Dagsbrún - 29.06.1918, Side 3
DAGSBBÚN
67
verður að borga þær skemdir jafn-
ótt og þær verða, en 2000 krón-
urnar fær hann endurgreiddar að
náminu loknu. Sá sem borgar 5000
kr. fyrirfram alls, þarf ekki að
borga neitt fyrir skemdir er verða
af hans völdum nema það sem
skemdirnar kunna að fara fram úr
10 þús. krónum. Skólinn leggur
nemendunum til áhöld. En fæði,
húsnæði o. þ. h. sjá þeir sér fyrir
sjálfir.
Stórstúku-þingið.
(Aðsent.)
St.st.-þing Goodtemplar-regl-
unnar var háð hér dagana 8.—12.
s. 1. Fyrir margra hluta sakir mun
mega kalla það eitt af merkari
þingum reglunnar. Sjaldan hefir
betur komið í ljós hve langt regl-
an ber af öðrum félögum hér, í
staðfestu, þrautseigju og fórnfýsi.
Maður sem var á st.st.-þinginu,
og hefir verið stöðugur gestur á
Alþingi í sumar, sagði við kunn-
ingja sinn, daginn eftir þingslitin,
að þeir væru margir, Alþíngismenn-
irnir, sem hefðu getað haft' gott
af því að koma á st.st.-þingið og
læra þar hvernig þingmenn eiga
að haga sér, — og ekki síst til
þess að læra að bera virðingu fyrir
þeirri göfugu stofnun sem þeir eru
kallaðir til.
Það var enginn orða kappleik-
ur, skrípaleikur né skítkast. —
Fulltrúar st.st.-þingsins fundu það
að þeir voru kallaðir til að ræða
málin og ráða fram úr þeim.
Alþingi 1917 feldi burtu styrk
þann (1000 ki.) sem reglan hafði
fengið úr landssjóði. Var það frem-
ur skoðað sem viðurkenning fyrir
starfsemi hennar, en að hana
munaði um það fjárhagslega.
Þessu taktleysi Alþingis svaraði
reglan með því að nokkrir með-
limir hennar og vinir borguðu á
árinu upp skuldir hennar, 6000 kr.
og á st.st.-þinginu gáfust undir
2000 kr. i útbreiðslusjóð hennar.
Það sannast, sem einn góður
maður sagði: „Þar sem kærleikur-
inn er, þar er fórnfýsi, og þar sem
fórnfýsin er, þar er starfað".
SkáJc, andbanningar!
Stjórn st.stúkunnar var endur-
kosin í einu hljóði. N.
Konan Guðbjörg Þorleifsdóttir.
Einn íslenzkur sveitabær er orð-
inn töluvert, og að góðu þektur út um
land, einkum af myndum Ásgríms
málara, það er Múlakot í Fljóts-
hlíð. Þessi frægð Múlakots er
ekki að ástæðulausu, því það er
eitt af þeim sárafáu íslenzku sveita-
bæjum, sem eru prýddir trjágróðri.
Eftir því sem sagt er frá í grein
í Mgbl. er það konan á bænum
(nafn hennar stendur yfir þessum
línum), sem hefir plantað trjánum.
Nú kann einhverjum að finnast að
slíkt sé nú ekki mikið þrekvirki
né merkilegt. En svo er það nú
þó. Reynslan sýnir, að í fram-
faraviðleitni þjóðanna eru það fáir
menn, sem ríða á vaðið, sem
allir aðrir fara á eftir, og má
telja víst, að trjáræktin í Múlakoti
verði á komandi mannsaldri öflug
iyftistöng undir trjáræktina hér á
landi. Þess vegna vill Dagsbrún
gera sitt til þess að halda á lofti
nafni húsfreyjunnar í Múlakoti,
Gnðbjargar Þorleifsdóttur.
Merkur gestur.
