Dagskrá II - 30.10.1902, Side 4

Dagskrá II - 30.10.1902, Side 4
4 D A G S K R A . ÚR ÖLLUM ÁTTUM. Bæjarráöiö í Chicago hefir samþykt á- lyktun um það, að þjóðin ætti að eiga all náma. Á almennum fundi í Auburn í Maine var nýlega samþykt ályktun um það, að þjóðin ætti að eiga allar járnbrautir og alla náma ; 1400 voru með því, en 100 á móti. Murpey lögregludómari í Erie í Penn- sylvania farast þannig orð : “Mín skoð- un er, að stjornin ætti að taka kolanám- ana af hinum svokölluðu eigendum þeirra og stjórna þeim sjálf.” Hernaðaráhöld 9 stærstu þjóðanna í Evropu kosta $200,000,000 árlega. Vel er þeirri upphæð varið ! 35 manns dóu úr hungri í Lundúnaborg síðastliðið ár, en konungurinn eyðir tug- um þúsunda á dag. Fjórar miljónir manna hafa hrakist frá írlandi síðustu 50 ár, sakir óþolandi stjórn- arfyrirkomulags, og á sama tíma hafa 2 milionir daið af hungri, en ógrynni fjár borgað landeigendum (?) sem lifðu í svalli og óhófi á Englandi. Liberalar og ihaldsmenn í Danmörku hafa tekið saman höndum til þess að vinna á móti jafnaðarmönnum—alveg eins og hér. í ræðu sem J. S. larte hélt nýlega í Berlin 1 Ontario, varaði hann menn við að leggja mikinn trúnað á það sem flokks- blöðin segðu; hann kvaðst sjálfur hafa 25 ára reynslu í því eíni.—Heimskringla og Lögberg, ís'enzku eftirhermurnar af inn- lendum flokkshroka.geta sett upp húfuna því hún er á þau sniðin. Fréttir frá Suður-Afríku segja ástandið mjög ískyggilegt þar. Við iðnardeyfðina politiskan oroa bætist nú það, að svert ingjar þar eru nú farnir að gjöra óspektir. Kaffer einn að nafni Bokborre hefir safn- að að sér vopnuðu svertingjaliði og látið greiþar sópa um fé bænda og gjört önnur spellvirki. Lögregluflokkur sem sendur var á eftir honum og rakti slóð ræningj- anna, komst að því að vígi þeirra var svo traust að ekki var viðlit að ná þýfinu ; lá við sjálft að svertingjarnir hancjsömuðu lögregluliðið. það er efalaust að mikill hætta stafar af þessum svörtu óaldarseggjum sem leika Þar lausum hala og eru vel vopnum bún- ir. En vopnin er sagt að Bretar hafi fengið þeim í hendur til að berjast á móti Búum. “Sér grefur gröf þótt grafi.” Leikfélag skuldar leikur NEI-IÐ fyrir jólin. Skuld heldur tombólu fyrir jólin til arðs fyrir veikt fólk. I síðasta blaði Dagskrár er þessi prent- villa á 1. bls.: “ eins og á dögum Ed- wards fimta,” en á að vera Edwards fyrsta. IÝNST HAFA nýjar tóbaksdósir úr silfri, á North-West Hall. Finnandi er beðinn að skila þeim á skrifstofu Dagskr. Jólagfjafir. Fátt mun það vera sem menn geta val- ið betra í hátíðagjöf handa vinum sínum um næstu jól eða nýár, en RIT GESTS PÁLSSONAR sem nú eru bráðum fullprentuð. Pantið þau hjá Sig Júl. Jóhannessyni. -----------------^ Skemtun fyrir Dakotamenn. Leikflokkur “Skuldar” fer suður til Dakota 2. Nóvember og leikur þar PERNILLA á þessum stöðum (að öllu forfalla- lausu) : GARÐAR.... 3. og 4. Nóv. MOUNTAIN 5. og 6. Nóv. HALLSON ..7. og 8. Nóv. Leikendurnir verða þessir : Ólafur Eggertsson (Héronymus); Rósa Egilsson (Pernilla); Ivristján Jónsson (Hinrik); Carolina Dalman (Lucia); Guðjón Hjaltalín (Leiard); Olga Olgeirson (Magðalena); Fred Swanson (Gotthard); Kristofer Johnson (Leander); Halldóra Féldsteð (Leonora); Asbjörn Eggertsson (Dómari); Sig Júl. Jóhannesson verður með leikendunum. Með flokknum verða þau Wm. Anderson og Mrs. Merril og leika á hljóðfæri milli þátta. Aðgangur að leiknum verður 35 cent fyrir hvert kvöid. V------------------------------------> NAUTIÐ VIÐ SVELLIÐ: Einusinni var maður á ferð og átti sér einskis ils von. Alt í einu mætti hann mannýgu nauti, sem réðst á hann án þess hann hefði nokkuð áreitt það. Glerhált svell var í nánd og maðurinn fór út á það þá vissi hann að sér var borgið, því út á svellið þorði kussi ekki, hvað sem það kostaði og hversu mikið sem hann lang- aði til þess. Nautið hljóp alt í kring öskrandi og bölvandi og rótaði upp jörð- inni með klaufunum, en út á svellið þorði það ekki. það lagði stundum klaufirnar á annari framlöppinni út á svellið, en fann að það mundi ekki geta staðið—því jafnvel naut hafa vit á ýmsu þesskonar. Maðurinn glotti og leit stríðnislega á bola, en |það jók ilsku hans um allan helming. Loksins labbaði kussi brott þunglama- lega, hengdi hausinn niður að jörðu og bölvaði lágt. það er skrítið hvernig vissis atburðir kalla fram í huga manns vissar sögur. þessi saga kom oss alveg ósjálfrátt í hug þegar vér athuguðum viðureign þeirra A. J. Andr^ws og ritstjóra Lögbergs. Já, nautið minnir oss þar á ritstjóra Lögbergs eða ritstjóri Lögbergs minnir oss á naut- ið. Andrews hefir komið svo fram í öll- um greinum, að hann hefir áunnið sér virðing og vináttu flestra er hann þekkja. Hann er einn af helztu lögmönnum bæj- arins og hefir á sér alment orð fyrir staka samvizkusemi ; hefir margoft veitt fátæk- lingum fylgi er þeir hafa verið fótum troðnir, og það án nokkurra launa. þegar hann var bæjarstjóri naut hann að verð- leikum meiri hylli en nokkur annar stjórnandi þessa bæjar, sérstaklega hjá verkalýðnum, og oss íslendingum hefir hann reynst flestum betur. Hann berst fyrir jafnrétti og frelsi í öllum greinum, er einn aðalstarfsmaður dýraverndunar og annara mannúðar vérka. En svo kemur Magnús Paulson, öllum Islendingum til stór-vanvirðu, ogútbreið- ir þau ósannindi á ósvífinn hátt, að Mr. Andrews sé anarkista-foringi. Hvenær hafa Islendingar átt jafnóráðvandan mann við blaðamensku ? Andrews er staddur á vellj hreinskilninnar, studdur staf sann- leikans; honum er því ekki hætt við falli. En sá völlur er jafn sleipur fyrir ritstjóra Lögbergs eins og svellið fyrir nautið, enda eru engar líkur til að hann hætti þangað sínum ójárnuðu klaufum. Væri maður glettinn, mætti teikna of- ur hlægilega mynd af nautinu við svellið. PRENTARI M. PÉTURSSON.

x

Dagskrá II

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.