Dagskrá II - 11.12.1902, Blaðsíða 3

Dagskrá II - 11.12.1902, Blaðsíða 3
D A G S K K A . 3 og efling þeirra, hann sé ekki kristinn maönr; þetta er kenning séra Jóns. Ef menn trúa þessu ekki, þá fletti þeir upp í Sameiningunni í desember 1886. Hvort sem það er nú réttu nafni kölluð ósvífni, eins og það var kallað af sumum, þá er ég stoltur af því að ég var fyrsti maðurinn, sem kvað upp úr með það í Reykjavík, að drykkjuskapurinn á Islandi væri vernd- aður af prestum og öðrum leiðandi mönn- um; ég fann orðum mínum fullkomlega stað, þau voru hátíðlega sönn, þótt þau þá væru talin ofstæki og ósannindi. Ég hafði þá skoðun, að ábyrgðin hvíldi mest á leiðandi mönnunum, að þeir væru skyldir að ganga í broddi fylkingar, þegar um siðferðismálefni væri að ræða; að þeir væru skyldir að vinna að algjörðu bind- indi og fá aðra tíl hins sama. þá vorum við séra Jón á sama máli; ég vissi að hann hafði heima á íslandi verið stækari bindindismaður en dæmi voru til meðal fslendinga; ég vissi að hann var eins fyrst eftir að hann kom til Ameríku; ég hefi sönnun fyrir því að hann fór lengra í þá átt, þegar hann vann hér í félagi er “þokan” nefndist, heldur en ég hefi nokkru sinni farið. Ég virti þá séra Jón fyrir þetta og leit upp til hans sem dug- andi og afskiftamikils bindindisleiðtoga. En hvað skeður svo? Nú er hann snúinn í þessu máli; nú ritar hann og ræðir á móti algjörðu bindindi og vinnur með því’ stórtjón íslenzku þjóðinni. Hann er at- kvæðamaður oggæti unnið ótrúlega mikið ef hann gjörði það, en það lið sem hann veitir drykkjuskap og ósiðsemi með því að vera á móti algjörðu bindindi er meira en svo að það verði með tölum talið. Nú hafa prestarnir á íslandi snúið við blað- inu, og það eru þeir ásamt öörum leiðandi mönnum sem hafa komið málinu í það horf,’að ísland er orðið mesta bindindis- land í heimi. Prestar, læknar, kaupmenn, sýslumenn og blaðamenn eiga nú mestan og beztan þáttinn í bindindisbaráttunni heima. En hvernig er það hér? Enginn þessháttar manna vinnur að því hér í Winnipeg svo teljandi sé. Með sömu biblíuna í hendinni sem séra Jón sannaði það meðfyrir 10—15 árum að allir kristnir menn væru skyldir að vinna i félagsskap algjörðs bindindis, heldur hann nú fram hinu gagnstæða. ])a.ð er ekki af neinni persónulegri óvild við séra Jón að ég rita þessar línur, mér er ekkert sérlega hlýtt til hans, það er satt, en þetta er ekki af þeim ástæðum ritað. Ég hefi 'mörgum sinnum talað um bindindismálið við hann með vinsemd og kurteisi og sýnt honum mótsagnirnar í starfsemi hans, en það er að berja höfðinu við steininn. Ég leyfi mér að beina eftirfarandi spurningum til þín, séra Jón, af því ég veit að þú ert sá maður sem getur komið miklu til leiðar, og ég vænti svo mikillar kurteisi af þér að þú svarir mér hreinskilnislega: 1. Var það ekki sannfæring þín sem þú hélst fram, þegar þú sagðir að allir kristnirmenn væru skyldugir að vinna að félagsskap algjörðs bindindis? 2. Er það sannfæring þín núna, eins og þú hefir haldið fram í seinni tíð, að jjað sé ekki rétt að vera í algjörðu bindindi? 3. Hvað er það sem hefir orðið til þess að breyta skoðun þinni á þessu máli? Ef þú færir mér sanninn fyrir því að þú nú hafir tekið rétta stefnu, þar sem þú talar máli vínsölu og víndrykkju, þá er ég reiðubúinn að segja skilið við allan bind- indisfélagsskap og ganga í lið með þér til þess að vinna á móti honum. þetta er alvarlegt mál sem þú ert skyldur að svara. þú getur ekki sagt að málið sé þess ekki vert, þú hefir sjálfur talið það eitt stærsta mál heimsins; að þú fyrirlítir mig og viljir ekki svara þess- vegna, getur heldur ekki verið, því það væri þess órækur vottur að þú værir ekki sannkristinn maður. Ef það er rétt að hlífðarlaus, dynjandi “kritik” hafi