Dagskrá II - 30.10.1902, Qupperneq 2
2
D A G S K R A .
SÉR JAFNLANGT NEFI SÍNU.
Ensku blööunum hér í Canada (og
einkum í austurfylkjunum) hefir ekki orð-
iö eins tíðrætt um neitt í síðustu tvo mán-
uði eins og um Hon. Israel J. Tarte, ráð-
gjafa opinberra verka í Laurierstjórninni.
Hann hefir nú um nokkurn undanfar-
inn tíma haldið hverja pólitiska ræðu á
fætur annari á ýmsum stöðum í Austur-
Canada og hafa þær allar gengið út á pað
að sýna fram á :
1. Að hátollastefnan sé heillavænleg
fyrir Canada ;
2. Að núverandi stjórn hafi ekki lækk-
að tollana 1897.
3. Að hann sjálfur hafi ætíð verið há-
tollamaður.
Ástæðan sem hann færir fyrir nauðsyn
á tollhækkun er ekki sú, að það þurfi
meiri tekjur, heldur hitt, að verksmiðju-
eigendurnir þurfi meiri vernd. Og blað
hans “ La Patrie,” sem gefið er út í
Montreal,flytur einnig óspart þesssa sömu
skoðun.
Sjálfsagt segir Tarte rétt frá um sjálí-
an sig viðvíkjandi því, að hann hafi ætíð
verið hlyntur hátollastefnunni. En hitt
er ekki allskostar rétt, að tollarnir hafi
ekki verið lækkaðir 1897.
Hvort hátollastefnan sé heillavænleg
fyrir Canada, um það eru skiftar skoðanir.
Vér álítum að hún sé ekki heillavænleg.
]jað var svo sem ekki að undra, þótt
sumir af ráðanautum Lauriers reiddust
við Tarte út af þessu tiltæki. Laurier
hefir sjálfur verið að ferðast um Norður-
álfuna, og er nú nýkominn heim.
Margar getgátur voru um það, hvað
mundi verða gert við Tarte. Flestum
kom saman um að hann mundi verða
neyddur til að afturkalla alt sem hann
hafði sagt viðvíkjandi hátollastefnu nú-
verandi stjórnar, eða að öðrum kosti víkja
úr ráðaneytinu. En Tarte voru engir
kostir boðnir. Hann var tafarlaust rek-
inn úr ráðaneytinu þegar Laurier kom
heim. Og vér hyggjum að hann hafi ein-
mitt óskað eftir því.
Hversvegna ?
Vegna þess að hann ímyndar sér að
liberalflokkurinn sigri ekki við næstu
kosningar.
Og hversvegna ekki ?
Vegna þess fyrst og fremst að Laurier
er svo bilaður á heilsu, að hann hlýtur
von bráðar að leggja niður stjórnarstörf,
og þegar hans missir við hyggur Tarte að
sundrung verði í ráðaneytinu.
það er skoðun margra, að Sifton, Tarte
og Cartwright hafi haldið fram þeirri
stefnu, sem þeir sjálfir hafi haft eitthvað
“uppúr, ” án þess að taka sérstakf tillit
til heilla lands og þjóðar, og að sú stefna
hafi orðið ofan á í flestum tilfellum. En
aftur á móti hafi þeir Blair, Mulock og
Fielding gjarnan viljað að annari steínu
væri framfylgt. Og Tarte þykist víst sjá,
að þegar Laurier fer frá stjórninni, þá
verði þessir síðartöldu ekki eins leiðitamir
og þeir hafa verið hingað til.
Nú er því Tarte lagður af stað í aðra
varpey til að reita fiður í bólið sitt.
Með því að gerast forvígismaður þeirrar
stefnu, sem conservativ flokkurinn hefir
haldið fram, en liberal flokkurinn for-
dæmt í orði kveðnu, býst hann við að
koma sér í mjúkinn hjá íhaldsmönnum ;
það sé svo sem sjálfsagt að þeir taki hann
upp á sína arma, þar sém hann sé búinn
að leggja svo mikið í sölurnar fyrir þeirra
málefni. Og þegar svo væri komið, þá
væri stórt spor stigið í áttina til þess, að
geta orðið ráðherra opinberra starfa, þótt
íhaldsmenn sigri við næstu kosningar.
Ef Tarte fær góðan byr, þá skyldi oss
ekki undra það stórum, þótt þeir Sifton
og Cartwright legðu í kjölfarið á eftir.
