Fréttir - 22.10.1915, Blaðsíða 2
84
FRÉTTIR
[22. okt
fyrsta Jorícyrarvcrslnn.
Eftir
Jónadab Önðmnndsson á Núpi.
(Niðurl.)
Kvenfólk var afarfíkið i að fara út í spe-
kúlantana, komu þær oft hundruðum saman
á Borðeyri og var tanginn stundum fullur.
Var þá orðtak þeirra dönsku: »Margur
pilsungk.
Dálítið versluðu þær, keyptu helst klúta
eða lérefsbætur, en höfðu afar gaman af að
skoða kramið. Svo var og með unglings-
pilta að þeir sóttust mjög eftir að koma útí
spekúlantana. Höfðu þeir að jafnaði pela-
glas með sér og snýktu á það áður þeir
færu. Bændur höfðu gjarnan þriggja pela
flöskur og Finnur á Fitjum kom með kút
fyrir nestispela. Voru spekúlantar örlátir á
áfenginu og var ekki neitað um á ferðapel-
ann. En á kveldin var venja spekúlantanna
að bera sig saman um það sem gerst hafði
um daginn. Kom þá stundum upp úr kaf-
inu að sami maður hafði komið til þeirra
allra með kút og náð sér þannig í allgóðan
forða af brennivíni. Var þá talað um að tak-
marka brennivínsgjafirnar, en Bjarni Sand-
holt bróðir Árna og félagi þeirra Clausens
tók málstað viðskiftamannanna; sagði hann
að þetta væri eina skemtunin sem þessi
grey hefðu á árinu þegar þeir kæmu og
varð nú engin fyrirstaða með að gefið væri
á ferðapelann.
Verslun óx stórum við það að spekulant-
ar komu. T. d. var áður tekið til meðal
heimilis 5 8 af kaffí til ársins en nú um
30 ®. Áður 5—6 pottar af brennivíni, en
nú þótti ekki mikið þó tekin væri tunna.
Kornvara var flutt laus í skipunum, en
brennivinstunnur og kvartil voru á dreif
innanum kornbinginn og þurfti þá oft að
grafa upp ef eftirspurnin var meiri eftir
brennivíninu en kornmatnum. Kornvaran
var í stórlestinni en tjara og járn í fram-
lestinni.
Til meðal heimilis (10—12 manna) voru
teknar 7 tunnur af kornmat. Rúgmjöls hálf-
tunnan (80 ®) kostaði 8 dali. Sama verð
var á ertum og rúgi en bankabygg var tveim
dölum dýrara og sama verð var á beilrís
og hálfris sem selt var í 100 “S pokum. Þekt-
ist sú kornvara ekki þar um slóðir fyr en
spekulantarnir komu.
Brennivínspotturinn kostaði mark en í
tunnum kostaði hann 14 skildinga og fylgdi
tréð með gefíns. Annað áfengi var extrakt,
mjöð og rauðvin. Bæerst öl höfðu spekulant-
ar einnig, en aðeins sem skipsforða og seldu
það ekki, en veittu einstaka mönnum. Rjól
kostaði túmark en rulla 4 mörk. Vindlar
kostuðu ríktsdal hundraðið, slæm tegund,
en aðrir mjög dýrir. Lítið var um reyktóbak,
var það selt í bréfum »Kardus, Biskup« og
»Blámaður«.
Ull var tekin á túmark pundið, tólg á
rikisort og sellýsi 25 dali tunnan. Var þetta
aðalvara landsmanna. Þá voru og lambskinn
keypt á 8 skildinga, tóuskinn mórauð á 4
dali en hvit á 2 dali. Selskinn voru ekki
seld.
Framanaf komu spekulantar sér saman
um vöruverðið áður en þeir byrjuðu versl-
unina, en er Glad spekulant kom á skipi
sínu Agnet í Köje þá sveik hann alla þá
samninga. Seldi miklu ódýrar og gaf betur
fyrir innlendu vöruna. Glad seldi t. d. kaflið
á 20 skildinga, sem hinir seldu á ríkisort.
