Fréttir

Útgáva

Fréttir - 27.10.1915, Síða 3

Fréttir - 27.10.1915, Síða 3
27. okt.] FRETTIR 107 JOOOOOOOOCOOOOOOg FRÉTTIR koma út á hádegi hvern dag. Ritstjóri: Einar Gunnarsson. Hittist daglega heima (Laufásv. 17) kl. 3-4. Sími 528. Afgreiðslan er í Aðalstræti 8 uppi, gegnt »Reykjavíkurkaffi«, opin kl. 11—3 og 4—6. Sími 529. Auglýsingar má afhenda í afgreiðsluna eða í prentsm. Gutenberg, Simi 471. Einnig er tekið við smáauglýsingum (gegn borgun) virka daga: í tóbaksbúð R. Leví’s. til kl. 11 síðd. og verzl. Kaupangi til kl. 8 síðdegis. § •OOOOOOOOOOIOOOOOOOOOOOOO Ný vefnaðarvöruverslun var opnuð í Bárubúð laugardaginn þann 23. þ. m. Á hoðstólum er: Silki í svuntur og slifsi, svört og mislit, margar tegundir. — Kjóiatau. — Hvít léreft. — Dúkar áteiknaðir. — Borðdúbar. — Handklæðadreglar. — Tvisttau. — Lastingur. — Ermafóður. — Stubba- sirs. — Herðasjöl. — Sokkar. - Karlmannafataefni (ágæt) og margt fleira. Komið, skoðið, reyiniÖ. Yöruniar góðar. Verðið lág;t. „NAPOLF.ON“ heitir besti vindillinn fæst í LIVERPOOL. Reynið hann. EVIassagelseknir Guöm. Pétursson. Heima kl. 6—8 e. m. Sími 394. Garðastræti 4 (uppi). Massage - Rafmagn - Böð - Sjúkraleikfimi. Ein á ferð í Kína. (Frh.) IV. hs, borgaöi nú ökusveinum; þeir höfðu flutt mig tvö hundruð og áttatíu mdur fyrir sextfu dali mest yfií fjöll og fimindi og reynst ærlegir, kostgæfnir °K góðir viðureignar; fyrir fimm dala °fanálag hneigðu þeir sig til jarðar; eg yeit að sú auknþóknun komst í þeirra hendur, því ag eg hafði þá varúð við, að gefa þeim hana sjálf, og þegar eg horfði á eftir þeini ofan strætið, hét eg hátíðlega með sjálfri mér, að aldrei skyidi eg ferðast um fjöllin framar og aldrei nokkurn tfma gefa mig á hið miskunarlausa vald Peking kerru. Hjá trúboðum. Bækistöð þeirra var áður gistihús, bygt í ferhyrning, og þannig gert, að ekki voru gangar milli herbergjanna, heldur voru útidyr á hverju, allir glugg- ar vissu inn að húsagarði, en enginn að götunni, nema á því sem mér var fengið, þar var gluggi út að götunni, svo hátt uppi, að ekki gat eg séð út um nann. Húsmóðirin tók innilega vel á móti mér, eins og eg hef vikið á; hún hafði verið ein sfns liðs, þar til fyrir nokkr- um vikum, að vinnukcna kom til henn- ar, frá Norðurálfunni, þýsk að kyni. Fyrir utan húsráðanda, mann hinnar hugþekku konu, er tók svo vel á móti mér, hafði þar heimili sitt annar Norð- urálfumaður, er þar hafði hafst við um mörg ár, gifst þar og alið upp börn sín og sent þau til síns heimalands að mentast. Hann kunni mér inarg t að segja af landinu og þess íbúum, og spurði eg hann margra hluta. Það sem á þessari góðu konu liggur er énganveginn létt. Æfi hennar er einmanaleg, því að bústaður hvftra manna er hvergi nærri, tvær röskar dagleiðir eru til þeirra sem næstir búa og yfir fjöll að fara. Hér verða þessi hjón að dvelja sjö ár, meðal framandi fólks, er leitar til þeirra, hvénær sem liggur á, og fyrirlíta þau samt, og til þess að leggja sem allra fæstar hindr- anir fyrir það, að innlenda fólkið lað- ist að kenningu þeirri, er þau flytja, semja þau sig sem allra mest þau geta að siðum þess. Mjög sjaldan fer þessi kona út af heimilinu með manni sín- um. Það mundi verða tekið til þess, því að karlmenn og kvenfólk sjást aldrei á gangi saman í Kína. Ef hún gengur sér til hressingar eða í erindi út úr húsinu, verður hún að hafa annan kvenmann í.för með sér og hafa kápu eða mussu yfir sér, því að Kínverjar hneyxlast á því, ef búningurinn sýnir vaxtarlagið. Hún má hvorki líta til hægri né vinstri og verður að láta eins og hún taki ekki eftir neinu, sem fram fer í kringum hana, því að svo gera vel siðaðar konur í Kína. Hún semur sig í stóru og smáu eftir landssiðum og má taka til dæmis, að hvenær sem einhver kemur að hitta manninn henn- ar, ef sá er ekki í öreiga flokki, þá verður hún að standa upp og