Fréttir

Eksemplar

Fréttir - 30.06.1918, Side 1

Fréttir - 30.06.1918, Side 1
DAGBLAÐ 62. blað. Reykjavíb, sunnndaginn 30. júní 1918. 2 . árgangur. Þeir sem gerast áskrifendur „Frétta“ 1. júlí fá blaðið ókeypis frá b y r j un. ■..—.— 1 --ir Leiðsla. í sólheimum óm af svana-klið um svifleiðir drauma ber, er voldugt seiðmagn í vatna-nið par vaggar í leiðslu mjer. Sem hrynji perlur við hreimfall Ijett er hrannanna skœra mál, — sem rigni glóperlum glæstum þjett í glymjandi krystalls-skál. En fjœr — yfir lygnan, Ijósan vog, er logar í aftanglóð, ber þung og ömurleg öldusog og angnrvœr kvíða-ljóð. Og víðátta himins, hafs og lands af hljóm-magni öll er fyllt, — við dgpsla ómblœinn anda manns í eilífðar samklið stillt. Jeg heyri mannkynsins andvörp öll og aldanna hjarta-slög, er streyma’ um röðuls og stjarna höll frá strengleikum dulræn lög. — Sem vanmegna barn og veikt jeg er, en víðáttan stór og blá. Að Ijós- og hljómbrotum leik jeg mjer í Ijóðblíðri, glaðri þrá. Guðm. Guðmundsson. íslenzk tung’a. j II. Tungan er endurminning þjóð- arinnar. Orðin geyma málfar for- feðra vorra því lengra aftur í aldir sem tungan er minna breytt frá því sem áður var. Orðin og sam- anburður þeirra sýna oss inn í hugarfar undanfarinna kynslóða, því að uppruni orðsins sýnir, hvernig hugtakið var í upphafi. Og saga orðsins sýnir oss þá og sögu hugtaksins. Orðaforðinn sýnir oss og viðfangsefni þjóðar vorrar á liðnum öldum, störf hennar í listum og í lífsbaráttu, hvað henni þótti fagurt og gott og hvað ilt og ljótt. Enn má sjá af tungunni lands- hætti og gróðrarfar þess lands, er þjóðin bjó í fyrir öndverðu, at- vinnuvegi hennar, vinnubrögð og verkfæri öll. Og orðskviðir, mál- tæki og forn kvæði geyma alt hið bezta úr hugsanaauðT og kendar- lífi þjóðarinnar. Málið er því eins og lindibast Völundar, er hann dró á hringa sína. Það er endur- minning þjóðarinnar. Ef. svo fer að þessi endurminn- ing brjálast, þá verða undur og verða skrípi. Eru sum þeirra þjóðkunn. Vil eg nefna það, er konur verða fyrir þeim ósköpum, að þær skifta um kyn, þegar þær eru manni gefnar. En þótt þær verði karlmenn, halda þær þó á- fram að eiga börn, en þó með þeim undarlega hætti, að þær eiga þau með tengdafeðrum sínum, sem eru þá og orðnir feður kven-karlanna. — Sumir menn heyra nafn sitt aldrei nefnt, nema í þolfalli. Mundi það vera fyrir þá sök, að þeir sé haldnir svo þungri refsing, að þeir verði ætíð að þola? Mikil má sekt þeirra vera. Enginn segir herra og frú Öskudalur, heldur Öskdal, maðurinn elskar frú Öskdal, ungu stúlkurnar vilja allar ganga með herra Öskdal og ungir menn biðja »frökenanna Öskdal«. U-ið taka htenn upp úr listfræði þeirra skálda, Sem yrkja á íslenzka tungu, þegar þeir telja sér henta það, en yrkja ahnars upp tunguna með því að fella ega bæta við eftir vild. En föll«m er öllum brjálað af því,' að Qölskyldan Óskdal er dæmd til þess að vera eilífur þolandi. Sum af hinum ágætu ættarnöfn- um benda á svo einkennilegt sál- arfar, að heitið verður að vera alveg einstakt í sinni röð, má ekki vera neitt orð, heldur óorð. Þó þykir mönnum sómi að óorðinu, og er að því leyti ólíkt farið því, sem tíðkast hefur áður, að menn una því illa, að hafa óorð á sér. Slík undur og, skrípi verða, þeg- ar endurminningin sljóvgast, og þaðan af verri. Má þar tii nefna innihald bókar þeirrar, sem lands- stjórnin gaf nýlega út um nafna- giftir og Kleppskinna nefnist. Er innihaldið ættfært með því helti. Þess verða menn vel að gæta, að einna mestur málspillir er nafnaskekkjan, því að heiti geym- ast lengst og geyma lengst. framtakssamur lanði. (Bréf frá New-York.) Herra ritstjóri »Lögbergs«. Mig langar að biðja yður að gera svo vel og birta þessar Iínur í yðar heiðraða blaði. Mér þykir ávalt vænt um að heyra af íslendingum, sem eigi Brezk blóð og tímarit útvegar Viðskiftafélagið. Sími 701. Kirkjustræti 12. gleyma fósturjörðinni, þó að þeir skilji við hana um stundarsakir, ogf ávalt hafa það efst í huga, að reyna að gera eitthvað þarft, landi sínu til góðs. Eg átti tal við mann hér í New-York, er sagði mér þær gleðifréttir, að vér ættum einn af þessum góðu, trúu íslendingum hérna úti í New Jersey. Maður sá kvað vera Sigurður Jónsson verzlunarmaður, er um mörg ár var hjá consúl Jes Zimsen í Reykjavík, en hefur nú dvalið hér um nok*kur ár að kynna sér hér- lenda verzlunaraðferð. Sigurður er mér persónulega kunnur, sem mjög hæfur og duglegur verzlunarmaður, er hægur og fátalaður og hugsar víst fleira en hann segir. Þessi landi vor hefur eigi gleymt fóstur- jörðinni, heldur varið hverju augnabliki, er hann hefur getað mist frá daglegum störfum, til að gefa hérlendum mönnum rétta þekkingu á íslandi, bæði munn- lega og skriflega, því að ættjarðar- ástin er og verður ódauðleg hjá honum og löngunin að geta unnið landi sínu eitthvert gagn, og hefur hann þó eigi hlotið nein Jaun úr landssjóði. Hann kvað nú vera kominn i samband við stórt verzlunarfélag í Boston, sem ætlar að reka vezlun og iðnað á íslandi í stórum stíl að þessum ófriði loknum; iðnað, sem eigi hefur þekzt þar áður, en verður áreiðanlega landinu til stór- hagnaðar og veitir fjölda manns atvinnu. Þess verður minst síðar bæði í íslenzkum og enskum blöðum. Heiður sé Sigurði og hverjum þeim landa, sem eigi gleyma sinni fósturjörð. Með vinsemd. GfarðarJ Gíslason. »Lögberg«.

x

Fréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.