Fréttir - 06.07.1918, Blaðsíða 1
DAGBLAÐ
68. blað. : Reykjavík , laugardaginn 6. júlí 1918. 2. árgangur.
Peir sem g-erast áskrifendur „Frétta“ frá 1. j fá blaðið ókeypis úlí frá 1 b y r j un.
®, mœtfi ág, ífoð! með þár ííða.
Ó, mœlii ég, Ijóð með þér líða
langt burta héðan frá. —
Hvar eru sóldalir sumars?
— t sárum er öll mín þrá.
Regnið af húsinu hnígur,
hnígur svo þungt og ótt. —
Sgstir min! sgstir mín góða!
ég sá þig í draumi’ i nótt.
Sgstir mín! sgstir mín góða!
í sárum er öll mín þrá.
— Ó, mœtti ég, Ijóð! með þér líða
langt burtu héðan frá.
S. F.
Bændur!
Lítið inn í verzlunina Ásbyrgi Hverfisgötu 71 og
fáið ykkur ágætan harðan steinbít, þurkaðan saltfisk
og tros.
Ennfremur: Ljáblöð, Brýni, Hóffjaðrir, Reipi.
Oddur Guðmundsson.
Verzlunin Ásbyrgi
Hverfisgötu 71
kaupir tómar blekbyttur.
Simskeytin frá Ritzan.
Afturgengin Grýla
gægist yfir mar.
Ekki er hún börnunum
belri en hún var.
Eggert Ólafsson.
Fréttastöðin Rilzau í Kaup-
mannahöfn hefur nú tekið upp á
því að senda bingað dag eftir dag
valin símskeyti með samsuðu upp
úr nokkrum sænskum blöðum um
sjálfstæðiskröfur íslendinga. Hefur
áður verið minsl á eitt af þessum
skeytum hér í blaðinu og eru trin
síðari af sama tagi.
það er auðséð af hvaða rótum
þessar »sænsku« blaðagreinar eru
runnar. Að efni lil eru þær allar
skilgetnar systur þeirra ritsmíða
er hr. Kn. Berlin og félagar hans
hafa ritað í dönsk blöð. Efnið í
þeim er það, að gera sem mest
úr hættunni fyrir ísland, ef það
fengi framgengt kröfum sínum um
hreint konungssamband við Dan-
mörku(!) og íslendingar varaðir
við að fara oflangt í kröfum sín-
um, þvi að það geti leitt til skiln-
aðar við Danmörk. Mundi ísland
þá kunna að verða »hættulega háð
einhverju stórveldi« og það yrði
öllum Norðurlöndum skaði. Enn-
fremur herma skeytin ýms bróður-
leg orð um það, að ísland verði
að sætta sig við það fyrirkomulag
sem því »henti bezt sjálfu« og
»haganlegast er«, o. s. frv.
Þegar þess er gætt, í hverju
skyni greinar þessar eru samdar
og sendar hingað einmitt nú, þá
þarf engum að koma á óvart efni
þeirra. í*ær eru alveg eins og við
er að búast, þegár tildrögin eru
kunri.
En grýlur þessar eru gerðar of
einfeldnislega til þess, að þær geri
nokkurn geig. Þær hræða íslend-
inga ekki frá þvi, að halda fram
fylslu réttarkröfum sínum. Þótt
koma megi á framfæri slíkum
greinarkornum í nokkur blöð í
Svíþjóð, þá eru ekki þar ineð
íengnar neinar ákveðnar tillögur
sænsku þjóðarinnar um mál vor.
Auðvitað er það og, að til eru
þau blöð í Svíþjóð, er gera sjálf-
um sér þær grýjur> ag ísland
kynni að ganga í eitthvert sam-
band við Noteg, ef það færi úr
sambandi við Danmörku. Slíkur
heilaspuni getur haft nokkur áhrif
á tillögur sumra þessara blaða,
þótt annar ótti sé í ljós látinn.
Ef þessi góðu sænsku blöð vilja
»styðja að góðu samkomulagk,
þá ættu þau að beina máli\sínu
til Dana, en ekki Ísíendinga. ís-
lendingar eru ekki að seilast eftir
neinu valdi j'fir Dönum eða ganga
á þeirra rétt, heldur eru þeir ein-
ungis að ná eigin málum í eigin
hendur, — viðurkenningu um fall-
veldi íslands, óskoruðum rétti til
þess, að ráða að fullu og öllum
sínum 'málefnum. Þennan málstað
vorn ætti sænsku blöðin aðjstyðja.
Með því mundu þau bezt ná þeim
tilgangi, sem þau segjast vilja styðja,
að ísland verði framvegis í tryggu
sambandi við Norðurlönd.
ísland hefur nú verið nokkuð
lengi í sambandi við Norðurlönd,
og getur ekki hælt þeim kjörum
stórt. Hætti frændþjóðirnar að sitja
v7fir rétti vorum. Þá mun betur
fara. Garður er granna sættir.
Alveg er það þýðingarlaust að
vera að hræða ísland með »ein-
hverju stórveldk. Því miður munu
Norðurlöndin fult svo mjög mega
hafa beyg af »einhverjum stór-
veldum« sem vér íslendingar.
Bretland og Bandaríkin hafa
tekið sjálfstæði og rétt smáþjóða
hæst á stefnuskrá sína. Vér ótt-
umst ekki, að þessar þjóðir ásæl-
ist rélt vorn fremur þótt vér met-
um hann mikils sjálfir og sækjum
fast að ná honum að fullu ein-
mitt nú.
Vér munum ótrauðir fylgja
stefnuskránni.
(Nl.)
í framgöngu er Kerenskv hinn
allra prúðasti, hógvær, kurteis og
jafn við alla. Hann hefur svo sterka
trú á réttlæti mannanna, að hon-
um finst það ómögulegt að nokk-
ur inaður geri ilt nema af mis-
skilningi. Þess vegna segir hann
að skilningur fólksins hvers á öðru
sé aðal-atriðið. Það sé lækning við
öllu böli í heiminum.
Sumir halda að Kerensky sé
Gyðingur, en svo er ekki; hann
lét það vera sitt fyrsta verk eftir
að hann komst til valda, að lýsa
yfir fullkomnu trúarfrelsi Gyðinga,
og það var ástæðan fyrir því, að
hann var úti í frá álitinn Gyð-
ingur. Hann trúir á algert jafn-
rétti í öllum efnum. »Og sízt af
öllu á að gera tilraunir til þess að
binda anda manna og sálir«, segir
hann.
Áður en Kerensky gerðist for-
ingi uppreistarmannanna og steypti
keisaranum af stóli, var hann álit-
inn . meinlaus draumsjónamaður,
sem ríkur væri af orðum, en engu