Dagskrá II - 11.12.1902, Blaðsíða 1

Dagskrá II - 11.12.1902, Blaðsíða 1
II. ÁR. DAGSKRA II, WINNIPEG, ii. DESEMBER, 1902. NR. 13. MAMMA. Viö fálit brunaklungur þú fædd og alin varst og flugsand, þar sem bylgjur svipi gretta; og eina fræðsluröddin, Sem eyra þínu barst, var ægisgnauö og bergmál lágra kletta. En bjart var þér í hugskoti; leið þín eigi lá í land með þeim, er smýgur krókavegi; og hugsun þín var gagnsæ sem himinlindin blá og hrein og ljós sem mjöll á vetrardegi. Er helbleik vetrarnornin á höggstokk lífiö batt og hnepti frjóviö undir jökul-gaddi viö brjósta þinna lindir minn bernskufífill spratt, mót blysum sólar lyfti grónum haddi. Hvort brekin mín þú hirtir, er burt úr minni týnt, en brosþitt.mamma, finstmérenn égsjái. þú ert sú eina kona, sem ást mér hefir sýnt, hin eina kona, sem eg trega og þrái. I æfisögu minni er blóði skrifaö blað, og brotið við, er aldur minn ei feyir; frá banadægri mömmu, að hinsta hvíldar- stað unz hún er borin — dapurlega segir. Á degi einum presturinn kom og margir menn, hve mér er stundin sú í fersku minni. 1 lokrekkjunni svörtu eg lít þig, mamma, enn, er læst var henni fyrsta og hinzta sinni. Hve fölvi dauðans birtist á farardaginn þinn, að fjallabaki sólin gekk í leyni; og foldin lá í hlekkjum með frosin tár á kinn og fannakjólinn strengdan inn að beini. Og sorgarleiktjald dauðans úr himinrjáfri hékk til Heljar, þar sem vegir ljóssins þr Að fórnareldi lífsins svo fram eg hnípinn gekk, þó fús eg væri ei goðin þau að blóta. Með veikri hugdirfð skyldi eg vaka á leiði þVÍ, er vinu mína geymir, nótt er byrgir hauður En gröfin eina á jörðu, er gæti eg sofið í’ er gröf þín, mamma, bæði h'fs og dauður. Frádaudra manna vitum í djúpri grafarþró menn draga ei’ andann sér til heilsuþrifa. En höfuðkúpu mömmu eg heldur kysti þó, en hláturvarir þeirra kvenna, er lifa. í bernskudrauma skuggsja þú brostir fyr við mér, nú birtist þú ei’ framar nokkru sinni. Hve ömurleg er nóttin og dapur dagur hver og drungasvipur yfir hugsjón minni. Ég gaf þér fyrsta orðið sem greindi tunga mín er grátstaf tókstu mér úr brjósti klökku, og hinztu andlátsstununni stefna vil til þín, er steypist ég í heljargljúfrin dökku. En ef til vill dagar þó eftir hinztu nótt, og endurfæðist hrumur vonarkraftur. Á ljósvakadínum þá ruggar þú mér rótt og réttir að mér móðurbrjóstið aftur. Og boginn, sem að leikur þá létt um var- ir mér, er ljóseeig tær, er svalar þorsta rnínum. í himnaríki dvel ég og hólpinn þá ég er, ef hjúfrað fæ ég mig að barmi þínum. Guðmunður Friðjónsson. Heimili. (F'rh.) þegar ástin á milli karls og konu er dauð eða útkulnuð, þá er ekkert heimili eftir þar sem þau búa. þau eru skilin, hvað sem lög og venjur segja. Maðurinn í fávizku sinni eða blindni getur búið til lög og neytt aðratil þess að halda þau á yfirborðinu, en náttúran eða guð, eða hvaða nafni sem menn vilja nefna alstjórnarafl það, sem ræður öllum lögum og lofum í raun og veru, er æðri öllum öðrum skorðum, böndum og hindrunum. Náttúrulögin geta menn og konur auð- veldlega brotið, en aldrei án þess að hegn- ing fylgi þeim glæp. Og engin lagagrein náttúrunnar er stærra né skýrara letri skráð en sú, að karl og kona eiga að lifa saman í friði, ást, virðingu, vináttu og samhljóðan. Og þegar ósamlyndi með öllu því djöfulsafli, sem því er samfara, byrjar að eitra og eyðileggja sálir þeirra, sem eiga að unnast, þá eru aðeins tveir vegir fyrir höndum. Fyrri vegurinn er sá, að reyna að stilla aftur strengi þeirra sálna, sem áður slógu í samræmi og kippa öllu í lag; gangi það ekki, þá er það heilög skylda að skilja; helzt með góðu; koma sér saman um það í vináttu og bróð- erni. Tíminn hefir þá sýnt það að ein- hverjir vankantar voru því til fyrirstööu á aðrahvora hlið eða báðar, að þessir tveir partar gætu fallið saman. Sumum þykir þetta ef til vill ekki rétt skýring náttúrulagánna, en hversu blind- aðir sem menn kunna að vera af völdum trúarbragða eða einhverju öðru, þá er ekki til nokkurs fyrir þá að halda því fram, að upptök allra hjónabanda séu frá himn- um og þess vegna sé skilnaður synd; til drög sumra hjónabanda eru af ógöfugum rótum sprottin og skilnaður dygð. Ég vil leyfa mér i vinsemd að beina þeirri spurning að hverjum, sem er and- stæður skilnaðarleyfi, hvað hann vilji gjöra við þær ógæfusömu sálir sem hafa ratað í það böl að tengjast þeim böndum, sem skapa þeim æfilangar kvalir, ef ekki er aðgjört? Vill hann neyða þau til þess að lifa saman? Ef hann vill það þá er hann sekur í mansali, því enginn þræl- dómur í heiminum er voðalegri en sá, að vera neyddur til sambúðar við persónu •sem maður hefir andstygð á. Hugsið ykkur einnig annað sem af þessu leiðir. Ég skeyti því ekki þótt ég þyki rita of bert og að sumra áliti jafnvel ókurteist. Atriðfð er þetta: Hjón sem hata eðafyrirlíta hvort annað, en eru neydd til sambúðar, eignast börn; og ef það er ekki glæpur, þá hefir aldrei verið drýgður nokkur glæpur á jarðríki. Athugið þetta vel, vinir mínir; þessa voða- legu synd; þegar karl og kona eiga saman börn sem eru getin í hatri, sem aðeins er um stundarsakir deyft með áhrifum lægstu tilhneiginga, sem til eru í dýrseðlinu. það eru nógu margir heimskingjar, nógu margir ógæfumenn í heiminum; nógu margir ósjálfbjarga ræflar; lög sem þvinga mann og konu til þess að stíga öll spor skökk, ef þeim hefir orðið á að stíga eitt skakt, eru ekkert annað en verksmiðjur til þess að skapa í ófullkomna menn og ógæfusama. Snmir vilja leyfa hjóna- skilnað, en ekki leyfa það að skildar per- sónur fái að giftast aftur öðrum. þess- konar menn eru talsmenn ósiðferðis á hæsta stigi. því það er auðráðin gáta öllum, sem nokkurt skyn hafa, að ef annaðhvort þeirra hjóna, sem skilið hafa, mæta persónu, sem þeim fellur í geð og þrá sambúð við og lögin leyfði þeim ekki að njótast, þá mundu þau taka lögin f

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.