Fréttir

Útgáva

Fréttir - 02.10.1915, Síða 2

Fréttir - 02.10.1915, Síða 2
2 FRETTIR [2. okt. Sólarlag. Islensk saga. Pað var sunnudagur seint í aprílmánuði. Jörð var þvi nær alauð, en kuldar höfðu verið allmiklir um nokkurn tíma undanfar- inn. Samt var vorblærinn sýnilegur á öllu og í öllu. Jafnvel í sálum mannanna var farið að vora. En bændurnir voru samt kvíðafull- ir. Þeir kviðu fyrir vorinu. Þeir töldu víst að eitthvert hretið ætti eftir að koma og kvelja skepnurnar þeirra, af því að batinn hafði komið svo fljótt, svo undarlega snemma, og það var »búið að ganga svo lengi gott«. En þetta var nú eingöngu kvíði, leiður og sár. Kvíðinn er oss svo afar-eiginlegur, að vér leitum hans, vekjum hann, oft að á- stæðulausu. Hann séra Bjarni í Múla var ekki heima. Prestarnir geta ekki altaf verið heima. Eng- inn getur það, mannsálin getur ekki altaf verið heima. Bjarni prestur var á annexíunni. Hann var að halda guðsþjónustu. Hann var að leið- beina sálum mannanna, leiða þær á rétta braut. Prestar þekkja réttu leiðina að landa- mærunum — og yfir þau. Hann var ekkjumaður hann séra Bjarni. Konan hans var dáin fyrir mörgum árum, og sjálfur var hann nú kominn á efri árin. Hann átti tvær dætur: Hönnu og Veigu, eins og þær voru vanalega kallaðar, og ekki fleira barna. Hanna var ímynd móður sinnar í augum föðurins. Hún var óskabarn föður síns. Hún var 19 vetra. Veiga var 21 árs. Hún var »ágætis manneskja«, sagði fólkið. Hanna var dökkeyg og svarthærð, en Veiga ljós á augu og hár. Það var orðið all-áliðið dagsins. Systurnar voru farnar að vonast eftir föður sínum fyrir löngu. Þær sátu báð- ar í dagstofunni og voru að rabba saman um hitt og þetta. en þess á milli var Hanna að lesa skáldsögu, en Veiga var að merkja línlök. Báðar virtust þær ánægðar með heim- inn og lífið, þótt kjörum þeirra væri dálítið misskift i sumu falli. Veiga var ráðskonan á búinu, en Hanna þurfti sjaldnast að gera annað en það sem henni best líkaði, og það var þá einna helst að lesa skáldsögur. Hún var líka trúlofuð syni Steins læknis á Grund, Bjarna að nafni, sem nú innan skamms átti að taka við Grundarbúinu og Iæknisembætt- inu þar í héraðinu. t*enna vetur var hann í Kaupmannahöfn, en innan skamms var von á honum heim. Hanna var ör í lund og dá- lítið fljótfær. sagði fólkið, en Veiga var talin rólynd og fremur þunglynd. Báðar voru þær systur vel greindar. Báðar höfðu þær verið á kvennaskólanum í Reykjavík. Innilegar voru þær í viðmóti og raun hvor við aðra, en ekki áttu þær vel skap saman, því Hanna gat verið skrambans ertin þegar henni bauð svo við að horfa, en slíkt þoldi Veiga ekki nema stundum, ertnin átti ekki við hana og særði hana, því hún var meir í lund. Ósáttar gátu þær orðið, en sjaldnast voru það nema augnabliks sennur, sem þeim fóru á milli, því í raun réttri voru þær bestu vinur. Þær voru líka systur, það vissu þær. Og þær voru prestsdætur, það vissi fólkið. Hanna sat úti við þann gluggann á stof- unni sem í vestur vissi, og var öðru hvoru að líta út um hann. Hún var að gá hvort hún sæi til föður sins. En ekki kom Bjarni. Rétt vestan við bæinn var all-hár háls, sem kallaður var Múli. Sólin hvarf altaf að baki þessum hálsi nokkru fyr en af melun- um fyrir neðan túnið, þar skein hún Iengur fram eftir kvöldunum. sÞví í ósköpunum er hann pabbi svona lengi? Hann er altaf vanur að koma um kl. 5, en nú er hún nærri orðin 7«, sagði Hanna einu sinni um leið og hún leit útum gluggann. »Hann hefir kannske farið heim að Brekku til hans Kristjáns karlsins. — Karlinn er alt- af að biðja hann að koma heim til sín. Nú, en annars hefir honum vel getað tafist við barnaspurningar«. »Nei, nei, þetta, sem ekki eru nema fjórir krakkar, sem hann spyr þarna í dalnum. Hann er vanalega mjög fljótur að því. Hann fer nú lika bráðum að koma«. »Já, Hanna, hann fer að koma«. »Já-á, við skulum segja svo, en eg vil lika að hann fari að koma«, sagði Hanna og hallaði höfðinu óþolinmóðlega út á vinstri hliðina. »Heyrðu Veiga. Þykir þér ekki leið- inlegt að Múlinn skuli vera svona nærri bæn- um? Hann byrgir alla útsýni í vestur. Mér datt það einmitt í hug núna, að það væri langtum skemtilegra hér í Múla, ef húsið stæði þarna niður á melunum«. Og hún benti út um gluggann sem var á suðurhlið- inni á stofunni. »Sko, þar er glaðasólskin enn!