Fréttir - 21.10.1915, Side 2
80
F R'É T T I R
[21. okt.
fyrsta jjorðeyrarverslun.
Eftir
Jónadab Guðraundsson á Núpi.
Borðeyri varð löggiltur verslunarstaður
23. desember árið 1846. Tilþesstíma höfðu
Strandamenn og Vestur-Húnvetningar orðið
að sækja í kaupstað til Stykkishólms eða
Hólaness. Það var auðvitað gott bjá því sem
að þurfa að fara i kaupstað tíl Hafnarfjarðar
eins og áður var lengi.
Menn hugðu gott til að kaupstaðarleiðin
styttist. En svo leið næsta vor að ekkert
kaupfar kom til Borðeyrar og olli það
áhyggjum nokkrum. Hafði enginn þorað að
siglainn milli Illugastaðaboða og Kýrhamars-
boða og er þó vika sjáfar á milli. Þá var
það að héraðshöfðinginn Jón kammeráð á
Melum reið suður til Stykkishólms og með
honum séra Þórarinn á Stað Kristjánsson
siðar prófastur á Prestbakka1) til þess að
reyna að telja Clausen kaupmann þar á að
senda spekulant til Borðeyrar. Clausen kaup-
maður var ríkur vel og átti hann 27 skip
í förum er mest var. Hann var lengi tregur
til ferðarinnar, en lét þó loks tilleiðast er
kammeráðið hét honum að veði 40 hdr. í
Hofsstöðum í Miklaholtshreppi fyrir því að
ekkert yrði að skipinu. Varð þetta bundið
fastmælum og skyldi skipið koma á næsta
vori.
Snemma morguns dag einn í júníbyrjun
árið 1848 í norðan stórgarði og þoku, svo
ilta sá til sólar urðu menn varir við siglingu
fyrir utan Hrútey. Skipið hélt kyrru fyrir
um stund, hefur ekki þótt árennilegt að
leggja inn í brimskaflinn, þar fyrir innan.
Svo lagði það inn Hrúteyjarsund og beint
inn á Borðeyrarhöfn. Enginn hafnsögumað-
ur var með skipinu en maður frá Búðum
er hafði komið einu sinni til Hrútafjarðar,
og þótti þetta áræði mikið.
Þenna sama dag voru gefin saman þrenn
hjón á Stað í Hrútafirði. Var einn þeirra er
þá kvonguðust Daníel dannebrogsmaður á
Þóroddstöðum2) Jónsson, bróðir Þorsteins á
Btoddanesi. Annar Björn Daníelsson frá
Tannstaðabakka3) og hinn þriðji Guðmund-
ur Zakaríasson á Stað, siðar á Broddanesi.
Má eftir þessu finna hver dagur þetta var.
Þetta fyrsta Borðeyrarskip hét Ungi Svan-
urinn, var það tvímöstruð skonnorta 48
lesta en skipstjórinn hét Sörensen; var hann
einn hinn besti skipstjóri Clausens og hug-
aður vel. Sá hét 7. C. Brant er rak versl-
unina á skipinu, var hann sagður launsonur
Clausens, þótti Clausen mjög vænt um hann,
og lét hann sjá um reikninga sína í Höfn.
Brant þessi var mesti gæðamaður. Þá var
og með skipinu Árni Sandholt kaupmaður
og félagi Clausens. Hann var grænlenskur
í aðra ættina, en annars frá Sandhaugum í
Þingeyjarsýslu. Höfðu þeir Brant verkaskifti
þannig að Brant var við bókina en Árni
var viktarmaður uppi á þilfari.
Það var uppi fótur og fit í nærsveitunum
er skipkoman spurðist og fóru menn þangað
í hópum til kaupskapar og var því sem
næst öll varan keypt upp á einni viku.
Næstu tvö ár kom engin sigling til Borð-
eyrar, en síðan fóru spekulantar að koma
og urðu allmargir sum vorin.
1) Hann dó i Vatnsfirði.
