Dagskrá II - 11.12.1902, Blaðsíða 4

Dagskrá II - 11.12.1902, Blaðsíða 4
4 D A G S K R A . reglu sé fvlgt að bera hv fram sem k; pað gjöra auðvitað sumir norðlendingar, en það er rangt mál. Fundamót er málskrípi; fundur er sama sem mót, fundamót þýðir því fundafundur; það er sama og þegar sagt er “gufudampur” eða “ferðareisa”. þrír stuðlar eru oft í stað tveggja og tveir höfuðstafir í stað eins; spornað er rímað á móti varnað; talað um ljóstýru í kerti, o. fl. “Ota náði ég gönguteinum” er hnoð. “Hún rís á fót úr rekkju ó s e i n” sömu- leiðis; ‘ ‘náði’ ’ í þeirri merkingu og ‘ ‘ósein” eru hortittir. “Börn á róli hlaupa í hring” er tæpast rétt. Ég hefi aldrei heyrt talað um að menn hlypi á róli. Einn vísupartur er þannig: “Hvort jörðin er gráofnum grímuhjúp sveipt eða glitskikkju vorsólar búin, er gulltoppu feðganna á himininn hleypt af himnesku eldfjöri knúin”; gulltoppu er hleypt á himininn, knúinni himnesku eldfjöri, er víst hugsunin. Ef að kemur fyrir í stað ef. það er ljótt mál. það er hugsunarvilla þar sem talað er um að sjá “árniðinn ymja og andvarann hjala”, eða að heyra “grund- irnar gróa og geislana skína”. Gjarnan er skrifað fyrir gj arna, og greinarmerki vantar víða. í lesmáli geta verið skiftar skoðanir um hvar eða hvernig greinar- merki skuli vera, en í ljóðum síður. Dettur mér í hug gömul vísa, sem ýmist er versta níð eða mesta lof, aðeins eftir því, hvar tvær kommur eru settar. Vísan er þannig: “Grundar dóma, hvergi hann hallar réttu máli; stundar sóma, aldrei ann örgu pretta táli.” Séu kommurnar færðar aftur um eitt at- kvæði, verður vísan last í stað þess að hún er hól, þá verður hún svona: “Grundar dóma hvergi, hann hallar réttu máli; stundar sóma aldrei, ann örgu pretta táli”. þá eru aðalgallarnir taldir og skal því snúið að kostunum; þeir eru margir og miklir. Má svo að orði komast, að hvert kvæðið sé öðru betra, þótt rímlýti séu all- mörg. þegar Guðmundur yrkir, er eins og honum sé hlaðinn sinn köstur til hvorrar handar, og hann hafi fullkomið vald yfir báðum. í öðrum eru allar þær hugmyndir, sem skapast geta í íslenzkum heilum, en í hinum öll orð íslenzkrar tungu í öllum sínum myndum. Hvert skáld þarf að hafa þetta hvorttveggja, en fáir hafa eins mikið vald á því og Guð- mundur. Úr þessu efni smíðar skáldið myndir, sléttar þær og fágar með því, sem heitir rím og form og gefur þeim líf jafn- ótt og þær fæðast; það líf sækir skáldið inst inn í djúp tilfinninga sinna, eða rétt- ara sagt, inn í helgidóm hjarta síns. I gegnum það er það aðallega, sem myndin talar til þess, sem sér hana eða heyrir. Hvorugt þetta, rímið eða tilfinningarnar, er hægt að segja, að hlýði Guðmundi eins vel og mál eða hugmyndir. Guðmundur yrkir um ást og sorg svo snildarlega í sinni röð, að efasamt er, hvort nokkur hefir þar ort af meiri 1 i s t, en þó þannig, að sami maðurinn, sem hlyti að gráta er hann læsi sorga- og ásta- kvæði Kristjáns Jónssonar, gæti lesið ljóð Guðmundar um sama efni með þurrum augum. En listin er óviðjafnanleg. (Framhald). SVÍVIRÐILEG STJÓRN. Stjórnin í Ontario lét fólkið skera úr því með atkvæðum 4. þ. m. hvort það vildi hafa vínsölu eða ekki. það var samþykt með 40,000—50,000meiri hluta atkvæða að vínsölubann skyldi komast