Fréttir - 15.10.1915, Side 3
[15. okt.
FRETTIR
57
OOOOOOOOOOOO OOOOGOOOOOOO
I FRÉTTIR §
koma út á hádegi hvern dag. g
Ritstjóri: Einar Gunnarsson. §
Hittist daglega heima (Laufásv.
17) kl. 3-4. Sími 528.
Afgreiðslan er i Aðalstræti '8
uppi, gegnt )>Reykjavíkurkaffi«,
opin kl. 11—3 og 4—6. Sími 529.
Auglýsingar má afhenda
í afgreiðsluna eöa í prentsm. _
Gutenberg, Sími 671. Einnig er O
tekið við smáauglýsingum (gegn O
borgun) virka daga: 8
í tóbaksbúð R. Leví’s. til kl. 11 g
síðd. og verzl. Kaupangi til kl. o
8 síðdegis. §
>0 000000000000
Massagelæknir
Heima kl. 6—8 e. m. — Simi 394.
Garðastræti 4 (uppi).
Massage - Rafmagn - Böð
Sjúkraleikfmi.
,NAPOLEON“heitirbestivindillinn ||
ífæst í LIVERPOOL. Reynið hann.ll
Nýkomið i KADPÁNG:
V erkmannaskór,
dreng-j askór, regnkápur
handa skólaböriinm o. m. il.
Gjörið svo vel að styðja
að útbreiðslu
Fjallkonuútgáfu-
bókanna.
Ein á ferð i. Kína.
(Frh.)
að glugganum, vættu fingurnar og
stungu þeim gegnum pappírinn á glugg-
anum og lögðu augu við götin. Egfór
út og sýndi á mér reiðisvip, svo að
Tuan, er mjög var hugarhaldið um
virðingu mína (eða sína öllu heldur,
er honum þótti skugga bera á, ef minni
virðingu væri misboðið), lét annan öku-
sveininn standa á verði fyrir utan glugg-
ann, og við það fór eg aftur í dvalar-
stað minn. Þar voru steinhellur á gólfi
og mátti af því sjá, að gistihúsið var í
heldri röð, því að flest hafa moldar-
gólf. Tveir tréstólar voru þar, með
mjóum sætum, óþægilega háum, tré-
borð líka, einnig of hátt, og þarnæst
það sem Kínverjar kalla K a n g. Það
er steinpallur, svo sem álnar hár, með
eldstæði undir og leiðist hitinn 1 píp-
um um allan pallinn; mottur liggja á
palli þessum og lítið borð stendur á
honum, vel spannar hátt og þrjú kvartil
í þvermál.
Eg virti þétta búgagn fyrir mér með
tortryggni, þegar eg sá það í fyrsta
sinn, mér fanst eg ekki geta hafst við
í svona stað, og óskaði þess af hjarta,
að eg hefði aldrei undirgengist að lýsa
því sem fyrir mér yrði 1 Kína. Eg lét
strá motturnar með borax dufti og enn
öðru, sem ekkert kvikíndi geturlifað í*
lét svo leggja þar á sængurföt mín.
Þar hjá var sett upp baðker mitt úr
togleðri, er vinkona mfn hafði gefið
mér til ferðarinnar, og á hverju kvöldi
þakkaði eg henni af hrærðu hjarta,
meðan á ferðalaginu stóð. Loks gekk
eg úr skugga um, að ökumaður væri á
verði, eg fór þá að þvo mér og hátta
holaði mér svo í svefnpokann.
Aðeins í einu kínversku gistihúsi var
máltíð að fá, vegna þess að þar var
matsöluhús rekið í sambandi við gist-
inguna. Hvað sem því líður, þá mundi
Evrópumanni ekki koma til hugar að
eta kínverskan mat, og eg lét kaupa í
matinn og búa hann til handa mér,
eins og aðrir sem ferðast í Kfna. Eg
hafði með mér hrísgrjón og tegras og
hveitimél. Tuan eldaði á svolítilli
viðarkola stó, er mér hefði varla tek-
ist að sjóða egg á, auk heldur meira.
Eg lét kaupa alt annað, sem eg þurfti,
hænsnaket, egg, lauk og perur, smáar
og harðar. Tuan annaðist innkaupin
og keypti með slíku verði, að eg undr-
aðist hvernig hótelið sem eg gisti á í
Peking gat staðið sig við að selja greiða
fyrir eitt pund sterling á dag.
Eg fór á fætur um sólaruppkomu.
skoðaði morgunmáltíðina og drakk te-
bolla; var svo ferðbúin. Alt þorpið
stóð hjá og horfði á mig klifrast upp
í vagninn, og mændi á eftir honum er
hann hröklaðist yfir steinþrepið, þang-
að til hann fór í hvarf.
Þar sem eg fór um í Kína, var aldrei
mannlaust. Það var«orðið heitt í veðri
og karlmenn, sem á ökrum unnu, voru
berir í beltisstað. Hvarvetna stóðu
hús við brautina, svo og mörg þorp
og hverfi, en kvenfólk sat á dyraþrep-
um og saumaði — helst botna í skó,
að mér virtist — eða snéru kvörnum,
tvær saman, því að milluhvörn var í
hverju þorpi. Sumstaðar voru asnar
hafðir til að snúa kvörninni, en mest
vann kvenfólk að því verki, haltraði f
sífellu í kringum kvarnarsteininn, á
sínum smáu fótum, snéru steininum og
dreifðu mélinu.
Fótameiðsl.
Vesalings kvenfólkið! Það er mál-
tæki i Kfna, að kvenfólkið hafi angur
og beiskju til viðurlífis, og það álít eg
satt vera, af því litla sem eg héfi séð.
