Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 04.11.1915, Qupperneq 2

Fréttir - 04.11.1915, Qupperneq 2
142 F R E T T I R [4. nóv. jforðarfarar heilir á húfi. Yilhjálranr Stefánsson íinnur nýtt land og býr sig í nýja norðnrfor. (Frh.). Mörg hreindýr voru þar og önnur dýr heimskautalanda, nema engin bjarndýr urðu þeir varir við. Á Jónsmessudag komu þang- að gæsahópar úr suðri og þá fóru farvegir að fyllast af leysingum í sólarhitanum. Því máttu þeir félagar ekki tefja, heldur urðu að flýta för sinni áður ísar gerðust ófærir. Á suðurleið komu þeir í eyjar nokkrar áð- ur ófundnar og námu þær til handa Canada. Þeir röktu sig nú suður með stórum eylönd- um, áður kunnum, skildu eftir sleða á góð- um stað og segir síðan ekki af ferð þeirra fyr en þeir komu aftur til þess staðar, er þeir höfðu Iagt upp frá þann 21. febrúar. Þangað komu þeir 8. f. m. Á allri þessari för hafði þeim ekkert slys viljað til, annað en að eitt sleðahlass hafði vöknað hjá þeim. Engínn mannanna varð einu sinni lasinn og alla hundana komu þeir með aftur i góðu standi. Þeir höfðu næturból i snjóhúsum, er þeir þjuggu til á kveldin, að sið Eskimóa. Um 100 vættir af keti og spiki brúkuðu þeir á leiðinni, mest af sel; þeir veiddu seytján hreindýr. Þann 11. ágúst, daginn eftir heimkomuna, bar þangað skipið Polar Bear, þriggja ára gamalt, er gengur fyrir seglum og olíu, eftir vild. Stefánsson keypti það fyrir 20. þús. dali og útbjó það til tveggja ára með vist- um frá skipi þá nýkomnu, er stjórnin hafði sent til leiðangursmanna. Vilhjálmur ætlaði þegar að leggja norður á hinu nýja skipi, en hælti við, með því að áliðið var sumars. En með vorinu leggur hann norður á því, í svo kallað Beauforts haf, ef veður leyfir og ísar. Beauforts haf er ókannað; halda sumir að þar sé hafsdjúp mikið, en aðrir að þar séu slór lönd. Ferðir hafa verið gerðar þangað, en orðið hafa þær að engu. Þetta, sem nú var sagt, er ágrip af því, sem Vílhjálmur hafðist að frá því að hann lagði upp í vetur. En frá því er hann skildi við mannabygð i fyrra vor og lagði norður á ísana með sínum tveim norsku félögum, segir Vilhjálmur sem nú skal greina: »Það var aðal tilgangur leiðangursins að rannsaka hið ókunna haf, fyrir norðan Ame- ríku, vestur af eyjaklasanum. Það hlutverk var ætlað vænsta skipinu, Karluk. Segl- skútan Alasaka átti að kanna Coronation flóa og seglskipið Marv Sachs átti að vera til vara og liðsinna því af þessum tveim skipum, sem mest þurfti á að halda og jafnframt kanna hafið þar sem það fór um. Nú fór alt sem ætlað var, nema að Kar- luk hvarf, og er sú saga sögð áður hér í blaðinu, í ritgerð eftir einn af þeím mönn- um, er með Vilhjálmi gengu af skipinu. Tek- ur Vifhjálms frásógrt þar til, er hann lagði norður á ísana 27. mars í fyrra og varð ekki fyr til ferða búinn en 9. apríl. Þeir voru þrír saman, svo sem fyr getur, með einn sleða og 1236 punda hlass, mest mat- væli handa sjálfum þeim og hundunum, er endast átti í 40 daga; þeir höfðu segl 2 vætta þungt, til að slá undir sleðann og ferjast yfir vakir, tvær byssur og 360 skotstikla. »Tveim dögum eftir að við höfðum skil- ið við hina, skall á okkur það versta veð- ur, sem við fengum á allri ferðinni; ekki vakaði ísinn við það, heldur hrannaði hann í stórar bungur og borgir, er hvert jaka- báknið hlóðst á annað ofan; svo mikið gerðist að um þetta, að jakar, sem við höfðum farið yfir daginn áður, mílu vegar frá náttstað okkar, voru að eins nokkur hundruð fet frá honum að morgni. Nokkur fet frá tjaldinu hlóðst upp jakahamar, tutt- ugu feta hár, og ef einhver jakinn hefði hrunið á tjaldið, þá hefðu þar orðið sögu- lok. Okkur skilaði allvel áfram, enda varð fyrir okkur sléttur is, nýlagður, í þynra lagi; höfðu þar orðið vakir í ísinn, stórar sem höf, í jafndægrastormum í marsmán- uði og síðan lagt yfir í vægu frosti. Nú var bjart allan sólarhringinn og farið að votta fyrir sólbráð. Það var Ijóst, að þessi þunni ís mundi verða ófær eftir tvær eða þrjár vikur. (Niðurl.). Islensku símamennirnir. Eftir H. de Vere Stncpoole. (Frh.) Briem gekk nú niður af stjórnpallinúm og þangað sem stórbáturinn hékk í bátkrókun- um á stjórnborða. Hann var alveg við há- stokkinn og hásetarnir voru komnir upp í hann. Eiríkur og menn hans stigu nú einnig í bátinn og Briem kom á eftir og settist á afturþóftuna. Eimvélin rendi svo bátnum