat- reiðslunni og gera hana svo mikið ódýrari t. d. diskaþvottavél. Því þó búast megi við því að almenn- ingseldhús fengi með tímanum mikið að starfa hér í Reykjavik, þá er auðvitað ekki vert að byrja í of stórum stíl. Það voru því góð tíðindi þegar hr. Sarroe, forstjóri eldhúsanna í Khöfn fullvissaði mig um að í 1000 máltíða eldhúsi mætti framleiða því sem næst alveg eins ódýran mat eins og í hinu stóra eldhúsi í Möllegade. Það sem þarf til þess að koma upp almenningseldhúsi hér í Reykja- vík er þrent: húsnæði, áhöld og hæían forstjóra. Ef menn hugsa til að allir sem sækja vilja eldhúsið eigi að geta komist að kl. 12 eða kl. 3 þá er ekki mikil von um að hægt sá að fá nógu stórt húsnæði. En það má gera ráð fyrir, að í reyndinni verði verið að borða all- an daginn, eins og er í átsölunum í Khöfn, þó aðsóknin s'é þar mest þegar nýbúið er að opna þá, (kl. 12) og eítir kl. 5. Það er ekki stór salur sem 35 geta étið í í einu, en það er sama sem að yfir 700 manns geta étið þar á jafnlöngum tíma og átsalirnir eru opnir í Khöfn (12—7) og það þó hverjum séu reiknaðar 20 mínútur til þess að framkvæma á þessa þörfu athöfn. Nógu stórt húsnæði ætti því að vera fáanlegt. Áhalda ætti heldur ekki að þurfa að verða vant, ef þeirra er leitað í tíma. Forstöðu- mann vel hæfan, verður ef til vill hvað verst að finna. Það þarf að vera einbeittur og stjórnsamur maður, og gæti vel verið að heppi- legt væri að velja til þess einhvern efnilegan ungan verzlunarmann. Eftir áliti hr. Sarroe, er mest kom- ið undir þessum hæfileikum for- stöðumanns er getið var, en ekki undir því hvort hann kann sjálfur að búa til matinn eða ekki, en sizt ætti það að skaða að hann kynni það. Það virðist vera vaknaður tölu- verður áhugi fyrir þessu máli hér í Rvík. Málið heflr verið til um- ræðu bæði í þinginu og í bæjar- stjórn, og hefir dýrtíðarnefnd bæj- arins falið tveimur meðlimum sín- um að gera tillögur í málinu. Er vonandi að það leiði til að fram- kvæmd verði í málinu sem fyrst. Tjarnargatið, Þau eru mörg götin á ályktun- um bæjarstjórnarinnar. Sum þeirra eru svo stór, að 10 þúsundir króna í beinhörðum peningum renna í gegnum þau án þess að nokkur mjamti eða skramti öðruvísi en að í hljóði er tautað um það að þetta sé nú það minsta, það sé svo margt, sem aflaga fari og ekki verði með tölum talið. T. d. hvað ætli rörafarganið sé búið kost.a bæinn eða sú meginregla að grafa sundur göturnar 3—4 sinnum á hverju ári. En það voru nú ekki fram- kvæmdargötin, heldur frakvæmd- arleysisgötin, sem ég vildi minn- ast á, t. d. Tjarnargatið. Hve lengi á að þrjóskast við að láta þó ekki nema bráðabirgðar- brú yfir sundið eða réttara sagt, gatið milli veganna, sem liggja beggja megin við tjörnina. Því er verið að kasta þúsundum króna í vegi, sem svo ekki koma að nein- um notum nema þessi litla brú sé látin. Mig minnir, að þegar , verið var að byggja seinni pólinn, þá hafi tveir menn deilt um það, hvort byggja skyldi úr steypu eða timbri. Annar þessara manna hafði þó nýskeð fengið sementsfarm, en annar timburfarm. Sá, sem hafði fen'gið timburfarminn átti fleiri kunningja í bæjarstjórn og póllinn var bygður úr timbri. Nú er nýkominn timburfarmur til Péturs Ingimundarsonar. Ætli mætti þá ekkí fá spítu til að leggja yfir tjarnargatið. Sveinn Sveinsson. Flugskóli Thulins á Lyngbæjarheiði. Það er ekki lítið að aukast áhug- inn fyrir fluglistinni hér á landi. í vor var stofnað félag hér í Reykjavík til þess að greiða hér á landi fyrir þessari nýjustu íþrótt mannanna. Dagsbrún er ekki kunn- ugt hvað félag þetta hefir aðhafst, en það kvað vera skipað mörgum framkvæmdasömum mönnum, svo eitthvað hefir það vafalaust gert. Einn ungur og áhugasamur íþróttamaður hér i bæ, Jakob Kristjánsson prentari, sem jafnvel hefir í hyggju að bregða sér út yfir salta vatnið, og verða fyrsti. íslendingurinn, sem lærir að hend- ast í vél um loftin blá, eins og fuglinn fljúgandi, heflr aflað sér vitneskju um flugskóla dr. Thulins á Lyngbæjarheiði (Ljungbyhed) í Skáni. Skóli þessi er áreiðanlega sá lang- bezti af slíkum skólum er íslend- ingar geta átt kost á að sækja nú. Hann er fremur stofnaður til efl- ingar fluglistinni en sem gróða- vegur. Samtals höfðu 59 flugmenn tekið fullnaðarpróf við hann frá því hann byrjaði að starfa 1915 til aprílloka í vor. Kenslan er sumpart bókleg, sem sé í meðferð mótora, og í eðlis- fræði er snertir flugvélar og flug, en aðallega er hún auðvitað fólgin í meðferð og stjórn flugvéla, bæði á jörðunni og uppi í loftinu. Lokaprófið er falið í tveimur flug- ferðum, og fari flugmaðurinu í hvorri ferð fimm sinnum þannig lagaða braut í loftinu: oc milli tveggja flaggstanga, og lendi ekki fjær en 50 metra frá ákveðnum lendingarstað. Þriðju flugferðina á flugmaðurinn að fara og lenda þannig, að hann stöðvi mótorinn í minst 100 metra hæð. Námsskeiðið stendur 5 til 7 vikur og kostar 2000 krónur, er borgist fyrirfram, fyrir þá sem sjálfir vilja taka ábyrgð á vélun- um sem þeir nota. Nemandinn verður þó að setja 2000 kr. veð fyrir skemdum sem kunna að verða af hans völdum, en hann

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.