Dagskrá II - 30.10.1902, Síða 3
DAGSKRA.
3
NÝTT TILBOÐ TIL RITSTJÓRA
LÖGBERGS.
Ritstjóri lögbergs gjörir þá staöhæfingu
í Lögbergi er kom út 23. þ.m., aö A. J.
Andrews hafi boöiö að gefa 100 dollara
tif Winnipeg spítalans, ef nokkur gæti
sannfært hann (Andrews), að nokkur mis-
munur væri á stefnu conservativ- og lib-
eral-flokkanna. þetta hyggjum vér ó-
sannindi. Ef ritstjóri Lögbergs getur
sannaö að Mr. Andrews hafi gjört slíkt
boð, þá skulum vér (útgefendur Dag-
skrár) gefa 10 dollara til almenna spítal-
ans. Og til þess að gjöra þetta boð sem
aðgengilegast fyrir ritstjóra Lögbergs, þá
bjóöum vér honum hvorki að sannfæra
oss um að hann hafi rétt að mæla, né
heldur að leggja málið undir almennings
úrskurð, heldur bjóðum vér honum að
leggja málið í gjörðardóm þriggja manna,
og mundum vér gjarnan vilja að þann
gjörðardóm skipuðu þeir þrír íslenzkir
prestar sem búsettir eru hér í bænum,
þeir séra Jón Bjarnason, séra Friðrik
Bergmann og séra Bjarnl þórarinsson.
Ef ritstjóri Lögbergs ekki þorir að leggja
málið undir dóm þessara manna, þá bjóð-
um vér honum að útnefna einn mann
sjálfur og vér annan og þeir tveir komi
sér svo saman um þriðja mann.
Vérgefum ritstjóra Lögbergs tækifséri
á að sanna þessa staðhæfing sína tii 30.
Nóvember, 1902.
Vér gerum það að skilyrði aö ritstjóri
Lögbergs leggi fram aðra $10, sein gangi
til spítalans ef dómnefndin álítur að hann
hafi ekki farið með rétt mál.
ÍSLAN D.
Ágæt tíð á Suðurlandi síðari hluta sum-
ars; heyföng víðast minni en í meðallagi,
en nýting hin bezta. —Afli á þilskip góður
allstaðar umhverfis land.—-Rjómábú á að
stofna í Reykjadal og annað á Vopnafirði.
—Sigurður Sigurðsson búfræðingur hefir
ferðast í 15 vikur um Norðurland og
Mýra og Borgarfjarðarsýslur ; kveður
hann áhuga í búnaði fara mjög vaxandi
og Ameríkuhug óvíða nema í stöku §veit
í Norður-þingeyjarsýslu.—Páll Bjarnason
kandídat sektaður um 300 kr. fyrir meið-
yrði um séra þorleif á skinnastöðum.—
Björn sýslumaður Bjarnason hefir sannað
að hann var saklaus um fjárglæframál það
er hann var kærður fyrir, óg málið fallið
niður.—Barð í Fljótum veitt séra Jón-
mundi Halldórssyni.—Séra Ólafur í Arn-
arbæli fengið lausn frá prestsskap með
eftirlaunum.—Brotist var inn í búð hjá
Birni kaupmanni Guðmundssyni í Reykja-
vík og stolið um 130 krónum, óvíst hver
gjörði.—Héraðslæknir í Reykhólahéraði
skipaður Oddur Jónsson. — Vígður til
prests 14. sept. Magnús þorsteinsson frá
Húsafelli.—í ráöi er að koma á fót slátr-
unarhúsum á helztu stöðum á íslandi.—
Helgi Valtýsson hefir stofnað æskulýðs-
skóla á Seyðisfirði.—Barnablaðið Æskan,
sem nú er 5 ára gamalt, kemur nú aðeins
út einsinni á mánuði (en tvöíalt í hvert
skifti), í stað þess að það kom áður út
tvisvar ; sú breyting er óheppileg ; börnin
eru bráðlát og vilja fá blaðið sitt sem oft-
ast. Jtað er betra að fá þrisvar að borða
á hverjum degi en sex sinnum annan
daginn og ekkert hinn. Séra Matthias
ritar hverja greinina á fætur annari í
Bjarka um trúmál og kirkju; alt í anda
og stefnu únitara.—Neðri deild alþingis
sámþykti áskorun til landstjórnarinnar
um það að komið sé af stað verklegri
kenslu í fjárkláðalækningum. — Báðar
deildir samþyktu áskorun til landstjórnar
um það að hún gjöri öflugar ráðstafanir
gegn útbreiðslu berklaveiki. — Ástvaldur
Gíslason hélt nýlega fyrirlestur á Akur-
eyri um heima trúboð og fordæming;
lítill rómur gerður að því. Steingrímur
lækni Matthiasson- (Jochumson) andmælti
Ástvaldi; taldi enga þörf á neinu nýju
helvíti upp til íslands og fór hörðurn orð-
um og maklegum utn alt þessk,onar rugl.