« »Jú, Hanna, það er leiðinlegt að húsið skuli standa svona nærri Múlanum, hann skemmir sólarganginn dálítið hér við bæ- inn«. (Frh.). Hæverskir fjendur. Það má með nokkrum sanni segja, að orustan við Fontenoy, 11. maí 1746, væri síðasta '»riddaraorustan«, þar sem að óvina- herir hafa aldrei síðan sýnt hvorir öðrum jafnmikla kurteisi og þá. í þeirri orustu unnu Frakkar undir forustu Moritzar frá Sachsen fullan sigur á Englendingum og héldu með því yfirráðum í Norðurálfu. Þegar trakknesku og svissnesku varðliðs- sveitirnar hittu her Engla orustubúinn í Fontenoy-skógi námu þær staðar fimtíu skref- um frá framfylkingu Engla. Englendingar settu »skefti við tót« og foringjar þeirra gengu fram og heilsuðu Frökkum með þvi, að færa höndina að hattinum. Á sama hátt gengu fram af Frakka hálfu, Chabannes greifi og Brion hertogi og heilsuðu Englum. Eftir að kveðjur þessar höfðu orðið rétt eins og í hersýningum, gekk fram Charles Hay lá- varður, höfuðsmaður í liði Engla, og ávarpaði foringja Frakka með þessum orðum: »Skjót- ið þér, herrar mínir, í frakkneska og sviss- neska varðliðinu!« Þá gekk fram Hautroche greifi, flokksforingi í her Frakka, tók ofan hattinn, hneigði sig og sagði með hárrirödd: »Herrar mínir, við skjótum ekki fyrst. Viljið þér ekki gera svo vel og byrja sjálfir?« Þegar greifinn hafði svo hæversklega fengið óvinum sínum hin miklu forréttindi, setli hann aftur upp hattinn, kvaddi jafn vinsamlega og fyr og gekk í fylkingu sina. Fám mínútum síðar dundu fallbyssurnar við og orustan var hafin. Þórduniirnar í Elsasz eftir Fritz Sánger. * Það var um miðjan júlí, sem hái maðurinn kom til þorpsins,. og settist að í veitingahúsinu »Vínviðurinn«. Veitingamanninum, Stoller, gat ekki annað en þótt vænt um hann, því að það var ekki einungis að hann hefði nóga peninga, heldur var hann einnig afar þorstlátur, og þorsti hans varð ekki slöktur með þriggja pela flösku af víni. Það leit út fyrir að þorstinn væri sóttnæmur, því að nú urðu hinir gestirnir brátt álíka þyrstir, og tekjurnar veitingamannsins urðu nú alla daga vikunnar eins og þær höfðu áður verið mestar á sunnudögum. Ekki var erfitt að gera háa manninum til hæfis. Hann var æfin- lega í góðu skapi. Hann hafði ágæta söng- rödd og allir gestirnir komust í gott skap við að heyra hann hlægja og syngja, svo að það mátti nærri því segja, um bændurnir í litla þorpinu í Vogesafjöllunum, að hjá þeim væru nú jólin á hverjum degi. Konunum og ungu stúlkunum í þorpinu, Kkaði heldur ekki mjög illa við hann. Herra Kansel var nefnilega Ijósmyndari. Hann hafði reyndar ekki ljósmyndasmfði fyrir atvinnu, um þá, sem það gerðu, talaði hann með mestu fyr- irlitningu. »Þeir eru verkamennirnir mínir", var hann vanur að segja. „Eg tek myndirnar, þvf það reynir á skynsemina, en svo læt eg þá gera hitt«. Hann hafði fimm sinnum tekið mynd af dóttur veitingakonunnar, þrisvar af veitinga- konunni sjálfri og að minsta kosti einu sinni af öllum hinurn stúlkunum í þorpinu, og ekki leit út fyrir að aðsóknin myndi minka. Þeir sem létu mynda sig fengu myndirnar og þurftu ekkert að borga fyrir þær. Þegar herra Kansel tók mynd af einhverjum, þá lét hann viðkom- anda sitja eða standa eins og listgáfan bauð honum í hvert sinn, og hann var ánægður ef fólkið gat staðið, setið eða legið eins og hon- um þóknaðist, meðan á athöfninni stóð. Það er illhægt að hafa mikið á móti slíkum manni. Það var einungis einn maður í þorpinu, sem ekki lfkaði allskostar við ljósmyndarann. Það var gamli skógarvörðurinn, Schanni. Schanni var nteðalmaður að vexti. Hann hafði grá-svargulflekkótt hár, rautt skegg Og heljarstórt tóbaksnef. Hann var smá-skrítinn á' svipinn en aldrei eins og þegar hann talaði við sjálfan sig og ekkert truflaði. Honum þótti gott að fá sér glas af víni, og setti þá æfin- lega upp mesta sunnudaga-andlit, og það eins fyrir því þótt þessi athöfn færi fram á hverjum einasta degi. Hann sat venjulega álútur við borðið, lagði báðar hendurnar utan um glasið og þagði. Það var alveg eins og hann væri að biðjast fyrir. Hann sat æfinlega í sama horninu á veitingastofunni og leit altaf ná- kvæmlega eins út. Fólkið í þorpinu hafði sumarið 1914, mikið að starfa á engjunum og ökrunum, og skifti sér ekki af nokkrum sköpuðum hlut öðrum í heiminum en starfi sínu, hvorki herra Kansel né heldur Schanni, sem aldrei sátu á sáttshöfði. Það vakti því engan óróa í þorpinu, þótt það fiéttist, að í litlu þorpi á öðru horni veraldar- innar, í landi, sem allir vissu að alt var altaf í uppnámi, hetði verið drýgður svívirðilegur póli- tískur glæpur. Samt sem áður voru nokkrir menn, sem sáu að nú var tækifæri til að blása. að ófriðarkolunutn í Elsasz. (Frh).

x

Fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.