Fréttir - 17.05.1918, Side 3
F R É T T I R
3
Þessar saumavélar koma með
e.s. Gullfoss næst til verzlunar
ím Mssonar
Ausíursíræti 6.
Til hátíðarinnar fást:
Silkiblúndur
Gardínublúndur
Milliverk og
Bróderaðar blúndnr
Barnakragar og
Smekkir
Hásetakragar, hvítir og bláir.
Gardínubönd
Kápuhnappar
Kjólahnappar
Flöjelsbönd
Silkivinzli
Tréprjónar
Bandprjónar
Svitaleppar
Reifalindar
og margt fleira.
Háskólanáinsstyrkur.
Fjárveitinganefnd Nd. kemur
fram með þingsályktunartillögu um
að veitt sé uppbót á námsstyrk og
húsaleigu við háskólann 50°/o fyrir
síðastliðið skólaár.
Fisknr
á róðrarbáta er nú orðinn treg-
ari en áður. Nokkrir bátar, er reru
frá Hafnarfirði í fyrri nótt og seldu
alla sinn, fengu þó 15 til 16 kr. í
hlut með því að selja hvert a/a
kíló á 12 aura.
Færeysk seglskúta
fór til P'lateyjar á Breiðafirði í
gærkvöldi, með salt o.fl. tii Guðm.
kaupmanns Bergsteinssonar. —
Nokkrir farþegar fóru með, þar á
meðal Snæbjörn Kristjánsson frá
Hergilsey.
Verkfail
hófu verkamenn í gær, í tilefni
af því, að vinnuveitendur hafa
ekki viljað ganga inn á kaup-
hækkun þá, er þeir krefjast, sem
er, að færa tímakaup upp úr 75 í
90 aura við dagvinnu, og úr 1,00
í 1,50 við eftirvinnu og helgidaga-
vinnu.
Fundir voru haldnir í gær, bæði
með vinnuveitendum og verka-
mönnum innan »Dagsbrúnar«, en
endanleg ákvörðu'n engjn tekin á
þeim fundum um kaupkröfuna, en
fú finnum.
Bretar viðurkenna fullveldi Finnlands.
prússar.
Kosningajafnréttisfrumvarpið hefur verið felt í neðri
málstofu prússneska pingsins.
frá Rúmennm.
Miðveldin áskilja sér uppskeru alla í Rúmeníu,
er afgangs verður þörfttm landshúa, um sjö ára skeið.
Khöfn 16. maí, mótt. í gær.
|
jtfitveliasambanúit.
Búist er við, að Miðveldasambandið muni einnig
ná yíir Tyrkland, Búlgaríu og RússJand og verði
ríkiserfðir úr lögum numdar í ríkjum þessum.
Miðveldasamband þetta er ætlast til að verði deild
í alþjóðasambandi, er myndist að ófriðinum loknum.
I _ »- . ‘
Jrezkir samninjar.
Líkur eru til þess, að Bretar muni segja upp tlest-
um verzlunarsamningum sínum við aðrar þjóðir.
verkamenn tóku upp vinnu i
morgun.
Smjörkaup
fyrir bæinn hefur bæjarstjórnin
samið um við smjörbú í Árness-
og Rangárvalla-sýslum.
Er ákveðið að kaupa smjör-
framleiðsíu frá 7 smjörbúum, áætl-
að að það muni verða um 300
kvartil. Smjörverðið er hingað
komið 6 kr. 20 au. hvert kíló.
Einnig hetur verið samið um
kaup á smjöri úr Borgarfjarðar-
sýslu, er verður hingað komið
6 kr. hvert kíló.
Landssjóðsverzlunin
hefur sótt urn leyfi til bæjarins
að mega skipa upp steinolíu þeirri,
er hún á von á frá Ameríku, til
geymslu í Effersey. Hafnarnefnd
var falið málið til afgreiðslu á
bæjarstjórnarfundi 16. þ. m. — Ef
landssjóðsverzlunin fær leyfi til
þessa, er gert ráð fyrir að bj'ggja
báta-bryggju við eyna, og gera
aðrar nauðsynlegar umbætur þar,
við upp- og útskipun á olíunni.
Reaper
(vélbátur) fór til Patreksfjarðar
i gærkvöldi með ýmsar vörur og
milli 10 og 20 farþega.
Múrari
getur fengið góða atvinnu um stund.
Afgr. vísar á.
JBtóltmen tir.
Frederick W. H. Myers: Páll
postuli. Kvæði. Jakob Jöh. Smári
sneri á islenzku.
Kvæðakver þetta hefur bóka-
verzlun Ársæls Árnasonar gefið út
í snoturri útgáfu.