Með Botníu kom um daginn
hingað til borgarinnar Svenn Poul-
sen, aðalritstjóri Berlinske Tiden-
de. Hr. Poulsen var í konungs-
förinni þegar Friðrik konungur
heimsótti ísland, og var annar
þeirra, er ritaði bókina um þá för.
Vanalega eru Danir mjög illa að
sér um íslenzk málefni, og það
þó þeir hafi komið til landsins, en
hr. Poulsen er undantekning frá
þeirri reglu, því hann er sérlega
vel heima í öllu er íslandi við-
víkur.
Faðir hans var hinn nafnkunni
leikari við konunglega leikhúsið í
Khöfn, Emil Poulsen próíessor, en
bræður hans eru þeir leikararnir
Johannes Poulsen og Adam Poul-
sen leikhússtjóri i Helsingfors í
Finnlandi, sem stúlkurnar eiga
myndir af.
Vefnaðarvara úr mó.
Þjóðverjar hafa um lengri tíma
notað mó til þess að framleiða af
nokkurskonar ull, er spinna má úr
og vefa, en þeir hafa haldið leyndri
aðferðinni. En nú hefir Svíi að
nafni Gustav Sellergren, sem er
prófessor við konunglega tekniska
háskólanum í Stokkhólmi, fundið
upp aðferð til þess að vinna vefj-
argarn úr mónum, og er mikið
látið af því hve sterkt það sé sem
úr slíkri móull er unnið. Fram-
leiðsla móullarinnar er sagt að
kosti að eins 40 aura vogin.
Laust og fast.
(xuðm. Friðjónsson skáld frá
Sandi, hefir dvalið hér i bæn-
um undanfarna daga. Hélt
hann nokkra fyrirlestra hér og
i Hafnarfirði — altaí tyrir troð-
fullu húsi. Samsæti var honum
haidið i iðnaðarmannahúsinu
í fyrri viku. Dr. Guðm. Finn-
bogason hélt þar ræðu fyrir
minni hans, en Jakob Thorar-
ensen skáld flutti honum kvæði.
Flugslys hafa orðið furðu
mörg í Danmörku nú á þessu
vori. Biðu fjórir flugmenn bana
TVýtt! Wýtt!
Nýtízku danslög:
Min Kones Mand — Andersen
— Den lille Jensen — Foraars-
valzen — Valz pleurante — Min
Morgensang — Tivolialbum — Scala
Melodier -- Drag tilbage med en
styrket Tro, og mörg fleiri falleg
lög.
Hljóðfærahús Reykjavíkur
(gegnt Dómkirkjunni)
opið frá 10—7.
þann tima sem ritstjóri þessa
blaðs dvaldi í Khöfn — þar af
þrír á hálfum mánuði. Hafa
hlutfallslega fleiri flugmenn
beðið bana í Danmörku en í
ófriðarlöndunum, og er vond-
um vélum — ónýtum mótor-
um — um kent. Altaf eykst þó
áhuginn fyrir fluglistinni og
altaf eru það fleiri og fleiri
sem vilja læra að fljúga, enda
venst sá sem daglega sér flug-
vélar líða um loftið (svo sem
sjá má í Khöfn) svo við þá
sjón, að honum finst sem að
flug muni vera mjög hættulítið
— þrátt fyrir öll slysin sem
hann heyrir um.
Himinn og jörð.
Ný stjarna.
Sá fyrir stjörnufræðingana merki
viðburðar varð í byrjun þessa
mánaðar að ný stjarna kom skyndi-
lega í ijós á himinhvolfinu og
var hún viðlíka skær og skær-
ustu fastastjörnur. Til stjörnu-
fræðis-miðstöðvarinnar, sem áður
var í Kiel, en við stríðsbyrjun var
flutt til Khafnar, komu skeyti
samtals frá 35 stjörnufræðingum
víðsvegar að af jörðinni, er allir
hugðust hafa séð hana fyrstir.
Hringur soldánsins.
156
157
158
Zairah ypti öxlum lítið eitt.