verið nauðsynleg á leiðandi mennina heima á meðan þeir unnu á móti siðferði, þá hlýtur það einnig að vera nauðsynlegt að hella hlífðarlausri “kritik” yfir þig og aðra leið- andi menn hér,sem standa þessu siðferðis- og velferðarmáli fyrir þrifum. Ég er ekki eins sannfærður um gildi neins rnáls og bindindismálsins og þessvegna tel ég það stórtjón þegar atkvæðamenn eins og þú hlaupa undan merkjum þess og vinna því Ógagn. SlG. JÚL. JÓHANNESSON. Nýjar bækur. “ÚR HEIMAPIÖGUM”, kvæði eftir Guðmund Friðjónsson, Reykjavík, Isafoldarprentsmiðja, 1902, 260 bls. í litlu (12 blaða) broti með mynd höf. Sú gleðifregn barst vestur um haf í sumar að verið væri að prenta kvæði eftir G. Friðjónsson; sá höfundur er orðinn svo vel þektur hér vestra þrátt fyrir þá sleggjudóma, er Lögberg hefir flutt uin hann, að ljóðum hans og sögum er með fögnuði tekið. Flestir munu til dæmis telja söguna “Dóttir mín”, er Eimreiðin flutti í fyrra, með því allra fegursta, sem ritað hefir verið á íslenzkri tungu nýlega, þó Lögberg kallaði hana “sögu ómynd” og ósóma. En sleppum því; Guðmundur hefir hlotið viðurkenningu. Af því ég er persónulega kunnur höf- undi þessarar bókar, en hann lítt þektur meðal Islendinga vestra, nema i gegn um rit sín, skal ég leyfa mér að fara nokkrum orðum um hann sjálfan áður en ég legg dóm á bókina.' Hann er fátækur bóndi í J)ingeyjarsýslu á íslandi, 30 ára gamall. Hann er stúdent frá Möðruvallaskóla; kom það snemma í ljós á skólaárum hans að hann . átti hugsun og skoðanir, sem ekki féllu saman við allra annara manna; hann sýndi það ungur, að hann mundi ekki “binda bagga sína sömu hnútum og samferðamenn”. Hann var óvæginn í orðum og ófyrirleitinn, kom sér illa við suma kennara sína og yfirmenn eins og flestir þeir, sem ekki láta leiðast í annara tjóðri. Hann ritaði greinar í blöð um ýms efni, skrifaði sögur og orti kvæði, og hafði það alt á sér einkennilegan blæ, sem höf. átti einn og enginn annar. Aðal- þráðurinn eða uppihaldið í öllu, er hann ritaði og orti, var köld gremja til kúgunar- valds í öllum myndum, þó hann hyggi hvössustum vopnum að klerkastéttinni. Hann talaðí máli lítilmagnans, hélt uppi hlífiskildi fyrir dýrum; hvatti til atorku og ættjarðarástar; réðist óhikað á em- bættismanna hrokann og dramb þeirra stétta, er ofar töldust alþýðunni. Hann lenti í afarhörðum ritdeilum við Einar Hjörleifsson, þegar Einar vildi gera lítið úr öllum alþýðumönnum en tildra upp hverri gorkúlu, ef hún hafði sprottið á haugi einhverrar skólanefnu. J)að er í eina skiftið, sem Einar hefir gjörsamlega farið flatt i ritdeilu; enda var málstaður- inn ekki góður og óvægilega barist af hendi Guðmundar; hann veitti Einari mörg högg og stór. Fyrsti maðurinn, sem varð til þessað viðurkenna Guðmund sem skáld, var Einar Benediktsson og var honum lagt það til ámælis. Alt það sem Guðmundur hefir lagt til íslenzkra bókmenta, eru hjáverk hans frá daglegu striti. J)á er að minnast á bókina. Ytri frá- gangur má beita góður; bandið mjög snoturt, pappír vandaður og letur fremur fallegt; prentvillur eru nokkrar og ósam- kvæmni f rithætti, svo sem h v a r vetna og hvervetna ávíxl; blæu fyrir blæju, a 1 f a fyrir á 1 f a, e n n i s ó 1 u m fyrir ennissólum (það er afarljót prent- villa), brágrýtis fyrir blágrýtis, he f fyrir hefi; hef er af sögninni að hefja (þ. e. lyfta), hefi af sögninni að hafa; skyldurðu fyrir skyldirðu, skír fyrir s k ý r, f æ r u r fyrir f æ t u r, f j ó I - breyttur fyrir f j ö 1 b r e y 11 u r, a n n a r- h v e r íyrir annarhvor, ráðagróðri fyrir ráðagóðri, og fl. Enn fremur nokkrar rímvillur, málleysur og ambögur, t. d. hv notað sem höíuðstafur eða stuð- ull í staðinn fyrir K, án þess þó aö þeirri

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.