2) Var veisla mikil haldin á Eóroddsstöðum,
matur og brennivín.
3) Siðar á Broddanesi. Drukknaði 1856.
Árið 1850 kom þangað Hillebrant frá
Hólanesi, sá er bygði þar fyrstur verslun-
arhús og með honum félagi hans Bergmann1).
Hét skip þeirra Fortuna en skipstjóri Tönne-
sen. Það ár kom og Jacobsen kaupmaður
frá Skagaströnd á skipi sínu Experment,
var það stór skonnortukassi. Var skipstjór-
inn Riis faðir kaupmannsins sem nú er á
Borðeyri. Clausen sá að Ungi Svanurinn
var of lítill og sendi nú stærra skip er
Metta hét, var Sörensen skipstjóri á því.
Clausen gamli átti syni tvo Vigent, stúdent
og Holgeir, kaupmann, en dóttir eina er gift
var Zöllner lögfræðingi. Kom Zöllner eitt
skeið til Borðeyrar. Holgeir var um stund
kaupmaður á Mettu. Þetta skip var ný-
smíðað og var 70 lesta. Var Sörensen lengi
með það skip, en lét af skipstjórn er hann
var gamall orðinn. Hét sá Jessen er þá tók
við skipinu og skömmu síðar strandaði það
við Isafjarðardjúp og þá um leið annað skip
er Clausen átti og hét Geirþrúður.
Hafnsögumaður var dýr, kostaði 28 dali
að leiðbeina skipi inn, en 16 dali út. Voru
sumir sem spöruðu sér þau útgjöld og kom
ekki að sök. Hafnsögumaður var Ólafur á
Kolbeinsá Gíslason, hann var eyfirskur og
stundaði hákarlalegur á jakt sinni »Felix«,
var hann þá oft ekki viðstaddur er skip
komu eða fóru.
Spekúlantar komu jafnan um fardaga.
Máttu þeir ekki versla nema mánuð — urðu
annars fyrir útlátum, en pantaðar vörur
máttu þeir afgreiða þótt siðar væri.
(Frh.)
PúrdunurDar í Elsasz
eftir
Fritz Sánger.
(Frh.).
Þegar Elsa kom að brúnni, sá hún marga
hermenn fyrir framan sig. Hinum megin á
bakkanum sá hún fallbyssu, sem beint var í
áttina til brúarinnar. Hún vafði sjalið þéttara
að sér, því að það fór hrollur um hana.
»Hvert ætlið þér að fara svoná seint?«
sagði einn brúarvarðanna.
»Þangað, sem friðurinn á heima«.
Ef aðrir tímar hefðu verið, þá hefði verið
hlegið að slíku svari. En allir þessir menn,
þektu vel ófriðinn og vissu undir eins, að
stúlkan hafði orðið fyrir einhverjuin raunum
í ófriðnum, og engum datt í hug að hlæja.
»Hvaðan komið þér?«
»Úr þorpi í Elsasz, þar sem eg á heima.
Þorpið er nú að líkindum gereyðilagt«.
»Hvar eru foreldrar yðar?«
»Eg veit það ekki«.
»Eigið þér föður?«
»Eg átti föður; hann hefir aldrei gert neitt
ilt af sér, en þeir tóku hann«.
Nú kom liðsforinginn til þeirra. Hermað-
urinn, sem hafði spurt Elsu, talaði nokkur
orð í hljóði.við yfirmann sinn.
Foringinn kom til stúlkunnar og sagði
vinalega: »Eigið þér nokkuð skyldmenni eða
kunningja, sem þér ætlið að fara til?«
»Mig langar til að komast þangað, sem
friður er«, sagði Elsa, og það heyrðist á
1) Hann var kallaður Bergmann »ístrumagi«.
Er Bergmann dó tók Hillebrant Bryde í félag
með sér.
rómnum, að henni fanst sjálfsagt að hún
fengi leyfi til, að fara í friði.