Höfundur þess er hinn heims-
frægi brezki vísindamaður og skáid,
aðalstjórnandi Sálrannsóknafélags-
ins brezka, er ritað hefur hina
miklu og merkilegu bók: »Per-
sónuleiki mannsins og líf hans eftir
dauða líkamans«.
Kver þetta er að eins 32 bls.
En samt er þrekvirki að hafa þýtt
það. Ber þar margt til: Andríki
frumkvæðisins, kjarnyrt og saman-
rekið orðaval, hátíðlegur ljóðblær,
er alt er samboðið þvi mikilmenni
andans, sem orðin eru lögð i
munn í kvæðinu: Páli postula,
þessum hámentaða skörungi, er
sett hefur framar öllum öðrum
sígilt snið og mót á kenningar
kristinnar kirkju og trúarlærdóma
hennar, svo að sumir bafa jafnvel
viljað kenna kirkjuna við hann.
í raun réttri er þetta eitt kvæði,
er skift er í fyrirsagnarlausa flokka,
— ein kvæðisheild.
Pýðingin er trú frumkvæðinu að
efni til og bragarhætti og furða,
hve vel hefur tekisl, er gætt er
allra örðugleika. En stirð er hún
nokkuð og óþjál allestrar, úrfell-
jingar hljóðstafa, í framburði síðari
íhluta orða, afar tíðar og láta sum-
Kréttir.
Kosta 5 anra eintakið í lausasölu.
Auglýsing'averd: 50 aura
hver centimeter i dálki, miðað við
fjórrtálka blaðsíður.
Aígreiðslan í Sölnturninnm
fyrst um sinn.
Við anglýsingum er tekið á nf-
greiðslunni og í prentsm. Gntenberg.
Útgefandi:
Félag í Reýkjavílí.
Ritstjóri til bráðabirgða:
Gnðm. Guðmmtdssoii.
skáld.
Sími 448. Póslhólf 286.
Viðtalstimi venjulega kl. 4—5virka
daga á Óðinsg. 8 B uppi á lofti.
ar Ijóðlínurnar ekki sem bezt í
eyrum fyrir þær sakir.
En þrátt fyrir það er bókment-
um vorum mikili gróði að hafa
eignast kvæði þetta á íslenzka
tungu, — svo vel er tiáð krafti og
kjarna frumkvæðisins. Hlýturhverj-
um góðum og hugsandi mauni að
vera fagnaðarefni að eignast það
og Iesa með athygli.
ii g;f róttii*.
Frv. Magnúsar Kristjánssonar
um skipamiðlara var til 2. umr. í
Ed. i gær og var vísað tii 3. umr.
með nokkrum smá-breytingum frá
allsherjarnefnd, svo sem þeirri, að
menn þeir, sem hér um ræðir, séu
kallaðir skipamiðlar, en ekki skipa-
miðlarar. Fanst nefndinni það betri
íslenzka.
Þá var næst lokið við 2. umr.
um frv. um iokunartíma sölubúða
og frv. vísað til 3. umr. með þeim
breytingum frá allsherjarnefnd, að
sektir fyrir brot álög. lækkiúrlOO—
1000 kr. ofan i 20—500 kr. og
enn fremur að veita megi sérverzl-
unum undanþágu, að því er snertir
lokunartíma, gegn hæfilegu ár-
gjaldi, sem stjórnarráðið ákveður,
samkv. uppástungu bæjarstjómarr
fyrir eitt ár í senn, og renni það
gjald i bæjarsjóð. — Halldór Steins-
son barðist gegn því, að þessí
undanþága yrði veitt, en það kom
tyrir ekki; atfylgi þm. Akureyrar
reið baggamuninn.
Síðasta málið á dagskrá í Ed.
var fyrirspurn Halldórs Steinssonar
til landsstjórnarinnar um úthlutun
og sölu kornvöru og sykurs. —
Atvinnumálaráðh. svaraði fyrir-
spurninni, en ekki þólti fyrirspj'rj-
anda það svar fullnægjandi; hélt
hann því fram, að reglugerð Jands-
stjórnarinnar um úlhlutunina hefði
verið óþörf og jafnvel heimska,
eins og ástatt var, enda mætti sýna
fram á það með skýrum rökum,
að neyzla kornmatar og sykurs
væri litlu minni nú, en áður en
stríðið hófst; reglugerðin hefði því
ekki verið sparnaðar-ráðstöfun,
heldur þvert á móti. Ýmisiegt fann
hann fleira að rekstri landsverzl-
unarinnar og varð af smá-hnútu-
kast í deildinni og umræður tals-
verðar. En nokkuð voru þær komn-
ar út fyrir efnið upp á síðkastið,