Fréttir - 21.10.1915, Side 3
[21. okt.
FRETTIR
81
IOOOOOCOOOC
FRÉTTIR
koma út á hádegi hvern dag.
Ritstjóri: Einar Gunnarsson.
Hittist daglega heima (Laufásv.
17) kl. 3-4. Sími 528.
Afgreiðslan er i Aöalstræti 8
uppi, gegnt »Reykjavíkurkaffl«,
opin kl. 11—3 og 4—6. Sími 529.
Auglýsingar má afhenda
í afgreiðsluna eða í prentsrn. _
Gutenberg, Simi 47Í. Einnig er O
tekið við smáauglýsingum (gegn o
borgun) virka daga: H
í tóbaksbúð R. Leví’s. til kl. 11 g
síðd. og verzl. Kaupangi til kl. o
J 8 síðdegis. g
JOOOOOOOOOOO oooooooooooo
Massagelæknlr
Heima kl. 6—8 e. m. — Sími 394.
Garðastræti 4 (uppi).
Massage - Rafmagn - fíöð
Sjúkraleikfimi.
„NAP0LE0N“ heitir besti vindillinn
fæst í LIVERPOOL. Reynið hann.
Ef þér þurfið að kaupa — þá komið i
KAUPANG
Par fæst: Kaffl, sykur, matvörur
alls konar, skófatnaður, laukur og
krydd, karlmannsfatnaðir, járn-
vörur ýmsar, regnkápur o. fl.
Munið, ódýrast og best í
KAUPANGI.
SteiuolíM gila I LIVEEPOOL
verður seld enn þá í nokkra daga á
32 kr. tunnan
en 161/2 líterinn í smásölu.
forvitinn €ngienðingur.
Allir vita, að ritskoðunin í
hernaðarlöndunum leyfir ekki
blöðunum að birta altof nákvæm-
lega ófarir þær, sem þeirra eigin
herir verða fyrir, en aftur á móti
er gert talsvert meira úr sigur-
vinningum þeirra, en sannleikan-
um er samkvæmt og mótstöðu-
menn þeirra þá drjúgum hnjóð-
aðir. — I3etta háttalag gremst
auðvitað íhugunarsömum lesend-
um, einkum þegar hvergi sjást
menjar þessara miklu sigurvinn-
inga og í öllum hernaðarlönd-
unum er hinn vitrasti hluti þjóð-
anna sáróánægður með ritskoð-
unina og þessar sífeldu ýkjur
blaðanna. Þetta lýsir sér á marg-
an hátt. Vér höfum rekist á að-
senda grein í ensku tímariti eftir
einhvern sannleikselskandi Breta,
sem hefir valið þann veginn að
tala um þetta í spaugi. Hann segir:
— Herra ritstjóri! Leyfið þér
einföldum borgara að skjóta máli
sínu til ráðaneytisforsetans í dálk-
um yðar. Vér höfum nú átt í
ófriði við Þýskaland í tólf mán-
uði og unnið tvo sigra á dag,
annan í Morgunblaðinu og hinn
í Kvöldblaðinu. Jafnframt því
hefir Þjóðverjum ávalt verið
hrundið lengra og lengra aftur.
Eftir þvi sem mér telst til, þá eru
nú aðeins tveir Pjóðverjar uppi-
standandi, og þessa tvo hlýlur
jafnvel að vera búið að hrekja
svo langt út gfir jarðarinnar gstu
endimörk, að þeir hanga þar ekki
á öðru en augnahárunum.
Vill því ekki forsætisráðlierr-
ann skýra það fyrir mér, hvernig
það getur átt sér stað, að Þjóð-
verjar halda ennþá því nær allri
Belgíu og nokkrum hluta Frakk-
lands? í blöðunum hefi eg þrá-
sinnis lesið greinar, sem skýra
frá því með feitletruðum fyrir-
sögnum, að þýski herinn væri
inniluktur í járnviðjum, en eg
hefi árangurslaust leitað áfram-
haldsins. Hvað stoða þessar járn-
viðjar þegar þær halda ekki bet-
ur en svo, að hinn innilukti her
brýst út úr þeim aftur? í herr-
ans nafni og fjörutíu! Segið mér
hvert gagn er að slíku!
