Fréttir

Tölublað

Fréttir - 15.10.1915, Blaðsíða 4

Fréttir - 15.10.1915, Blaðsíða 4
58 FRETTIR [15. okt. Fermingar- og afmæliskort, fjölbreytt og smekkleg, selur Friðfinnur Guðjónsson, Laugaveg 43 B. og þegar blóðið rennur til fótanna á ný. aukast kvalirnar. Hið sama gera þær 1 hvert sinn sem hert er á bönd- unum. Allir þekkja kvenfólkið í Kfna á göngulaginu. Það gengur einsog eng- in liðamót væru á leggjunum fyrir neð- an mjaðmir. Fæturnir eru afarsmáir, einsog hófar í laginu, nálægt 4 þuml. á lengd; flest kveflfólk hefir 9 litsaum- aða skó á fótum, og til þess að detta ekki, verður það að halda út hand- leggjunum þegar það gengur. Þegar hlegið var að því, hve sárt mig tók til fótmeiðsla kvenfólksins, þá tók eg mig til og hafði tal af fjórum læknum, þrem karlmönnum og einum kvenmanni. Þeirra skoðun var allra eins: Að kven- fólkið tæki út miklar kvalir. Það væri ekki aðeins kvalafult fyrir stúlkubörnin að láta leggja á sig þessi bönd, heldur væri það algengt eftir á, að veiki legð- ist að fótunum, sár og þroti, og að verkir kæmu í þá, ef á þá væri reynt. Við legstað Manchuanna. Þar kom eitt kveld, að við náðum undir fjöll, er lengi höfðublánað fram- undan í fjarska, og var eg þá komin þangað sem ferðinni var heitið. Þann dag fórum við fjörutíu mílur, á afar vondum vegi. og fegin og þakklát var eg, þegar við fórum skröltandi inn um borgarmúr, og lentum í því óhreinasta gistihúsi sam eg hitti á, í óhreinum smábæ undir fjallinu. Kínverskar borgir, jafnvel smáþorp í sveit minna mann á fátækrabýli í enskum borgum, og þessi smábær var allra verstur. En eg svaf eins og steinn af þreytu og vaknaði næsta morgun í sólar upprás og lagði upp til legstað- arins. Eg fór með stórri prýði, hafði þrjú múldýr fyrir kerrunni, eg sat undir skygninu, en þjónninn og heldri öku- maðurinrf sátu á stöngunum, og þá tók eg eftir því, að ef hlaðin kerra er af- leit, þó er tóm kerra ennþá hræðilegri að sitja í. En eg hafði séð múrinn umhverfis legstaðinn frá borgarhliðinu, kveldíð áður, svo að eg huggaði mig við, að kvalirnar mundu ekki standa lengí. Þegar Manchu keisarar kusu sér leg- stað, höfðu þeir úr öllu Kínaveldi að velja, og tóku það sem fátæka fólkinu kom verst. Staðurinn er prýðilegur, þó ekki sé hann góðmannlega valinn, Hann er margar mílur að ummáli, þar sem fjall og slétta mætast. Þar er jarðvegur ákaflega frjór af vatnsburði írá fjallshlíðunum, og Kína með sín- um ótölulega fólksgrúa, má ekki við því að missa eitt fótmál af frjósömu landi. Hver smáblettur |þar sem eg hafði farið um, var ræktaður og not- aður þó ekki sprytti þar nema eitt aldina tré eða einn hnefi af korni, þá er sá blettur ræktaður og vandlega hirtur, en hér komum við i víðivaxinn grasgarð, óyrkt land, margar mílur að ummáli, til einkis notað, þó að fólkinu sárliggi á meira landi. Hvíldarstaður keisaranna liggur í slakka eða bolla inn í ber og gróðurlaus fjöllin, er stinga prýðilega í stúf við hinn fagra hvíldar- stað keisaranna. Mér þótti grafreitur Ming keisaranna fagur, en sannarlega er enginn staður þeim líkur, sem Manchukeisararnir hafa kosið sér að liggja 1. Undir eins og komið var inn-úrhlið- inu varð þelliskógur fyrir mér, greni og fura, er varð þvi þéttari, sem lengra var farið. (Frh.) H.f. Eimskipafél. íslands. I’eir Iiér í bænum o« nágreiiiii. sem Reypt liafa Iiluti í Il.f. Kíiiiskipafélaifi tslands eftlr brunann þann 35. apríl. geta fengið blutabréf sín á skrifstofu félagsins (Hafnarstræti 16 uppi) gegn þvi ad afhenda bráðabirgðakvittanir. Æskilegt væri, að hlutabréfln yrðu sótt sem fyrst. H. f. Eimskipafélag’ íslands. Eg undirritaður kaupi tómar steinoliutummr liæsta verði eins og liiiiii*. Jón Jónsson, beykir. Laugavegi 1. M 1 M UI wu g%% Allir vita og eru sammála um það, að fjölbreyttast $2$ úrval og bestu vindla-, sigarettu- og tóbakskaupin eru f m m ®Í8® í Leví's tóbaksverslunum, Austurstræti 4 °g Laugaveg 13. 0»*> »*«©*»< f**í *«**© Kolakörfur Og Ofnskermar hjá H. P. Duus. Prentsmiðjan Gutenberg. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ X Saumastoía { { V öruliússins. { { Karlmannfatnaðir best sanniaðir. X ♦ Best efnt. FJjótust afgreiðsla. ♦ Sjiiir pskélans. Prestaskólasjóður álti 1. jan. i ár kr. 6403,65. Mest i banka- vaxtabréfum og sem innstæðu í Söfnunarsjóði. Úr honum hafði verið veittur styrkur samtals kr. 230,00 síðastliðið ár. Gjöf Halldórs Andréssonar átti 1. janúar 1915 kr. 4615,83. Mest í bankavaxtabréfum og veðskulda- bréfum. Veitt hafði verið úr hon- um kr. 150,00 styrkur. Minningarsjóður lectors H. Hálf- dánarsonar átti í ársbyrjun kr. 901,56. Aðallega i Söfnunarsjóði. Var enginn styrkur veittur úr honum. Heiðurslaunasjóður Ben. S. Þór- arinssonar átti í ársbyrjun kr. 2320,13. Aðallega í Söfnunar- sjóðnum. Er ekki veitt úr hon- um enn. Minningarsjóður H. Hafsteins var á nýári kr. 1738,31. Aðallega í bankavaxtabréfum. — Hefir ekki verið veitt úr honum. Háskólasjóðurinn frá 1893 var á nýári 6249,21. Mest í bankavaxla- bréfum. Var ekki veitt úr honum. Háskólasjóður stúdenta var í árs- byrjun kr. 2896,90 í innlánsbók í íslandsbanka. Var ekki veitt úr honum. Bræðrasjóður Háskólans átti í árs- byrjun kr. 316,69. Sjóður þessi var stofnaður í fyrra af gjöfum til minningar um Geir Einarsson stud. mag. (kr. 244,00) og Jónas Stephensen stud. jur. (kr. 67,90). Ekki verður veittur styrkur úr þessum sjóði fyr en lxann er orð- inn 15 þús. krónur. Saltpétur fæst í versl. Ásgr. Eyþórssonar. Simi 316. Aitöturstræti 18. I l ► ■ ,Antikvarisk‘ bókaverslun á Lauga- veg 22. Ung kýr til sölu. Afgr. v. á. Sjálfsag-t er að kaupa Líkkistur og annað er með þarf við útfarir hjá Eyv. Arnasyni. Sími 44. 4 KAU PSKAPUR >

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.