hægt og hægt niður, hann kysti öldurnar og var ferðbúinn. í sama velfangi lögðust hásetarnir á árar og reru af alefli til lands. Þeir höfðu ekki komið í land í Tonkin og enginn þeirra hafði stigið fæti á land síðan að þeir fóru frá Dillí í Tímor, svo að þeir hjöluðu og hlóu eins og krakkar. Jafnvel ræðararnir, sem sveittust við árina, hlóu líka þó að þeir vissu vel um áreynsluna, sem beið þéirra, því að ekki datt hinum háu »símaherrum« í hug að snerta á reku eða jarðhöggi meðan þeir höfðu nokkurn sjóara eða innfæddan mann, til að þræla fyrir sig. Briem var mjög kompánlegur við menn sína þegar ekki var meira vandaverk fyrir höndum en þetta. Sjálfur hafði hann verið fiskimaður í byrjun, en brotist áfram af sjálfsdáðum og var hann hreykinn af því. Þótt hann gæti verið reglulegur harðstjóri á skipsfjöl, þá var það ekki því til fyrirstöðu, að hann tæki sér neðan í því með fólki sínu þegar á land var komið, en alt var það í hófi. Er slíkur félagsskapur með yfir- og undirmönnum óhugsanlegur nema meðal ís- lendinga og Norðurlandabúa ef allur agi á ekki að fara út um þúfur. Þeir voru nú nærri komnir að lendingunni og svifu stórir valir yfir höfðum þeirra eins og þeir vildu bjóða þá velkornna. Þeir görg- uðu ámátlega og rann væl þeirra saman við brimhljóðið. Eiríkur sat við hliðina á Briem og sá nú vel til landsins upp af ströndinni. Japan er ólikt öllum öðrum löndum. Ás- arnir hafa sérstaka lögun og trjágróðurinn líkist ekki skógum annarsstaðar. Upp frá ströndinni voru hrísgrjóna-ekrur og furutré með flötum, útþöndum greinum, sem báru eins og dökkgrænar flygsur við heiðskæran himininn, er sýndist fagurblár í háloftinu. Húsin voru úr viði með þykkum hátmþök- um, sem voru eins og gríðarstórir hattar. En starsýnast varð Eiríki á fólkið, sem stóð í fjörunni. Að sjálfsögðu voru japönsku síma- mennirnir þar og auk þeirra fjöldi sveitafólks, sem streymir að þegar ókunnugt skip leggur að landi. Ekki sá hann þar neitt kvenfólk og hann var heldur ekki að gæta að því. Hann var með ailan hugann við Iendinguna. Þó að hann væri mesti fullhugi og kynni ekki að hræðast, þá liafði hann sérstaka ó- beit á brimlöðri, svo að nærri lék hræðslu. Hann dreymdi eitt sinn draum í barnæsku, eins og kemur fyrir að ungbörn dreymir. Honum þótti brimlöður og hafrót vera alt í kringum sig og löðrið varð að óstjórnlegum, hvítum hestum, sem æddu að honum og ætluðu að rífa hann í sundur með tönnun- um og traðka hann til dauða undir hófum sér. íslensku hestarnir og brimlöðrið við fjörugrjótið í Reykjavík áttu nú sjálfsagt sinn þátt i draumnum, eða hver kann að vita nema að hann hafi þurft að horfa upp á druknun einhvers á einhverju öðru stigi til- vexunnar. Ja, hver veit það? En svo inikið er víst, að hann dreymdi þetta aftur og aftur og var þá oftast þunglyndur nokkra daga á eftir, því að hann hélt að draumurinn vissi á ilt. Báturinn lá kyr örlitla stund en þaut svo eins og örskot upp að fjörunni borinn af tígulegri, gnæfandi öldu. Árunum var kipt inn á svipstundu, mennirnir stukku út í sjó- inn, er tók þeim í hné og drógu bátinn upp á sandeyrina. Lándsfólkið þyrptist að bátnum og komu- mönnum. Sínxamennirnir töluðu frakknesku og Briem tók þá þegar tali um símamálin. Nokkrum skrefum álengdar stóð hópur kvenna og voru þær jafnólíkar algengum japönskum konum og enskar eikur hinum kræklóttu japönsku furutrjám. Þær voru fríðar og hávaxnar, hraustlegar og bronslitar á hendur og andlit. Blíndu þær á sjómenn- ina og höfðu sýnilega gaman af. »Þarna er kvenfólkið, sem eg var að segja þér frá«, sagði Magnús. »Þær láta karlmenn- ina þræla fyrir sig og dusta þá til ef þeir svíkjast um. Þær eiga heima í þorpinu þarna sem þú sérð húsþökin gægjast upp yfir ás- brúnina«. »Hvernig fer það nú með tóbakspundið og nýju'stígvélin?« spurði*Helgi Ólason, sem var með í förinni. »Þú mátt vtst taka til handanna þegar í stað«. »Komdu«, sagði Eiríkur, »þá geturðu séð«. Hann gekk nú í hægðum sínum áleiðis til kvenfólksins ósamt Helga og Magnúsi, en þær fóru að hlæja þegar þær sáu þá nálgast og töluðu enn hærra. Var helst að heyra, að þeim Iitist vel á þá. Eiríkur rciddist og vildi óvægur segja þeim lil siðanna. Honum fanst það nú ekkert ótrúlegt, sem Magnús hafði sagt, að þær kúguðu menn sína og keyrðu þá i bóndadeygju. (Frh.).

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.