Kom Glad hvert sumarið eftir annað og
urðu hinir spekulantarnir að breyta vöru-
verði sínu eftir honum hvort sem þeim var
það ljúft eða leitt.
Arið 1853 kom og Jóhannes forgilti frá
Reykjavík. Var það skip Grosseraverslunar-
innar og með því Jón Stefánsson frá Straumi
á Skógarstönd, hét Clausen skipstjóri. Ekki
kom það skip oftar. Þá kom og einu sinni
Ásgeir Ásgeirsson frá ísafirði siðar etazráð.
Hét skip hans Lovisa. Þorlákur kaupmaður
Jóhnsson frá Reykjavik kom og eitt sumar
á ensku skipi og ýmsir fleiri komu, er ekki
verða hér taldir.
Það var venja spekúlanta að taka sér
einn hátíðisdag. Völdu þeir til þess afmæli
Clausens gamla í Stykkishólmi. Fóru þeir
þá út að Reykjalaug og voru þar sem
hveralækurinn skiftist og síðan er kallaður
Kaupmannahólmi. Höfðu þeir með sér
klyfjahestá og á þeim svínsflesk, skonrok,
öl, brennivin og romm. Voru þangað allir
velkomnir og hverjum veitt eftir vild. Not-
uðu héraðsmenn vel boðið og var aðsókn
sem á hvalfjöru. Enginn kvenmaður sótti
þá samkomu.
Annars var yfirleitt hver dagurinn öðrum
líkur meðan spekúlantarnir voru við Borð-
eyri.
Klukkan að ganga 6 á morgnana fór
kokkurinn á fætur og ferjumaðurinn. Var
þá oft komið margt fólk á tangann. Gekk
svo ferjan milli skips og lands allan daginn
og langt fram á nótt og oftast hlaðin af
fólki og ull og annari vöru. Allir fengu frítt
far.
Flestir spekúlantar létu hönd selja hendi,
en Bjarni Sandholt og Bryde lánuðu nær
eftir vild.
Um sama Ieyti og spekúlantar fóru að
koma á Borðeyri komu þeir einnig á
Skeljavík við Steingrímsfjörð, en hún er
litlu innar en nú stendur Hólmavíkurkaup-
staður; var útlend vara afhent þar, en svo
komu bændur aftur með sína vöru á átt-
æringum til Borðeyrar.
Enginn kofi var á Borðeyri fyrstu árin
sem spekúlantar komu þar, og ekki fyr en
Pétur Eggerz reisti þar hús árið 1860. Það
var 24 álna langt og 12 álna breitt og stend-
ur þar enn.
Hann tók vörur þær af skipum Clausens
sem ekki gengu út og verslaði með þær.
Síðan stofnaði hann verslunarfélag ásamt
þeim Páli Vídalín í Tungu og Skaptasen
lækni. Hét það Verslunarfélag Húnvetninga
og var hlutafélag, en hluturinn var 25dali.
Félag þetta gat ekki þrifist og mistu menn
hluti sína. Keypti Zöllner þá húsið af Pétri,
en Bryde bygði nýtt hús á .tanganum. Úr
því féllu niður spekúlantsferðir til Borð-
eyrar og höfðu þær staðið í 31 ár. En þetta
varð 1879.
Pórdunurnar í Elsasz
eftir
Fritz Sánger.
(Frh.).
»Hvert ætlarðu að fara?«
»Elsa rétti honum miðann, sem foringinn
fyrir brúarverðinum hafði fengið henni.
Hann sagði: »Eg get ekki lesið þetta gler-
augnalaust. En mér er sama bvert þú ætlar
að fara, komdu heim með mér og drektu
hjá mér kaffí; fyrst þú hefir sofið undir trénu
mínu, þá er best þú komir líka heim og
borðir hjá mér morgunverð«.
