Fréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - 09.06.1918, Qupperneq 4

Fréttir - 09.06.1918, Qupperneq 4
4 FRETTIR Leikfélag1 Reykjavíkur. Landafræði og ást verður leikið sunnudag^mn 9. júní kl. 8 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu í síðawía siuii« Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó í dag frá kl. 10—12 árdegis og 2—7 síðdegis ineð venjulegu verði. Hljóðfærahús Reykjavíkur Sími 656. Hornið á Pósthússtr. og Tempiarasundi. Sfmi 656. Fyrirliggjandi birgðir: I. flokks IPíanó og Orgel-Harmoaium, Fiðlur, Gítarar, Spiladósir, Taktmælar, Nótnamöppur, Hljóðfærastrengir. Mörg þúsund nótnabækur, mesta úrval. Brúkuð hljóðfæri keypí og tekin í skiftum. Y örur sendar um alt land gegn póstkröfu, Sími 656. Ijljófifxrahús Reykjavikur. su 656. iJCaitar Rarlaugar og Rölé ööð fdst ásamt massage, sunnudaga ekki síður en virka daga, á Hötel Island. Sími 394. Viðtaistími kl. 12-6. *Jílassacj<zlœfinir Siuémunóur cJáfursson. Mótorbátur ca. 5 tonna með nj7rri 10 ha. »Skandia«-vél, er lil sölu. Uppl. gefur Sími 602. F’asteig’naslsi'iístofan Bröttugölu 3 C. Skrifstofur. Útflutningsnefndin óskar að íá leigð nú þegar eða sem fyrst 2 rúmgóð herbergi og 1 minna, fyrir skrif- stofur, með sérstökum inngangi í minsta herbergið, með eða an skrifstofugagna. Tilboð rneð lýsingu og leiguskilmálum sendist á skriístofu r O. Benjamínssonar (hús Natan & Olsen). a atvi Tveir karlmenn og tvær stúlkur geta fengið ágæta atvinnu eystra í sumar. Verða að fara með Sterling, enda er íerðin fri. A. v. á. heyvinnu í sumar vantar mig 6—8 duglega kaupamenn, 4 kaupakonur og 2—3 röskva drengi ca. 16 ára. Eg’g’ert Jónsson, Bröttugötu 3 B. .Sími 602. — Venjulega heima kl. 11—12 og 6—7. Gerist áskrifendur að FRÉTTUM. Prentsmiðjan Gutenberg. Guy Boothby: Faros egypzki. 137 138 139 »Við hverju ætlið þér helzt að vara mig?« spurði eg. »Það get eg ekki sagt yður«, svaraði hún, »því að eg veit það ekki sjálf. En hitt veit eg, að yður stafar engin heill af því, að hann sé að skifta sér af yður og látist vilja verða góðvinur yðar. Þér þekkið hann ekki eins og eg þekki hann, og hafið enga hugmynd um, hver og hvernig hann er — og getið ekki haft neina hugmynd um það. Forðið þér yður undan meðan færi gefst, herra Forrester, sjálfs yðar vegna. Þér megin engin afskiffi hafa af honum. Forðist þér umgengni hans hvað sem það kostar. Þér brosið að mér! Ó, ef þér vissuð — —! Eg segi yður satt, að yður væri margfalt betra að láta lífið, en ganga í greipar honum«. Mér rann til rifja alvörugefni hennar og þó einkum hrygðin, sem lýsti sér í svip hennar. »Það er svo að heyra, kæra ungfrú«, sagði eg, »sem að þér hafið sjálf gengið honum á vald«. »Það hef eg líka gert«, svaraði hún. »Eg er algerlega á hans valdi, og hefur það leitt mig til glötunar bæði á sál og líkama, og af þessari ástæðu vil eg reyna að forða yður. Gefið gaum að aðvörun minni og hverfið úr Neapel í kvöld. Það gerir minst til, hvert þér farið — hvort heldur til Rússlands eða Ame- ríku, eða felið yður í óbygðum Síberíu eða Kamschatka — að eins að þér komist undan áhrifum hans«. »Það er nú um seinan«, sagði eg. »Ten- ingunum er þegaf varpað, og eg hef lofað, fara með honum á morgun til Egyfta- lands«. Hún stundi þungt, þegar hún heyrði þctta og hröklaðist aítur á bak. »Hafið þér lofað að fara með honum til Egyftalands?« spurði hún, eins og hún gæli varla trúað sínum eigin eyrum. »Æ, hvað hugsið þér, herra Forrester? Eg segi yður satt, að þetta er óheillaráð — það er sama sem að ganga út í opinn dauðann! Ef þér kærið yður nokkurn minsta snefil um yðar eigin velferð og öryggi, þá skuluð þér fara héðan í kvöld — nú á sömu stundu, og koma aldrei aflur til Neapel eða nokkurs þess staðar, sem hans er að vænta«. Hún greip um handlegg mér í geðsbrær- ingu sinni og hélt sér þar fastri, og fann eg, að hún. titraði öll. En þessi tilþrif hennar, höfðu alt önnur áhrif, en hún ætlaðist til. »Ungfrú«, sagði eg, og kannaðist varla við minn eigin málróm. »Þér segið, að þessi maður hafi yður á valdi sínu og varið mig við þeim hættum sem bíði min, ef eg geng honum á hönd, og síðan er þér hafið lagt yður í liættu mín vegna, þá ætlist þér til, að eg hlaupi á burt og skilji yður eftir í greipum hans! Þér hafið víst ekki sérlega mikið álit á mér!« »Eg er að eins að reyna að forða yður undan«, svaraði hún. »Fyrsta daginn, sem eg sá yður, vissi eg, að óhamingjan vofði yíir yður, og alt frá þeim tíma hefur það verið ósk mín að bægja henni frá yður«. »En hvers vegna reynið þér ekki að forða sjálfri yður, fyrst þér hafið orðið fyrir þessari óhamingju? En við skulum nú reyna að leita samkomulags. Ef eg verð að forða mér undan þessum manni, þá verðið þér að gera eitt og hið sama. Við skulum fara undir eins, þar sem þér nú eruð sloppin út fyrir múrgirðingu hans. Viljið þér treysta mér? Á höfninni liggur gufuskip, sem fer um mið- nætti. Við skulum ganga út á það og fara til Genúa, og þaðan hvert sem þér kjósið. Peninga hef eg næga og eg legg þar við dreng- skap minn, að eg skal gera alt, sem í mínu valdi stendur, til að afla yður frelsis og ham- ingju. Við skulum bregða við og fara undir eins og getið þér þá innan hálfrar stundar verið laus við hann að fullu og öllu«. Um leið og eg sagði þetta, tók eg um hönd hennar og ætlaði að leiða hana eftir gang-

x

Fréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.