»Ég vann þó að lokum«, mælti hún;
»ég hefi fengið bréfin og hringinn, og
þú vinstúlku þína, Borgar. Til hamingju!
Ég er í augum heimsins slæm stúlka,
en jafnvel slæmar stúlkur eiga þó gott
til á stundum, og ef til vill hefðir þú gert
mig betri en ég nú er, því þú ert maður.a
Svo rétti hún honum sterka, hvíta
höndina og þrýsti hann hana innilega.
»Ég get ekki sagt yður«, stamaði hann,
»hversu þakklátur ég er yður — —«
Zairah bandaði frá sér með hendinni.
»Verið þið sæl! Ég verð að flýta mér.«
Síðan veifaði hún til þeirra og hvarf
inn á milli hússkugganna, en Elísa og
Borgar stóðu ein eftir.
Hann leit í kringum sig og sá þá bæna-
hústurn, sem bar við gráan himininn á
milli húsanna. Rétt hjá sá hann bæna-
hússdyrnar. Hann hugsaði sig um sem
snöggvast, og virtist svo hafa tekið ákvörð-
un sína.
st’að má þó að minsta kosti reyna
það«, sagði hann. »Ég veit ekki hvar við
erum, en fari ég upp í turninn, þá þekki
ég mig kannske og sé hvert halda skal.
Og ef þér viljið biða hér á meðan þá
skal ég nú reyna.«
Elísa þrýsti sér að honum.
»Eg vil fara með yður«, mælti hún.
»Ein yrði ég ekki hér eftir, hvað sem i
boði væri.«
»Eruð þér ekki of þreyttar til að ganga
upp stigana?«
»Það tekst«, sagði hún blátt áfram.
Dyrnar að bænahúsinu stóðu opnar og
læddist Borgar nú á tánum og leit inn
til að finna uppgöngu í turninn; brátt
sá hann litlar dyr og þar inn af stiga.
»Hafið nú hljótt«, hvíslaði hann; »ef
við náumst hér, þá lendum við i nýjum
raunum.«
Elísa þrýsti hönd hans bliðlega, og
tóku þau nú að ganga upp stigann og
liéldu níðri i sér andanum, unz 5 þau
náðu efsta pallinum.
Elísu lá við að reka upp undrunaróp.
Yfir þeim hvelfdist daufblár himininn,
stjörnurnar sáust ekki og bleikur mán-
inn sveif yfir höfðum þeirra. 1 austri sást
daufur roði, sem sýndi að dagur var að
renna. Snjóhvít húsin spegluðu sig í
sléttum haffletinum, og beint fyrir neðan
þau lá langa gatan frá Sako niður að
bryggjunni og gistihúsi þeirra.
Það var eins og þungum steini væri
létt af hjarta ungu stúlkunnar, þegar hún
sá þetta; aðeins örfá augnablik, og þau
voru úr allri hættu, þvi nú vissu þau
hvaða leið skyldi halda. Borgar rendi
augunum ennþá einu sinni yfir hina
undraverðu og æfintýraríku borg. Og
enn einu sinni flögraði hugur hans til
konunnar undraverðu, sem fyrir stundu
síðan tók þátt i æfintýrum hans. Hann
þóttist heyra rödd hennar, finna hand-
tak — fjötrar hennar voru enn ekki
slitnir. En þessar hugsanir héldu honum
ekki lengi. þarna i turntoppinum kvaddi
hann nú Austurlönd með öllum þeirra
leyndardómum, hvítum húsum og þök-
um, mönnum og konum með hinar und-
arlegu ráðagerðir og verk.
Elisa færði sig til og rankaði Borgar
þá við sér; við hlið hans stóð kona af
hans eigin þjóð, kona, sem átti hug hans
og hjarta.
»Nú erum við úr allri hættu, Elisa«,
sagði hann blítt og greip hönd hennar.
»Yertu óhrædd, nú lagast alt saman.«