fara út, þegar hann kemur inn, og má ekki láta sjá sig, meðan gesturinn stendur við. Hinir fátæku og vesælu Kínverjar eru þakklátir fyrir þá góðvild og hjálp, sem þessar vænu manneskjur láta þeim í té; þær sögðu mér blátt áfram, að þær yrðu að bæta úr þeirra líkamlegu þörfum, til þess að ná til sálna þeirra. Þeir komu í hópum, langar leiðir að, til þess að fá rneðul við veikindum sem fátækt og sóðaskap eru samfara, og hverjum kvilla, sem fyrir kann að koma; kvefi og hósta, llfhimnu- og lungnabólgu og innvortis veikindum. (Frh.) jKíilii aga og ófriíar í Serbíu. Tveir blaðamenn voru sendir til Serbíu, af tímaritinu Metropolitan í New York, að lýsa ástandinu i því landi, og skal hér birt ágrip af frásögn þeirra. Inn á taugaveikinnar land. Við mökuðum okkur hátt og lágt með kamfóruolíu, bárum steinoliu í hárið, fylt- um vasana með möleitri (mothballs), stökt- um naphtalíni yfir alt sem við höfðum meðferðis og fórum í járnbrautarlest svo löðrandi í formaline, að okkur sveið í augu °g lungu, eins og undan óslektu kalki. Ameríkuborgarar frá skrifstofu Standard Oil Félagsins i Salonika, komu labbandi of- an að lestinni, til að kveðja okkur. »Illa er þetta farið«, sagði einn. »0g þið svona ungir. Á að senda líkin heim, eða eigum við að láta grafa ykkur þarna uppi í landi?« Þetta var undirbúningurinn undir feiðina inn á Serbíu, taugaveikinnar aðalból, þeirr- 71 ar sem drepur helming þeirra sem hana taka, og enginn veit hvaða gerill veldur. Flestir læknar trúa því, að hún dreifist með mannalús, en um það var breskur fyrirliði, er með okkur var í lestinni, í nokkrum vafa. »Eg er búinn að vera þar upp írá í þrjá mánuðk, mælti hann, »og er hættur fyrir löngu við allar varúðarreglur, nema að baða mig á hverjum degi. Um lúsina er það að segja, að eg tek mér alt af kvöld öðru hvoru til að týna af mér varginn«. Hann hnussaði við naptalini ykkar. »Peim líkar öllum við lúsina, skal eg segja ykkur. Það sanna um taugaveikina (typhus) er það, að enginn veit nokkurn skapaðan hlut um hana, fiema að sjötti partur þjóðarinnar í Serbiu er dauður úr henni . . . «. Drepsóttin var nú í rénun, vegna þess að vorrigningar voru hættar og hitinn byrjað- ur, og mesta heiftin úr sóttinni. Nú láu að eins tvö hundruð þúsund á sóttarsæng í Serbíu, og að eins um eitt þúsund dóu á dag — fyrir utan þá sem börðust við drep í holdinu, sem taugaveikinni fylgdi. Á þorr- anum var verra við að eiga; þá veltust dauðvona sjúklingar með óráði í leðjunni á borgagötum, því að ekki var nægilegt rúm í spítulunum. Hjúkrunarkvenna- og læknasveitir frá út- 72 löndum, Ameríku, Bretlandi, Rússlandi og Hollandi og öðrum löndum, höfðu beðið mikinn hnekki af veikinni, sumt dáið, sumt veikst og orðið hræðilega eftir sig. Um 50 prestar, er stunduðu að gefa dauðvona fólki sakramentið, urðu veikinni að bráð. Af 400 læknum er hinn serbneski her bjTj- aði striðið með, voru að eins tvö hundruð eftir. Og ekki var taugaveikin ein um hit- una. Bólan, skarlatsótt, barnaveiki og enn fleiri sóttir geysuðu meðfram öllum þjóð- vegum og jafnvel í afskektum bygðum. Kólera fór að sýna sig líka og mátti búast við að hún mundi magnast er sumarhitinn gengi yfir hið eydda land, þar sem nálykt- ina lagði af líkunum er grunt voru grafin á vígvöllum, en árnar voru saurgaðar af mannabúkum og hrossahræjum. Hinn breski fyrirliði var úr læknadeild hers síns, sendur lil að berjast við kóler- una. Hann var í öllum herklæðum með stóreílissverð við hlið, er jafnan var fyrir honum og flæktist milli fóta hans. »Ekki veit eg hvað cg á að gera við þenn- an ólukka«, mælti hann og þeytti því út í horn. »Við berum ekki sverð framar í enska hernum, en hér má eg til, annars mundu Serber ekki trúa því, að eg væri i fyrirliða stétt«. Meðan við skriðum hægt og bítandi upp

x

Fréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.