Fréttir

Issue

Fréttir - 09.06.1918, Page 2

Fréttir - 09.06.1918, Page 2
2 FRETTIR með tilliti til menningar, þjóð- skipulags og hnattstöðu er ísland engu öðru riki háð, heldur ein heild og órofin. Petta er einmitt mergurinn málsins. Og þar á ofan hafa íslendingar sýnt það í raun og veru, að þeir eru þjóð, sem kann sjálf fótum sinum forráð, — lifir að vísu óhjá- kvæmilega við óbrotna lifnaðar- háttu, en kann að búa að sínu. í raun réttri eru það engin und- ur, að þessi litla þjóð verði fyrr eða síðar sjálfstœtt ríki, — hitt er undrið meira, og meira að segja aðdáunarverðara, að svo lítilli þjóð skuli hafa tekizt að ná þeim þroska, að verða frjáls þjóð með veglegri þjóðernismenningu. Stjórnmál íslands geta engum óvildarskugga varpað milli Dana og Norðmanna. ísland gengur ekki undir Noreg, og enginn Norð- maður æskir þess. En vér höfum samúð með íslendingum, ekki að eins fyrir þá sök, að land þeirra var í fyrndinni norskt land og norskt blóð rann í æðum þjóðar- innar, heldur og fyrir þá sök, að það háir sjálfstæðisbaráttu, er vér höfum öll skilyrði til þess að skilja. Og þess þykjumst vér sannfærðir, að Danir muni ekki beita ofbeldi gegn því, er í raun réttri er ekki annað, þegar öllu . er á botninn hvolft, en rökrétt og sjálfsögð af- leiðing af eðlilegum og sögulegum þroska og meginauka þjóðar- innar«. í y>Söndmörsposten« er út er gef- inn í Álasundi, ritar einhver all- langa grein um ísland, 10., 12. f. á. Greinin er undirrituð »o. f.« Er þar skýrt frá ástandinu hér á ó- friðartimum þessum, nokkuð lýst menningu íslendinga og sýnt fram á, hve villir vegar þeir hafa farið, er trúað hafa því, að ísland gæti ekki staðist án Danmerkur, — bent á og spurt, hversu nú myndi á- statt á íslandi, ef það hefði orðið að súpa sama seyðið og Færeyjar, — að vera alveg innlimað Dan- mörku. Og svo segir höfundurinn að lokum: »Að öllu þessu athuguðu lætur það hálf-skringilega í eyrum ís- lendings, að heyra útdrátt úr fyrir- lestri Valtýs Guðmundssonar há- skólakennara, sem hann á að hafa haldið í Kaupmannahöfn, einmitt af því, að dr. Valtýr Guðmundsson er gamall íslenzkur alþingismaður. En auðvitað er ekki alt af að reiða sig á það, sem norsk blöð hafa eftir dönskum blöðum. — Danir eiga sjálfir sök á því, — segtr i fyrirlestrar-ágripinu, — að íslendingar hafa fengið svo mikið sjálfstæði. Danir hafa látið fleka sig með ginningum og hræða sig með hótunum til þess, að veita allar hugsanlegar tilslakanir, er brjóta í bág við stjórnarskrána frá 1874. — Svo mörg eru þau orð! Mjög fara þeir villir vegarins, er lesa þetta, en þekkja ekki hið sanna í þessu efni. Hverjar ættu svo sem þessar hótanir íslendinga að hafa verið? Hafa þeir máske ógnað með hervaldi? Ó-nei, íslendingar hafa ekki ráð á neinu slíku. En ætli að ekki hafi einhverntíma kveðið við slík- an ógnandi tón í Dönum, þegar íslendingar hafa viljað standa á rétti sínum? Myndi ekki sú vera sökin, að enn eru þeir fjölrar ekki slitnir, er fyrir löngu hefðu átt að vera höggnir sundur. Danmörk á engan drottnunarrétt yfir íslandi . . . . Sú kemur tíðin, að íslands- fáni mun frjáls blakta að hverjum hún á islenzkum skipum, svo fram- arlega, sem Islendingar sjálfir svíkja ekki sitt eigið land og búa fram- fara skilyrðum sjálfra sín fjörráð«. Hvað er í tréttum? Stórstúkuþingið var sett í gær, sem til stóð. — Hófst það með guðsþjónustu í dóm- kirkjunni, sté séra Magnús JónSson dósent í stólinn og hélt afar-snjalla og áhrifamikla prédikun. — Fulltrúar eru fáir á þingi þessu ntan Reykjavíkur nema frá ísa- firði mæta 3 fulltrúar, og úr Vest- mannaeyjum og Hafnarfirði eru fulltrúar mættir. Ef til vill drífur fleiri að áður þingi lýkur. Eru nú mættir milli 20 og 30 fulltrúar alls. — En þótt fáir séu, er það ein- valalið eitt með öflugan stj'rk að baki sér. Má búast við framkvæmd- um alj-miklum í bindindi og bann- málinu næsta stórstúku ár, því að ekki mun stórstúkunni nú fjár vant. þótt feldur væri styrkurinn til hennar á síðasta þingi, og mun hún nú eigi hans aftur leita. „Lagarfoss^ kom í gærkvöldi kl. rúml. 11 með mesta sæg farþega. Auk sendinefndarmanna, sem getið var í gær, sáum vér Bjarna Jónsson bankastjóra á Akureyri, er vera mun einn í nefndinni, Kristján kaupm. Torfason á Fiateyri, Jónas Tómasson útgerðarstjóra