Dagskrá II - 26.03.1902, Síða 1

Dagskrá II - 26.03.1902, Síða 1
DAGSKRAII. Nr. 22 WINNIPEG, MAN.—26. MARZ, 1902. I. Ár. Vinsalinn hlær. (Stælt.) Hún situr inni, konan, sem vantar björg og brauö úr bágindum og sorgum og hungri nærri dauö, af manni sínum þjökuö, sem þó er henni kær. —En þingmaðurinn drekkur og vj'nsalinn hlær. Hún situr inni, dóttirin, og syngur dapurt lag og sýnist vera miðnótt um hábjartan dag; því faðir hennar drukkinn í dóm-salnum í gær var dæmdur fyrir þjófnað — En vínsalinn hlær. Hún situr inni, móðirin, og fellir tregatár og tímans sérhvert augnablik er henni lengra’ en ár því drenginn hennar börðu þeir til dauðs með flösku í gær, og drukkinn er hann faðir hans — En vínsalinn hlær. Hún situr inni, mærin, svo elskurík og ung, en andardráttur hennar er líkt og stuna þung, því hjartað sem hún unni, það aldrei framar slær, því eiturdropi snart það — En vínsalinn hlær. Hún situr inni, mærin, og andlit hylur hönd, og hvergi fær hún litið nokkra vonarströnd, í örvæntingar-stunur er breyttur vorsins blær, því bróðir hennar drekkur — En vínsalinn hlær. það staulast áfram, gamalmennið, gráhært og þreytt, við gröf hins látna sonar það stöðvast lítið eitt; þeir drápu’ hann inni’ á knæpu. Á. gröf hans aldrei grær neitt gleðiblóm.—En löggjafinn og vínsalinn hlær. I litlum bæ var friður og hjörtun unnust heitt, þar höndin sífelt starfaði—varð samt aldrei þreytt; af löggjöfum með fólksins leyfi’ er breyttur þessi bær í blótstall handa djöflinum—En vínsalinn hlær. þeir “hreinu” standa spertir á hrokafjallatind; þeir horfa nið’r í “dalinn” og líta sorgartnynd af bróður sínum föllnum, er freisting haldi nær í friði rangra laga—Og vínsalinn hlær. Hann gengur lotinn, öldungurinn, studdur veikum staf Hann stynur þungt og minnist þess alls, er drottinn gaf, með lögum von hans rifu sundur ræningjaklær, en ritstjórinn og löggjafinn og vínsalinn hlær. Hann veit það fullvel, dómarinn, semdæmdilöngum rangt að drykkjumannastríðið var stundum hart og langt; hann lýgur fyrir peninga, með lögum hendur þvær, og lýðurinn hann trúir—En vínsalinn hlær. þeir fylla hverja kirkju með kærleikans raus, en kenningin án verka er þýðingarlaus, er nautafæða svikin; er eiturgras, sem grær í grýttu níðings hjarta—-En djöfullinn hlær. Ef gengir þú við daghvörf um dauðra manna reit og dánargyðjan sýndi þér bönd, er vínið sleit og leiðín gætu talað og sagt þér sögur þær, þá sál þín hlyti að gráta—En vínsalinn hlær. SlG. JÚL. JÓHANNESSON. þetta aukablað er gefið út af Good- templarstúkunni “Hekla^ nr. 33. og les- endurnir fá það í kaupbæti. T í M A M Ó T. 2. april 1902 skapar nýtt tímabil í sögu Manitoba. þá verður gengið til atkvæða um það hvort þjóðin vilji fá í gildi lög þau er fylkisþingið hefir samþykt í einu hljóði og samið að tilhlutun bindindismanna, lögin sem æðsti dómstóll þessa ríkis hefir staðfest sem réttmæt. Hvort sem þau verða feld eða samþykt við atkvæða- greiðsluna, þá myndar sá atburður nýtt tíinabil í sögufylkisins. Verði lögin sam- þykt, þá reynir á það hversu mikilli al- vöru bindindismenn eru gæddir; hvort þeir eru eins vaskir þegar til vinnu og fram- kvæmda kemur, eins og þeir eru stundum í orði, eða að það er rétt, sem þeim er á brýn borið af ýmsum, að meginhluti þess er þeir segja sé meiningaflaust hjal; því eftir því reynast lögin, sem þeim er fylgt, og bindindismennirnir eiga að sjá um að það sé gjört. Ef lögin þar á móti verða feld, þá verður það fyrir sundrung þá, er vaknað hefir á meðal bindindis- manna sjálfra, og þá myndar þessi dagur nýtt tímabil, að því leyti, að bindindis- málið er fært aftur um 10—20 ár, og svo verður að byrja baráttuna af nýju. Hér skal því farið fáum orðum um það, hver sé stefna sú, er Dagskrá telur sjálfsagða öllum þeim er bindindi unna. Hér er ein- ungis um það að ræða, hvort neyta eigi atkvæða eða ekki. Dagskrá telur það skyldu allra bindindismannna að greiða atkvæði, en til að sýna ástæður fyrir þeirri staðhæfing, verður að telja upp það sem þeir halda fram, er ekki vilja greiða at- kvæði. þeir segja f fyrsta lagi, að stjórnin hafi ekki siðferðislega heimildtil þess. það er satt; lögin eru staðfest; þau eru eign fólksins og stjórnin hefir ekki siðferðisleg- an rétt til þess að fara með þau á annan veg, en að setja þau í gildi og fylgja þeim frant. En hún fer annan veg, á móti öll- I um siðferöislegum rétti og eftir því verða

x

Dagskrá II

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.