Fréttir - 30.06.1918, Qupperneq 3
F F'E T T I R
3
i
JEndnrprentuu bönnnft.
Til fánans.
(Einai* Benediktsson)
Nokkuð hratt, en með góðum áherzlum.
Árni Thorsteinson.
2. Skín þú, fáni, eynni yfir,
eins og mjöll í fjallahlíð.
Fangamarkið fast þú skrifir
fólks í hjartað ár og síð.
Munist, hvar sem landinn lifir,
litir þinir alla tíð.
3. Hvert eitt landsins fley, sem flýtur,
fáni vor, þig beri hátt,
hvert þess barn, sem ljósið litur,
lífgar vonir, sem þú átt.
Hvert þess líf, sem þver og þrýtur,
þínum hjúp þú vefja mátt.
4. Meðan sumarsólir bræða
svellin vetra’ um engi’ og tún,
skal vor ást til íslands glæða
afl vort undir krossins rún,
djúp sem blámi himinhæða,
hrein sem jökultindsins brún.
að kjósa nefnd til að hrinda því
máli í framkvæmd«.
Kosnir voru í nefndina: Jón
Helgason l)iskup, Eggert Pálsson
prófastur, séra Bjarni Jónsson,
séra Gísli Skúlason og séra Frið-
rik Friðriksson.
Þá var tekinn fyrir næsti liður
á dagskránni: Stofnun íslenzks
prestafélags, og í sambandi við
það var rætt um stofnun nýs
kirkjulegs tímarits eða blaðs. —
Samþykt var að stofna félagið og
gengu allir, sem á fundi vorn,
þegar í það, en á fundi voru þá
26. Þá var kosin bráðabirgðar-
nefnd til að veita félaginu for-
stöðu og hlutu kosningu: Jón
biskup Helgason, Magnús dósent
Jónsson, Eggert próf. Pálsson,
Sigurður P. Sivertsen prófessor
°g Skúli præp. hon. Skúlason.
Skorað var á hina ný-kosnu
^fcfnd, að beita sér fyrir bættum
^unakjörum presta og enn frem-
llr saniþykt svohljóðandi tillaga:
®^ýnódus lætur eindregið í ljósi
Pa ósk, að prestsetursjarðir í
ni urlögðum prestaköllum verði
ekki seldar«.
a butti prófessor Sigurður
1VCr sen erindi; í hvaða merk-
ingu og hvers vegna nefndi Jesús
sig »mannssoninn?«
Loks talaði biskup um Hall-
grímskirkjuna i Saurbæ og þær
framkvæmdir, sem orðið hefðu
á því máli síðan á síðasta Synó-
dus. Um 2000 kr. hafa borist i
gjöfum frá því í fyrra til kirkju-
byggingarinnar, og verður leitað
samskotanna framvegis.
Síðasta málið á dagskrá var,
200 ára dánar-minning Jóns Vída-
líns árið 1920. Gat biskup þess,
að til væri dálítill sjóður, sem
æskilegt væri að eila, svo hægt
yrði að minnast hins nafnfræga
biskups á einhvern vel viðeigandi
hátt.
ÞessiF sátu prestastefnuna: pró-
fastarnir Árni Björnsson, Görð-
um, Jón Sveinsson, Akranesi,
Eggert Pálsson, Breiðabólsstað,
Kjartan Helgason, Hruna, Magnús
Bjarnason, Prestsbakka, og prest-
arnir síra Erlendur Þórðarson,
Odda, Þorsteinn Benediktsson,
Krossi, Ólafur Finnsson, Kálfholti,
Olafur V. Briem, Stóra-Núpi, Gisli
Skúlason, Stórahrauni, Ólafur
Magnússon, Arnarbæli, Friðrik
Jónasson, Útskálum, Árni Þor-
steinsson, Kálfatjörn, Brynjólfur
Magnússon, Stað, Magnús Þor-
steinsson, Mosfelli, Bjarni Jónsson,
Reykjavík, Einar Torlacius, Saur-
bæ, Eiríkur Albertsson, Hesti,
Sigurgeir Sigurðsson, Isafirði, Sig-
urður Stefánsson, Vigur. Friðrik
Friðriksson, Reykjavik, Einar
Friðgeirsson, Borg, Sigurður P.
Sívertsen, prófessor og Magnús
Jónsson, dósent, Rvík, ennfremur
uppgjafaprestarnir síra Sigurður
Gunnarsson, Skúli Skúlason, Þor-
valdur Jónsson, Jóhannes L. L.
Jóhannesson og kand. theol. Sig-
urbjörn Á. Gislason, Halldór
Gunnlaugsson, Ásgeir Ásgeirsson
og Sigurður Ó. Lárusson svo og
guðfræðisnemendurnir Hálfdán
Helgason, Friðrik Fxiðriksson.
Magnús Guðmundsson og Stanley
Guðmundsson.
Hvað er í íréttum?
t Guðjón Ólafsson
gjaldkeri sparisjóðsins á Eyrar-
bakka og verzlunarmaður þar,
andaðist 27. þ. m. nærri hálfsjö-
tugur að aldri.
Sterling
er á leið hingað úr hringferð,
væntanlegur í dag. Með skipinu
eru frá Isafirði Jóhann Þorsteins-
son kaupm., Finnur Thordarson
bankafulltrúi og Sofl'ía dóttir hans,
Jón Hróbjartsson kaupm. o. fl.
Bragi
vélbátur frá ísafirði fer vestur á
morgun.
Á handfæri
veiða menn nú töluvert af þyrsk-
lingi utan við Efiersey.
(xullfoss
er væntanlegur á þriðjudaginn.
Á Alþingi
er til umræðu á morgun í efri
deild: kirkjugarður á Stokkseyri og
í neðri deild: dýrtíðaruppbót, bráða-
birgða-launaviðbót og önnur ófrið-
armál.
Sigurðnr 1.
fór upp í Borgarnes í nxorgun;
er væntanlegur aftur í kvöld.