á. En stjórnin segir, að minni hlutinn skuli ráða. það er gott stjórnarfyrirkomulag eða hitt þó heldur, sem hér kemur í ljós. Ef stjórnin er sjálf með einhverju máli og heldur að meiri hluti sé því hlyntur, þá lætur hún meiri hluta ráða, ef hún heldur að minni hluti sé með því, þá lætur hún minni hluta ráða. Er nokkurs staðar til meiri harðstjórn en þetta? Ekki oss vitanlega. Kosningarnar. Arbuthnot endurkosinn bæjarstjóri. þessir eru bæjarráðsmenn: J. C. Gibson, John Russell, D. D. Wood, J. W. Cock- burn, J. G. Latimer og F. G. Harvey. Islendingar greiddu langflestir atkvæði með Dales; þeir virðast skilja það öllu betur en flestir aðrir, hversu mikla þýð- ingu það hefir, að koma að verkamanna fulltrúa; en allir mega þeir fyrirverða sig, er svo voru latir, að þeir nentu ekki að ganga fáein spor til þess að greiða at- kvæði. Svefninn er sumum fyrir öllu. Samþykt að leyfa ekki að strætisvagnar gangi á sunnudögum meðþeim skilyrðum, sem um var að ræða. BRÉFIÐ OG HERMANNAGLETTUR voru leikin 8. þ. m. Bréfið er mjög efnislítið. Hermannaglettur eins. Hostrup skrifaði þær aðeins til að mýkja reiði her- skrílsins, eftir að hann hafði gjört honum gramt í geði með “Andbýlingunum”. Aðalefni hans er að hefja upp hermanns- stöðuna, og það er ljótt. Sigurður Magn- ússon leikur snildarlega, Páll Magnússon mjög vel, Ólafur Thorgeirsson, Anna Borgfjörð og Albert Jónsson laglega; Guð- rún Indriðadóttir fremur vel, Valdimar Magnússon og Kristján Jónsson laklega. Nákvæmari dómur síðar. Ný ljóðabók eftir Sigurbjörn Jóhanns- son í Argyle, er komin út á kostnað tveggja bænda í Argylebygð. Hennar verður minst síðar. Eiríkur Hansson, annað hefti nýút- komið. þess einnig getið síðar. Leikfjelag Skuldar leikur “Nei-ið” og “Hjartadrotninguna” að öllu forfallalausu 5., 6. og 8. Janúar. JÓLABOÐ DAGSKRÁR. Munið eftirað Guðbjörg Jóhannesdótt- ir, 547 Ross Ave., veitir móttöku gjöfum fyrir jólatréssamkomu þá, er Dagskrá heldur fátækum börnum. Kapitola verður leikin af Leikfélagi Skuldar áður en langt líður. það er mjög merkilegt leikrit; flestir íslendingar kannast við söguna. Jólagjafir. Fátt mun það vera sem menn geta val- ið betra í hátíðagjöf handa vinum sínum um næstu jól eða nýár, en RIT GESTS PÁLSSONAR sem nú eru bráðum fullprentuð. Pantið þau hjá Sig Júl. Jóhannessyni. United Brotherhood of Carpenters and Joiners of America Deild þessa félags hér í bænum hefir fund á hverju föstudags kvöldi í TRADES HALL. DAQSKRÁ II. Gefin út af nokkrum Islendingum í Win- nipeg.—Kemur út þrisvar í mánuði. Kostar $1.00 árg. Til íslands $1.00. Ritstjórnarnetnd : Sig. Júl. Jóhannesson, F. Swanson, Stefán Thorson. Utanáskrift til þeirra er : Editor Dagskrá II., 560 Sherbrooke St., Winnipeg. Ráðsmaður : Wm. Anderson, 499 Young St., Winnipeg. Auglýsingaverð : Smá-auglýsingar 250. hver þumlungur dálkslengdar. Afslátt- ur á stærri auglýsingum, eða ef samið er um augl. fyrir lengri tíma. Kaupendur verða að muna það, að era ráðsmanni blaðsins aðvart er þeir sk ifta um bústað, og geta um fyrverandi bú- stað sinn. PRENTARI M.PÉTURSSQN.

x

Dagskrá II

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá II
https://timarit.is/publication/174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.