Elsa leit á manninn. Hann var meðal-
maður á hæð, hafði gráýrótt skegg, var góð-
legur á svipinn og bar í hendinni körfu fulla
af eplum og perum.
»Eg veit ekki —«, sagði hún hugsandi.
»Hvort þú þorir að eiga undir því, — var
það ekki það, sem þú ætlaðir að segja. Þú
skalt ekki setja það fyrir þig; komdu með
mér; ófriðurinn hefir séð fyrir því, að nú
eru tvö sæti auð við borðið heima. Mér
þykir vænt um að sjá þig í öðru þeirra.
Elsa hugsaði sig um eitt augnablik.
Maðurinn þagði. Hann laut niður og tók
upp ávöxt, sem lá á jörðinni.
Nú hafði hún ráðið við sig, hvað hún
ætlaði að gera. »Má eg ékki gera þetta«,
sagði hún og tók við körfunni af honum.
Hún tíndi upp alla ávextina, sem lágu hjá
næstu trjám, og lét þá í körfuna. Svo lögðu
þau af stað og gengu saman áleiðis til þorps-
ins. Gamli maðurinn spurði hana nú ekki
framar, hvaðan hún kæmi eða hvert hún
ætlaði. Hann sagði henni, að hann hefði
komið til Elsasz árið 1870.
Nú komu þau að þorpi einu. Gamli mað-
urinn átti þar heima. Þau gengu inn í garð-
inn og fóru um bakdyrnar inn í húsið. í
eldhúsinu var stúlka. »Hefirðu fundið nokk-
uð?« spurði hún, án þess að líta við.
»Já, dálítið skrítið«.
»Hvað er það?«
Nú sneri hún sér við og leit á stúlkuna
og hrökk við, stamaði upp nokkurum vina-
legum afsökunarorðum, vegna þess að ekki
hefði verið tekið til í húsinu. Svo lagði hún
á borðið. Þau settust öll við það, og þar að
auki ungur maður, sonur gamla mannsins.
Við borðið var talað um daginn og veg-
inn. Faðirinn og sonurinn unnu í pjátur-
smiðju í þorpinu og töluðu um vinnu sína,
eins og enginn ókunnur væri við, og þetta
hafði einkennileg áhrif á Elsu. Henni fanst
hún vera komin aftur í hús föður síns;
áhyggjurnar og hugsanirnar voru hér svo
líkar því, sem þar hafði verið.
Þegar búið var að borða, fór SofFía — svo
hét stúlkan — að taka af borðinu. En báðir
mennirnir fóru út. Elsa hjálpaði stúlkunni.
Hún þurkaði matarilátin, en Soffía þvoði
þau. Og þegar Soffía fór að laga til í setu-
stofunni, náði Elsa sér í tusku, til þess að
þurka með af húsgögnunum. Þær töluðu um,
hvað hún nú ætlaði fyrir sér. Hálftíma síðar
sátu þær saman við gluggann, önnur við
saumavélina, hin hafði prjóna í höndunum.
Alt í einu stóð Soffía upp og fór út í
smiðjuna. Gamli maðurinn var þar einsam-
all. »Pabbi«, sagði hún, »eigum við ekki að
hafa hana hjá okkur, hún heitir Elsa. Mér
finst að við megum verða fegin að fá hana,
fyrst að Henní er farin. Eg held eg geti látið
mér þykja eins vænt um hana og mér þótti
um Henní«.
Gamli maðurinn lagði frá sér það sem
hann var að smíða. »Mér er sama. Spurðu
hana, hvort hún vilji vera hjá okkur«.
»Eg skal vera svo góð við hana, að hún
fari ekki frá okkur«.
Soffía fór aftur inn i stofuna. Þar sat Elsa
við vinnu sína.
»Eigið þið ekki einhvern i stríðinu?*
spurði Elsa.
(Frh.)