»Eigið þér þá engan að, ekki móður eða
föðurbróður eða nokkurn annan, sem yður
þykir vænt um og sem þér gætuð farið til ?«
»Móðir mín er farin burtu, enginn veit
hvert; föðurbróðir minn var vondur maður
og var skotinn. Eg átti einn góðan vin, sem
eg elskaði; hann varð fyrir sprengikúlu og
misti báða fæturna. Það er óttalegt. Lofið
þér inér að komast þangað, sem friður er«.
Hermennirnir komust við af bæn stúlk-
unnar, sem engan átti að í þessum heimi,
og sem ekki einu sinni hafði vegabréf, til
þess að geta haldið áfram ferð sinni.
Herforinginn tók blað úr vasabókinni sinni,
skrifaði á það nokkur orð og fékk stúlkunni.
»Farið þér þarna yfir fjallið, þá komist þér
niður í fagran dal, þar sem eru margar borgir
og þorp. Spyrjið þér eftir þorpinu, sem heitir
þetta, sem eg hefi skrifað hérna á blaðið, og
sþyrjið þér þar eftir þessari konu, það er
móðir mín. Fáið þér henni þennan miða, og
þá mun hún gera fyrir yður það sein hún
getur. Hamingjan fylgi yður!«
Foringinn sagði nokkur orð í hljóði við
einn af hermönnunum. Hermaðurinn fylgdi
því næst Elsu yfir brúna, fram hjá varðlið-
inu, sem var hinum megin.
Þegar Elsa hafði gengið í klukkutíma, kom
hún í dalinn, sem henni hafði verið vísað á.
Nú sá hún ekki Rín framar, né heldur El-
sasz, ættland sitt. Hún heyrði reyndar við og
við fallbyssuskot, en nn var hljóðið af þeim
miklu daufara en áður.
Ró og friður ríkti í dalnum. Hvergi sáusl
sjúkravagnar né húsgögn úti á veginum t)g
ekki heldur menn á hlaupum fram og aftur.
Hvergi sáust hermenn _á gangi, en báðum
megin i dalnum voru grænar hæðir þaktar
linditrjám, og Iítil þorp voru á víð og dreif
um allan dalinn.
Elsu fanst að nú fyrst gæti hún dregið
andann. Hún beygði út af veginum, inn í
hliðargötu, sem var öðrum megin í dalnum.
Sólin var gengin undir. Kvöldið var kyrt
og fagurt. Elsa fann, að nú var hún ekki
lengur neitt æst í skapi; hún fann það á
sér, að hér yrði hún ekki fyrir neinum of-
sóknum. Hún vissi ekki hverju það var að
þakka, hvort heldur kyrðinni, sem ríkti í
náttúrunni, eða einhverjum fríðarblæ, sem
hún fann að lagði út frá íbúum dalsins. Hún
settist undir tré við veginn og hallaði sér
upp að því.
Nú fann hún, að hún var mjög þreytt;
hún lokaði augunum og sofnaði og gleymdi
ÖIlu um stund.
Þegar hún vaknaði aftur var kominn bjartur
dagur. Hún sá gamlan mann standa hjá sér.
»Góðan daginn, stúlka litla«, sagði hann.
Elsa flýtti sér á fætur. »Hvar er eg?«
spurði hún. »Hvaða hérað er þetta?«
»Það er Hvannadalurinn«, svaraði hann.
Hvaðan komið þér og vitið ekki í hvaða
sveit þér eruð?«
»Er hér ekki stríð?«
»Stríð? Jú-ú, það er að segja, það er stríð
í Elsasz, hinum megin við Rín. En hér i
Schwarzwald er ekkerl stríð, ófriðurinn nær
ekki yfir Rín«.
»Ernð þér viss um það?«
»Það er áreiðanlegt, stúlka litla!« Þú ert
víst frá Elsasz, fyrst þú efast urn.
»Já, eg kera frá Vogesafjöllunum«.
(Frh.)