Dagskrá II - 11.12.1902, Blaðsíða 2

Dagskrá II - 11.12.1902, Blaðsíða 2
eigin hendur, meö öörum oröum, vera saman hvað sem lög og kirkja segði. Foreldraskyldan er oft höfð sem vopn á móti hjónaskilnaði. En er hægt að hugsa sér nokkur áhrif verri, sem barnið gæti orðið fyrir, en þau sem það hlýtur á svokölluðu heimili, þar sem faðir og móðir sýna hvort öðru fyrirlitning og svívirðu? Fátækrastofnun, eðahver annar staður sem vera vildi, væri miklu heillavænlegri fyrir framtíð barnsins en slíkt heimili. Skyldan við börnin, þegar þannig stendur á, er ekki sú að halda þeim heima, heldur að taka þau þaðan svo fijótt sem unt er. Ef börnin eiga að leggja af stað í leið- angur þann sem heitir lífsferð með þeirri byrjun að hafa tapað virðingu fyrir föður sínum og móður,þá er þeim vissulega gjört það torvelt að verða nýtir menn ogkonur. Nei, vinir mínir, hjónaskilnaður er ekki böl. Bölið liggur f sambúðinni og eina heilbrigða meðalið er skilnaður. (Frh.) JFerbaðaga. Eftir SlG. JÚL. JÓHANNESSON. (Frh.) Lestin lötraði af stað. Ég bjó um mig í einu sætinu á meðal félaga minna, sat þar stundarkorn og horfði út um vagngluggann. Föl hafði fallið á jörðu daginn áður, sem klæddi akrana eins og hvítt lín, en sólgyðjan hafði farið um þá svo heitum höndum að göt höfðu brunnið á klæðið og var það tilsýndar orðið gráleitt. Frostguðinn hafði teygt gómana hingað suður og lagt fjölda af örþunnum smábeltum yfir ána, en þau hrukku öll í sundur eins ogbrunnir þræðir þegar Sunna studdi á þau stöfum sínum, og flaug mér þá í hug vísa Hannesar Haf- steins: “Blessuð sólin elskar alt, alt með kossi vekur; haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur”. Eftir alllangan tíma komum við suður að landamærum; kallaði þá einhver upp og sagði að nú færum við bráðum að “krossa” línuna; sjálfsagt með einhverju helgu krossmarki til þess að ekkert ílt kæmist inn í land frelsisins; enda varð ég þess brátt vís að gullstirndur maður gekk eftir vögnunum og skoðaði vandlega far- angur allra ferðalanga. Einn náunginn kallaði í mig með inesta ákafa og bað mig að “passa” töskuna sína, sem var í sætinu hjá mér. Ég hélt að eitthvað væri f henni sem þessi snuðrari mætti ekki sjá, stakk henni undir sætið og ætl- aði að “passa” hana þar; ég hlaut ekkert þakklæti fyrir það; var aðeins skammaður fyrir skilningsleysið; hann sagði ég hefði átt að rétta sér töskuna. Mér var sagt að þessi tösku-þefari væri vikadrengur stjórnarinnar til þess að heimta þriðjapart verðs af vörum sem kynnu að vera fluttar yfir landamærin. Frelsið er nefnilega ekki meira en það í Ameríku að menn eru sektaðir fyrir það að flytja eignir sínar úr einum stað í annan, og þó flækist fjöldi skrumara með lognu frelsisglamri fram og aftur. Nei, það er eitthvað bogið við það að ekki skuli vera leyfilegt að flytja vörur sínar án þess að sæta háum sektum, en fólkið er blint fyrir því; þykir þetta gott og blessað. J)ær eiga sannar- lega við hér vísurnar hans Hannesar: “Ég játa, það er ekkert líf, sem við lifum, í landinu’ er eitthvað sem varnar þrifum; og fólkið er altaf að deyfast og dofna, og dotta í hálfunnu verki og sofna. — — Ég fyrir mitt leyti játa það glaður að ég er niðurskurðarmaður”. Já, það er margt sem hér þarf að skera niður og það er daglega reynt, en þó er eins og óheillavættirnar hafi að sumu lejdi náð þeim heljartökum að járnklær ranglætisins verði ekki losaðar af kverk- um hins rétta og sanna, svo manni verður það að sþyrja sjálfan sig með orðum skáldsins: “Er þá alt saman ísKaldur leikur? er þá krafturinn sjálfur veikur?” En vonin svarar og segir, nei: “Hún kemur, hún b'rýíst fram, hún byltir sér vor bundna framtíðarsál”. En hversu langt skyldi þess að bíða að vér hættum “að láta þá slægari flá oss og fletja og fæða þá sterkari sjálfum oss á?” ------þegar snuðrarinn hafði rekið nefið ofan í hverja tösku og hvern dall, undir hvert sæti og inn í hverja smugu, fór lestin af stað aftur. þá var það eitt sem okkur þótti næsta kynlegt: það var tals- verður munur á því, hvað ferðin gekk greiðara, þegar komið var. suður fyrir landamærin; það var eins og Bandaríkja- fjörið birtist í hraða lestarinnar; hún tók snöggari kippi og skreið miklu drýgra. Um kveldið staðnæmdist lestin í litlum bæ en snotrum; heyrði ég þá einhvern segja: “þetta er seint, Tómás”. Mér fanst ferðin ekki ganga neitt seint og með því að ég vissi af engurn Tómási í för méð okkur gengdi ég þeim, sem talaði og andmælti þessu. “Bærinn heitir ‘Seint Tómás’!” var mér þá svarað. Á íslenzku mundi það þýðaTómás helgi, og lá mér þá við aö draga skó af fótum mér er ég var köminn á helgan stað. En í sama bili varð mér litið í glugga og sá að inni hékk fuglabúr með tveimur fuglum í, sem auðsjáanlega kunnu illa við sig; fanst mér þá staðurinn ekki svo helgur, sem nafnið benti á, og datt mér í hug þessi vísu partur: “Vesalings, vesalings fangar, ég veit hversu sárt ykkur langar”. þó bar þess annað ennþá ljósara merki að skugga hafði slegið. á helgi bæjarins, því fram hjá mér gekk ungur maður, svo illa á sig kominn af völdum áfengis, að hann vissi ekki fótum sínum forráð; hlógu þeir sumir að honum, sem á horfðu. Já, það er leikur, sem lætur mörgum, að fjötra bróður síns fætur og hendur og hlægja svo ef hann hleypur ekki; heimurinn kallar það hreystimerki, en guð einn veit, hve sá glæpur er stór. (Frh.) PUND í JÖRÐU GRAFIÐ. það er talin ókurteisi af sumum að ræða eða rita persónulega um sérstaka menn í sambandi við sérstök málefni; en nauðsyn brýtur lög. Ég ætla að gjöra mig sekan í þeirri ókurteisi í þetta skifti og ætla engrar afsökunar að biðja á því. Á árunum 1880—90 .voru prestar og leiðandi menn heima á íslandi bann- sungnir hvað eftir annað af vesturheiins- prestum fyrir það, að þeir ekki beittu sér fyrir bindindismálið og væru bæði bein- línis og óbeinlínis orsök í óreglu og drykkjuslarki. Mér þótti samt vænt um þessa dóma; ég vissi að þeir voru réttir og sannir; heima voru menn rjúkandi reiðir yfir þeiin og flestir kölluðu þá sleggjudóma; embættismannadýrkunin var svo mikil, að enginn þorði að koma fram hreint og beint og prédika þennan sannleika, nema það sem vesturheims- prestarnir sendu heim. Séra Friðrik sagði í Aldamótum, að nauðsynlegt væri að senda heim með hverjum pósti nokkra hestburði af dynjandi, hlífðarlausri “krit- ík”. Séra Jón skrifar i Sameininguna í desembermánuði 1886 um bindindi, og kveður það heilaga, kristilega skyldu allra manna aö vera í bindindisfélagsskap og vinnaað útbreiöslu hansaf alefli. Kirkjan, segir hann, að eigi íneö leiðandi menn sína í broddi fylkingar að vinna að því að koma öllu.rn mönnum í bindindis- félag, þar sem algjörlega sé neitað og barist á móti allri nmuu líengra drykkja, og allra helzt á að vinna að því, eftir hans áliti, aö fá í það félag hófsemdar- mennina. Haun byggir allar þessar stað- hæfingar á biblíunni. Með öðrum orðum, andinn í þessari grein hans er sá sami og Ólafía Jóhannsdóttir heldur fram á Is- landi, að maður sem ’.e.ki böl ofdrykkj- unnar, og sé kunnugur stefnu og tilgangi bindindis- og vínsölubannsfélaga og vilji samt ekki vinna eftir mætti að útbreiðslu

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.