á ísa- firði, sr. Guðm. Guðmundson rit- stjóra »Njarðar«. Gestir í bænum eru bér margir, m. a. Guðm. Jóhannesson kaupmaður á Eski- Herbergi til Ieigu fyrir ein- hleypa á bezta stað i bœnum. A. v. á. firði og frú hans, Jóhann Jósefsson kaupm. í Vestmannaeyjum. Hákon bóndi á Reijkjahólum og kona hans komu hingað með »t///i« í fyrra dag til þess að vera við- stödd jarðarför Bjarna sál. frá Reykjahólum, en Hákon er tengda- sonur hans. Iínattspyrnnmót íslands hefst í dag á íþróttavellinum kl. 3 síðdegis, og keppa þá félögin Valur og Vikingur, er það í fyrsta sinn, að Víkingur keppir við sér eldra félag. Hjónaband. í gærkvöldi voru gefin saman Sveinn Jónsson kaupm. og ungfrú Elín Magnúsdóttir. Veizla var í gærkvöldi hjá Sigurði Egg- erz ráðherra. Sátu hana 18 manns og var mannfagnaður hinn bezti. M/s »Sigurður I.« fór í morgunt með marga farþega til Borgarness. ; Meðal þeirra voru Jón Björnsson I póstafgreiðslumaður, SigurðurRun- ólfsson kaupfélagsstjóri, Jón Bene- diktsson stud. med., Þorkell Bland- on stud. jur. og Skúli Guðjónsson. stud. tned. íslenzku símamennirnir. Eftir H. de Vere Stacpoole. (Frh.) En þetta fór alt fyrir ofan garð og neðan hjá Magnúsi, því að hugsjónir hans voru ekki »af þessum heimi«. Hann var regluleg- ur klakaklár, sem var fyrirmunað að skygn- ast út yfir sinn eigin verkahring, og var ekki fær um það, þó að hann hefði gaman af stjórnmálaþrefi og kveðskap. Einn bátur var honum nógur, og hann var hræddur við alt gróðabrall, og bar ekki skyn á það. f hönd- unum á Eiríki var hann eins og krakki, sem á að læra sund, en berst á móti því af alefli. Hann bar hvorttveggja fram í einu, kafifið og mótbárurnar gegn þessari áhættu, en Ei- ríkur hlustaði á og skelti við skolleyrunum. »Auk þess er Stefán Gunnarsson frændi minn«, sagði Magnús að síðustu, »og þú átt mér það að þakka, að þú hefur fengið að kynnast honum, en eg mundi ekki una því, að hann skaðaðist á þessu«. »Hann skaðast ekki«. »Já, það eru nú þín orð, en eg segi að þú reisir þér hurðarás um öxl. Þú ert alt of bráðlátur«. »Það er betra en seinlætið. Láttu mig um þetta, og þú mátt vera óhræddur um, að eg skal fara varlega, enda hætti eg miklu«. Magnús svaraði engu. III. Eiríkur hverfur. Um morguninn var veðrinu farið að slota, en var þó hvergi nærri orðið gott. Þök hafði rofið af sumum húsum í Skarðs- stöð, og kirkjuturninn skekst, og voru menn nú önnum kafnir að ganga á rekann og hirða það af vélbátunum, sem skolast hafði upp í fjöruna. Voru flestallir komnir ofan að sjón- um, en enn þá var brimsúgur talsverður, og glitraði sólskinið á hvítfextum öldunum þegar sólin brauzt í gegnum skýjafarið. Snemma um morguninn gekk Eiríkur til Stefáns Gunnarssonar til þess að fá ákveðið svar um kvennamálin, og það fékk hann. Atburðir þeir, sem urðu um nóttina, riðu þar baggamuninn. Fyrirhyggja hans og umhugsun að sjá bátnum borgið, hafði fengið mikið á Stefán, og það var hlutur, sem átti við hann. Þótti honum einsætt, að trúa mætti þeim manni fyrir konu, sem væri jafn-umhyggju- samur með muni sína. Hann gaf ekki beint samþykki sitt til ráða- hagsins, en kvaðst ekki skyldu verða honum mótfallinn. Ekki skyldi brúðkaupið standa fyr en að ári liðnu, og Svala yrði að tala við Ólaf, en frá honum hafði ekkert bréf eða skeyti komið. Hann krafðist þess, að Svala gerði fulla grein fyrir því, hvers vegna hún hefði komið svona óvenjulega leiðinlega fram vð jafn-góðan mann og Ólaf, sem auk þess væri góðvinur sinn, og sig hefði tekið sárt að vita leikinn jafnilla, tekið það sárara en nokkuð annað, síðan hann misti konuna o. s. frv. Svo var kallað á Svölu, og kystust þau Eiríkur þar, en Stefán sneri sér undan og lét í pipuna. Næstu dagana var Eiríkur önnum kafinn að koma hinni nýju fyrirætlun sinni í fram- kvæmd. Hann símaði til Helga Stefánssonar í Reykjavík, og bað hann að festa kaup á bátnum fyrir sig; sjálfur kvaðst hann mundu koma suður og gera út um kaupin, þegar »Ingólfur«, strandferðabáturinn, kæmi næst til Skarðsstöðvar. — Bjarni og Grímur höfðu ráðist til hans og gengið að því, að vinna honum fyrir lægra kaup, en annars gerðist, og láta hann hafa þurkreiti sína til afnota, enda var þeim hugarhaldið að fá einhverja atvinnu. (Frh.)

x

Fréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.