Þegar eg gekk um þorpin kvölds og
morgna, heyrði eg mikinn barnagrát.
Börnin i Kína eru framúrskarandi ó-
þekk, þeim er aldrei bannað, og eg
rendi ekki grun í, af hverju þessi börn
gætu verið að gráta. Eg hélt það væri
af óþægð. En trúboða kona sagði mér,
svo og karlmaður, sem héltmikið móti
trúboðum, að á kvöldin og morgnana
væri hert á böndunum um fætur stúlku-
barnanna, og þar af stafaði gráturinn.
Þeim umbúnaði fylgja altaf kvalir og
eina fróunin, sem börnin geta veitt sér,
er að leggja kálfana sem fastast að grjót-
bálkinum ( K ’ a n g), þar við stöðvast
mikið blóðrásin til fótanna og þeir
dofna, en þetta geta þær ekki lengi,
Ófriður og uppeldi.
37
fornmenta-iðkunum eða raunvísinda-iðkun-
um vorra tíma var ekki með öllu útdauð.
Allar þessar og margar aðrar stælur um
uppeldisleg »vandamál« eru nú hættar,
kæfðar niður af þrumugný fallbyssanna.
Það er neyð hinna yfirstandandi tíma,
sem hefir leitt oss til viðurkenningar á þvi,
að það eru heilhuga menn, menn með fram-
sóknarhuga, sem vér þörfnumst um fram
alt. Hún hefir sýnt oss, að dugandi iðn-
fræðingar eru betur hæfir til þess að inna
af hendi þjónustu fyrir ættjörð sína, þegar
hún á tilveru sína að verja, en þeir, sem
alira best eru að sér í fræðum og tungu-
málum fornaldarinnar. Hugsæisskoðun hinna
síðarnefndu er að vísu meinlaus, en hún
er lika gagnslaus, þegar á reynir.
Verkefni vor þjóðverja er nú það, að ala
seskumenn vora upp í þjóðlegri hugsœis-
•skoóiui' Við verðum að venja oss af að
leita hamingjunnar lengst í álfum, þar sem
hana er eigi að finna. Oss varðar það miklu,
að æskumenn vorir verði rótfastir meiðir í
þjóðar jarðvegi vorum, áður en þeir mæta
erlendum áhrifum. Þessi ófriður hefir fært
alþjóð manna heim sanninn um það, hví-
lik ótæmandi uppspretta siðferðislegra afla,
samfara sjálfstæðri þjóðareinkunn, býr í
þysku þjóðinni. En vér megum ekki láta
oss nægja það, að þau komi að eins í Ijós
38
á neyðartímum, þegar mest reynir á. Vér
verðum að láta oss vaxa ásmegin oftar en
í viðureign við morðvélar óvinanna.
Hörmungar ófriðarins hafa visað oss veg
að uppsprettum máttar vors og megins. —
Munum vér láta oss það að kenningu verða
i framtíðinni? Má vænta þess, að skólar
vorir verði hér eftir þýskir út í ystu æsar?
Eða er hugsanlegt að vér vöðum í sömu
villu og svima sem áður.
Hingað til höfum vér með nokkrumrétti
getað sagt, að vér gyldum saklausir skamm-
sýni feðra vorra. En í framtíðinni tjáir oss
ekki að koma með slíka afsökun. Vér verð-
um að losa oss við alt, sem heftir þjóðlega
þróun skóla vorra. Vérverðum að viðhalda
hetjumóð þjóðar vorrar, þessum hetjumóð,
sem gefur oss máttinn til að gera hið ó-
mögulega framkvæmanlegt, svo að vér þurf-
um ekki að eiga á hættu, að gera oss seka
í sömu villunni sem feður vorir. Þá efl-
umst vér í trúnni á æskumenn vora,
sem svo ágætlega hafa staðist hina hörðu
reynslu þessara tíma og vafalaust munu
geyma til hinna ókomnu tíma það besta
sem hún hefir gefið þeim: traustið á þrótti,
fegurð og göfgi þjóðar sinnar, og viljann ó-
biluga til þess að vera meðstarfandi að hug-
sjóninni miklu: fullkomnun hins þýfska frið-
ar-ríkis. (Eftir »Das Echo«).
j'leytstovatn og þekktng á því.
Eftir Dr. K. B. Lehmann.
Vatnið er einn sá hlutur, sem maðurinn
má síst án vera til heimilisþarfa. Hann get-
ur þolað bungur stórskemdalaust i 3 og alt
að 6 vikum, ef hann fær nségilegt vatn, en
deyr eftir vikutima ef hann er sviftur þvi.
Likami vor missir vatn við útöndunina,
útgufun frá hörundinu og þvaginu. Fái
hann ekki vatn í þess stað, þá þykna vess-
ar hans og ytri slimhimnur skorpna, en
því fylgir mikill sársauki og heilsunni verð-
ur bráðlega hætta búin. Þar sem nú siðað-
ir menn þurfa enn fremur mikil? vatns við
til þess að lauga likama sinn og til mat-
reiðslu, til þess að hreinsa búshluti sina og
hýbýli, þá er það eitt aðalskilyrði fyrir
þrifnaði og tærilæti, að nægilegt vatn sé
fyrir hendi, en það vill nú svo vel til, að
viðast hvar hagar svo til, að eklíi veitir
ervitt að afla sér neytsluvatns. Þó geta sum-
staðar verið vandkvæði á þessu, t. d. þar
sem mjög er mýrlent svo að vatnið fær
1