FRIÐUR*
þessi eilífi ajúpi friður, sem er heilög
einveldiseign háfjallanna ! þar ríkir og
ræður hin mikla þögn og spilar á titrandi
þögula strengi hinn hugbindandi friðar-
söng sinn, — svo “ensomhedens store
sang bruser for dit öre, ”—og þó er hún
þögul og djúp eins og táralaus sorg.—
Súlur! Fagrar standið þið í fjallaþyrp-
ingunni og berið háu hvelfinguna bláu,
sem er þakið yfir kirku Guðs—hinni bros-
fögru Eyjafjarðarsveit.—
Eins og stórt tárvott auga blikar
“Pollurinn”, vafinn grasmjúkum örmum,
og áin silfurtær í ormbugðum armar
hólma og nes.—Hún er eins og blóðrík
slagæð frá heitu hjarta.
En þið eruð háaltari í fegurstu kirkju
íslands! þar er hátt undir þakið og vítt
millum veggjanna.
Og sjálfur Guð er prestur.
Og fártryltur fjallastormurinn er hið
sjálfhreyfa orgel, sem spilar þúsund rödd-
um hinn volduga lofsöng^ sinn hátt yfir
öllum heimi. Eins og fínasta dolce pían-
issimó byrjar það með leikandi tónum í
öllum orgelpípunum smáu,holum og gluf-
um og örfáum blómum, en vex til fort
og fortissimó, staccató, hvæsandi, ólg-
andi og beljandi í hinum stóru orgelpíp-
um, gjótum og gjám, vex, vex í kraft og
hraða og verður að alheimsmúsík, sem
fyllir himingeiminn með titrandi skjálf-
iandi tónaveldi.
Svo deyr það út, eins og andvarp, dóló-
róso píanó, píanissimó. Deyr.
En sál þín skelfur eins og smáfugls-
barmur í kattarklóm, skelfur fyrir töfra-
rnætti alheimskyrðarinnar, og fyrir aug-
liti guðs. því að í einveru háfjallanna
finnur maður sjálfan sig — og guð.
■Jý *
*
Langt niðri, djúpt, djúpt, bærast ör-
litlir svartir punktar. Aftur og fram.
Fram og aftur. Friðlausir, án hvíldar.
það er manneskjan, eins og hún er.
—lítil—og—svört.
En á háfjallinu finnurðu kannske fyrst
til þess, að þú elskar þessa svörtu punkt-
ana.
því hafdjúp hugsun, alvara og ást er
ræðuefni súlnaprestsins.
* *
*
þú sem ert ungur, farðu til fjallanna,
hátt, hátt, hafirðu tíma til þess. Ertu
sjúkur og sár, er sál þín þreytt, þá farðu
til háfjallanna. Teigaðu himinsins Frein-
bláu lind þér til heilsubótar, laugaðu sál
þfna hvíta og hreina í uppsprettu eilífrar
ástar og fegurðar ; og þú munt finna hve
hjarta þitt verður fult af ást, barnsglaðri
og hreinni ást til landsins sem guð gaf
þér—að vísu nakið og bert eins og nýfætt
barn, en þó svo endalaust ríkt í allri sinni
nöktu fátækt,—svo fagurt og ríkt af því
það er þitt. þitt og mitt.
Og af því þú elskar landið, þá elskarðu
líka aumingja svörtu punktana. Og þú
sérð þau öll, þessi augu. Leitandi, star-
andi. Og fyrir aftan hver augu brennur
og skelfur ein sál í sjúkri leit eftir far-
sæld og friði.
Ó, herra minn guð, hve heitt ég óska,
að allir sjúkir og s'orgmæddir á sál ag lík-
ama fengju að koma til háfjallageimsins
örlitla stund. Hvíla við alheimsins stóra
barm,—vafðir örmum himingeimsins,—
og finna hans stóra ástarþrungna hjarta
slá fast við vorn eigin 'litla barm.
* *
*
Og ertu ungur og frískur og sterkur, þá
lát víðsýnið lokka þinn heita hug og fjall-
ið og steininn stæla fót þinn, og fjallvind-
inn hita og kæla þitt unga ólgandi blóð.
Og hlustaðu svo vel eftir ræðunni.—
því hafdjúp hugsun, alvara og ást er
ræðuefnið í kirkju háfjallanna.
Súlum, 20-7-02.
—(Eftir Bjarka).
HÚS TIL SÖLU.
Sig. Júl. Jóhannesson hefir til sölu ný-
legt hús á góðum stað í bænum, ódýrt,
með aðgengilegum borgunarkjörum.