Einar Hjörleifsson segir að Ástvaldur
hafi annars ekki farið langt út í það að
verja djöfsa, þótt hann sé kostaöur til
þess frá Danmörku. — Áhöld eru komin
til Oddeyrar til að veita vatni í hús, er
talið víst að vatn verði í hverju húsi þar
og á Akureyri eftir ár.— Halldór Bjarna-
son sýslumaður skipaður rannsóknardóm-
ari í málum ísafjarðar þingmannanna.—
Jtessir eru látnir: Magnús Mikaelsson á
Ytri-Bakka við Hjalteyri; Elín Jónsdóttir
móðir séra Árna Björnssonar á Sauðár-
krók; Halldór þórðarson í Bræðratungu í
Biskupstngum; Eggert Jónsson á Kleif-
um f Gilsfirði; Guðmundur ívarsson á
Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. —
Einar Benediktsson hefir gefið ut ritling,
er hann nefnir “Nývaltýsku”; kveður
hann það glappaskot af þinginu að sam-
þykkja stjórnarskrárfrumvarpið óbreytt,
vildi láta nema þaö brott að íslenzk mál
skuli borin upp í ríkisráðinu; Eiríkur
Magnússon, Cambriðge, hefir gefið út
annan ritling sama efnis. — Milli-þinga-
nefnd í fátækramálum ætlar að leggja til
að stofnað verði vitskertra hæli, komið á
fót vinnustofnun fyrir þurfamenn og veitt-
ur ellistyrkur ósjálfbjarga fólki, nokkurs-
konar alþýðu eftirlaun.—Jiyzkalandskeis-
ari hefir látið skreyta Guðlaug Guðmunds-
son sýslumann rauðri örn, hvort það er
blóðörn, vitum vér ekki. — Krossfestir
hafa þeir verið nýlega af Dana konungi
Ólafur Ólafsson bæjarfulltrúi í Reykjavík,
Jón Jónsson hreppstjóri í bygðarholti í
Austurskaftafellssýslu og Páll Ólafsson á
Akri í Húnavatnssýslu.
Á hverju heimili
má heita að “Vatnsþróin” hafi verið
keypt meðal Islendinga í Winnipeg og
mjög víða úti á landi. Hafa víst fáar ís-
lenzkar bækur útbreiðst eins á jafnstutt-
um tíma. Nokkur eintök eru enn óseld ;
pantið þau hjá útgefendum Dagskrár eða
herra Kristjáni Stefánssyni, 410 Ross
yve., sem er aðal-útsölumaður.
QESTUR PALSSON.
Fyrsta heftið af ritum Gests Pálssonar
verður fullprentað í byrjun næsta mánað-
ar. það verður nokkru stærra en upp-
hafiega var gjört ráð fyrir, ‘en þó með
sama verði. þeir sem þess æskja, geta
fengið bókina í fallegu bandi, aðeins 25
centum dýrari en hún verður í kápu.
Sendið sem fyrst pantanir til Sig. Júl.
Jóhanneksonar, 547 Ross Ave.
DAQSKRÁ II.
Gefin út af nokkrum Islendingum í Win-
nipeg.—Kemur út þrisvar í mánuði.
Ivostar $ 1.00 árg. Til Islands $1.00.
Ritstjórnarnefnd : Sig. Júl. Jóhannesson,
F. Swanson, Stefán Thorson.
Utanáskrift til þeirra er :
Editor Dagskrá II.,
560 Sherbrooke St.,
Winnipeg.
Ráðsmaður : Wm. Anderson,
499 Young St.,
Winnipeg.
j*j*
Auglýsingaverð : Smá-auglýsingar 250.
hver þumlungur dálkslengdar. Afslátt-
ur á stærri auglýsingum, eða ef samið
er um augl. fyrir lengri tíma.
jtj*
Kaupendur verða að muna það, að gera
ráðsmanni blaðsins aðvart er þeir skifta
um bústað, og geta um fyrverandi bú-
stað sinn.
United Brotherhood of
Carpenters and Joiners
of America
Deild þessa félags hér í bænum hefir
fund á hverju föstudags kvöldi í
TRADES HALL.