Hvernig getur staðið á því, að
Þýskaland og Austurríki eru á
sömu slóðum, sem þau altaf hafa
verið, þar sem bæði þessi lönd
hafa orðið fyrir hungursneyð og
uppreisn og verið svo að segja í
dauðans kverkum mánuðum sam-
an? Hefir Þjóðverjinn komist upp
á »vind og snjó að éta«, og ef
svo er, skyldi hann þá vera ófáan-
legur til þess að kenna okkur þá
list? Það gæti skeð, að við þyrft-
um á henni að halda þegar við
erum búnir að vinna sigur nokkr-
um sinnum enn þá.
Hvernig stendur á því, að her
Austurríkis skuli altaf geta barist,
þegar Serbar eru búnir að eyði-
leggja hann hvað eftir annað, og
hvernig geta hauskúpu-húsararnir
altaf verið í brjósti fylkingar?
Þeim sem var geregtt af Belgum
þegar í byrjun ófriðarins, því uæst
algertega upprœttir í októbermán-
uði og loksins brgtjaðir niður af
Rússum í nóvember. Þessi þrá-
kelkni þeirra er jafnóviðeigandi
og mótmæli krónprinsins móti
því að vera fallinn.
gP Rússland ósigranlegt.
52
í mun þó rússneska þjóðin komast á
roðir um sannleikann hjá hinum aumk-
narvérðu miljónum útrekinna flóttamanna,
.m fylla strætin frá vestri til austurs. —
örmungarsaga þeirra mun tæplega stað-
sta viðnámsþrótt Rússlands.
Hwrajg geíur kildiuu spiit lieilsi vorri?
Eftir Dr. F. Körner.
Oss er mjög gjarnt að telja mjög sterkan
hita eða grimdarfrost einhver afbrigði frá
því, sem vér eigum að venjast, og lítum
svo á, að þau hljóti að hafa áhrif á líðan
vora. En innfæddir menn í heitu löndun-
um og íshafslöndunum sýna þó, að mað-
urinn getur lifað við hinar stórkostlegustu
hitabreytingar. En að mönnum geturliðið
vel í þessum jarðbeltum kemur til af því,
að innfæddir menn eru vanir loftslaginu
frá blautu barnsbeini og aðkomendur venj-
ast því smám saman. Hinir fyrnefndu eru
fæddir og uppaldir við þetta veðurlag, og
væru þeir snögglega fluttir f annað jarð-
belti, þá mundi fara eins um líðan þeirra,
eins og þegar vér förum til heítu eða köldu
landanna. Það þarf ekki annað en að nefna
suðrænt sumar eða rússneskan vetur, til
þess, að oss komi strax í hug einhver ó-
venjuleg likamleg óþægindi.
54
Það sést nú á hagskýrslum, að sjúkdóm-
ar og manndauði vaxa ekki að neinum
mun hjá oss á hinum köldu vetrarmánuð-
um, svo að heilsufarið er þá yfirleitt ekki
mikið lakara en endrarnær. Aftur á móti
vaxa veikindi fremur í byrjun og enda hins
eiginlega vetrar eða i október- og april-
mánuðum, enda fylgir þeim misseraskift-
um óstöðug veðrátta. ýmist vætur og nepj-
ur eða þá blíðviðri. Þessi staðreynd virðist
benda á orsök margra sjúkdóma, er eink-
um sýnast vera i sambandi við tiðarfar,
þannig, að vætutíð, þokur og stormar, þeg-
ar úrfellið gufar seint upp, og rosaveður,
þegar hiti og kuldi eru á vixl i loftinu, hafa
verri áhrif á heilsufarið heldur en staðviðri
og þurviðri, hvort heldur þau eru heit eða
köld. Snögg og sífeld amskifti hita og kulda
gera oss næmari fyrir kvillum svo að oss
er hættara við innkulsi og kvefi. Vér get-
um nú raunar fengið kvef á öllum tímum
ársins, en um vetrarlímann er þó einkum
ástæða til að varast það og reyna að koma
i veg fyrir það.
Vér finnum ekki til neinna sérlegra ó-
þæginda af kuldanum þótt vér séum á
gangi úti i lygnu og björtu frostviðri. —
Hreyfmgin eykur hitamagn likamans og
örvar hjartastarflð svo að blóðið rennur
hraðar um æðarnar og varnar þvi, að lík-